Þjóðviljinn - 16.11.1967, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 16.11.1967, Blaðsíða 7
i KnHntudiagmr 16. ndvember 1067 — &3ÓÐVILJXNN — SÍÐA 'J \ Hægri umferð í Svíþjóð: Framkvæmdin þykír yfirleitt hafa tekizt ágætlega erti liönar rúmar 10 vikur — Hvað um fótgangendur? — Fullyrða má að almenn þekking manna á umferðar- reglum hafi aukizt til muna síðustu vikur og mánuði og jafnframt áhugi á bættri um- ferðarmenningu. Fótgangandi menn hafa yfirieitt sýnt meiri varkárni á gðtum og við gang- brautir en áður og vantar 'þó nokkuð enn á að menn átti sig á því að líta í rétta átt eftir umferðinni, þegar yfir gðtu er gengið. í>á sýnir fulloröið fóilk að jafnaði meiri gætoi í om- ferðinni en hinir yngri, og yngsti aldurshópurinn, þ.e. böm og ungiingar allt að 16 ára aldri, óvarkárastir. Munur á íramúrakstri í vinstri umferð (V), hægri umferð í Svíþjóð eftir 3. september sl. (S) og hægri umferð utan Sví- þjóðar (II). Tvær unglinga- Bókfellsútgáfan hefur gefið út tvær þýddar ungilingabækur: „Daníel djarfa“ eftir Ilans Kirk og „PoIIyanna giftist“ eftir E. Porter. Fyrri bókin, „Daníel djarfi" er 166 síður og hefur Ólafur Einarsson þýtt söguna. „Pollýanna giftist“ er nýjasta bókin um hina vinsælu sögu- persónu Eleanor H. Porter, en Freysteinn Gunnarsson fyrrum skólastjóri hefur þýtt. Sú bók er um 130 blaðsíður. tóku upp hægri handar tunferð, og þvi talsverð reynsla þegar . fengin á framkvæmd breyting- arinnar. Á þessari reynslu Sví- anna hljótum við Islendingar að venulegu leyti að byggja á- ætlanir um framkvæmd wn- ferðarbreytingarinnar hér á landi seint á maí næsta vor, og þessvegna þykir fréttamanni, sem staddur er í Stokkhólmi, forvrtnilegt að heyra það sem starfsmenn fnamkvæmdanefnd- ar hægri umferðar þar í landi, Statens högertrafikkommissio'n, vilja um framkvaBTndina segja. Holmström, blaðafulltrúi nefndarinnar (réttara: stofnun- arinnar), segir að þegar á heild- ina er litið megi segja að um- ferðarbreytingin hafi tekizt mjög vel og betur en menn þorðu yfirleitt að vona fyrir- fram. Slys hafi reynzt sízt fleiri, kannski heldur færri fyrstu vikumar eftir H-dag en á sama tímabili árið 1966. Menn hafi yfirleitt sýnt mikla varkámi í umferðinni, gætoi og lipurð, ' bæði ökumenn og gangandi. Þeklring á umferðarregilum hafi almennt aukizt. Dauðaslys, bæði í þéttbýli og dreifbýli, hafi orð- ið talsvert færri i wmferðinni nú í haust en á sama tíma í fyrra. , — Hver eru algengustu slys? — Fyrsto vfkumar eftrr H- dag, 3. september, fjölgaði nokkuð slysum er urðu í þétt- býli af völdum bifhjóla eða annarra slíkra litilla vélknú- inna farartækja, en nú síðustu vikumar hefur aftur dregið úr þeim. Hafa þessi slys einkum s orðið á gatoamótuto eða kross- götum og í sambandi við fram- úrakstur. Á vegum utan þéttbýlissvæð- anna hefur einnig f jölgað nokk- uð slysum, sem orðið hafa þeg- ar farartæki hafa mætzt eða ekið fram úr. Fyrstu þrjár vik- umar eftir að hægri umferðin var tekin upp urðu silys af ^ þessu tagi 121 ails. Við rannsókn kom í Ijós, að um 80 slys höfðu orðið með þeim hætti sem hér greinir: 1. 1 35 skipti hafði ökumaður annars farartækisins, sem £ slysinu lenti, ekið á vinstri vegarhelmingi með þeim af- ieiðingum að það rakst á ökutæki sem kom á móti. 2. Atján sinnum höfðu öku- menn tekið of krappa beygju og lent af þeim sökum ( á- rekstri við farartæki sem á móti kom. > 3. I sex skipti höfðu ökumenn haldið að farartæki, semkom úr gagnstæðri átt, væri röng- um megin á veginum — sem svo reyndist ekki vera — og ekið sjáífir yfir á vinstri veg- arhelming tH þcss að forða árekstri. 4. Fimmtán sinnum höfðu öku- menn haldið sig á rcttum vcgarhelmingi, en ekið yfir á hinn helming vegarins þegar farartækin mættust. • \ — Þess er vert að, geta, sagði Holmström ennfremur, — aö um það bil 87% af þessumslys- um urðu á hinum minni og fá- famari vegum, en aðeins 13 af hundraði á hráðbrautum eða stærri þjóðvegum. Holmström getur þess að mun minna beri nú á óánægju manna með breytinguna í hægri umferð en áður (og verður ferðalangur þó enn mjög var við þá skeðun manna, að ekki hafi verið svo knýjandi fyrir Svía að breyta til fyrst Bret- ar telji sig enn geta búið sem þezt við vinstri umferðina og gömlu reglumar. Mörgum vex líka kostnaður í augum, telja að hann kunni að fara langt fram úr áætlun. Holmström segist þó geta fulilyrt að kostnaðurinn fari ekki fram úr 600 miljónum króna (sænskra) eins og gert var ráð fyrir í upphaflegu á- ætluninni). Það kemur líka fram hjá blaðafulltrúanum að starfsmenn hægri nefndarinnar í Stoikk- hólmi era nú'um 50 talsins og hafa verið um skeið. Um næstu áramót fær stofnunin nýtt nafn, Statens Trafiksákerhets Komm- ission, og verður verkefni henn- ar þá almennara eðlis, bundið almennu umferðaröryggi. Enn gilda ýmsar hraðatak- markanir í Svíþjóð, bæði í þéttbýli og á vegum úti, og er óvíst hvenær þeim verður aflétt, sennilega ekki fyrr en næsta vor. Möguleikar ökumanns til að fylgjast med umferöinni í framúrakstri. Nokkurn ugg vakti það og umtal í blöðum, að fileiri bana- slys urðu í umferðinni í Sví- þjóð um fyrri hélgi en nokkra helgi aðra síðan hægri handar umferðin var tekin upp, þ.e. 17 banaslys alls á 3 dögum. Á blaðamannafundi benti for- stöðumaður hægrinefndarinnar á að þetta væri þó lægri tala en um sömu helgi í fyrra; um- ferð væri að jafnaði mikil um þessa helgi í Svíþjóð og haust- ið farið að segja til sín í lak- ari akstursskilyrðum. Taldi hann. þvi enga ástæðu til svart- sýni, þvert á móti, ef ökumenn og allur almenningur sýndu framvegis gætni í umferðinni sem hingað til. " I.H.J. Getii tveggja bóka Hanncs J. Magnússon: MANNLIF 1 DEIGLU Greinar og crindi I. Eciftur h.f. Reykjavík 1967, 333 bls. Hannes J. Magnússon, fv. skólastjóri barnaskólans á Ak- ureyri og ritstjóri uppeldis- málatímaritsins Heimili og skóli, hefur um áratugaskeið verið einn af skeleggustu og jáicvæðustu uppeldisfrömuðum þessa lands. Auk hins ágæta starfs síns sem skólamaður, hefur hann verið afkastamikill rithöfundur. Frá hans hendi hafa komið kennslubækur, barnabækur, minningaþættir og frásagnir. Nokkrar bækur hef- ur hann og þýtt. Árið 1942 hóf tímaritinu Heimili og skóli göngu sína og hefur það komið út óslitið síðan. Hannes J. Magnússon hefur frá upphafi stýrt þessu riti með miklum myndarbrag. Þær era orðnar margar greinamar um uppeld- ismál, sem H.J.M. hefur frum- samið eða þýtt til birtingar í þessu riti. Bók sú, sem hér um ræðir, Mannlíf í cíeiglu, er að mestu leyti erindi og greinar, sem áð- ur hafa birzt í Heimili og skóla. Er bókinni skipt í tvo hluta. Sá fyrri ber yfirskriftima Mótun og mannrækt, en hinn síðari heitir Þekking og þroski Alls munu vera í ritinu nálægt sex tugir greina. Þar er víða komið við, eins og að > líkum lætur og mörgu efni gerð góð skil. Hér eru ekki tök á að gera efni einstakra greina að um- talsefni og verður því teð naegj- ast við að benda á helztu sér- kenni þessarar bókar. , Megin sjónarmið höfundar hefur eflaust verið að ná til foreldra og skólamanna. Marg- víslegan boðskap hefur hann að flytja þeim. Honum er annt um, að uppeldismálin taki rétta stefnu. En rétt stefna er að hans áliti uppeldi, sem leggur rækt við þjóðlegar erfðir og þjóðlegar dyggðir, og uppeldi, sem styðst við kristileg sann- indi. Að hans skoðun mun kjarni kristindómsins vera kær- leiksboðskapurinn, jékvæður og bjartur kristindómtrr, sem stuðl- Ilannes J. Magnússon. ar að heilbrigðu og jafnvægu tilfinningalífi. Á grandvelli þessarar meginstefnu fjallar höfundur svo um fjöldann allan af einstökum þáttum uppeldis bæði í skóla og i heimahúsum. Leiðbeiningar hans og athuga- semdir era yfirleitt byggðar á traustri sálfræðilegri þekkingu, en þó fremur öðru á nærfærn- um skilningi og virðingu fyrir eðli barna og þörfum þeirra. Geinamar eru ritaðar á lipru og einföldu alþýðumáli. Stund- ur bregður fyrir skáldlegum til- þrifum og fjörsprettum. En hvergi gætir óþarfa tildurs eða málskrúðs. Það er naumast vafamál, að greinar þessar hafa haft mikil áhrif á liðnum aldarfjórðungi. Er óskandi, að þeirra áhrifa haildi éfram að gæta, því að hér er vissulega um holla og mannbætandi Iesningu að ræða. Það er tæplega hætta á, að þau sjónarmið, sem þar eru sett fram, úreldist á næstu áratug- um. Bókin er vel og smekklega útgefin og hið eigulegasta rit bæði að efni og frágangi. Helzt mætti finna það að út- gáfunni, að fullmikilla endur- tekninga gætir súms staðar, en hjá þvi er líklega erfitt að komast í riti sem þessu. Enn- fremur hefði ég kosið, að þess hefði verið getið um hverja grein, hvenær hún var rituð. Sigurjón Björnsson. Hannes J. Magnússon, ÆVINTÝRI ÓTTARS . Drengjasaga Barnablaðið Æskan Reykjavík, 1967, 159 bls. Þessi drengjasaga er átt- unda bók höfundar fjrrir börn og unglinga. Hafa þær allar orðið vinsælar, einkum sú síð- Framhald á 9. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.