Þjóðviljinn - 19.10.1967, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 19.10.1967, Blaðsíða 7
FimMíiaítegMr t9. akti&ber 1907 — ÞUSÖÐVffijJ'IW!? — SfI>A J Þgssí þrjú kvöld, sem við dvöldumst á Hótel Úkraina, löbbuðu sumir út á skemmti- staði að sjá kvöldlífið, en aðrir hvíldust eftir skoðanaferðir. Og svo var lsgt af stað snemma morguns 8. ágúst í áttina að Svartahafi. Langferðabíllinn þokaðist út úr borginni, þar sem gömulhús eru til annarrar handar en nýj rísa af mikllum hraða tii hinn- ar, og var okkur sagt að í Moskvuborg séu byggðar 350 í- búðir á dag. Akrar, tún og skóglendi skiptast á og áður en varir erum við setzt í flug- vél á leið til Kiev, nú var ekki flogið ofar skýjum, það voru eftgin ský, en sól um allan' himin. Þessi ferð tók þrjár stundir, eina í lofti og tvær á jörðu, og þarna kom Kænu- garður á móti okkur í fangi grænna skóga. Gistihúsið DNIPRO er við aðaltorg og þar fengum við sömu aðbúð og í Moskvu og urðum harla glöð. Húsið er ný bygging, gler milli súlna. Leið- sögukonan hún Helena yfirgaf o-kkur ekki meðan við dvöld- umst í Sovétríkjunum, og á hún heiður skilinn fyrir dugnað og ágæta fyrirgreiðslu. En auk hennar komu tiíl móts við okk- ur á tröppum DNIPRO ungur menntamaður og kona, fríð og mittisgrönn eins og Helena, og höfðu þau leiðsögu í b-orginni. Þegar allir voiu komnir með lykla í hendur og höfðu áttað sig á lyftum, var gengið til her- bergja og var nú\gott að fá sér bað eftir hita ferðarinnar. En strax eftir mat var lagtafstað að skoða borgina. Jseja, sagði ég við sjálfan mig, þá er maður kominn t.il . Kænugarðs; svo renndi\ bíllinn 1 sér upp nokkrar brekkur og var stanðnæmzt á hæðardrögum, þar sem sá útyfir hluta af borg- inni og ekki Skyggði á skógur. Þarna sáum við fljótið Dnépr, og á bökkum þess er lágborg- in og margar verksmiðjur, auk annarra bygginga; þar er djúpt á fast. Mikið bótti mér til þess koma hvað túlkamir kunna borgirn- ar utanbókar í sjón og sögu, og var" ekki stanz á greinargóðum lýsingum. Þessi borg hef-ur staðið af sér storma stórra styrjalda og er eftirminnileg- ust árás nazistanna sem lögðu þriðjung allra húsa í r-úst. En Kievbúar sem eftir lifðu styrj- öldina hafa unnið mikil þrek- virki að byggja upp borgina og fegra og ekki sést stuf á götu, allt er þvegið og sópað og vinna konur að þvf með strávondi i höndum. Konur eru líka allan fyrrihluta dagsins að vökva blóm á cpnum svæðum og trén við gangleiðir allar eru vökvuð daglega í sól og dúnalogni. ( fornum helgi- dómum og katakombum 1 annan stað stóð til boða að skoða katakombur fomar og þangað lögðum yið leið okkar og var farið neðanjarðar um sinn. Þarna bjuggu mtmkarog hellgir menn á söguöld í hellum og jarðholum og þjónuðu þar guði sínum með mikilli sjálfs- ögun og fluttu þar helgar mess- ur en pyntuðu ógurlega í af- helium. - Fjölmargir dugandi munkar gerðu klaustrið frægt og streymdu þangað auðugir menn úr öllum áttum, að hlýða messum og gefa fó fyrir sálu sinni, og varð klaustrið' stór- auð-ugt og talið auðugast allra klaustra þar um viðlendur. Þetta klaustur átti 1/8 úr milj- ón hekturum lands og 30 þús- und sálir, ánauðugra manna. Þegar helgir menn söfnuð- ust til sinna fcðra á þessum heilaga stað var þeim skákað inn í hella sem höggnir voru í bergið, en þannig er loftslagi háttað í þessum landshluta að bein þeirra fúnuðu ekki en urðu að múmíum, sem varð- veitast enn, hver á sínum stað, og eru beínin í kistum sem vel er við haldið; sumstaðar hanga frummálaðar andlitsmyndir yf- ir legstaðnum. Múmíurnar eru fjölmargar og var á þeim svo djúpstæð helgi að klerkar tóku til að selja þær til fjarlægra staða fyrir of- fjár. Fyrir kom að u.pp kom- ust vörusvik, þegar klerkar skröpuðu saman gulnuðum beinum og gerðu úr múmíur, upp í loforð. Fóru nú að rísa klaustur of,- anjarðar svo vegleg og guði þóknanleg að enn streymdu þangað stónhöiðingjar að hlýða helgum tíðum og vera vitni að stórmerkjum. Einn hét Valdi- mir -prins af Kiev (988) og kem- ur hann mikið við sögur og átti 300 konur. Valdimir gerði út menn að hlýða messu og skírð- ist síðan undir siðinn og fóm- aði þar með öllum sínum kon- u-m. 40 fslendingar stóðu nú þarna í helgidóminum, sem er eitt hályft safnhús, og kom mér i hug að þarna stóð á góflfi ís- lenzkur rriaður að hlýða messu árið 1000, og var það Þorvaldur víðförli sem kom til Kænu- garðs eftir ánni Dnépr. Þor- vald-ur stofnaði síðan klaustur undir fjallinu Dröfn og helgaði Jóhannesi baptista. Hanservíða getið í fslendingasögum. Máski varð ég snortinn af þessum sögulegu fornminjum, en gott var að koma út í sól- ina og virða fyrir sér blóim vallarins og trén sem teygðu sig móti himni. Sigling á Dnépr- fljóti og leikhús- ferð Þennan dag var okkur Dágs- brúnarfólki boðið í siglingu um ána Dnépr, sem streymir fram tíu metra djúp og fleytir togur- um sem smiðaðir eru í Kiev, allt tl Svartahafs. Fljótið er undir vernd landvætta og var okkur sagt að hvergi rynnu f það óhreinindi af mannavöfd- um, en strendur þess eru bað- strendur og þennan góðviðris- dag lá aragrúi fólks í sandinum að safna sól í húðina, en aðr- ir óðu út í ána. Verklýðsfélög og stórir vinnustaðir eiga sum- ardvalastaði meðfram ánni. Þama var gaman að sigla. Eina kvöldstund var farið i leikhús. Við gengum eftir uþp- lýstum götunum og fórum sýnilega hraðar en irmfacddir, því al-ltaf vorum við að fara framúr fólki, sem elcki virtist liggja neitt á. Stórir og fagur- lega gerðir blómareitir eru á auðum svæðum við aðallgötur, og nú voru þessir blómareitir upplýstir með ljósaperum, sem ýmist var komið fyrir meðal þlómanna, eða edns og í leik- húsi og skiniu að ofan á feg- urstu blettina. Konur stóðu vfða við gangstéttir og buðu blóm sem þær voru með í bind- • inum; þetta vonx gamlar konur og datt mér stundum í hug, hvort gömlu konurnar hefðu gleymzt í hinni sósíalistíslcu uppbyggingu, eða var þetta vani að þær ynnu fyrir sér á þennan hátt? Það er svo víða að gamlar konur sópa götur og jafnvel moka og grafa skurði, , og mjög fannst mér þær í and- stöðu við allt þetta unga og velklædda fólk sem fyllir stræti og torg. En nú vorum við Is- lendingar á leið í leikhús að horfa á rúmenskan leikflokk sem þarna var á ferð. Leikhús- ið var stórt og einfalt að gerð og rúmaði fjölda fólks og var borgin kvödd Síðasta daginn í Kiev var boðið til ferðar á einn meiri- háttar vinnustað, þar sem hús eru byggð úr steinsteypu og send út um borg og óbyggð svæði. Þarna vinnur fjöldi fólks, karlar og konur og svo liggur mikið á, að unnið er á vöktum, nema konur aöeins á daginn. Frá því að efnið kemur inn og er mokað í mótin, er alllt unnið með vélum, en steyp- an gufuhert eins og í Hvera- gerði. Helzt er þarna til nýj- unga að fylgzt er með öllum hreyfingum á steypustaðnum og þar sem húsin eru reist með sjónvarpi og rafmagnsheila, og var okkur sýnt inn í vélasal þessara tækja og myndir á sjónvarpsskerminum sem stilla má á hvaða hús sem er. Þessi vinnustöð á orlofs- og hvíldarheimili á Krímskaga og við ána Dnépr, og fær hver maður þar orlofsdvöl eftir starfsaldri. Dvölin á Kiev leið skjótt hjá, en þar hefðí verið gott að vera nokkru lengur og skoða sig betur um. Borgin er skreytt blómum og trjám, þar eru margar glíæsöegar byggingar og fólkið er mjög viðkunnanlegt og svo eru sðgulegar minjar við annað hvert fótmáL Þessi borg á sinn sérstaka himin, sem er blár eins langt og aug- að eygir og slær á hann gulln- um bjarma þegar dregur nær borginni, og það er eins og trén skyggi aldrei hvert á annað og blómin þurfa ebki að halla sér til hliðar, sðlin skín á þau frá öllum h-liðum og hefur á þeim sérstaka velþóknun, á kvöld- in éru blómabeðin upplýst. En nú urðum við að yfirgefa borg- ina og fmmundan var síðasti áfanginn á leiðinni suður. Á stéttlnni fyrir framan Hót- el Dnépr var kyrrlát umferð gangandi fólks, en á breiðtorg- inu fyrlr framan stóðu bílar sem biðu eftir okkur og aðrir sem sífellt komu og fóru. Fararstjóramir, sem héldu uppi mjög góðri reglu í allri ferðinni, ^sáu um að hver mað- ur væri í sínu sæti og þama var Helena komin að telja í bílunum og svo var keyrt af stað. Þegar kom út fyrir . borgina var sveitin á næstu grösum og brátt breytir um gróður, nú Minnismerki um Vladimir prins af Kiev. — Sér yfir ána Dnépr i baksýn. hvert sœti skipað. Þsfrna sýndu Rúmenar þjóðdansa og söng- leiki, og fram komu afburða söngmenn og konur. Inngangs- eyrir var um 90 íslenzkar krón- koma akurlönd í stað skóga svo víð og breið að sléttuna slítur fyrst við yzta sjóndeildarhring. Þama á sléttunum eru bænda- býlin þekku á víð og dreif, og hér eru rekin samyrkjubú, ým- ist á samvinnugrundvelli, eða þau em rikiseign. Ekki vanrusí timi til að koma heim á bæina, en við sáum til bæja eða sam- byggða og þama vom krakkar að þeysa út í hagann, þangað sem kúahjarðir em á beit, og sýndist mér hestamir vel geta verið íslenzkir, svo likt var fótatakið. Á þessum árstíma em sífelld- ir þurrkar og hættir gróðri við að skrælna á ökrunum, og þannig er búskapurinn háður veðurfari. Merkustu nýjungar í búskap þarna auk samvinnuxm- ar, eru áveitukerfin, og em það vatnspípur sem liggja nú þvers og langs eins og séð varð og eru yfir þeim úðamekkir frá smágötum á pípunum, en vatn- ið er undir miklum þrýstingi ■ Þannig tryggja bændur upp- skemna á þessum miklu akur- löndum og er hvergi til sþarað, svo gefur áveitan góða raun. Við stönzuðum, á nokkrum stöðum að sjá okkur betur um og á einum stað var kona að tína lauk í körfu í garðinum sínum. Haldið suður á Krímskaga Brátt kom flugvöllurinn í ljós, og var þar stutt viðdvöil, þar sem flugvélin stóð tilbúin við sína afmörkuðu braut. Þetta var skrúfuþota semfyllt- ist af fólki á leið til Jalta. Það var ^gaman að horfa niður á akmna meðan gaf til sléttunn- ar, en svo dróst landið saman og hvarf, það var tekið að rökkva og hugsanir mínar drógust líka saman inn í flug- vélinni þar sem við farþegarn- ir sátum ömgg og létum fara vel um okkur í níu þúsund feta hæð. Frammí era flugmennirn- ir að stjórna farartækinu, hvað skyldu þeir hugsa með svo þunga ábyrgð á herðum? Við því fékk ég ekkert svar, en hvarflaði augum til flugfreyj- anna sem vora á stjái fram og aftur að sinna skyldustörfum. Þetta er þægilegt ferðalag að sitja í stólnum sínum og fara 1000 km. á klukkustund. Menn spjölluðu saman miíli sæta og tíminn leið fljótt og aldrei í þessari ferð varð séð að menn fyndu til ónota í flugvél. En nú fóm ljósin undir flugvélinni að dreifa sér. og þama hlaut að' vera borg, og alltaf komu ljósin nær og nær og svo var setzt; við vomm komnir á flugvöll- inn í Simferopol. Enn vaí-ð nokkur viðdvöl etn svo kom bíllinn og lagt var af stað og keyrt út af sléttunum upp til fjalla á Krímskaga. Bíllinn rann eftir þjóðveginum og fór þessa 90 km. á tveim tímum. Nú var farið eftir mal- bikuðum vegi þar sem raf- magnsknúðir vagnar ganga í sí- felllu, en máski er ekki svo langt að minnast að hér fóra um þreyttir og þjakaðir menn og hestar á langferð yflr sjó. Kvöldsett var og myrkur yfir landinu og þótti mörgum leitt að hafa ekki þessi skógivöxnu fjöll í augsýn. Svo var staðnæmzt á stein- lögðu stræti í skógivaxinni borginni Jalta, eftir lengsta ferðalag á allri leiðinní. Við urðum næsta fegin að koma út og hrista okk-yr og liðka til og var nú boðið til gistingar á Hótel Krím. Krím er gamalt gistihús og skorti margt á við þau nýrri, en það vandist vel. Ekki var þó hægt að fá matinn í sama húsi og var kennt þrengslum, en í húsi þar skammt frá var okkar borðsal- ur allan tímann sem við dvöld- um á Jalta, og var það mjög skemmtilegur salur hringmynd- Framhald á 9. síðu. ur og hefðum við gjarnan vilj- að fara aftur á þessa sýningu og sannariega óskaði ég söng- leikjaflokknum heim til ís- lands, en hef ekki hitt á óska- stundina, og þó getur svo margt skemmtilegt skeð. Vinnustaður heimsóttur og Þættir úr orlofsferð Dagsbrúnarmanna til Sovétrfkjanna II. hluti Eftir Tryggva Emilsson 4 t l i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.