Þjóðviljinn - 15.11.1967, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 15.11.1967, Blaðsíða 2
1 2 SlÐA — ÞJÓÐVILiJINN — Miðvikudagur 15. nóvémber 1967. Q FH átti ekki sérlega góðan dag í leik sín- um við Partizan í Laugardalshöllinni á mánu- dagskvöldið. — Hafnfirðingámir byrjuðu heldur illa, þar sem vörnin var óvenju opin, og færi skot framhjá vörninni réði hinn ungi og óreyndi markvörður lítið við það sem á markið kom; þetta batnaði nokkuð, er Hjalti kom í markið, og munaði lengst af 1-2 mörkum, þar til eftir voru um 9 imínútur, þá gáfu Hafnfirðingar eftir og áttu að þessu sinni engan endasprett en Partizan- menn breyttu stöðunni 17:16, sem var þeim í hag, í 22:16. Virðist sem FH vanti enn úthald, miðað við þann hraða sem liðið hafði í röskar 40 mín- útur. Handknattleikur: Partizan ofjarl FH á enda- snrettinum og sigraði 22:16 Þótt FH skoraði fyrsta mark- ið í leiknum, og var örn þar að verki, svöruðu Júgóslavamir rækilega fyrir sig, því að eftir nokkrar mínútur stóðu leikar 4:1. Vamarleikur FH var ótrú- lega opinn og notuðu Júgósiav- amir sér það útí æsar, og í 5 fyrstu skiptin sem þeir fengu knöttinn skoruðu þeir hverju sinni. Hafnfirðingarnir vönduðu ekki undirbúning að skotum og skutu í ótíma og misstu þann- ig knöttinn um of. Hitt er ann- að mál, að þeir settu upp hraða allt frá byrjun, og drógu Júgó- slavana með sér, enda var þessi leikur mun hraðari en fyrri leikur Júgóslavneska iiðsins við Fram, og meðan úthaldið dugði léku FH-ingamir oft mjög skemmtilega, og leikurinn þann ■ tíma var mjög jafn, og mun- aði yfiríeitt ekki nema 1-2 mörkum þar til eftir voru um 9 mínútur. Allan hinn tímann var mikil spenna í leiknum, því að alltaf bjuggust áhorfendur við að FH tækist að jafna og taka forustu. Það var líka svo- lítið veikleikamerki, að þó Jú- góslövum væri vísað af 3eik- velli fyrir harðan leik tókst Geir Hallsteinsson með knöttinn fyrir framan mark Partizan. Fjær sést Páli Eiríksson. Ot- smoginn Það er meginatriði allra samninga að ákvæði þeirra verða að vera bindandi en ekki Jháð geðþótta samnings- aðila. Þetta á að sjálfsögðu við um kjarasamninga ekki siður en aðra, og raunar eru þeir sampingar óvenjulega mikilvægir því að þeir móta lífskjör flestra manna í land- inu. Ákvæði ' kjarasamninga um grunnkaup verða auðvit- að að vera ófrávíkjanleg með- an samningar eru í gildi, og vísitöluuppbætur s verða að f ara eftir útreikningum á vísi- tölugrundvelli þeim sem í gildi er hverju sinni, hvort sem samningsaðilum likar betur eða verr. En nú hefur ríkisstjórnin tekið upp þá stefnu að visi- tölubætur skuli háðar geð- þótta stjórnarvalda. Hún hef- ur lagt til við fulltrúa launá- fólþs að ákveðið verði fyrir- fram að vísitölubætur skuli ekki nema rpeiru en þremur hundraðshlutum á næstu 18 mánuðum, alveg án tillits til þess sem útreikningar sýna, og greiðast í þremur áföng- um — ef til kemur. Því ekki á einusinni að ákveða það að þessar lítilmótlegu bætur verði greiddar. Þetta svokall- aða tilboð ríkisstjórnarinnar hefur nú verið lagt fyrir al- þingi í svofelldri mynd: „Rík- isstjórninni er heimilt að á- kveða, að kaupgreiðsluvísi- tala, eins og hún hefur verið reiknuð samkvæmt 5. grein skuli hækka um 1 stig í hvert skipti hinn 1. maí og 1. nóv- ember 1968 og hinn 1. maí 1969“. Ríkisstjórninni er heimilt að ákveða þettar það er engin skylda; það á að fara eftir geðþótta Bjama Benediktssonar — eins og geði hans er nú háttað. Bjami Benediktsson hefur þegar lýst þeirri afstöðu sinni að hann muni ekki heimila nelnar vísitölubætur, ef verklýðsfélögin semja um hærra grunnkaup. Sú yfir- lýsing er hugsuð sem keyri á alþýðusamtökin, en þessi þrjú vesæluvísitölustig eiga hins vegar að vera umbun ef lanuafólk lætur að stjóm for- mannsins. Samtökum launa- fólks á íslandi hefur naum- ast fyrr verið sýnd öllu út- smognari lítilsvirðing. Mik- il rausn f viðræðum við fulltrúa launafólks tóku ráðherrar undir það að ástæða væri til að athuga skattaivilnanir handa lágtekjufólki. Efndim- ar birtast í breytingartillög- um þéim sem fulltrúar stjóm- arflokkanna í fjárhagsnefnd neðri deildar alþingis hafa nú borið fram og eru svohljóð- andi; „Eigi skal greiða tekju- skatt eða tekjuútsvar af hækkun fjölskyldubóta sam- kvæmt 2. málsgrein þessarar greinar.“ Sú hækkun fjöl- skyldubóta sem þarna er um að ræða nemur 5%, en greið- ist þó ekki með fyrsta barni. Hjón með tvö böm eiga að fá hækkun sem nemur kr. 16,50 á mánuði — 188 krón- um á ári. Og það eru þess- ar 188 krónur sem eiga að | vera undanþegnar tekjuskatti og tekjuútsvari! Bjami Bene- diktsson forsætisráðherra tel- ur auðsjáanlega að launa- menh séu lítilþægir. — Austrl. F.H. ekki aö hagnast á því að heitið gæti. Við þetta bættist svo að hinar hörðu skyttur FH- inga gera eins og Fram, í fjög- ur skipti missa þeir vílakast! Það er eitthvað alvarlegt með vítaskyttur liðanna að tapa 8 vítaköstum í tveim leikjum. Júgóslavamir léku oft vel og skipulega, en harðir voru þeir og niun harðari en kvöldið áð- ur, og átti Karl Jóhannsson oft í erfiðleikum með að halda leiknum niðri, og varð hann að senda einstakilinga Partizan 4 sinnum af leikvelli fyrir of harðan leik, en engan Hafnfirð- ing. Að undanteknum fyrstu min- útunum í fyrri hálfleik, má segja að það hafi aðeins verið markvarzla Partizan sem gerði gæfumuninn. Vafalaust hefur þetta verið of stór leikur fyrir unga markmanninn í marki FH til að þola þá raun svona í fyrsta skipti; það verður eng- inn óbarinn biskuþ. Hjalti kom þegar svolítið var liðið á leik- inn og að undanskildum fyrstu mínútunum varði hann. mjög vel, þann tíma sem hann var í markinu, og hann verður ekki ásabaður fyrir mörkin sem komu eftir að uppgjöfin komst í liðið. Þessi uppgjöf í lok leiksins verður varla , skýrð með öðru en því að enn séu F.H.-ingamir ekki komnir í þá þjálfun sem þarf til að mæta svo þraut- þjálfuðu liði sem Partizan er, enda er það svo að keppnis- tímabil FH-inga er enn ékki byrjað, svo er fyrir að þakka skipun landsmóta á landi hér. Þeir léku með skemmtilegum hraða og krafti, en eins og fyrr segir entist það ekki leikinn út. Gangur Ieiksins Örn skoðaði. fyrsta markið, en Partizan hefndi og skoraði 4 í'röð. Þá er það Birgir sem skorar af línu 4:2. Júgóslavar bæta einu við en Ami svarar með ágætu marki úr homi. Á 10. mín. bæta Partizanmenn marki við og standa leikar nú 6:3. Líða nú 6 mfnútur og ekk- ert mark er skorað, og var sem menn byggjust við því að FH væri nú að átta sig á hlutun- um, og á 16. mín. skorar örn eftir dásamlega sendingu inn á línu. Litlu síðar brennir Páll af vítakasti, og nokkru áður hafði Geir skotið vítakast í slána. Júgóslavar skora næst, en þeir Kristján Stefánsson og Ámi bæta tveim mörkum við 7:6 Partizan í vil. Ekki tekst að jafna, því að gestirnir bæta enn við og svona heldur þetta áfram fram að leikhléi með eins og tveggja marka mun. Þar höfðu Geir og Kristján skorað tvö mörk hvor, og leik- staðan 12:10. 1 byrjun síðari hálfleiks auka Partizan-menn forskotið, en F. H.-ingar sækja í sig veðrið og áður en liðnar eru 8 mín. af síðari hálfleik standa leikar 14:13, þar af skorar örn úr víti. Það var næstum sögulegra að sjá vítakast lenda f netinu en að sjá það* misfarast! Litiu síðar bæta gestirnir við, Örn Hallsteinsson er kominn inn á línu og í góðu skotfæri. Fjær sjást þeir Geir bróðir hans og Birgir Björnsson fyrirliði F.H. Báðar myndirnax tók ljósmyndari Þjóðviljans A.K. en Geir skorar mark með vinstri hendi eftir að hafa skipt um hönd á knettinum í loftinu! 15:14. Lengra tekst ekki að komast, þvi að fljótlega bæta gestirnir við, en Páll minnkar bilið með vítakasti, og þvi er svarað með marki úr vítakasti. Nokkru síðar eru FH-ingar i sókn, og komnir inná linu með knöttinn og þaðan er skotið, en brotið um leið á skyttunni, og meðan knötturinn er að renna í markið blístrar Karl og dæm- ir víti, sem Páll misnotar. Þannig högnuðust ' verjendur á brotinu; það er ekki andi leiks- ins. Á 21. mín. skorgr örn 16. mark FH og var það jafnframt síðasta mark FH-inga að þessu sinni, en.Partizan bætti 5 við, enda auðveld leið að marki FH, það sem éftir var. Bezti maður FH yar Geir, og jafnframt bezti maður vallar- ins, og hafa sjalldan komið eins vel fram alhliða kostir hans sem leikmanns. öm bróðir hans var og ágætur, og eins . Kristján Stefánsson sem er í mikilli framför frá síðasta leik sínum. Birgir slapp einnig á- gætlega. Markvarzlan er hin veika hlið FH, því að enn er Hjalti ékki búinn að ná því sem hann átti bezt íyrir noþkrr um árum, og þó slapp hann furðuvel í þetta sinn. Beztir í liði Partizan voru H. Hogvat, Albin Vidovic, Miro- slav Pribanic, svo og mark- maðurinn Zvonko sem þó var ekki mikið í markinu að þessu sinni. Annars er liðið jafnt og greinilega líkamlega vel þjálf- að, og hraustmenni í hverju rúmi. Það var sannarlega gaman að kynnast júgóslavneskum handknattleik hér, því hér var sterkt lið á ferðinni, sem mikið gagn er að eiga samskipti við. Liðin sem léku geta vel við unað úrslit, eftir gangi leikj- anna. Hinn tæknilegi munur á , f'H og Partizan er ekki eins mikill og mörkin sýna. Karl Jóhannsson slapp nokk- uð vel í dómi sínum, því að þetta var mjög erfiður leikur, • og þurfti nokkuð til að halda honum niðri. Húsfylilir var. Frimann. Unglingur óskast Unglingur óskast til innheimtust-arfa hálfan daginn. — Þarf að hafa reiðhjól. Upplýsingar í síma 21560. ÞJÓÐVILJINN. J FÍFA auglýsir Þar sem verzlunin hættir verða allar vör- ur seldar með 10% — 50% afslætti. Verzlunin FÍFA Laugavegi 99. (inngangur, frá Snorrabraut). t

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.