Þjóðviljinn - 08.11.1967, Síða 3

Þjóðviljinn - 08.11.1967, Síða 3
Miðvikudagur 8. nóvember 1967 — I>JöÐVTL-JTNT'I — SlÐA J Gestamóttaka í sovézka sendiráðinu ígær Framhald af 1. síðu. til að skera úr að Alþingi forn- spurðu. Meðal þeirra mála- flokka, sem Alþingi hefur allt of lítil afskipti af, eru utan- ríkismál, og stafar sú tilhögun eflaust af því, að tiltölulega skammt er síðan íslendingar tóku sjálfir við stjórn utanrík- ismála sinna, svo að ekki var um forna hefð að raeða á því sviði. Frumvarpi þessu er ætl- að að stuðla að því, að hinir kjörnu fulltrúar þjóðarinnar á Alþingi eigi þess mun meiri kost en verið hefur að taka þátt í að móta stefnuna í utanríkis- málum. en með slíkri tilhögun Kynþáttaaðskiln- aður í Rhodesíu SALISBURY 7/11 — Ríkisstjómin i Rhodesíu kom i dag kynþáttaaðskilnaðarlögum gegnum þingið, þrátt fyrir þann úrskurð stjómlagaráðs að þau brytu í bág við mannrétt- indayfirlýsingu landsins. Samkvæmt þessum lögum munu yfirvöld á hverjum stað hafa heimild til að láta reisa opinberar byggingar svo sem sundhallir og skemmtigarða fyr- ir hvíta menn sérstaklega og blökkumenn sérstaklega. Lögin voru samþykkt með tveim þriðju hlutum atkvæða á þingi og það þýðir að ákvæði stjómlagaráðsins eru að engu gerð. Jafnframt voru samþykkt lög þar sem kveðið er á um það, að allir sem reynast hafa vopn ólöglega undir höndum geti átt dauðarefsingu yfirvofandi. Fyrr um daginn hafði Ian Smith forsætisráðherra lýst því yfir að Rhodesia muni ekki und- ir nokkrum kringumstæðum af- sala sér sjálfstæði sínu til að komast að samkomulagi við Bretland. Smitb gerði þessa yfirlýsingu degi áður en brezki samveldis- ráðherrann George Thomson er væntanlegur til Salisbury. Fréttamenn í Salisbury telja mjög ólíklegt að heimsókn Thomsons geti á nókkurn hátt breytt afstöðu uppreisnarstjórn- arinnar í Salisbury til brezku stjómarinnar. Margar heillaóskir á hyltingarafmæiinu f gær, 7. nóvember, var gestamóttaka í sovézka sendiráðinu í tilefni af 50 ára afmæli Októberbylting- arinnar. í tilefni af deginum brá Ijósmyndari Þjóðviljans scr í sendiráðið og tók myndir þær sem hér Eylgja við það tækifæri. — (Ljósm. Þjóðv. A. K.). 81 barg með miijón íhúa í heiminum nú NEW YORK 7/11 — Tokio er enn stærsta borg í heimi og nú er 81 borg í heiminum með meira en miljón íbúa, segir í hagtöluskýrslu SÞ. sem gefin var út í dag. <?> Af þessum miljónaborgum eru Aðrar borgir sem hafa meira en þrjár miljónir íbúa eru Bomb- ay, Kairo, Sao Paulo, Peking, Rio de Janeiro, Seoul, Leningrad, Tientsin, Osaka og Calkutta. Frá London og Chicago em ekki til nákvæmar tölur um íbúa sjálfra borganna en reiknað með íbúum útborga þeirra em 7.948. 000 íbúar í London. Ef sami mælikvarði er notað- ur og Tokio og New York er N. Y. stærri með 11.348.000 íbúa. NTB — Meðal aragrúa skeyta sem bárust til Sovétríkj- anna í dag kom skeyti frá Kína og var heldur formlega og stutt- orðara en önnur skeyti., Kínverska skeytið 'var svo- hljóðandi: „í tilefni af fimmtíu ára bylt- ingarafmæli hinnar miklu sósi- alísku Októberbyltingar, sendum við góðar kveðjur frá kínversku þjóðinni og kínversku stjóminni til hinnar miklu sovézku þjóð- ar“. Fréttamenn benda á að það sé í samræmi við upptekna hætti Kínverja að senda kveðjur til sovézkrar þjóðar i stað Komm- únistaflokksins. Blöð í Peking birtu i dag greinar og myndir í sambandi við 50 ára byltingarhátíðina, en réðust harðlega gegn núverandi „endurskoðunar“-leiðtogum í Sovétríkjunum. Forseti Bandaríkjanna, Lynd- on B. Johnson, var meðal hinna fjölmörgu sem sendu heillaósk- ir til Sovétrikjanna í dag og lagði hann jafnframt til að Sov- étríkin og Bandaríkin leggðu sig fram sameiginlega til að koma á tryggum og öruggum heimsfriði. Fyrir hönd bandarísku þjóð- arinnar sendi ég yður einlægar kveðjur og beztu óskir til þjóð- anna í sovézku lýðveldunum á þjóðhátiðardaginn. sagði John- son. Ég vona að góðvilji þjóða okk- ar beggja komi fram í tryggum og varanlegum friði úm allan heim. í heillaóskaskeyti frá Harold Wilson forsætisráðherra Breta, segir m.a. að Bretar sendi ein- lægar hamingjuóskir og hjart- anlegar velfarnaðaróskir til sov- étstjórnarinnar og sovézkrar þjóðar. Fréttastofa5 Norður-Vietnam skýrði frá því í dag, að stjórn- in í Hanoi hafi boðizt til að senda Sovétríkjunum i afmæl- isgjöf flakið af einhverri hinna 2500 bandarískra flugvéla, sem skotnar hafa verið niður yf- ir Norður-Vietnam. Blöð í Norður-Vietnam segja í dag^ að ekki sé hægt að halda upp á Októberbyltinguna betur með öðru móti en því, að herða baráttuna gegn bandarísku heimsvaldasinnunum. mun allur almenningur einnig eiga auðveldara með að fylgj- ast með þeim örlagaríku vanda- málum og taka þátt í umræðum um þau. í frumvarpinu er i fyrgta lagi áréttað lagaboð, sem nú er í þingsköpum Alþingis: „Utanrík- ismálanefnd starfar einnig milli þinga. og skal ráðuneytið ávallt bera undir han; utanríkismál, sem fyTÍr kom milli þinga.“ Þetta skýlausa lagaákvæði í 16. gr. þingskapa hefur verið þver- brotið hvað eftii annað á und- anförnum árum, og er mál. að þeim lögbrotum linni. Þetta á- kvæði þingskapa hefur dmennt verið skilið svo. að ríkisstjórn- inni bæri ekki aðeins kylda til að bera undir utanríkismála- nefnd þá samninga, sem Alþingi verður að samþykkja. heldur og sérhver meiri háttar útanríkis- mál. í frumvarpinu er tekið fram. að þessi skylda hvíl* á ríkisstjórn bæði milli þinga og meðan þing situr. Þá er iagt til i frumvarpinu, að hver stjórnmálaflokkur ó Al- þingi eigi rétt til að tilnefna einn fulltrúa i sendinefnd ís- lands á Allsherjarþingi Sam- einuðu þjóðanna. í haust hafði utanríkisráðherra þennan hátt á, og ber að fhgna því. Hins veg- ar er eðlilegt. að þetta sjálf- sagða atriði sé fest í lögum, svo að það verði ekki háð breyti- legum viðhorfum þeirra manna, sem gegna störfum utanríkisráð- herra hverju sinni. Enn er það lagt til í frum- varpinu. að ráðherra verði fal- ið að birta Alþingi árlega skýrslu um utanríkismál. Utan- ríkismól hafa verið miklum mun minna rædd á Alþingi íslend- inga en á þjóðþingum nálægra landa; það er til áð mynda af- ar fátítt, að Alþingi sé greint frá afstöðu fulltrúa íslands í alþjóðasamtökum. þ.á.m. á Alls- herjarþingj Sameinuðu þjóð- anna. Því er lagt til, að ráð- herra flytji árlega ýtarlega skýrslu um utanríkismál, svo að alþingismenn eigi kost á að rök- ræða þau mikilvægu verkefni. Að lokum er lagt til i frum- varpinu. að ákvarðanir um stofnun sendiráða erlendis skuli bornar undir Alþingi til sam- þykkis eða synjunar. Skipulag utanríkisþjónustunnar er að sjálfsögðu mjög veigamikill þáttur utanríkismála íslending- ar geta af augljósum ástæðum aðeins haft takmarkaðan fjölda sendiráða erlendis. en þeim mun mikilvægara er. að þau séu á- kveðin af fyrirhyggju. Það er mál manna. að skipulag utan- ríkisþjónustunnar sé nú orðið mjög úrelt og að tímabært sé að endurskoða það frá grunni með tilliti til breyttra aðstæðna. Virðist sjálfsagt. að Alþingi taki virkan bátt í þeirri endur- skoðun. F0SSKRAFT Viljum ráða nokkra menn vana bor- og sprengivinnu. Upplýsingar á Suðurlandsbraut 32 kl. 10 til 12 og 14 til 15. RÁÐNIN G ARST J ÓRINN. 39 í Asíu, 19 í Evrópu, 7 í Norð- ur-Ameríku og 7 í Sovétríkjun- um, 6 í Suður-Ameríku og þrjár í Afríku. Síðustu borgirnar sem bættust í hóp miljónaborga eru Casa- blanca í Marokko og Kanpur á Indlandi. Tölurnar sýna einnig að í 17 borgum eru fleiri en þrjár milj- ónir íbúa og er Tokio þar fremst með 8.893.009 íbúa. Næst er New York með 7.943.000 íbúa, Shang- hai hefur 6-900.000 íbúa Dg fjórða Moskva með 6.395-000 íbúa. HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS Á föstudag verður dregið í 11. flokki. 2.500 vinningar að f járhaeð 7.500.000 krónur. Á morgun eru síðustu forvöð að endurnýja. \ Happdrmtti Háskóia Ssiands 11. flokkur: 2 á 500.000 kr. 1.000.000 kr. 2 á ' 100.000 kr. 200.000. kr. 160 á 10.000 kr. 1.600.000 kr. 332 á 5.00Ö kr. 1.660.000 kr. 2.000 á 1.500 kr. 3.000.000 kr. Aukavinningar: 4 á 10.000 kr. 40.000 kr. 2.500 7.500.000 kr. Meðferð utanríkismála

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.