Þjóðviljinn - 16.11.1967, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 16.11.1967, Blaðsíða 10
ti 10 SIÖA — ÞJÖÐVIUINN — Fimmtudagur 16. nóvember 1965. WINSTON GRAHAM: MARNIE 51 að yður er — sem pokerspilara. — Og það er? — Þér hafið örugga tilfinningu fyrir spilunum. En yður vantar þá tilfinningu sem segir yður, hvenaer heppnin er með yður. Það veit ég alltaf þegar ég spila póker. Það er naestum áþreifan- leg tilfinning, naestum eins og mild gola. Þegar sú milda gola leikur um mig, þá veit ég að ég vinn ef ég fae sæmileg spil — og ef ég fæ góð spil, þá vinn ég mikið fé. — Eins og heppnin hefur leik- ið hana í kvöld, verður að telja víst að hún sé heppin í ástum, sagði Terry, sem var kominn ytfir til okkar. — Ég skal borga yður þessa peninga í . naestu viku, Terry, eagði ég. — Eða þá að ég get sent yður ávísun. — Klípið það af heimilispen- ingunum — ef Mark lætur yður þá hafa nóg, sagði Terry. HARÐVIÐAR ÚTIHURÐIR TRÉSMIÐJA Þ. SKÚLASONAR Nýbýlavegi 6 Kópavogi sími 4 01 75 EFNI SMÁVðRUR VJ TÍZKUHNAPPAR Hárgreiðslan Hárgreiðslú- og snyrtistola Steinu og Dódó Laagav 18. III. hæð Tlyfta) Sími 24-6-16 PERMA Hárgxeiðsiu- og snyrtistoía Garðsenda 21. SlMl 33-968 — Þar er hann mjög örlátur. — Þetta var mjög skemmtilegt kvöld hjá Rex, fannst yður ekki, sagði Terry, þegar kvikmynda- stjórinn fór að safna saman vinningi sínum. — Fannst yður það? spurði ég áhugalaust. — Já, þá fannst mér sannar- lega. Allt með þennan mann úr fortíð yðar sem birtist eins og skollinn úr sauðarleggnum. Hvað sagði Mark eiginlega við því? . — Góði Terry, sagði ég, — þessi maður stóð ekki í neinu sambandi við fortíð mína. Ég vona að það hafi komið nógu skýrt fram. — Tja — bæði já og nei, kæra vinkona. Það kom að minnsta kósti skýrt fram að einhver. karlmaður hafði verið i fortíð yðar. Hið eina óljósa var það, hvort sá maður var Strutt eða Mark. Þeir voru báðir ólmir í að taka að sér hlutverkið. — Skelfingar bull er þetta i yður, Terry — — Og konan hans Strutts! Ef augnaráðið eitt gæti myrt! Þetta var alveg sérlega skemmtilegt allt saman. En hvar kemur fyrri maðurinn yðar inn í spilið? Mér finnst eiginlega að þér ættuð að segja mér hvemig í þessu ligg- ur öllu saman. — Það er ekkert um það að segja. Ég hitti Mark í Cardiff- Við urðum góðir vinir það var allt og sumt. Þegar starfið losn- aði hjá Rutland & Co. skrifaði hann mér og sagði mér frá því, af því að hann vissi að ég var orðin ekkja. — Góða nótt, Tommy. Góða nótt, John! hrópaði Terry, en þegar ég ætlaði fram að sækja kápuna mína, lagði harm hðnd- im á handlegg mér eins og vanalega. Áugun í honum voru aftur orðin á litinn eins og lím. — Af hverju komið þér hingað, Mamie? spurði hann, og það var ólíkt honum að koma með svo beina spum'ingu. Ég horfði á höndina á honum en, svaraði ekki. — Ég veit vel að Mark vill ekki að þér komið hingað. Það er dálítið rafmagnað loftið á milli okkar tveggja þessa stund- ina. En á ég að segja yður hvers vegna þér komið hingað þrátt fyrir það? Vegna þess að við tvö eigum meira sameigin- legt en þér og Mark. Héma hjá mér getið þér dregið andann. Hér þurfið þér ekki að haga yð- ur nákvæmlega eins og hann heimtar að þér gerið- Er þetta ekki rétt hjá mér? Hinir gestimir voru famir nema MaeDonaldhjónin sem voru að sækja yfirhafnir sinar upp í svefnherbergið. Það kom mér á óvart að Terry skyldi allt í einu tala í svo alvarleg- um tón. Það sem hann sagði nú var ekki afdráttarlaust hægt að afgreiða sem bull. Hann hélt áfram: — Mér er alveg Ijóst að það er eitthvað sem þér eruð að leyna, kæra vinkona. En hveirju þér leynið eða hvers vegna þér leynið því — það hef ég ekki skeytt um að fá vitneskju um. Og því skydi ég líka gera það? Mér stendur alveg á sama hvað þér hafið verið og hvað þér hafið aðhafzt. Mín vegna megið þér hafa gefið fyrri manninum yðar inn eitur- 1 mínum augum myndi það bara auka á yndisþokka yð- ar. Áður en ég gat komið í veg fyrir það hafði hann. dregið mig að sér, en hefði ég viljað, hefði ég haeglega getað hindrað hann í að kyssa mig. Það gerði ég ekki; ég lét hann kyssa mig. Kannski leit ég á það sem eins konar vexti af peningunum, sem ég hafði neyðzt til að fá léða ■hjá honum. En fyrst og fremst langaði mig til að komast að raun um hvort ég hefði breýtzt. Það hafði svo margt og mikið drifið, á daga mína undanfama mánuði og mig langaði til að vita hvort breyting hefði orðið á tilfinningum mínum í hans garð. Eða í garð karlmanna ytf- irleitt- En svo var ekki. Ég sleit mig af honTim. Nú brosti hann. — Þér skuluð ekki koma hingað oftar, ef yð- ur langar ekki til bess sjálfa; en bér megið ekki neita yður um að koma vegna þess eins að Mark er á móti þvi. 1 mínum augum er ekkert sem heitir rétt eða rangt. 1 mínum augum skiptir ' það eitt máli að bjarga sér í baráttunni fyrir tilverunni. Og þér hafið staðið yður vel- Það líkár mér svo vel hjá yður. Síðan ég byrjaði aftur hjá Roman hafði ég gert mér far um að vera honum til hæfis. Ég var gersamlega háð Mark t>g ákvörðun hans um að gera eitthvað eða ekki í sambandi við Strutt, og ég var sannfærð um að Roman myndi segja Mark frá því, ef ég gerði ekkert til að hjálpa. Mér leið eins og skóla- stelpu sem fengið hefur slæmar einkunnir einu sinni og má fyr- ir alla muni ekki láta það henda aftur — ekki fyrr en eftir af- mælisdaginn sinn. Þess vegna var allt eintóm dýrð milli okkar Romans í nokkrar vikur; ég gérði mitt bezta til að hjálpa og hann reyndi að gratfa ekki allt of djúpt. Ég gekk meira að ségja svo langt að segja honum, að ég hefði einu sinni stolið peningum og ég hefði áhyggjur af að geta ekki endurgreitt bá; bað virtist engin sérstök áhrif hafa á hann. En eftir þvi sem tíminn leið fór ég að tala, enda þótt hann græfi ekki sérlega djúpt- Það kom einhvem veginn af sjálfu sér að ég talaði og um leið skaut ýmsu upp í huga mínum, ýmsu sem ég hafði ekki hug- mynd um að ég gaati munað eft- ir. Einn daginn þegar ekkert virt- ist ganga fyrst í stað, sagði dr- Roman: — Hvernig var þetta nú aftur — eru báðdr foreldrar yð- ar dánir, eða er annað þeirra á lífi? — Hvað eigið þér eiginlega við með þessari spurningu? sagði ég og rauk upp eins og naðra. — Þér vitið vel, að báðir foreldrar mínir hafa verið dánir í sautján ár. — Æ — þér verðið að fyrir- gefa. — Þér eruð vist að hugsa um næsta sjúkling yðar en ekki mig. — Nei, sagði hann, — ég var einmitt að hugsa um yður. — Þér trúið kannski ekki orði af þvi sem ég hef sagt yður? — Jú, ég trúi töluverðu af því .... Hann þagnaði. — Haldið áfram. — Haldið sjálfar áfram, frú Rutland. — Ég er svo margoft búin að segja yður það. Pabbi dó þegar ég var sex ára. Ég man að hann hélt svo oft á mér á handleggn- um. Enginn hefur borið mig á handleggnum síðan- Æ, mikið vildi' ég óska að ég væri á þeim aldri núna, svo að ég gæti slopp- ið við allt þetta stand héma. Þá getur verið að þér mynduð bera mig á handleggnum í stað þess að láta mig figgja hér á þessum bekk og fálma eins og selur á þurru landi. — Mynduð þér vilja að ég gerði það? — Ég myndi sjálfsagt vilja það, ef ég væri sex ára og þekkti yður ögn betur. Ég veit ekkert um yður, þótt þér séuð sífellt að róta í mínum högum. Þér sitjið bara þama fyrir aftan mig eins og — eins og faðir sem ekkert gagn er í fyrir neinn. Eruð þér kánnski til gagns fyrir mig eða nokkum annan? — Hvað eigið þér við með því, að ekkert gagn -hafí verið að föður yðar? — Það hef ég ekki sagt. Ég sagði að ekkert gagn væri að yður fyrir mig. Þér gefið mér aldrei nein ráð. Þér segið mér aldrei neitt. Þér gefið mér aldrei ábendingar um að gera þetta eða hitt. — Og það finnst yður að raunverulegur faðir ætti að gera? — Já, auðvitað. SKOTTA ekki? En það gerði faðir yðar Vatteraðir nylonjakkar hettuúlpur, peysur og terylenebuxur. — Athugið okkar lága verð. — Póstsendum. Ó. L. Laugavegi 71 Sími 20141. Ég hugsa að Frank ætli að bjóða þér út. Hann spurði mig hvaða dag þú fengir vikupeningana þína- Cinangrunargler Húseigendui — Byggingameistarai. Útvegum tvöfalt einangrunargler með mjög stutt- um fyrirvara. Sjáum um ísetningu og allskonaT breytingar ð fluggum Útvegum tvöfalt gler f lausaföo oy siá- um um máltöku. Gerum uið sprungur 1 steyptum veggjum með baulreyndu gúmmfefni Gerið svo vel og leitið tilboða. StMI 5 11 39. NYKOMIÐ Peysur, úlpur og terylenebuxur. O. L. Laugavegi 71 Sími 20141. BÍLLINN Gerið við bíla ykkar sjólf Við sköpum aðstöðuna. — Bílaleiga. BÍLAÞJÖNOSTAN Auðbrekku 53. Kópavogi — Sími 40145. Lótið stilla bílinn Önnumst hjóla-. Ijósa- og mótorstillingu Skiptum um kerti. platínur. ljósasamlokur — Örugg þjónusta BlLASKOÐUN OG STILLING Skúlagötu 32. sími 13100 Hemlaviðgerðir • Rennun: bremsuskálar. • Slípum bremsudælur • Límum á bremsuborða. Hemlastilling hf. Súðarvogi 14 — Sími 30135. «

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.