Þjóðviljinn - 29.10.1967, Side 4

Þjóðviljinn - 29.10.1967, Side 4
4 SlÐA — ÞJÖÐVILJINN — Sunnudagur 29. októiber 1967. Ctgefandl: Samelnlngarflokkur alþýðu — SósíaMstaSokk- urinn. Ritstjórar: Ivar H. Jónsson, (áb.), Magnús Kjartansson, Sigurður Suðmundsson. Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson. Auglýsingastj.: Slgurður T. Sigurðsson. Framkvstj.: Eiður Bergmann. Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja Skólavörðustíg 19. Sími 17500 (5 línur) — Askriftarverð kr. 105.00 á mánuði. — Lausasöluverð krónur 7.00. Einhuga gegn kjaraskerðingu 'y'erkalýðshreyfingin á íslandi hefur risið gegn kjaraskerðingarhótunum ríkisstjómar Sjálf- stæðisflokksins og Alþýðuflokksins einróma og einhuga. Morgunblaðið á því að vonum bágt í áróðri sínum, hefur m.a. reynt að grípa til þeirrar blekk- ingar að Eðvarð Sigurðsson, fonmaður Verka- mannafélagsins Dagsbrúnar og Verkamannasam- bands íslands, hafi í þingræðu haft að einhverju leyti aðra afstöðu til málsins en aðrir þingmenn Alþýðubandalagsins sem talað hafa. Þetta er ger- samlega tilhæfulaust, ræðan var birt í Þjóðviljan- um 23. þ.m. og ætti að taka af öll tvímæli um þenn- am blekkingaráróður Morgunblaðsins, og mætti þá einnig vitna í einróma mótmæli Verkamanna- félagsins Dagsbrúnar og Alþýðusambandsins. | ræðu sinni við 1. umræðu kjaraskerðingarfrum- varpsins á Alþingi sagði Eðvarð on.a.: „Stærsti hluti þessara aðgerða er afnám á niðurgreiðslum á nauðsynjavörum almennings og er talinn nema 410 miljónum króna á ársgrundvelli. Hér er um að ræða allar brýnustu nauðþurftirnar, mjólk, kjöt, kartöflur, og það á að gerast án allra bóta, fólk á að taka á sig þær byrðar sem þessu nemur. Eins og oft er búið að taka fram kemur þetta harð- ast niður á láglaunafólki og bamafjölskyldum, vegna þess að þetta fólk notar langstærsta hluta tekna sinna til að kaupa þessar brýnustu nauðsynj- ar. Ég vil segja það strax, að ég tel að með þessu sé rofinn grundvöllur allra kjarasamninga. Sam- kvæmt gildandi lögum og samningum ætti fólk að fá 8% kauphækkun til að mæta þeim verðhækk- unum, sem þessar ráðstafanir fela í sér. Hér er um að ræða eins vel frágengna hluti í þeim efnum og hægt er að hafa. Af þessu leiðir að ég hlýt að líta svo á, að þessar ráðstafanir séu í raúninni stríðs- yfirlýsing gagnvar'f verkalýðshreyfingunni, sem hún hljóti að svara á sínum tíma. Afleiðingin hlýtur að verða nýr ófriður á vinhumarkaðnum, nýtt ófriðartímabil“. Jgðvarð lagði áherzlu á í ræðu sinni að ifram- koma ríkisstjórnarinnar gagnvart verkalýðs- hreyfingunni, ekki sízt varðandi vísitöluatriði júní- samkomulagsins, væri ámælisverð, það atriði hefði verið lagt til grundvallar við kjarasamningana 1965 og 1966 án þess að ríkisstjómin eða atvinnu- rekendur hefðu hreyff hinum minnstu mótrnæl- um, en nú tilkynnti ríkisstjórnin fyrirvaralaust að þetta atriði júnísamkomulagsins væri ekki lengur í gildi. „Þegar svona er að farið vil ég ekki vera að tala um drengskap og drenglyndi í fraimkomu við verkalýðshreyfinguna. Það er allt annað og allt önnur orð sem þar ættu við“, sagði Eðvarð. Enda er það svo, að málatilbúnaður ríkisstjórnarinnar með kjaras'kerðingarfrumvarp sitt ber allan hlæ sams konar þjösnaskapar og þegar þyingunarlaga- frumyarpið var á döfinni 1963, og hótunum um kjaraskerðingu er haldið áfram í Morgunblaðinu samtímis því að talað er um að hafa nú, eftir dúk og disk, samráð við verkalýðshreyfinguna. — s. Barna* og skólafatn- aður á tízkusýningu Konur í Styrktarfélagi van- gefinna efna í dag. sunnu- daginn 29. okt. til tveggja fjöl- breyttra skemmtana í Súlna- sal Hótel Sögu. Skemmtanirn- ar hefjast kl. 3 og kl. 8,30 sd. Meginþáttur beggja skemmt- ananna er sýning á bamafatn- aði frá verzlununum Ýr og og Teddybúðinni, svo og kven- skóm og öðrum skófatnaði frá Steinari Waage og Skóverz!- uninni Sólveigu í Hafnarstraeti. Börn úr Dansskóla Hermanns Ragnars sýna fiatnaðinn og nokkra nýæfða dansa, enn- fremur sýna ungiingar úr sama skóla nýjustu táninga- dansana. Þá verður og dans- sýning frá ballettskóia Eddu Scheving, „kisudans" og fleira. 11 ára telpa, Guðrún S. Birgis- dóttir, syngur lög úr kvik- ............... ....... < Verndun og efl- ing landsbyggðar Á fundi neðri deildar Aliþing- is á fimmtud. flutti Gísli Guð- mundsson framsöguræðu fyrir frumvarpi sem hann flytur ásamt fimm öðrum Framsókn- arþingmönnum „um sérstakar ráðstafanir til að stuðla að vemdun og eflingu Iandsbyggð- ar og koma í veg fyrir eyð- ingu Iífvænlegra byggðarlaga". Þar er lagt til að komið verði á fót byggðajafnvægisnefnd til að rannsaka málin og stjórna framkvæmdum af hálfu ríkis- ins, og ennfremur Byggðajafn- vægissjóði, sem fái til um- ráða 2% af tekjum ríkissjóðs ár hvert (nú um 94 miljónir króna) til að vinna að þessum málum. Framsöguræðan var ýtarleg, vandlega samin og prýðilega flutt og máiið sjálft vandasamt þjóðfélagsmál, en aðeins örfáir þingmenn virtust hafa tíma til að hlýða á kynningu Gísla á þpssu athyglisverða frumvarpi. ÆF ★ N.k. sunnudag verður flutt ★ af segulbandi annað erindi ★ Asgeirs Ðlöndals Magnús- ★ sonar um heimspeki marx- ★ ismans. Erindið nefnist: Hin ★ dialektiska efnishyggja marx- ★ ismans. — ÆFR. myndunum „Sound of Music“ og „Mary Poppins" með und- irleik Magnúsar Péturssonar, sem einnig annast undirleik á fatasýningunni og dönsunum. Á kvöldskemmtuninni leika þær Kolbrún Sæmundsdóttir og Eygló Haraldsdóttir ennfremur fjórhent á píanó. Á síðdegis- skemmtuninni, sem einkum er ætluð „allri , fjölskyldunni". verður farið f leiki og börn- um úr áhorfendahópnum gef- inn kostur á að taka þátt í þeim og vinna til smáverðlauna. Kynnir á báðum skemmtunun- um er Hermann Ragnar Stef- ánsson, danskennari. Kaffi og gosdrykkir verðaiil sölu á sfðdegisskemmtuninni og matur er framreiddur frá kl. 7 fyrir þá, sem þess óska, en öll veitingasála er á vegum Hótel Sögu. Skyndihappdrætti verður á báðum skemmtununum og margt girnilegt á boðstólum. Ágóðinn af skemmtuninni og happdrættinu rennur f sérsjóð kvenna' í Styrktarfélagi van- gefinna, en fé úr honum er eingöngu varið til kaupa á inn- búi, leik- og kennslutækjum fyrir vistheimili vangefins fólks. Hafa konurnar á undanfömum 9 árum aflað fjár í sjóðinn af miklum dugnaði og veitt ár- lega ríflega fjárupphæð úr honum til kaupa á húsbúnaði, m.a. f dagheimillið Lyngás hér í borg, Skálatunsheimilið og sundlaugina þar, til Sólheima i Grímsnesi o.fl. Nóg verkefni eru enn fyrir hendi. Nægir t.d. að benda á húsbúnaðarkaup til gamla hússins í Skálatúni, sem verið er að innrétta á ný fyrir 15 vistmenn, á hælisbyggingu á Akureyri, sem nýlega er hafin, og á þá staðreynd að dagheim- ilið Lyngás, sem Styrktarfélag- ið rekur er begar orðið of lít- ið, þ.e. aðsóknin orðin meiri en svo að hægt sé að fullnægja henni. Konumar f Styrktarfélagi vangefinna hafa undanfarin ár haft basár og kaffisöllu rétt fyrir jólin, en reyna nú' nýja fjáröflunarleið til viðbótar. Þær heita nú á velunnara sfna og bess málefnis, er þær vinna fvrir að sækja skemmtanirnar á Hótel Sögu i dag, sunnudag, sjálfum sér til ánægju ogsjóðn- um til tekjuauka. Þess má geta að aðgöngumiðar að báðutn skemmtununum verða seldir frá kl. 2 í dag. Stdlsmiöir Svissneskt fyrirtæki í Straumsvík vill ráða til starfa í Straumsvík: 1. Stálsmiði til vinmi í allt að 35 m hæð. 2. Rafsuðumenn vana rafsuðu (röntgenprófun) við erfiðar aðstæður í allt að 35 m hæð. Enskukunnátta æskileg. Skriflegar umsóknir sendist fyrir 2. nóv. ítil Joint-Contractors, pósthólf 201, Hafnar- firði. FÍFA augjýsir Stórkostleg verðlækkun á peysum og úlpum fyrir böm og fullorðna. Verzlið yður í hag — Verzlið í Fífu. Verzlunin FlFA Laugavegi 99 (inng. frá Snorrabraut). @ntinental SNJÓHJÓLBARÐAR MEÐ NÖGLUM sem settir eru í, með okkar íull- komnu sjálívirku neglingarvél. veita íyllsta öryggi x snjó ög hálku. Nú er allra veðra von. — BíðiS ekki eítir óhöppum, en setjið C0NTINENTAL' hjólbarða', með eða án nágla, undir bílinn nú þegar. Vinnustoía vor er opin alla daga frá kl. 7,30 til kl. 22. Kappkostum að veita góða þjón- ustu með fullkomnustu vélum sem völ er á. GÚMMÍVINNUSTOFAN h.f. Skipholti 35 Sími 3-10-55. KOMMÓÐUR og eik Húsgagnaverzlun Axels Eyjélfssonar Skipholti 7 — Sími 10117. Vatteraðir nylonjakkar hettuúlpur, peysur og terylenebuxur. — Athugið okkar lága verð. — Póstsendum. Ó. L. Laugavégi 71 Sími 20141. Frímerki - Frímerki íslenzk, notuð og ónotuð. — 1. dags umslög, inn- stungúbækur, tengur og margt fleira. FRÍMERKJAVERZLUNIN Grettisgötu 45 (Verzlun Guðnýjar) t

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.