Þjóðviljinn - 29.10.1967, Page 10

Þjóðviljinn - 29.10.1967, Page 10
J0 SÍÐA — ÞJOÐVILJINN — Surmudagur 29. oktðber Iðffl. WINSTON GRAHAM: MARNIE 37 frá sjálfri þér. Það er nauðsyn- legt að tala — að opna sig- Ann- ars vaxa öll vandamálin inn á við. Það gæti hver einasti sál- fræðingur sagt þér. Og kaþólsk- ur prestur anyndi segja hið sama- — Ég er ekki dugleg við að tala um sjálfa mig. — Ég veit það. En ég er ein- mitt að segja þér, að maður á að tala. Segðu mér til að mynda frá bróður þínum sem dó. — Hvað viltu vita um hann? spurði ég hvössum rómi. \ — Þú sagðir mér einu sinni að hann hefði dáið. Var það tilfell- ið að hann hefði dáið vegna van- rækslu læknisins? Ég sagði honum allt af létta. — Ef þetta gekk í rauninni svona langt, að málið fór fyrir rétt, þá má með sanni segja að lækn- irinn virðist hafa sloppið vel- En HARDVIDAR UTIHURDIR TRÉSMIÐJA Þ. SKÚLASONAR Nýbýlavegi 6 Kópavogi sími 4 01 75 Hárgreiðslan Hárgreiðslu- og snyrtistofa Steinu og Dódó Laugav 18. III. hæð (lyfta) Sími 2-Í-6-16. PERMA Hárgreiðslu- og snyrtlstofa Garðsenda 21. SlMl 33-968 þetta hefur trúlega verið í stríðs- árunum. Er það þess vegna sem þú ert á móti læknum? — Ég held það hafi nú ekki orðið af því að það var stríð. Það var miklu fremur vegnaþess að við vorum fátæk- — En slíkt sem þetta gæti ekki komið fyrir í dag, eða heldurðu það? — Víst gæti það komið fyrir. En þú gerir þér það ekki Ijóst, af því að þú hefur aldrei verið fátækur, Mark. Þegar hún m — Ég þagnaði snögglega. Hann sat allan tímann og horfði á mig. — Þegar hún . . . hve? — Þegar hún frænka mín fékk æðahnúta — þú veizt, þessi frænka sem Ó! mig upp, sagði ég varfærnislega, — þá var hún lögð inn á spítala og ég fór heim og heimsótti hana — ég var þá í vinnu í Bristol og ég fékk heimfararleyfi til að heim- sækja hana, en hún fékk alls ekki þá hjúkrun sem hún þurfti- Ég reifst heilmikið og það bætti dálítið úr skák; og ég sá greini- lega að hún fékk slæma að- hlynningu, vegna þess að allir vissu að hún var fátæk — og af því að hún gerði engar-kröfur. — Já, en eins og sjúkralög- gjöfin er orðin f dag, þá er ég sannfærður um að slíkt sem þetta gerist ekki lengur. Það má vera að stundum sé harkalega og flaust- urslega farið að, einkum ef ekki er um alvarleg veikindi að ræða, það skal ég játa, en ég er viss um að það skiptir engu máli hvort maður er ríkur eða fá- tækur þegar maður er lagstur inn á sjúkrahúsið. Það sem máli skiptir nú til dags er að maður sé með einhvem óvenjulegan og athyglisverðan sjúkdóm; ef svo er fær maður konunglega að- hlynningu en annars þýðir ekki að búast við að stjanað sé við mann- — Ég get ekki séð að það þýði neitt, að ég sé að segja þér eitt og annað, fyrst þú trúir hvort sem er ekki því sem ég segi. — Það er ekki rétt, að ég fcrúi ekki því sem þú segir, og ég er líka að reyna að líta á málið með þínum augum, enda þótt ég sé þeirrar skoðunar, að í mínum augum líti það öðru vísi út. — Auðvitað, og það er vegna — — Látum það eiga sig og haltu áfram. —> Þú heldur að ég gangi með grillu í kollinum í sambandi við fátækt, og það má vera að svo sé. En ég sætti mig ekki við gagnrýni frá þeim, sem veit ekk- ert hvað fátækt er. — Þú ert ekki bara með eina grillu, Marnie, þú ert með marg- ar; en ég er alls ekki viss um að það sé fátæktin sem á sök á þeim grillum. Ég get ekki sagt þér, hver rótin er- Ég vildi óska að ég gæti það. Ef til vill gæti sálfræðingur sagt þér það. En þú myndir sjálfsagt ekki leyfa honum það? — Leyfa honum hvað? — Leyfa honum að komast að því, hvort eitthvað er athuga- vert við þig- — Nei, það myndi ég ekki leyfa honum. — Myndirðu vera hrædd? — Hrædd við hvað? — Að fara til sálfræðings? — Nei. Af hverju ætti ég að vera hrædd við sálfræðing? En það væri tímasóun. — Ef til vill — ef til vill ekki. — Ferð þú kannski til læknis þegar ekkert gengur að þér? — Ertu þá viss um að ékkert gangi að þér? — Tja — þeir geta auðvitað alltaf fundið upp á einhverju til að vinna fyrir þókrruninni. Hann þagði stundarkom. Svo gekk hann að einum bókaskápn- um og fór að blaða í bók. En hann leit alls ekki i bókina. — Mamie — segðu. mér eitt. þú veizt það ef til vill ekki sjálf, en . . . allt frá því að við gift- um okkur, hefurðu ótvírætt sýnt mér að þú hefur viðbjóð á hinni líkamlegu hlið af ástinni . . . og nú langar mig til að vita, hvort það er sú hlið ástarinnar sem þú hefur andstyggð á — eða hvort það er ég? Ég tók eitt af jólakortunum sem lá á borðinu og las nafnið sem á því stóð. En mér var ó- mögulegt að henda reiður á bók- stöfunum. Hann hélt áfram. — Ef þú getur, viltu þá svara mér hrein- skilnislega. Heldurðu að þú gætir haft gleði af kynlífi með ein- hverjum öðrum manni? — Nei- — Þá held ég, að sálfræðingur gæti hjálpað þér. — Sama og þegið. Mér líður ágætlega eins og er. — Er það nú víst? — Já. Við erum ekki öll eins. Það er til fólk sem elskar tón- list. Og fólk sem hatar hana. Það væri ömurlegur heimur, ef við vildum öll hið sama. — Að vísu, en — — Þú gerðir aðeins eina skyssu- Mark — og hún var sú að þú neyddir mig til að giftast þér. Og ég gerði þá skyssu að láta kbmast upp um mig. — Má vera — en það breytir ekki þeirri staðreynd, að kyn- hvötin er eðlislæg, og það er ekki hægt að bera hana saman við tónlistarskyn- Ef sú hvöt er ekki fyrir hendi í einhverri mynd, þá er eitthvað að. — Ég er ekki eina konan með óbeit á kynlífi. — Nei, það veit hamingjan. Sumir taka svo djúpt í árinni að um það bil þriðjungur allra kvenna séu þannig gerðar. En það eru þó mörg stig af þessu — og þú ert eitt af sjaldgæfu til- fellunum. En sannleikurinn er sá að þú hefur hvorki andlit né vaxtarlag kaldrar konu. — Mér þykir leitt aða hafa valdið þér vonbrigðum, Mark. Næsta morgun, sunnudag, var rigning, og við vorum lengi að dunda við að hagræða grisku leirmununum sem konan hans hafði átt. En við hádegisverðinn sagði hann; — Ég hef verið að husa um þetta sem við vorum að tala um í gær- Ég þekki mann sem heitir Charles Roman — og ég vildi gjaman að þú hittir hann. — Hver er hann? ■ — Hann er sálfræðingur. En hann stendur báðum fótum á jörðinni. Hann er maður sem hægt er að tala við. — Já, en ég vil það ekki. — Mér hafði dottið í hughvort við gætum kannski boðið hon- um hingað í kvöldverð einhvem tíma. Hann er um fimmtugt, mjög skynsamur og mjög eðli- legur og blátt áfram. Það þarf ekki að gera neitt veður út af honum. — Geturðu ekki boðið honum hingað eitthvert kvöld þegar ég er úti? Mark borðaði þegjandi nokkra stund. — Við gætum kannski komizt að samkomulagi. > — Samkomulagi? — Já. Þú gerir dálítið fyrir mig og ég geri dálítið fyrir þig í staðinn • . . Ef ég lofaði þvx nú að láta sækja Forio hingað- Það þyrfti ekki að kosta nein ósköp að breyta gamla bílskúm- um í hesthús og hrossagirðingin er ekki notuð hvort' sem er. Og þá gæti Forio verið hér alltaf og þú gætir riðið honum þegar þú vildir. Ég vöðlaði brauðkolluna. milli beggja handa meðan ég beið eft- ir því að hann kæmi með skil- yrðið. — Og hvað ætti ég að gera í staðinn? — Þú ættir að samþykkja að tala við Roman í klukkustund — eigum við að segja tvisvar í viku til að fá upplýst hvort hann getur hjálpað þér. — Ég þarf ekki á neinni hjálp að halda, sagði ég; en hugsanir mínar vom allar á iði. Ég hafði verið svo sannfærð um, að skil- yrði Marks væri fólgið í þvi sem ég gæti ekki fallizt á. En þetta... þetta var svo sannarlega athug- andi. — Þig langar að fá Forio hing- að, er ekki svo? spurði hann. — Hvort mig langar- — Heldurðu ekki að þá myndi lifna dálítið yfir þér? — Jú, auðvitað. — Jæja, þá skaltu hugsa um þessa tillögu mína. Við kvöldverðarborðið sagði ég við hann; — Er ekki ætlunin að ég fái að hafa Forio hér •— allt- af? Og. ég megi ríða honum þegar mér sýnist? Og þú borgir fóðrun og hirðingu á honum? — Að sjálfsögðu. — Og hve lengi á ég þá að halda áfram að — að tala við þennan mann? — Það fer allt eftir því hvað hann segir. Ef til vill uppgötvar hann að hann getur ekki hjálpað þér. En ef hann heldur að ein- hverjar líkur séu til þess. þá verð ég að segja þér hreinskilnis- lega, að meðhöndlunin getur tek- ið langan tímá. Svona nokkuð tekur alltaf sinn tíma. BMND § A-1 sósas Með k|ötí9 með fiski. með hverju sem er — Það eru þrjár mínútur þangað til strætó kermir. Viltu vekja mig í tæka tíð. Einangrunargler Húseigenduz — Byggingameistaraz. Útvegum tvöfalt einangrunargler með mj'ög stutt- um fyrirvara. Sjáum um ísetningu og allskonar breytingar ð gluggum Útvegum tvöfalt gler í lausaföt? 02 sjá- um um máltöku. Gerum viö sprungur i steyptum veggjum með baulreyndu gúmmíefni Gerið svo vel og leitið tilboða. SÍMl 51139. NÝKOMIÐ Peysur, úlpur og terylenebuxur. O. L. Laugavegi 71 Sími 20141. Gerið við bíla ykkar sjólf Við sköpum aðstöðuna. — Bílaleiga. BÍLAÞJÓNOSTAN Auðbrekku 53. Kópavogi. —- Sími 40145. Lótið stilla bílinn i Önnumst hjóla-, ljósa- og mótorstillingu. Skiptum um kerti, platínur, ljósasamlokur. — Örugg þjónusta. BÍLASKOÐUN OG STILLING Skúlagötu 32, sími 13100. Hemlaviðgerðir • Rennum bremsuskálar. • Sjípum bremsudælur. • Ljmum á bremsuborða. Hemlasíiilling hf. Súðarvogi 14 - Sími 30135.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.