Þjóðviljinn - 08.11.1967, Síða 7
I
Miðvikudagur 8. nóvember 1967 — Þ.TÓÐVILJTNN — SlDA J
Álverksmiðjan í Noregi
Vegna margra fyrirspurna, er
borizt hafa, um hugsanlega hættu
á skemmdum á trjágróðri af
völdum reyks frá álverksmiöju
við Straumsvík, þykir rétt að
skýra frá reynslu Norðmanna á
þessu sviði. Það skal tekið skýrt
fram, að ekki er unnt að spá
neinu um það hvernig fara muni
hér á landi. þegar rekstur álverk-
smeðju hefst. Landslag og veður-
far geta m-a. haft mjög mikil
áhrif til hins 'verra. í Noregi
munu hinir djúpu dalir og þröngu
firðir hafa aukið mjög á hætt-
uha af skemmdum. En jafnframt
mun unnt að draga stórlega úr
hættunni með þvi að hreinsa
reykinn áður en honum er sleppt
út í andrúmsloftið. Verðirr að
leggja áherzlu á, að slíkar ráð-
stafanir verði gcrðar hér strax I
upphafi.
Rannsóknarstöðin norska á
skógrækt birti nýlega niðurstöður
af rannsóknum á sjúkdómum og
sveppum á trjágróðri í Noregi
fyrir tímaibilið 1960-1965: On
Diseases and Pathogenes on For-
est Trees in Norway 1960-1965. 1)
Höfundur er forstöðumaður deild-
arinnar fyrir trjásjúkdómi. Finn
Roll-Hansen- Eftirfarandi kafli úr
skýrslu þessari fjallar um
skemmdir í trjágróðri vegna
reyks frá álverksmiðjum.
Mestu skemmdimar á trjá-
gróðri urðu í nánd við' álverk-
smiðjurnar í Ardal í Sogn og
fjordanefylki og í Sunndal í Möre
og Romsdalsfylki. I Nordlands-
fylki, í Vefsn . við Mösjö urðu
skaðamir minni.
1) Meed. fra Det Norske Skog-
forsöksvesen Nr- 80, Bind XXI.
1967.
f Árdal varð fyrst vart við
skemmdir á trjágróðri árið 1963
meðfram Árdalsfirði út að Res-
nes (um 14 km. frá verksmiðju)
og vestur fyxir Daddvik (um
17. km. frá verksmiðju). Áður
höfðu borizt tilkynningar um
skemmdir árið 1961 alla leið frá
Vettismerki (um 12 km: frá"
verksmiðju). Árið 1964 voru
blöð á lauftrjárri í nánd við
verksmiðjuna mjög sviðin. Á
sumum birkitrján sviðnaði mest
allt laufið og einnig urðu
skemmdir á reyni og víði.
í Sundal hafa í mörg ár orð-
ið •miklar skemmdir á trjám
meðfram ánni Driva allt áð 11
til 12 km. írá verksmiðjunni.
Greni og. fura hafa smám sam-
an dáið út víðast hvar á þessu
svæði, einkum norðan við ána.
Ræktun þessara trjátegunda
mun verða útilokuð hér nema
fluorgufur frá verksmiðjunni
minnki mjög. Þegar lengra dreg-
ur upp í dalinn hafa skemmd-
imar orðið mun vægari, en
þeirra gætir þó allt upp til
Gjöra, sem er í yfir 30 km.
fjarlægð frá verksmiðjunni. í
átt til norðvesturs meðfram
Sundalsfirði hafa skemmdir á
trjágróðri orðið langtum minni.
Má þakka það ríkjandi norð-
vestanátt á þessum slóðum.
í Vefsn, i nánd við verk-
smiðjuna við Mosjö, hafa skað-
ar orðið langtum minni en í
Árdal og Sunndal. Helztu á-
stæður til þess eru eftir'farandi:
1. — Reykurijin dreifist og
þynnist miklu fljótar hér held-
ur en í hinum þröngu dölum í
Árdal og Sunndal.
2. — Verksmiðjustjórnin gerði,
víðtækar ráðstafanir til þess að
hreinsa flúor úr reyknum. — En
í ágúst 1965 komu samt í ljós
áberandi einkenni sviðnunar á
yngstu sprotunum á greni á
stað, sem er í 4 km. fjarlægð
frá verksmiðjunni, í 100—150
m hæð yfir sjó. Á sumum trjám
voru aðeins nálaendarnir sviðn-
ir, en oft voru allar nálar á ár-
sprotum dauðar. Stundum voru
bæði grænar og sviðnaðar nál-
ar á sama sprotanum. Einnig
kom það fyrir, að hin nýmynd-
uðu endabrum eyðilögðust. Á
furunni voru aðeins nálaendarn-
ir sviðnir, en það eru hin venju-
legu einkenni fluorskemmda.
Þessa rskemmdir má að lík-
indum rekja til þess, að dag-
ana 24.—30. júlí hafði hægur
vindur staðið frá verksmiðj-
unni á skóginn, jafnframt lítils-
háttar úrkomu. Loftraki var iár
og regnvatnið sogaði í sig fluor-
vetni sem barst með rigningar-
vatninu á barr trjánna og síð-
an inn í blaðvefina. Hefði úr-
koman verið meiri mundi fluor-
vetnið hafa skolazt fljótlega af
barrinu án þess að valda á því
skemmdum. Sviðnun var mest
inni í skógarteigum þar sem
nálarnar héldust lengst rakar.
Iðalfundur trifreiðaeftirlitsmamia
Bygging Styrktar-
félags fatlaðra
Framhald a1 5. síðu.
erfðafjársjóði til þess að byggja
nýju æfingastöðina en aðalfjár-
öflunarleið félagsins hefur nú
um nokkurra ára skeið verið
swnahappdrættið. Er happ-
drættið fyrir nokkru hlaupiðaf
stokkunum og verða aðalvinn-
ingar í ár 2 bifreiðir. Verður
dregið í happdrættinu á Þor-
láksmessu eins og undanfarin
ár. Heitir félagið á menn að
styrkja happdrættið nú senj
endranær, enda liggur nú mik-
ið við að afla fjár til þess að
geta lokið byggingu æfingar-
stöðvarinnar i tæka tíð fyrir
næsta haust.
Þess má að lokum geta að
auk æfingarstöðvarinnar rekur
félagið sumardvalarheimili fyrir
fötíuð börn að Reykjadal-
Aðalfundur Félags islenzkra
bifreiðaeftirlitsmanna var hald-
inn í Reykjavík 26.-28. október sl.
AðaJmál fundarins voru launa-
og kjaramáí bifreiðaeftirlits-
manna, svo og umfcirðar- og ör-
yggismál.
Lögreglustjórinn í Reykjavík
flutti fróðlegt erindi um undir-
búning löggæzlu vegna hægri
umferðar á íslandi. Þá flutti
Geir G. Bachman, bifreiðaeftir-
litsmaður, erindi frá fundum
norrænna bifreiðaeftirlitsmanna í
Svíþjóð og umræðum fundarins,
en á mótum norrænna bifreiða-
eftirlitsmanna eru umferðar- og
öryggismál mikið rædd, svo og
tæknigallar, sem fram koma í
ýmsum tegundum ökutækja.
Meðal ályktanna, er gerðar
voru á fundinum, var áskorun til
dómsmálaráðuneytisins, að nú
þegar verði hafizt handa með
byggingu skoðunarstöðvar í R-
vík, er búin verði fullkomnum
tækjum til skoðunar,. ennfremur
Verði úrifiið að bættum vinnuskil-
yrðum bifreiðaeftirlitsmanna utan
Reykjavíkur. Þá verðd umskrán-
ingár irinan sama umdæmis ekki
leyfðar, þó um eigendaskipti
skráðra ökutækja sé að ræða.
Ennfremur að launakjör bifreiða-
eftirlitsmanna verði samræmd
launum norræpna bifreiðaeftir-
litsmanna-
Þá skoraði fundurinn á alla
vegfarendur, bæði gangandi og
akandi, að sýna fyllstu tillitssemi
í umferð. Sérstaklega er þeim
tilmælum. beint til ökumanna, að
halda ökutækjum í fullkomnu
lagi, og umfram allt, að aðal-
Ijósaútbúnaður sé rétt' stilltur,
ennfremur að búnaður sé á hjól-
um til að mæta hálku yfir vetr-
armánuðina.
ökumenn- Hefjið ekki akstur
nema fullkomið útsýni sé gegn-
um rúður ökutækisins. í kuldumi
vilja rúður hríma, hafið því rúðu-
sköfu ávalt í ökutækinu, þurrkið
ekki með handarjaðri móðu af
rúðum, heldur með rúðusköfu
eða þar til gerðum klút.
Bó/struð húsgögn
SÓFASETT — SÍMABEKKIR — STAKIR
STÓLAR og margt fleira.
Klæðum ogf gerum við gömul húsgögn.
BOL STR ARINN
Hverfisgötu 74.
EINAR BENEDIKTSSON,
frá Ekru, Stöðvarfirði,
« %
andaðist í Landspítalanum mánudaginn 6. nóvember.
Guðhjörg Erlendsdóttlr
og börnin.
Gangið þannig frá bifreiðinni,
að ekki sé hætta á að óviðkom-
andi geti sett hana í gang. Grip-
deildir eru tíðar á bifreiðum, og
í flestum tilfellum því að kenna,
að ekki er gengið tryggilega frá
bifreiðinni.
Margir árekstrar stafa af því,
að ekið er of nærri þeim, sem
á undan ekur. Talið er hæfilegt,
að bil milli ökutækja sé ein bíl-
lengd á hverja 10 km. miðað við
hraða á klst. Takið fullt tillit til
annarra'í umferðinni, sýnið kurt-
eisi og prúðmennsku og keppið
að slvsalausri umferð-
Stjóm félagsins skipa: Form.:
Gestur Ólafsson, varaform.: Sig-
urður Indriðason, ritari: Guðm-
Fr. Guðmundsson, gjaldkeri: Páll
Ingimundarson og meðstjómendi"/
Hafsteinn Sölvason.
OSKATÆICl
Fjölskyldunnar
Sambyggt
útvarp-sjónvarp
Byltingarafmælið
i Moskvu
Framhald á 12. síðu.
haldin á Rauða torginu og var
þar sýnd þróun sovézks vopna-
búnaðar frá upphafi fram á
vora daga.
Fremstir fóru trumbuslagarar
frá árinu 1917 og klæddir í
þeirra tíma > einkennisbúninga.
Eftir þeim kom deild manna í
svörtum leðurjökkum með leður-
hatta eins og flokksfulltrúar í
hemum vom klæddir í búninga
frá þeim dögum. Þeir báru með
sér sögufræga fána frá tímum
byltingarinnar og borgarastríðs-
ins, m.a. fánann af Áróru, en
þaðan var merkið gefið um árás-
ina á Vetrarhöllina.
Flokksfulltrúarnir báru einn-
ig fána frá orustunum við Jap-
ani á fjórða tug aldarinnar og
úr síðustu heimsstyrjöldinni.
Byltingarleiðtogamir á Rauða
torginu fengu líka að sjá lang-
ar deildir af Rauðum varðlið-
um, sem voru mjög líkir þeim
Rauðum varðliðum sem nú eru
kunnastir.
Eftir þeim kom fyrsta bryn-
vagnadeildin sem gekk í lið með
Bolsjevíkum.
Svo kom andstæðan, sem fékk
hermálafulltrúa erlendra sendi-
ráða í Moskvu til að taka fram
myndavélarnar og hefjast handa
í óða önn. — Nútímavopn rúll-
uðu hvert af öðru yfir Rauða
torgið hyert öðru stærra og
voldugra og við sívaxandi fagn-
aðarlæti mannfjöldans.
Hersýningunni lauk með sýn-
ingu á geysistórum eldflaugum
sem geta borið vetnissprengjur
hvert sem er í heiminum.
Enginn annar her í heimi á
slík vopn, segir í fréttatilkynn-
ingu frá TASS.
Eftir klukkutíma hersýningm
kom óvenjulega margvísleg og
litrík skrúðganga, þar sem fólk
frá öllum hlutum Sovétríkjanna
kom fram í þjóðbúningum sín-
um og liggur við, segir frétta-
ritari NTB, að nokkurs konar
„kjötkve§juhátíðablær“ hafi ver-
ið á torginu.
Loks var síðan gríðarmikil
flugeldasýning og þar með var
lokið stærstu hátiðinni á 50' ára
byltingarhátíð Sovétrík j anna.
GRAND FESTIVAL
23” eða 25”
KRISTALTÆR MYND OG HUÓMUR
• Með innbyggðri skúffu
fyrir plötuspilara
• Plötugeymsla
• Ákaflega vandað verk, — byggt
með langa notkun fyrir augum;
• Stórt útvarpstæki með 5 bylgjum,
þar á meðal FM og bátabylgju.
• Allir stillár fyrir útvarp og
sjónvarp í læstri veltihurð
• ■ ATHUGIÐ, með einu handtaki
má kippa verkinu innan úr
tækinu og senda á viðkomandi
verkstæði — ekkert hnjask með
kassann, lengri og betri ending.
ÁRS ÁBYRGÐ
Fást víða um land.
Aðalumboð:
EINAR FARESTVEIT & CO
Vesturgötu 2.
’SpU'BjSJ
SgBiajBUJBABSÁlS
jjohbSuiuuijáI
eidnBa
STEINPÖfNlVsS
S Æ N G U R
Endurnýjum gömlu 6æng-
urnar, eigum dún- og fið-
urheld vei og gæsadúns-
sængur og kodda af ýms-
um stærðum
Oún- og
fiðurhreinsun
Vatnsstíg 3. Siml 18740.
(örfá skref frá Laugavegi)
VAUXHALL
BEDFORD
UMBOÐIÐ
ÁRMÚLA 3 SÍMI 38900
Allt til
RAFLAGNA
■ Rafmagnsvorur
■ Heimilistæki.
B Útvarps- og sjón-
varpstækl.
Rafmagnsvöru-
búðin s.f.
Suðurlandsbraut 12
Síml 81670.
NÆG BtLASTÆÐl.
INNHEIMTA
tðamÆtn&rðBF
Mávahlið 48. Sími 23970
Smurt brauð
Snittur
brauðboe
- við Óðinstorg
Sixnl 20-4-90
RAFLAGNIR
■ Nýlagnir.
• Viðgerðir.
■ Sími 41871.
ÞORVALDUR
HAFBERG
rafvirkjameistari.
BRIDGESTON.E
HJÓLBARÐAR
Síaukin sala
sannargæðin.
B.RIDGESTONE
veitir aukið
öryggi í akstri.
BRIDGESTONE
ávaHi- fyrirliggiandí.
GÓÐ ÞJÓNUSTÁ
Verzlun og viðgerðir
Gúmmbarðinn h.f.
Brautarholti 8
Sími 17^9-84
HÖGNl JÓNSSON
• Lösfræðl- og fasteignastofa
Bergstaðastrætl 4.
Stml 13036.
Heima 17739
SIGURÐUR
BALDURSSON
hæstaréttarlögmaður
LAUGAVEGl 18, 3. hæð.
Símar 21520 og 21620.
fur
Laugavegi 38
Skólavörðustíg 13
Mjög vandaðar og
fallegar unglinga-
og kvenbuxur.
Efni: 55% terylene
45% ull.
Stærðir: 10 — 12 —
14 — 38 — 40 — 42
og 44.
Verð frá 675,00.
Póstsendum um
allt land.
VB lR
khrki