Þjóðviljinn - 15.11.1967, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 15.11.1967, Blaðsíða 1
Baráttan háð svo að tryggðir verði hags- munir fólksins og heiður samtakanna Miðvikudagur 15. nóvember 1967 — 32. árgangur — 259. tölublað. Hannibal Valdimarsson var síðasti rseðumaðuriixn á Alþingi í gær um kjaraskerðingarfrum- varpið. Hann fjaliaði fyrst um málið almennt og taldi að ráð- stafanir ríkisstjórnarinnar þýddu 1000 kr. aukin útgjöld á mán- uði fyrir meðalfjölskyldu. Hanni- bal rakti viðræður nefndar laun- þegasamtakanna við rikisstjórn- ina og fjalilaði ýtarlega um til- lögur fuiltrúa launamanna og færði rök fyrir þeim. í lok rasðu sinnar skýrði Hannibal frá ráð- stefnu verkalýðsfélaganna og las ályktun hennar. >að væru mjög alvarlegar ákvarðanir, en ein- róma álit fulltrúanna að verka- lýðshreyfing-in verði að heyja þessa baráttu til að tryggja hagsmuni félagsmanna sinna og heiður samtakanna. ! i I t i i ♦ • Allsheriarverkfall 1. des til að knýja fram jbá meginkröfu aS launakjör haldisf óskert - hafi ekki náSst samkomulag um lágmarkskröfur samfakanna Ráðstefna Alþýðusaimbands íslands um efna- hagsmálaaðgerðir ríkisstjórnarinnar sem verið hefur að störfum í Reykjavík mánudag og þriðjudag samþykkti einróma að afli samtak- anna skuli beitt gegn kjaraskerðingaráformum ríkisstjórnarinnar. Hvetur ráðstefnan sambandsfélög Alþýðu- sambandsins að hefja allsherjarverkfall 1. des- ember næstkomandi, hafi þá ekki náðst sam- komulag um lágmarkskröfur samtakanna. Fréttatilkynning Alþýðusambandsins uim ráðstefnuna fer hér á eftir: i Þann 13. nóvember hófst j Reykjavík ráðstefna, sem Alþýðusambandið boðaði til vegna efnahagsmálaað- gerða ríkisstjórnarinnar. Hana /sátu um 50 forustu- ménn verkalýðssamtaka úr öllum landshlutum. Er almennar umræður höfðu farið fram fyrri dag ráðstefn- unnar var kosin 5 manna nefnd til viðræðu við ríkis- stjórnina, áður en bindandi samþykkt hefði verið gerð. Sú viðræða fór fram í morgun, 14. nóvember. en bar ekki árangur. Ráðstefnan hóf störf kl. 2 í dag og afgreiddi þá ein- róma ályktanir þær, sem fylgja hér með. Ráðstefnan lauk störfum um kl. 4 í dag. „Ráðstefna Alþýðusambands íslands um efna- hagsmálaaðgerðir ríkisstjórnarinnar saman komin í Reykjavík dagana 13. og 14. nóvem- ber gerir eftirfarandi ályktanir: I 1. Ráðstefnan ítrekar þá grundvallarafstöðu sína til málsins, AÐ VÍSITALA Á LAUN HALDIST ÓSLITIÐ. 2. Ráðstefnan lýsir sig samþykka gjörðum viðræðunefndarinnar og staðfestir þá afstöðu, að hafna tilboði ríkisstjómarinnar sem ófull- nægjandi með öllu. 3. Þar sem ríkisstjórnin hefur tekið frum- varp sitt um aðgerðir í efnahagsmálum til af- greiðslu í þinginu, án þess að fullnægja þeirri grundvallarkröfu verkalýðssamtakamma, að vísitölukerfið haldist órofið, mælir ráðstefnan eindregið með því við sambandsfélögin, að þau með nægilegum fyrirvara fyrir 1. desember næstkomandi boði til vinnustöðvunar hvert á sínu félagssvæði, þannigað þau hinn 1. desem- ber verði búin til allsherjarverkfalls til að knýja fram þá meginkröfu, að launakjör haldist óskert, hatfi ekki fyrir þann tíma náðst sam- komulag um lágmarkskröfur samtakanna. ! I % II • N Ráðstefnan felur miðstjórn Alþýðusambands- ^ ins að hafa á hendi forustu um undirbúning * nauðsynlegra aðgerða og að tilnefna menn til | að koma sameiginlega fram fyrir hönd samtak- | anna eftir því sem félögin veita umboð til þess, | enda telur ráðstefnan að við núverandi aðstæð- S ur sé eðlilegt og nauðsynlegt, að samningar fari » fram sameiginlega. r I LúSvik Jósepsson v/ð 2. umrœSu kjaraskerSingarfrumvarpsins: Enginn vandi leystur með því að reka f rumvarpið gegnum þingið ' Ríkisstjórnin ætti þvi að leggja mál þetta á hilluna og bíða enn svo henni gefist tóm til að athuga eðli vand- ans, . og leita eðlilegs sam- komulags um ráð til að tryggja fulla atvinnu. óskert- an rekstur atvinnutækjanna, óskerta framleiðslu — en á þeim grundvelli að umsamið kaup launþega verði ekki skert. Ég hygg að skýrt hafi komið fram vilji verkalýðs- samtakanna og vilji stjórn- arpndstöðunnar á þingi til að leita slíkra leiða. sasði Lúðvík ennfremur. / Framhald á 7. síðu. Lúðvík Jósepsson Fékk raflost í fyrrakvöld fékk maður raf- lost er hann var að slökkva á sjónvarpi að heimili sinu á Meistaravöllum 31. Maðurinn var fluttur í sjúkrabíl á Slysa- varðstofuna. Það^n var hann síðan fluttur á Landakotsspítala og er hann kominn til meðvit- undar. Það er aðalatriði þessa máls að enginn vandi er leystur með því að reka þetta frumvarp gegnum Alþingi, eins og rikis- stjómin krefst nú að gert verði, sagði Lúðvík Jó- sepsson á Alþingi í gær við 2. umræðu um kjara- "kerðingarfrumvarp rík- isstjómarinnar í neðri deild. Eftir sem áður stendur ríkisstjórnin frammi fyr- 4r öllum sömu vanda- Margir álieyrendur «voru á þingpöllum í gær þegar kjaraskerðingarfrumvarp ríkisstjórnarinnar var til umræðu, þar á meðal hópur húsmæðra, sem fylgdist greinilega með af áhuga. Vlö tökum upp haagrl umferö 265.1968 1S68 málunum óleystum, ef ekki tekst samkomulag við launþegasamtökin um aðgerðir í efnahags- málunum. ' » {

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.