Þjóðviljinn - 19.10.1967, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 19.10.1967, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 19. október 1967 — ÞJÓÐVILJINN — SlÐA J Nóbelsverðlaun í læknisfræði hlutu Þrír augnfræiingar, Finni og tveir Bandaríkjamenn Breytingar á hjúpnum sem úmlykur Venus útlit hennar breytist í sífellu. Fyrstu skilaboð tif jarðar Framhald af 1. síðu. um klukkustundum síðar að það var staðfest í Moskvu að Venus iy hefði lent á plánetunni. Sagt var að geimflaugin hefði komið inn í lofthvolf hennar kl. 4.34 að ístt. tíma. Mælitækj ahylki hefði þá verið losað frá flaug- inni og það látið falla til yfir- borðsins í s.iálfvirkum fall- hlífaútbúnaði, 25 km leið. Sir Bemard Lovell sagði að kl. 3,45 í morgun hefði geim- flaugin hert ferð sína og kl. 4 gizkaði hann á að hún væri 24.000 km frá plánetunni. Geim- flaugin var þá á þyngdarsviði Venusar og hraði hennar jókst ja-fnt og þétt. Einstætt afrek £>að mun taka langan tíma að vinna úr þeim upplýsingum sem bárust frá geimstöðinni þann rúmlega hálfan annan tíma sem senditæki hennar sendu radíóboð til jarðar, en stórathyglisverð vitneskja hefur þegar borizt frá henni. Vísinda- fréttamaður brezka útvarpsins sagði þanig frá í dag: — Það leikur enginn vafi á því að sovézkir vísindamenn hafa unnið alveg einstætt tækni- legt afrek. Þeir hafa sent mæli- tækjahylki í fallhlífum niður á yfirborð Venusar og fengið þáð- an svör við þremur af þeim spumingum varðandi plánetuna sem mestu máli skipta. Þegar menn hafa í huga að það tekur nærri því fimm mínútur fyrir radíóboð að fara 80 miljón km leið til geimflaugarinnar, þá geta þeir gert sér nokkra hug- mynd um hin tæknilegu vand- kvæði. Að fengnum þeim upp- lýsingum sem nú hafa borizt frá Venusi virðist hún enn ólík- ari jörðinni og enn eyðilegri en nokkurn hafði grunað. Hitinn á yfirborðinu mældist frá 40 upp í 280 stig á Selsíus og er það í næsta góðu samræmi við þær mælingar sem bandaríska geimfarið Mariner gerði áríð 1962. Það virðist því næstum því víst að menn muni aldrei lenda á Venusi. Mælingarnar sem sýna að loftþrýstingurinn er fimmtán sinnum meiri en á jörðu og að lofthjúpurinn hefur nær eingöngu að geyma kolefn- is-tvísýring — súrefni innan við 1,5 prósent — þessar mælingar koma heldur njeira á óvart. (í frétt NTB-er það ekki súrefni sem sagt er vera um eða innan við 1,5 prósent af loftmagninu, heldur vetni og vatnsgufa. Sam- kvæmt NTB hefur heldur ekki mælzt neitt köfnunarefni.) Mikill fiignuður Fögnuður ríkti í Moskvu vegna þessa síðasta afreks sovézkra 'geimvísindamanna sem staðfest- ir að þeir hafa hvergi látið sinn hlut í samkeppninni við Banda- ríkjamenn. Moskvuútvarpið gerði hlé á dagskrá sinni til að segja tíðindin og kvöldútgáfa kom út af morgunblaðinu ,,Pravda“. . Sovézkur geimfræðingur sagði að lendingin á Venusi markaði mjög merkileg tímamót í könn- un sólkerfis okkar. Sérfræðingar í Moskvu eru sagðir telja að sovézkir vísindamenn séu á þessu sviði komnir lengra en starfsfélagar þeirra í Banda- ríkjunum. Fréttaritari brezka útvarpsins í Moskvu gaf í skyn að búast mætti við fleiri afrek- um á sviði geimvísindanna á næstunni, nú þegar hátíðahöld- in vegna byltingarafmælisins fara í hönd. Ekki laust við öfund Þetta síðasta afrek sovézkra vísindamanna hefur einnig vak- ið mikla athygli í Bandaríkjun- um. Blöðin birta langar mynd- skreyttar greinar af þessu til- efni. Fréttaritari brezka útvarps- ins í New York sagði að það hefði ekki verið laust við að nokkurrar öfundar hefði gætt í umsögn James Webb, forstöðu- manns bandarísku geimferða- stofnunarinnar NASA, en fram- tíð bandarískra geimvísinda er nú í nokkurri óvissu vegna þess að fjárveitingar til NASA hafa verið minnkaðar. Webb sagði að með þessu afreki, hefðu Sovét- ríkin viljað sannfæra menn um að rannsóknir geimaldarinnar gætu ráðið úrslitum um hvar þungamiðja tæknivísindanna myndi liggja í framtíðinni. 4. í röðinni Venus IV er eins og nafnið bendir til fjórða geimfarið sem sent er til Venusar frá Sovét- ríkjunum. Venus I var skotið frá jörðu 12. febrúar 1961, en skot- ið tókst ekki sem skyldi, geim- farið fór fram hjá plánetunni í um 100.000 km fjarlægð. Fimm árum síðar, 27. febrúar s.l. fór STOKKHÓLMI 18/10 — Karólínska stofnunin samþykkti í dag að, skipta nóbelsverðlaununum í læknisfræði milli Finnans Ragnars Granits sem búsettur er í Stokkhólmi og Bandaríkjamannanna Haldans Hartline, New York og Georges Walds, Cambridge, Massachusetts, fyrir uppgötvan- ir þeirra sem varða starfsemi augans. Mannskæð orusta SAIGON 18/10 .— í gær stóð daglangt 65 km frá Saigon einhver harðasta orusta milli Bandaríkjamanna og skæru- liða sem komið hefur til í marga mánuði. — 110 Búdda- munkar og nunnur hafa lýst sig reiðubúin til að brenna sig lifandi í mótmælaskyni við stefnu herforingjastjórn- arinnar í trúmálum. Bandaríkjamenn segjast hafa átt í höggi við um 300 skæru- liða í frumskógum norðvestur af höfuðborginni. Missbu þeir 58 menn falttna og 61 særðist og urðu þeir flestir fyrir kúlum leyniskyttna, sem höfðu komið sér fyrir uppi í trjánum. Banda- ríkjamenn, sem fengu aðstoð flugvéla og stórskotaliðs, segjast hafa fellt um 100 skæruliða og hrakið þá á flótta. Búddistaleiðtoginn Thich Thi- en Hoa lýsti því. yfir í dag að 110 munkar og nunnur væru reiðubúin að brenna sig til bana í mótmælaskyni við yfirlýsingu herforingjastjórnarinnar um op- inbena viðurkenningu á þeirri grein Búddista sem styrður stjórnina. Hefði því verið lofað fyrir 13 dögum að taka þessa yfirlýsingu aftur en það loforð ekki enn verið efnt. Venus II framhjá plánetunni, en miklu nær en fyrsta Venus- ar-farið og fjórum dögum síðar hæfði Venus III plánetuna 'jg flutti þangað skjaldarmerki Sov- étríkjanna Það var. í fyrsta sinn sem geimfar frá jörðu kom til annarrar plánetu, en það splundraðist á yfixborði henn- ar. Bandaríska geimfarið Marin- er V er væntanlegt í námunda við Venus síðdegis á morgun, en mun fara fram hjá plánetunni í um 4.000 km fjarlægð, Líkar en þó ólíkar Venus er líkust jörðinni af öllum plánetum, bæði að stærð og þunga. Þvermál hennar er 12.400 km, rúmmálið er 0,92 og þunginn 0,82 af rúmmáli og þunga jarðarinnar. Við fyrstu sýn virðast Venus og jörðin því vera tvíburar í geimnum, en nánari athugun leiðir í ljós að margt er ólíkt með þeim. Venus er önnur. reikistjarnan frá sólinni talið. Hún kemur næst jörðinni af öllum himin- tunglum fyrir utan mánann okkar.e r aðeins 40 miljón km frá okkur þegar skemmst er á milli. Þar ,sem braut Venusar er nær sólinni en braut jarðar verða kvartiláskipti á henni eins og á Merkúr. Þegar Venus er björt- ust ber hún af öllum himin- tunglum fyrir utan sól og .mána. Engu að síður höfum við ekk- ert vitað um yfirborð hennar. Það sem við sjáum er endur- skinið frá yztu lögum lofthvolfs hennar, hins þykka skýjahjúps sem ævinlega hylur yfirborðið. Lofthvolf Venusar var upp- götvað árið 1761 af rúsneska, stjörnufræðingnum Lomonosof þegar plánetan fór yfir sólskíf- una. Þar sem Venus er svo á- þekk jörðinni að stærð og þunga hefði mátt búast við^að lofthvolf hennar væri einnig svipað gufu- hvolfi okkar. Þessu er þó ekki að heilsa. Ljósbrotsathuganir hafa sýnt að lofthvolfið er r.ð mestu samansett úr kolefnis-tví- sýringi og athuganir sovézka geimfarsins hafa staðfest það. 1 Þær hafa einnig leit í ljós að í lofthvolfi Vehusar mun bæði vera vetni og vatnsgúfa, en af mjög skornum skammti. Hinn mikli hiti á yfifborði Venusar sem sovézka geimfarið hefur mælt kemur ekki á óvart, þar sem hjúpur úr kolefnis-tvísýr- ingi verkar eins og ábreiða sem heldur inni sólarhitanum. Eins og áður segir hefur ekk- ert verið vitað með vissu um yfirborð Venusar. Hér áður fyrr, áður en menn vissu um kolefnis-tvísýringinn í lofthvolfi hennar, voru uppi tilgátur um að mjög væri svipað umhorfs á yfirborði Venusar og var á jörðinni fyrir u.þ.b. 250 miljón árum, þ.e. um það leyti þegar kolalög jarðarinnar voru að myndast. Menn gerðu sér þá í hugarlund að lofthvolf Venus- ar væri að mestu samsett úr vatnsgufu og á yfirborði henn- ar ríkti mikil gróðursæld, Á síðari áratugum hafa vísinda- mennn hins vegar hallazt að því að yfirborð Venusar/sé þurr og sendin eyðimörk og fyrstu upp- lýsingaraar sem borizt hafa frá sovézku geimstöðinni sem þar lenti í gærmorgun virðast stað- festa þá skoðun. 1 forsendum fyrir veitingunni segir m.a. að verðlaunahafamir hafi gefið svör við ýmsum þýð- ingarmiklum spumingum um það hvernig ýmisleg skynhrif verða til- Svör þeirra varða sumpart það með hvaða hætti skynfrum- urnar í augum verða virkar og sumpart það hvernig unnið er úr boðunum frá skynfrumunum í því neti taugafruma sem er á milli skynfrunfu og taugaþráða til heilans. Á þennan hátt hefur starf verðlaynahafanna veitt nýja bekkingu um það sem fram fer í auganu er ljós berst að því — í samræmi vi ð styrk ljóssins, lit svo og skynjun þess á hreyf- ingum. Ragnar Granit er fæddur í Helsinki aldamótaárið- Hanri lauk fyrst prófi í sáiarfræði og hafði þá sérstakan áhuga á starfi skyn- færa, og lagði síðan stund á læknisfræði. Hann hefur síðan 1944 veitt forstöðu eigin rann- sóknarstofum í taugaeðlisfræði í Sokkhólmi. Tilraunir hans hafa einkum béinzt að starfi nethimnu augans einkum að bví er varð- ar litskynjun. Halden K. Hartline er fæddur 1903, lærður í Bandaríkjunum og Þýzkalandi og hefur síðan 1953 starfað við Rockefellerstofn- uniria í New York sem orófessor í lífeðlisfræði. George Wald er fæddur árið 1906 og er. sonur þekkts fræðimanns um lífefna- fræði sjónarinnar. Hann hefur verið prófessor við Harvardhá- skóla í Massachusetts síðan 1948. Báðir hafa þessir menn fengizt við svipuð visindaleg vandamál og hinn sænski starfsbróðir þeirra og hlotið fyrir marghátt- aða viðurkenningu og verðlaun. Granit var staddur í Oxford sem gestur háskólans þar erhann fékk fréttina og brást hann mjög glaður við — kvaðst hann með ánægju deila verðlaununum méð Hartline, sem hann hefur starfað mikið með. 1 rannsóknarstofunni í Cambridge þar sem próf. Ge- orge Wald starfar, var haldið upp á fréttina með kampavíni, sem drukkið var úr tilrauna- glösum- Viðstaddir voru tveir prófessorar sem áður höfðu hlot- ið Nóbelsverðlaun. SíSasti keisarinn í Kína er látinn TOKÍÖ 18/10 — Síðasti keisari Kína og um hríð Ieppkeisari Japana í Mansjúríu, Pú Jí, lézt í gær í Peking úr ónefndum sjúkdómi, að því er japanska fréttastofan Kiodo hermir. Pú Jí var fæddur í febrúar 1906 og var tekinn til keisara aðeins tveggja ára gamall er síðasti þjóðhöfðingi Mansjúætt- arinnar, Tsú Hsí, keisaraekkja, lézt. Hann var látinn segja af sér fjórum árum síðar, árið 1912, þegar landið var ttýst lýðveldi undir forsæti Sún Jat-sens. 1932 lögðu Japanir undir sig Mansjúríu og lýstu það sjálf- stætt ríki, Mansjúko. Tveim ár- um síðar lýstu Japanir Pú Jí keisara yfir þessu, leppríki sínu. .Sat hann þar í . hásæti. allt til ársins 1945 að Rússar tóku hann höndum og afhentu þeir hann kínverskum yfirvöldum árið 1949 (eftir stofnun alþýðulýð- veldis). Hann var fangi attlt til 1959 að hann var látinn laus og fékk hann starf við grasgarðinn í Peking. Síðan 1963 hefur hann fengizt við sagnfræðileg störf. Félagsfundur ÆF Félagsfundur ÆFR verður haldinn í kvöld, fimmtudag, kL 9 í Tjamargötu 20. Dagskrá: 1. Inntaka nýrra fé- laga. 2. Starfsáætlun sambands- stjórnar ÆF og frelsisbaráttan fram til 1969. 3. Vetrarstarfið. 4. Önnur mál. — STJÓRNIN. ÞAU ERU KOMIN - DÖNSKU EPLIN MEÐ BROSI SAFA OG ANGAN LEITIÐ EKKI LANGT VTIR SKAMMT AÐ SUMARAUKANUM HATSTN ER I NÆSTU BÚÐ, SEM HEFUR DÖNSKU EPLIN TIL SÖLU! r

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.