Þjóðviljinn - 15.11.1967, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 15.11.1967, Blaðsíða 4
4 St&A — ÞJÖÐVTLJINN — Maðvíkjusdagar 15. nóvariber 1961. 'Otgefandi: Ritstjórar: alþýðu Sósíalistaflokte- Magnús Kjartansson, Sameiningarflokkui urinn. Ivar H. Jónsson, (áb.), Siguróur Guðmimdsson. F’réttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson. Auglýsingastj.: Sigurður T. Sigurðsson. Framkvstj.: Eiður Bergmann. Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsingar. prentsmiðja Skólavörðustig 19. Sími 17500 (5 línur) — Askriftarverð kr> 105.00 á mánuöi. — Lausasöluverð krónur 7.00. Svar einhuga alþýðu yerkalýðshreyfmgin unir því ekki að ríkisstjóm- in berji fram kjaraskerðingarfrumvarp á Al- þingi og leggi byrðamar á herðar þeim seim minnst hafa þrekið að bera þær. Þau stórtíðindi urðu í gær, að ráðstefna Alþýðusambands íslands sam- þykkti einróma að mælast til þess við sambands- félögin að þau boði vinnustöðvun hvert á sínu félagssvæði og verði albúin til allsherjarverkfalls 1. desember næstkomandi, 'til að knýja fram þá meginkröfu að launakjör haldist óskert. Samtím- is lét ríkisstjómin taka kjaraskerðingarfmmvarp sitt svo til óbreytt til 2. umræðu á Alþingi, staðráð- in í því að knýja fram kjaraskerðingarráðstafan- ir í stríði við alla verkalýðshreyfinguna á íslandi, með valdhroka íhaldsins og vesaldóm Alþýðu- flokksráðherxanna að faramesti. J hinni einróma ályktun ráðstefnu Alþýðusam- bandsins sam samþykkt var síðdegis í gær, eft- ir að nefnd frá ráðstefnunni hafði enn átt árang- urslausar viðræður við ríkisstjómina í gærmorg- un, segir að ráðstefnan ítreki þá gmndvallaraf- stöðu sína að vísitala á laun haldist óslitið. Ráð- stefnan lýsti sig samþykka gjörðum viðræðunefnd- arinhar og staðfesti þá afstöðu, að hafna tilboði rík- isstjórnarinnar sem ófullnægjandi með öllu. Orð- rétt segir í ályktun Alþýðusambandsráðstefnunn- ar: „Þar sem ríkisstjórnin hefur tékið frumvarp sitt um aðgerðir í efnahagsmálum til afgreiðslu í þinginu án þess að fullnægja þeirri grundvallar- kröfu verkalýðssamtakanna, að vísitölukerfið hald- ist órofið, mælir ráðstefnan eindregið með því við sambandsfélögin, að þau með nægilegum fyrirvara fyrir 1. desember næstkomandi boði til vinnu- stöðvana hvert á sínu félagssvæði, þannig að þau hinn 1. desember verði búin til allsherjarverkfalla til að knýja fram þá meginkröfu, að launakjör haldist óskert, hafi ekki fyrir þann tíma náðst samkomulag um lágmarkskröfur samtakanna“. Um framkvæmd þessarar baráttu samþykkti ráð- stefnan að fela miðstjóm Alþýðusambandsins að hafa á hendi forystu um undirbúning nauðsyn- legra aðgerða og að tilnefna menn til að koma sameiginlega fram fyrir hönd saim'takanna eftir því sem félögin veiti umboð til þess. ^lyktun ráðstefnu Alþýðusambandsins, samþykkt einróma, er afdráttarlaust svar við valdhroka og ósvífni ríkistjómarinnar. Ráðherrar Sjálfstæð- isflokksins og Alþýðuflokksins höfðu að engu hina geysiöflu^u mótmælaöldu verkalýðssamtakanna. Þeir ákváðu að berja fram kjaraskerðinguna engu að síður, og stjómarblöðin gerðu gys að mót- mælum verkalýðsfélaganna. í gær sýndi verkalýðshreyfingin að hún telur svo nærri gengið alþýðu landsins með kjaraskerðing- aráformum ríkisstjómarinnar að ekki verður lát- ið sitja við mótmælin ein. Ályktunin er síðasta .aðvörun verkalýðshreyfingarinnar, sjái ríkis- stjómin og flokkar hennar ekki að sér verður öllu afli saimtakanna beitt, til varnar alþýðuheimilun- um, til varnar alþýðumálstaðnum. — s. Alyktanir á 17. landsþingi ' r Kvenféiagasambanas Islands 17. landsþing Kvenfélaga- sambands fslands var haldið í haust hér í Reykjavík, eins og skýrt var. frá I fréttum blaðsins á sínum tíma. Vorú þar mættir fulltrúar héraðs- sambanda, sem hafa um 16 þúsund félagskonur innansinna vébanda. Þessar ályktanir og áskoran- ir voru m-a. samþykktar á þing- inu: 1. Um fræðslu- og menningarmál: a) Landsþingið beinir þeirri áskorun til mermtamálaráðu- neytisins, að það hlutist til um, að byggt verði sem allra fyrst húsnæði fyrir sérgreinakennslu í mið- og gagnfræðaskólum í dreifbýlinu, og að eftirlit sé haft með því, -að allar til- skildar námsgreinar séu kennd- ar. Ennfremur beinir þingið þeirri áskorun til borgarráðs Reykjavíkur, að það láti hraða meir en verið hefur byggingu húsnæðis fyrir hússtjómar- kennslu í mið- og gagnfræða- skólum borgarinnar. ----------------------------S> Aflj Snóureyrar- báía ' c’ifóbcr Suðureyri 9/11 — Hér á eftir fer listi yfir afla Suðureyrarbáta í októbermánuði, en eins og sést af honum eru margir bátanna nú hættir róðrum, fóru aðeins í nokkra róðra fyrst í mánuðin- um. Páll Jónsson 13,5 tn. í 4 róðrum Stefnir 7,1 — 2 legum Gyllir 29,6 — 9 — Tjaldur 1,7 — 2 — Einar 0,6 — 1 — Bliki 0,4 •— 1 — Sif 55,3 — 17 — Friðb. Guðm. 54,9 — 13 — Jón Guðm. 24,0 — 9 — Vilborg 27,0 — 19 — Svanur 3,3 — 3 — Særún (Isaf.) 0,4 — 2 — !>á fékk Sigurfari 23,8 tonn í 12 legum í september og féll niður að skýra frá því í síðustu aflaskýrslu héðan. Aflann hafa bátamir fengið út með álnum sem kallaður er og á Barða- grunni 25—30 mílur undan. — GÞ. fslenzkar smá- sogur gefnar út á færeysku Fyrir jólin kemur væntanlega út á færeysku bók, sem mun m.a. hafa að geyma nokkrar smásögur þýddar úr íslenzku eftir rithöfimdana Elías Mar og Guðmund Gíslason Hagalín. Það ,er færeyska stúdentafé' lagið í Kaupmannahöfn, sem gefur bókina út, en f henni verða 9 frumsamdar sögur eftir Hans Dalsgaard og 6 sögur sem hann hefur þýtt úr íslenzku, 4 eftir Elías Mar og 2 eftir Guðmund G. Hagalín. b) Húsnæðisvandamál Hús- mæðrakennaraskóla Islands standa allri starfsemi skólans fyrir þrifum. 17. landsþing K.l. skorar því á Aliþingi og ríkis- stjóm að veita nú þegar á næsta Alþingi fé til byrjungr- framkvæmda við nýtt hús- næði fyrir skólann. c) Landsþingið ákveður að fela stjóm K-I. að ráða hús- mæðraráðuhaut á fullum laun- um við Leiðbeiningastöð hús- mæðra, ef fjárhagur leyfir. d) Landsþingið lýsir ánægju sinni yfir vaxandi áhuga þjóð- arinnar á allri list og aukinni viðleitni til að skreyta ýmsa staði með listaverkum Einars Jónssonar. Væri mjög æski- legt, að fleiri verk hans gætu skreytt að minnsta kosti ht>f- uðstað landsins, og ef til vill fleiri staði. e) Landsþingið lýsir andúð sinni á útgáfu t»g innflutningi þeirra tímarita og bóka, er ■flytja efni, sem ' teljast hlýtur að hafa siðspillandi áhrif á lesendur. f) Dandsþingið beinir þeirri áskorun til forstöðumanna út- varps og dagblaða, að betur sé Vandað til flutnings og framsetningar íslenzks máls við stofnanir þeirra. Einnig að vel sé vandað til efnisvals og þýðinga. 2. Um bindindismál: a) Landsþingið . fagnar þeirri miklu breytingu, sem orðin er á samkomuhaidi um verzlunar- mannahelgina og þakkar öllum, sem unnið hafa að þvi, að svo vel tókst til, sem raun ber vitni. . Þingið telur nauð- synlegt, að haldið verði áfram að vinna að því, að áfengis- neyzla verði bönnuð á öllum skemmtisamkómum fyrir ung- linga. Þingið skorar a landsmenn alla, ekki sízt konur, að leggja niður þann ósið, að hafa áfengi um hönd á heimilum og gefa bömum slæmt fordæmi. Telur þingið mikilsvert fyrir framtíð þjóðarinnar, að börnin venjist reglusemi á heimilum. Þingið samþykkir að skora á kvenfé- lög um land allt, að vinna að þessari hugarfarsbreytingu eft- ir beztu getu. 3. Heimilis- og ræktunarmái: a) Landsþingið styður ein- dregið framkomnar áskoranir Bapdalags kvenna í Reykjavík, að viðskiptamálaráðherra hlut- ist til um, að sett verði reglu- gerð um vörumerkingar þegar í stað. Og ennfremur að verðlags- stjóri herði á eftirliti með verð- lagi á vörum og þjónustu og sjái um, að fnamfylgt sé reglu- gerðinni um verðmerkingar i verzlunum og láti herða á við- urlögum við brotum. Þing K.I. skorar einnig ein- dregið á innflytjendur heimilis- véfla að sjá um, að jafnan séu fyrir hendi nægir varahlutir á heimilisvélar, sem inn eru flutt- ar. b) Þingið þakkar éminningar þær og aðvaranir, sem fluttar hafa verið í ríkisútvarpinu að tilhlutan Slysavamafélags Is- lands og samtakanna „Varúð á vegum“, um bætta umferðar- menningu og telur þær mjög gagnlegar. Þingið beinir þeirri áskorun til heimila og skóla, að sameinast um að innræta böm- um umferðarmenningu, ef verða mætti til að draga úr hinum sorglegu slysum, sem átt hafa sér stað. c) Landsþing K.I. télur æski- legt, að aukin verði garðyrkju- kennsla við húsmæðraskólana og þeir vinni að því að glæða áhuga nemendanna fyrir rækt- un og hagnýtingu hverskonár matjurta og garðávaxta. Einnig skrúðgarðarækt, með þeirri hehnilisprýði og mennin^u, sem þeirri starfsemi fylgir. Þingið lítur svo á, að í þess- um málum sé um algjöra kyrr- stöðu, ef ekki afturför að ræöa. Væri ekki * óhugsandi, að með meiri fræðslu í húsmæðraskól- um gætu hinar ungu stúlkur bætt úr brýnni þörf fyriraukna leiðbeiningarstarfsemi í garð- yrkju f sveitum og þorpum landsins, meðan fræðsla í þeim málum er svo takmörkuð, sem raun ber vitni. Þingið þakkar þann áhuga leikmanna, sem komið hefur fram i sumar, að græða öræfi landsins og beinir því til skóla- stjóra og kennara, hvort skóla- ferðaiög gætu ekki orðið afl- vaki í þeim málum og glætt þar með áhuga hinna ungu nemenda. Einnig skorar þingið á kvenna- samtök víðsvegar um land að taka þetta mál á stefnuskrá sína. Konur landsins hafa lyft mörgum Grettistökum til þjóð- þrifa. En þetta er hið eilífa verkefni: að græða og endur- heimta landið okkar, að bjarga þeim gróðri, sem berst fyrir lífi sínu og sandurinn er að færa í kaf. d) Landsþingið skorar ein- dregið á Búnaðarfélag Islands að sjá um, áð ráðunautar þess og búnaðarsambandanna úti um byggðir landsins, veiti að- stoð og leiðbeiningar í mat- jurtanækt, hver í sfnu héraði. 5. Heilbrigðis- og félagsmál Landsþingið skonar á heil- brigðisyfirvöldin að taka hjúkr- unarmál til raunhæfrar athug- unar, þar eð tilfinnanlegur skortur er á hjúkrunarkonum til starfa. Leggur þingið til, að skipuð verði nefnd sérfróðra manna til þess að kanna þetta vandamál og reyna að finna leiðir til úrbóta. Eftirfarandi tillaga frá aðal- fundi Sambands Suður-Þing- eyskra kvenna var samþykkt á þinginu: Aðalfundur Sambands Suður- Þingeystkra kvenna beinir þeim tilmælum til stjórnar K.í. að hún láti vinna að því, að hinn listræni, íslenzki tóskapur verði ekki með öllu látinn glatast. Væri það e.t.v. hægt á þann hátt að efld yrði tóvinnukennsla við Vefnaðarkennaradeild Mynd- lista- og handíðaskóla Islands og með því tryggt, að alltaf yrðu til konur í llandinu, sem kynnu þessa iðngrein, sem er dýrmætur menningararfur frá gengnum kynslóðum. Samþykkt var á landsþinginu að vinna að því, að Kvenfé- lagasamband Islands stofnaði eigin bréfaskóla. I stjórn Kvenfélagasambands- ins eiga sæti þessar konur: Helga Magnúsdóttir, Blika- stöðum, formaður. Sigríður Thoriacius, varaformaður, Ólöf Benediktsdóttir, meðstjórnandi. Varastjóm skipa: Vigdís Jóns- dóttir, Elsa E. Guðjónsson og Jónína Guðmundsdóttir. Hringleið um- hverfis landið Þingmenn úr öllum flokkum flytja á Alþingi tállögu tilþings- ályktunar um undirbúning þess að geraI akfært nm allt Iandið. Tillagan er þannig: Alþingi ályktar að skora á samgöngumálaráðherra, að láta gera áætlun um vega- og brúa- gerðir á Skeiðarársandi, sem tengi hringleið um landið, og á hvem hátt afla megi fjár til að framkvæma verkið. Áætlun þessari skal hraðað eftir föngum, svo að hafa megi hana til afnota við gerð næstu vegaáætlunar. Flutningsmenn eru: Eysteinn Jónsson, Jónas Pétursson, Lúð- Vík Jósepsson, Jón Ármann Héð- insson, Eðvarð Sigurðss<p, Sveinn Guðmundsson, Kristjájh Thoria- cius, Karl Guðjónsson, Ágúst Þorvaldsson, Vilhjálmur Hjálm- arsson og Páll Þorsteinsson. Ársþing KKÍ 26. nóv. nk. \ Ársþing Körfuknattleikssam- bands Isflands verður haldið sunnudaginn 26. nóvember n.k. f Tjarnarbúð uppi og hefst kl. 13,30. Þátttökutilkynningar fyrir ís- landsmótið í körfuknattleik þurfa að hafa borizt fyrir 1. desember n.k. 1 pósthólf 864, Reykjavík. Fyrirspurn um sameinihgu bókasafna Magnús Kjartansson flytur á Alþingi fyrirspurn til mennta málaráðherra um sameining Landsbókasafns og Háskólá bókasafns, á þessa leið: „Hvað líður framkvæmd á ályktun Alþingis frá 29. maí 1957, nm sameining Landsbóka- safns og Háskólabókasafns?“ , Tvöfalt gler - Tvöfalt gler Þið fáið tvöfalt einangrunargler með ótrúlega stuttum fyrirvara. GLUGGAÞJÓNUSTAN Hátúni 27 — Sími 12880. ! Gluggaþjónustunni Hótúni 27: Allar þykkf'ir af rúðugleri, litað gler, falleg munstur. Sjáum um ísetningu á öllu gleri. Sími 12880 i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.