Þjóðviljinn - 16.11.1967, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 16.11.1967, Blaðsíða 12
Reykjavíkurhöfn 50 ára Þá var háð fyrsta Dags- brú narverkf al I ið Gerð h'afnarmannvirkja í Reykjavík réði því fyrst og fremst að hér óx upp höf- uðborg íslands, — annars væri Reykjavík í dag lítið sjávarpláss við Faxaflóa og í tilefni af því er vert að minnast gerð hafnarmann- virkjá á árunum 1913 til 1917. Við þessa framkvæmd háði Verkamannafélagið Dagsbrún fyrsta verkfall sitt 28. apríl 1913 og lauk því 2. rhaí 1913. Þá var verkamannakaupið 35 aur- ar á klst. og vildu Dags- brúnarmennirnir lækka 12 stunda dagvinnutíma niður 'í 10 stunda dagvinnutíma og fengu þessu framgengt við hinn erlenda verktaka. í>á var gefið út eitt blað hér í bænum. Það var Vís- ir. Það var ekki sízt að þakka einlægum stuðningi þess blaðs við kröfur verkamanna, að verkamenn- irnir báru sigur úr bítum. Samstaða þeirra var líka frábær í þessu fyrsta verk- falli. Samsvarandi tæknibylt- ing' varð hér við smíði þessara hafnarmannvirkja eins og varð hér á landi upp úr síðari heimsstyrj- öldinni. Þannig var notað- ur stór gufudrifinn krani upp í Öskjuhlíð og gufu- drifin uppmokstursvél er mokaði allt að níu tonnum í einu í höfninni. Eimreið með tuttugu vögnum þaut hér um bæinn eftir tein- um, er eitt hundrað manns unnu við að leggja um bæinn. Annarsvegar var teina- logn frá Öskjuhlíðinni um Snorrabraut og Skúlagötu að Ingólfsgarði og hinsveg- ar brautarlögn vestur í bæ á svipuðum slóðum og Hringbrautin er nú út á Granda. Þá var mikil vinna við að tilhöggva steina. í dag vinna 30 manns við smíði Sundahafnar og helztu tækin við smíði hafnarinnar eru vélknú- inn krani með miklu um- svifi, sjávarborar, dælu- skip og urmull af allskon- ar jarðvinnslutækjum eins og ýtum og skóflum eftir því sem verkið útheimtir á hverjum tima. Þess má geta, að annar eimreiðarstjórinn, Páll Ás- mundsson, er enn á lífi og vinnur í Hafnarsmiðjunni sem járhsmiður og Sigurð- ur Sigþórsson, verkstjóri í smiðjunni, vann einnig vtð smíði hafnarinnar. Fimrntudagur 16. nóvember 1967 — 32. árgangur — 260. tölublað. MikiB tjón í árásá Dak To-herstöðina Nærri látlausir bardagar hai'a staðið á þeim slóðum síðustu tvær vikur — Mikið mannfall SAIGON 15/11 — Geysimikið tjón varð í herstöð Banda- ríkjamattna við Dak To á miðhálendinu í Suður-Vietnam, þegar þjóðfrelsisherinn gerði árás á stöðina rheð skothríð úr fallbyssum og sprengjuvörpum. Myndin er sennilega tekin um 1910 og sýnir í forgrunni Hverfisgötuna og hluta af Arnarhólstúninu og síðan húsin við Kalkofnsveg og þaðan út á höfnina áður en mannvirkin voru reist þar. JSÍÍSSWJSJSJ '*. JSSfflSI EM Myndin sýnir einnig hluta af Arnarhólstííninu og bæinn Sölvhól og beint þar út aí er Ingóifs- garður með fyrsta viölcguplássinu fyrir stór skip. Þá sést hvernig Grandinn hefur verið upphækk- aður og tengdur örfirisey og síðan garðusrinrt er skilur innri höfnina frá ytri höfninni. — Myndin ¦• ' ¦ er sennilega tek-in snemma árs 1917. Herstöðin í Dak To er ein hinna mikilvægari þeirra sem Bandaríkjamenn hafa 1 Suður- Vietnam og er skammt þar frá sem landaimæri Vietnams, Kam- bodju og Laos mætast. Þarna hafa geisað harðir bar- dagar síðasta hálfan márauð og mannfall orðið mikið í liði beggja, að því sagt er í Saigon. Banda- ríkjamenn viðurkenna að hafa misst wm hundrað menn fallna, en segjast hafa fellt um 600 menn úr liði andstæðinganna. Áður en árásin á herstöðina var gerð í morgun höfðu stórar sprengjuiþotur af gerðdnni B-52 varpað ógrynni af sprengjum á staði þá í nágrenni herstöðvár- innar þar sem taMð var að þjóð- frelsisherinn hefði búið um sig. Mikið tjón. 1 árásinni féllu • margar sprengjur á herstöðina, eldur kom upp í byggingum, sem brunnu til kaldra kola, geysileg sprenging varð í skotfærafoúri stöðvarinnar og a.tm.k. tværstor- aí' flutningaflugvélar sem voru á flugvellinum gereyðilögðust. FÍB opnor sjólfsþión- ustu ¦*• Félag íslenzkra bifreiða- eigenda hefur opnað sjálfs- þjónustu fyrir félagsménn sína að Suðurlandsbraut 10 í sama húsi og ljósastillingar- stöð FÍB er til húsa. •k Ætlunin er að þarna hafi félagsmenn FÍB aðstöðu til þess að framkvæma nauð- synlegt eftirlit pg hirðingu á bifreiðum r'nrnn og fram- kvæma minniháttar viðgerðir. •k Þarna á verkstæðinu fá menn auk afnota af húsnæð- in<u afnot af verkfærum til smærri aðgerða aðstaða verð- ur til að þvo bifreiðir og vanir bifvélavirkjar munu veita mönnum leiðbeiningar og aðstoð við tæknileg atriði. Ennfremúr verður hægt að fá keypta ýmsa varahluti þarna. Sextánda nóvember árið 1917 var haldinn fundur í hafnar- nefnd Reykjavíkur, þar sem N.P. Kirk, verkfræðingur afhenti hafnarnefnd hafnarmannvirki þau, sem allt til þessa dags hafa verið rammi Reykjavíkurhafnar. Verktakinn N. C. Monberg samdi um smíði þessa hafnar- mannvirkis á árinu 1913 og dróst það nokkuð úr hömlu vegna fyrra stríðsins og var hafnar- smíðinni þannig ekki lokið fyrr en á árinu 1917. Fyrstu hugmyndir um gerð hafnarmannvirkja i Reykjavík komu fram um líkt leyti og verzl- un var gefín frjáls á íslandieða á sjötta áratugnum á síðustuöld. 12. maí 1855 skrifa stjórnar- völd í Kaupmannahöfn stiftyf- irvöldum á Islandi, þar sem mælt er fyrir um stofnun hafn- arnefndar og sama ár er sam- þykkt hafnargjaldskrá. Fyrsti fundur hafnarnefndar var haldinn 21. jan. 1856 ogvoru fyrstu nefndarmenn V. Finsen, bæjarfógeti og kaupmennirnir Th. Johnsen og R. P. Tærgesen. Á hennar vegum kom hingað verkfræðingur, Fischer að nafni 1857. Gerði hann áætlun um lokaða hafinarkvf, sem átti að kosta 50 þúsund ríkisdali. Árið 1858 var samið við útgerðar- manrí að nafni C. P. A. Kock um að sjá um póstsamgöngur til landsins. Árið 1860 gerir hann tillögu um að gerð verði hér skipabryggja og átti hún aðkosta 5000 ríkisdali. Þótti mðrgum réttara að f ara að tillögum Fisch- ers, en ekkert varð úr fram- kvæmdum. Loks árið 1896 kem- ur hingað verkfræðingur frá Kaupmannahöfn Paulli að nafni og gerir áætlun um lokaða haf n- arkví frá Zitmsensbryggju og vestur að bryggju Geirs Zoega. Einnig lagði hann til að gerðir yröu skjólgarðar úr Grandabót og frá Batteríinu. Kostnaðaráætl- un var 4,6 milj. kr. Árið 1899 kom fram fyrstatil- laga íslenzks verkfræðings um hafnargerð í Reykjavík. Var það tillaga Sigurðar Péturssonar frá Ánanaustum, um höfn frá Batteríinu austur að Klöpp. Hafnarlög fyrir Reykjavíkur- kaupstað voru sett árið 1911 og voru þau í gildi þar til 1946 er Framhald á 9. síðu.x ^- Undirbúningur fyrir H-daginn, 26. maí, 1968: 10 daga samfelld fræislu- starfsemi H-nefndar hafin ¦ I gær var formlega opnuð upplýsinga- og fræðslumið- stöð H-umferðar að Aðalstræti 7, en framkvæmdanefnd hægri umferðar, eða H- nefndin eins og hún verður kölluð framvegis, hefur nú starfað í rúmt ár. ¦ Eins og kunnugt er fer breytingin yfir í hægri umferð fram 26. maí n.k. og hefur undirbúningsstarfinu verið skipt niður í 5 þætti. í dag hefst fyrsti þáttur þessa starfs og stendur til 10. desember. Hann byrjar með 10 daga sam- felldri upplýsingastarfsemi þar sem megináherzla verður lögð, á að minna fólk á hvenær H-dagurinn er. Benedikt Gunnarsson, fram- kvaemdastjóri sagði á fundi með blaðairnönnum í gær að síðan H- nefndin hefði tekið til starfa hefði einkum verið unnið að ýmsum tæknilegum málum vegna breytingarinnar. í Reykjavfk er nú buið að setja niður stengur fyrir u«i 600 umferðarmerki af 800, fyrir H- umferð. Sjálf umferðarmerkin í Reykjavík verða ekki færð fyrr en nóttina fyrir H-daginn, 26/5 1968. Þá hefur verið unnið að þyi að færa umferðarmerki úti á þjóðvegum og er því verki lokið að svo miklu leyti sem þaðverð- ur framkvæmt núna.' Umferðar- merki við Reykjanesbraut verða þó ekki færð fyrr en 1 vor. Reiknað er með að H-n^fnd- Framhald á 9. síðu. Háu þýzku loðfóðrúðu kuldastígvélin fyrir korlmenn, komin aftur SKÓBÚÐ Austurbœior Laugavegi 1 00 V-þýzkir vinnuklossar fyrir korlmenn Uppreimaðir - Fóðraðir - Vandaðir og þægilegir. Ný sending Skóbúð Laaaigavegi 100 •*

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.