Þjóðviljinn - 22.11.1967, Side 3
Miðvikudagur 22. nóvember 1967 — ÞJÖÐVXLJINN — SlÐA 3
Veröa miljón manns brátt
atvinnulausir á Bretlandi?
LONDON — Þrátt fyrir gengisfellingu pundsins eru efna-
hagsvandræði Breta fjarri því að vera leyst. segir frétta-
ritari AFP 1 London og telur að efnahagsvandræðin séu
meiri frá pólitísku sjónarmiði en efnahagslegu.
Fram á föstudagskvöld' gerði
Harold Wilson forsætisráðherra
sér vonir um að hann gæti
fengið stórlán með góðum kjör-
um frá seðlabönkum stórveld-
anna.
En það er staðreynd að Wil-
son neyddist ekki aðeins til að
snúa sér til alþjóða gjaldeyris-
sjóðsins og fara fram á lán sem
var ekki nema helmingur af
því sem hann hafði vænst (um
1,4 miljarðar dollara) en einn-
ig verður hann að framkvæma
margvíslegar strangar efnahags-
ráðstafanir heimafyrir.
Talið er segi fréttaritari AFP
að gengisfellingin og hinar nýju
ráðstafanir muni hafa eftirfar-
andi áhrif í Bretlandi:
1. Framfærslukostnaður mun
hækka uih 4 til 5 prósent.
2. Atvinnuleysr mun vaxa og
mjög bráðlega verða miljón
atvinnuleysingjar á Bretlandi.
3. Fjárfesting í iðnaði mun
minnka að mun. Forvextir eru
nú 8 prósent, og það er mjög
erfitt að fá lán í bönkum.
★
Þcgar allt kemur til alls mun
lykillinn að árangri eða vand-
kvæðum Wilsons liggja hjá
verkalýðsfélögunum. Og þar eru
verkföll hafnarverkamanna og
verkamanna í byggingariðnað-
inum ekki uppörvandi fyrir rík-
isstjórnina.
Verkamannafíokkur
óskipturmeð Wilson
LONDON 21/11 — Stjórnarandstaða brezka íhaldsflokks-
ins gerði harða hríð að ríkisstjórninni í umræðum um
gengisfellinguna á þingi í dag. En þingmenn Verkamanna-
flokksins virðast einhuga með ríkisstjórninni. " ..
Russell-dómstóllinn er
að störfum í Danmörku
HRÓARSKELDU 21/11 — Mannsheili og nýra sem tekin
voru úr fómarlömbum bandarískra fHsasprengja voru í
dag sýnd fyrir Russell-dómstólnum, sem nú situr í.Hró-
arskeldu. Það var bandaríski prófessorinn A. Mictowsky
sem sýndi þessi líffæri og útskýrði hvernig flísasprengjur
dreifa þúsundum smábrota í líkama fómardýranna sem
fyrir verða.
Herdómstóll í Aþenu dæmdí í kvöld Konstantin PiIIinis og fornlcifafræðinginn Leoudas í ævilangt
fangelsi fyrir að hafa tekið þátt í „Þjóðernissveitinni“ sem stefndi að því að steypa valdaræningj-
unum grísku. Þriðji maður var dæmdur í 15 áira fangelsi, kona nokkur í 10 ára fangelsi og þrír
menn í fimm ára fangelsi hver. Tíu af hinum 31 sem stefnt var fyrir réttinn voru sýknaðir. Mynd-
in er úr herréttinum í Aþenu er sakborningar voru sýndir blaðamönnum í strangri hergæzlu-
A. Mictowsky prófessor sem
er háskólakennari í læknisfræði
við Háskólann í París fór nýlega
í heimsókn til Norður-Vietnam,
þar sem hann sá marga og heyrði
sem særzt höfðu af flísasprengj-
um.
Fyrr í dag hafði norður-viet-
nömsk heimildarmynd um fóm-
ardýr bandarísku flísasprengj-
anna og eldsprengja verið sýnd.
Fyrr í dag gerði forseti vís-
indanefndar dómsins, Frakkinn
A. Behar grein fyrir upplýsing-
um um notkun Bandarikjamanna
á eiturefnum.
Hann sagði að um 867.400 hekt-
arar af hrísökrum og öðru rækt-
uðu landi hefðu verið eyðilagðir
með eiturefnum á árirui 1967.
A. Behar hefur einnig verið í
Vietnam og gerði hann grein
fyrir því sem hann heyrði og sá
í landinu og staðfesti það, að
Bandaríkin hefðu nptað fosfór-
og aðrar eldsprengjur gegn
þorpum sem augljóslega stóðu
víðsfjarri hernaðarmikilvægum
stöðum.
Bandaríski hæstaréttarmála-
i flutningsmaðurinn, Stanley Falkn
er fordæmdi hina svonefndu
Tonkin flóa ályktun, sem hann
taldi brjóta í bág við bandarísku
stjórnarskrána.
Tonkin ályktunin , sem sam-
þykkt var á Bandaríkjaþingi í
ágúst 1964 veitir Bandaríkjafor-
seta aukið vald til að stjórna
striðinu í Vietnam, en sam-
kvæmt bandarísku stjómar-
skránni er það aðeins þingið
sem getur lýst yfir stríði.
Ihlutun Bandaríkjanna í Viet-
nam er raunverulegt stríð, þó
formleg stríðsyfirlýsing hafiiekki
verið gefin út, sagði Falkner.
Falkner tók til meðferðar
fjölda annarra þátta í . stríði
Bandaríkjanna í Vietnam, sem
hann taldi brjóta bæði stjórnar-
skrána og Seato-varnarsáttmál-
ann.
★
Stríðsrekstur Bandaríkjamanna
í Vietnam þverbrýtur fjölda al-
þjóðlegra sáttmála og samninga,
sagði hann.
Stórorusta á bökk-
um Jórdanár í gær
TEL AVIV og AMMAN 21/11 — ísraelskar orustuþotur
eyðilögðu í dag sex jórdanska skriðdreka sem höfðu haf-
ið skothríð að frámvarðarstöðvum ísraelsmanna á vestur-
bakka Jórdan.
Talsmaður ísraelsku herstjórn-
arinnar skýrði frá þessu í dag
og jafnframt að ísraelsk flugvél
hefði verið skotin niður, en
neitaði því að þær hefðu verið
tvær eins og . Jórdaníumenn
sögðu.
Fréttamenn í Tel Aviv segja
að þessi orusta í dag hafi ver-
ið hin alvarlegasta síðan stríð-
ið var háð í júní.
Tveir ísraelskir hermenn létu
lífið og einn særðist. Talið er
að Jórdaníumenn hafi látið
skríða til skarar í dag í hefnd-
arskyni við hernaðaraðgérðir
ísraelsmanna á þessu sama
svæði í gær, en þá létu 14 Jórd-
aníumenn lífið.
Samkvæmt fréttum frá Tel
Aviv var jóröanska stórskota-
liðinu komið fyrir á mánudags-
kvöld og snemma í morgun hóf
það skothríð á stöðvar ísra-
elsmanna á langri víglínu á
svæðinu við A1 Suhart.
Einum klukkutíma síðar fóru
í’sraelskar þotur á loft en þeim
hefur ekki verið beitt síðan í
stríðinu í júní, og tveim og
hálfum tíma eftir að Jórdaníu-
menn hófu skothríðina var or-
ustunni lokið.
í opinberri ísraelskri yfirlýs-
ingu í dag eru Jórdaníumenn
sakaðir um að hafa undirbúið
árásina í dag og hefðu jórdansk-
ir hermenn gert sig seká ‘ úm
margvíslegar ögrunaraðgerðir á
þessu svæði að undanförnu.
í Amman er sagt að ísra-
elskar flugvélar hafi gert mikl-
ar loftárásir á flóttamannabúð-
ir við Kerame og fleiri staði.
James Callaghan
Á síðustu mánuðum hafa
verkamenn um allt Bretland
sýnt vaxandi óánægju með
stjórnina og — oft á tlðum —
Wilson sjálfan.
En fjármálaráðherra Breta
James Callaghan mun verða fyr-
ir svörum er stjórnarandstaðan
hefur árás á ríkisstjórnina á
þingi.
Bandankjamenn / herkví /
,mestu orustu í 5- Vietnam'
SAIGON 21/11 — Bandaríkjamönnum tókst í dag að bjarga
140 sinna manna, sem höfðu særzt í hörðustu og dýrustu
segir fréttaritari Reuters á vígvellinum við Dakto.
segir fréttaritari Reuters á vígvellinum við Dak-to.
Talsmaður Bandaríkjahers
skýrði frá því að 71 maður úr
flugherdeild hefðu verið drepnir
í átökum við norður-vietnamska
hermenn sem haldið hafa banda-
rískri herdeild í herkvi síðan á
sunnudag.
Fram á kvöld í dag hafði
norður-vietnömskum hermönn-
um tekizt að koma í veg fyrir
að þyrlur Bandaríkjamanna gætu
flutt birgðir og liðsauka til
hinnar innikróuðu herdeildar.
Bandaríkjamenn notuðu eld-
vörpur gegn andstæðingum sín-
um, sem hafa hvergi hörfað.
Jafnframt gera Bandaríkjamenn
loftárásir á 15 mínútna fresti á
Norður-Vietnamana.
Forseti tyrkneska
ins heitir innrás á
NICOSIA 21/11 — Ríkisstjórnin á Kýpur hélt því fram
í dag, að tyrfcnesk herflugvél hefði framið lofthelgisbrot í
25 mínútur snemma í dag. Hafði flugvélin flogið frá norðri
til suðurs yfir eynni og m.a. flogið yfir Nicosiu. Forseti
tyrkneska herráðsins, Cemal Tural, lýsti því yfir í dag
að tyrkneskur her yrði settur á.land á Kýpur.
Ian MacLeod sem er fjármála-
ráðherra í skuggaráðuneyti
stjórnarandstöðunnar sagði að*
Mesti Gin- og
klaufaveikifar-
aldur aldarinnar
OSWESTRY, ENGLANDI 21/11
— Gin og klaufaveikin sem nú
herjar á Bretlandi var í gær
sögð hins versta sem gengið hef-
ur í landinu á þessari öld.
Landbúnaðarráðuneytið brezka
hefur birt tölur sem sýna að
fram til þessa hefur 130.725 dýr-
um verið slátrað vegna veikinn-
ar.
Dýralæknar og aðstoðarfólk
vinna allan sólarhringinn að því
að rannsaka gripi í leit að fyrstu
ummerkjum pestarinnar.
Haugarnir af skrokkum voru
orðnir svo miklir að grípið var
til þess ráðs að sprauta yfir þá
benzíni. og bremna þá.
ríkisstjórnin hefði kastað milj-
ónum punda á glæ vegna vit-
lausrar fjármálastefnu og sagði.
að Wilson forsætisráðherra hefði
nú ekki aðeins lækkað gengi
pundsins en einnig ,sinna eigin
loforða og bæri honum að segja
af sér hið bráðasta.
MacLeod hélt því fram að rík-
isstjórnin hefði eytt miljarði
punda í það að styðja gengi
pundains á því tímabili að á-
kveðið var að lækka það íyrir
tveim vikum og þar til í gær.
Anthony Crossland iðnaðar-
málaráðherra yarði aðgerðir rík-
isstjórnarinnar og taldi þær
mundu mjög bráðlega leiða það
í ljós að iðnframleiðslan stóryk-
ist í landinu og verzlunarjöfn-
uður yrði hagstæðari í ár en
verið hefur árum saman
1 dag var gengi nýsjálenzka
pundsins lækkað um tæp tutt-
ugu prósent og er nú jafnt
gengi ástrals'ka dollarans.
í París er sagt að de Gaulle
sé staðráðinn í því að leggja til
nýrnar atlögu við Bandaríkja-
dollar bráðlega.
Hcrshöfðinginn neitaði að
svara því, hvenær þetta ætti að
gerast. Þrátt fyrir þessi ummæli
herslhöfðirtgjans telja fréttamenn
í Ankara, að enn hafi ekki verið
teknar endanlegar ákvarðanir.
í Ankara er alimenn talið að
hægt verði að komast hjá því að
lenda í stríði við Griikki, ef ó-
standið á Kýpur helzt nokkurn
TCginn óbreytt enn um bríð.
1 Ankara er almennt talið að
heimildum að ríkisstjórn Grikk-
lands óttist að Tyrkir hafi
kannski ákveðjð að beitS valdi.
Hinn nýi gríski utanríkisráð-
herra Pipinelis átti í dag við-
ræður við sendiherra Bandaríkj-
anna Philip Talbot og gaf síðan
Konstantín kóngi skýrslu um á-
standið.
Orðrómur koms<t á loft í
herráðs-
Kýpur
Aiþenu í dag að herútkall væri
yfirvofandi.
Tyrkland jók í dag útgjöld sín
til hermála um 175 miljónir líra
og það var ekki gefin nokkur
skýring á þessari viðbót við fyrri
fjárhagsáætlanir til hersins.
Viðbúnaður. á Kýpuir
Ríkisstjórnin á Kýpur býr sig
undir það að kalla grískættaða
varahermenn í herinn vegna yf-
irvofandi hættuástands.
Fulltrúi gríska herforingjaráðs-
ins er kominn til Nicosia til að
útnefna nýjan yfirmann hersins
á Kýpur, sem á að taka við af
George Grivas, sem kallaður var
til Aþenu fyrir þrem dögum.
Orustan síðastliðna þrjá daga
er einhver hin blóðugasta sem
Bandaríkjamenn hafa lent ílengi.
Talsmaður bandaríska hersins
skýrði frá þvi &ð síðan hemað-
araðgerðir þeirra hófust þarna í
miðhálendi S-Vietnam skammt
frá landamærum Kambodja fyrir
þrem vikum hafi 1183 Vietnamar
látið lífið, en 240 Bandaríkja-
menn og 798 Bandaríkjamenn
hafa særzt.
Stjórn V-Bengal
vikið frá
KALKUTTA 21/11 — Fylkis-
stjórinn í Vestur-Bengal kallaði
sambandsherinn í Kalkútta í dag
eftir að hann hafði vikið sjórn-
inni frá völdum.
Fylkisstjórinn sagði að stjóm-
in, sem er samsteypustjóm
vinstri flokka, væri undir stjóm
kommúnista og hefði gert ráð-
stafanir til að fá fulltingi Kín-
verja til að tryggja sér völdin
f fyikinu.