Þjóðviljinn - 22.11.1967, Side 8

Þjóðviljinn - 22.11.1967, Side 8
* SIÐA — ÞJÓÐVIUINN — Miðvikudiagur 22. nóvesm.ber 1967. WINSTON GRAHAM: MARNIE 55 — Ætlið þér að telja mér trú um að þér vitið ekkert urn söluna á hlutabréfum Marks í Rutland & Co.? — Hefur Mark selt hlutabréf- m sín í Rutland & Co ? Hvaða vitleysa er þetta. Það myndi hon- um aldrei detta £ hug. — Já, en hann hefur nú gert það samt — eða er að þvi kom- inn að gera það. Hann sagði okkur það á stjómarfundinum í morgun. Hann og Rex hafa selt öll hlutabréfin sín Glastonbury Investment Trust. Ég góndi á hann. — Ég hélt einmitt að þér vilduð að Rex seldi Glastonbury. Hann hló reiðilega. — Jæja, svo að þér hélduð það. Nei, sann- leikurinn er sá, að þér hafið gert okkur andstyggilegán grikk- Þjónninn kom með teið og ég hellti í bollann hans. Svo sagði HARÐVIÐAR ÚTIHURÐIR TRÉSMIÐJA Þ. SKÚLASONAR Nýbýlavegi 6 Kópavogi sími 4 01 75 Hárgreiðslan Hárgreiðslu og' snyrtistols Steinu og Dódó Laugav 18. III. hæð flyfta Sími 24-6-16 PERMA Hárgreiðslu- og snyrtistota Garðsenda 21. SIMl 33-968 hann: — Þér lásuð einu sinni bréf sem pábbi átti að fá. Hann sagði mér frá þvi. Og þér hafið auðvitað sagt Mark hvað stóð í þeim bréfum, er ekki svo? — Ég skil ekki af hverju þér eruð svona reiður. Það voruð reyndar þér sjálfur og faðir yð,- ar, sem vöktuð áhuga Malcolms Leicester á þessum hlutabréfum, 'ferry. — Veit ég vel- Við vissum nefnilega að Newtbn-Smith- mæðgin myndu ekki vilja selja okkur. En við hugsuðum sem svo að ef til vill væri hægt að fá þau til að selja óviðkomandi aðilai og það væri sérlega þægi- legt fyrir okkur, að þessi mikla hlutabréfaeign færi úr höndum Newton-Smith-mæðginanna yfir til Glastonbury, þvi Glastonbury fengi á þann hátt rétt til að fá menn í stjómina og þá myndum við og hann til samans hafa fleiri atkvæði en Rutland-hóp- urinn og fá þannig sanngjamari aðstöðu til áhrifa en nú er. Eftir athafnir míngr vikuna á undan, var næstum eins og þetta kæmi mér ekki við. Mér fannst það svo ofurfjarlægt, jafnfjar- lægt og það stæði í sambandi við Mollie Jeffries eða einhvern hipna en alls ekki mig. Mér fannst eins og ég væri þegar komin langt burt frá öllu þessu. — Og hvað er þá athugavert við það þótt Mark selji öll hluta- bréfin sín — þótt ég trúi því alls ekki að hann ætli sér það. — Hann ætlar að gera það, og það táknar að Glastonbury verð- ur ekki neinn minnihftitii heldur eignast svo mikið magn af bréf- um að þeir verða því sem næst eigendur, en faðir minn og ég verðum ekki annað en núll og nix. Teið mitt var orðið of sætt og ég hellti vatni í það. — Já, en var það ekki eitthvað svipað sem þið feðgarnir reynduð að gera gagnvart Mark? Terry lagfærði slifsið sitt og var í sýnilegu uppnámi. — Jæja, þér eruð þá á hans bandi, vina mín. Það var aðeins það sem ég vildi vita. — Ég er hreint ekki á bandi neins. Þetta kemur mér ekki við. Þetta eru peningar Marks og hann hlýtur að mega gera við þá það sem honum sýnist. En af hverju eruð þér að segja mér allt þetta? — Ætli þér getið nú ekki haft töluverð áhrif á Mark? Ég góndi á hann. — I svona málum? Alls engin. — Ég er alls ekki viss um það, Nú stendur þannig á að Glasion- bury Investment Trust hefur gert tilboð um kaup á hlutabréfum £ Rutland & Co. fyrir gengið sjö- tíu og tvö. Mark tilkynnti okkur það í dag. Það er bréf í prent- un, sem senda á til allra hlut- hafa utan fjölskyldunnar, þar sem mælt er með því að taka boði Glastonburys. Það bréf verður sent út á mánydag — svo að enn er tími til að draga það til baka, kæra vinkona. Hugur minn var reyndar langt burtu. Ég gat með engu móti fengið áhuga á málinu, Um hvað var hann eiginlega að tala? — Haldið þér í raun og veru að ég gæti stöðvað fyrirætlanir Mark? Þér eruð ekki með réttu ráði. Og hvers vegna ætti ég að reyna það? Terry svaraði ekki, heldur hallaði sér aftur á bak í stóln- um og horfði á eftir ungri stúUeu, sem var á leið út úr veitinga- stofunni. Hann byrjaði að horfa á fæturna og renndi augunum upp á við með hægð- Á eftir hélt hann áfram að tala á einhvem undarlega loðinn og undarlegan hátt. Mér fannst einhvem veginn serri hann væri að reyna að tengja mig við allt þetta mál; en ég skildi ekki al- mennilega hvemig það mátti verða, þvi að ég hlustaði tæpast é hann. Enda stóð mér á sama. Ég hafði hvorki áhuga á vanda- málum Terrys né Marks. Fyrir- tækið Rutland & Co. skipti mig ekki meira máli en þvottareikn- ingurinn frá f fyrri viku. Ef til vill hefði ég átt að höggva eftir þvi, að hann skyldi yfirleitt snúa hér til mín. Ég hefði átt að skilja, að hann eygði einhverja björgunarleið í mér. En ég áttaði mig ekki á því. Ég minntist ekki á þetta við Mark, hvorki þetta kvöld né hið næsta. Ég var niðursokkin í mínar eigin hugsanir og á þriðju- daginn reið ég Forio yfir til Newton-Smith mæðginanna, því að við Mark áttum að fara með þeim á veiðar á miðvikudaginn. Þetta var hræðileg ferð, því að ég vissi að þetta var í síðasta skipti sem ég gat verið ein með Forio. Á miðvikudaginn yrði krökkt af fólki kringum okkur, og það var allt annað. Þegar til kom þá fann ég, að ég myndi sakna ýmislegs. Það var Richards fjölskyldan og blindu mennirnir. Þennan stutta tíma sem ég hafði þekkt þetta fólk hafði ég tengzt því inni- legri vjnáttuböndum en ég hafði áður þekkt. Og það hafði sxna kosti að vera húsmóðir í eigin húsi og svona líka indælu húsi. — Mark var fjörugur og ræð- inn við morgunverðarborðið. Við áttum að aka yfir til Newton- Smith mæðginanna og veiðamar áttu að hefjast klukkan tíu. Þeg- ar ég sá Mark í þessu skapi, varð mér fyrst Ijóst hversu fá- skiptinn og niðurdreginn hann hafði verið undanfamar vikur. Og þetta var síðasti morgunverð- urinn sem ég myndi nokkurn tíma borða með honum. Annað kvöld myndi ég gera mér er- indi inn í svefnherbergið til hans, meðan hann var ið hátta, og svo myndi ég skipta um lykla þegar hann sæi ekki til og ...... Ég spurði Mark: — Er þao rétt að þú sért búinn að selja hlutabréfin þín í Rutland & Co., Mark? Hann leit upp og brosti: — Já, það er ekki fjarri sanni. Við höfum fengið tilboð frá náung- um sem viljá kaupa og við ráð- leggjum öllum hluthöfum okkar að taka því boði. — Já, erf hvers vegna? Það hefði ég' ekki haldið að þú gæt- ir hugsað þér. — Ég gat það ekki heldur fyr- ir nokkrum mánuðum. En síðan hefur mér orðið Ijóst, að það er sama hve lengi ég vinn hjá Rut- land & Co. og hvað ég geri, ég losna aldrei við þá erfiðleika sem eitruðu tilveruna fyrir föður mínum. Og svo hugsaði ég með mér að í rauninni skipti nafn engu máli. Það má fjúka. — Og hvað ætlar þú þá að gera — á eftir? — Sennilega gerist ég meðeig- andi í öðru fyrirtæki. Ég hef á- huga á fleiri en einni prent- smiðju; það eru menn sem reka eigin útgáfustarfsemi, og það gæti verið skemmtilegt. Ég hef alltaf ætlað að segja þér þetta, en ég vildi bíða þangað til það var klappað og klárt- — Og hinir — hvað gera þeir? — Rex? Hann dregur sig í hlé eins og ég. En hann er annars stórrikur þar fyrir utan. Og Holbrookfeðgarnir? Ef þeir verða kyrrir, þá geta þeir sjálf- sagt haldið sætum sínum í stjóminni. — Eru þeir óánægðir með þetta? — Já, það eru þeir. En ég get ekki séð að þeir hafi ástæðú til að kvarta; það voru þeir sem vöktu áhuga- Malcolm Leicesters á málinu. En Rex hefur annars séð um þetta síðasta. — Hann er slyngari en hann Iítur út fyrir að vera- — Að undanteknum fyrstu tveim fundunum við Leicester hef ég unnið fyrir opnum tjöld- um. Tilboðið er nú lagt fyrir hluthafanai á fullkomlega lögleg- an hátt. Hann reis á fætur. — En nú verðum við að fara að flýta okkur .... Ég hef verið á báðum áttum lengi vel, en nú er ég loks búinn að taka ákvörð- un, og það er eins og ég sé kominn úr skyrtu sem mig klæj- aði undan. Það hefur verið býsna óskemmtilegt að standa í þessu mánuð eftir mánuð. En ég er nokkurn veginn viss um að þetta verður þægilegra fyrir Holbrook- feðgana, þegar þeir eru búnir að kyngja þessum fyrsta beizka bita. Afbrýðisemi er andstyggileg — og hún er jafnólþægileg fyrir báða aðila- Ég reis á fætur með hægð og þá sagði Mark: — Marnie, ég vona að þú leyfir mér bráðum að snúa mér _til Strutts og hinna fyrirtækjanna tveggja. Ég vil helzt fara til þeirra í eigin per- sónu — og alein. Ég held að ég geti komizt að samkomulági við þá. — Hvernig þá? " — Ég ætla að reyna dálítið, sem Westerman gat ekki stungið upp á, af þvi að það er ólög- legt. En ég, hef hugsað mér að segja við þessa menn, að ég sé fús til að endurgreiða stolnu peningana með því skilyrði að þeir falli frá allri málssókn. Ég hristi höfuðið. Það er ekki víst að þú komist langt með það, því að þeir eru sjálfsagt tryggð- ir- — Ef til vill — og ef til vill ekki. Það eru ekki allir jafn- forsjálir. Og það er að minnsta kosti tilvinnandi að reyna. Sólin var að brjótast gegnum þpkuna þegar við ókum að heim- an. Rétt áður en við komum á leiðarenda spurði hann: — Hvemig vissirðu þetta með hlutabréfin í Rutland & Co.? — Dawn sagði mér það. — Dawn veit ekkert um það- Starfsfólkið hefur ekki hugmynd um þetta. Ég þagði. Og þá sagði hann: — Þegar þú lýgur svona gróft og heimsku- lega að mér, þá missi ég alveg móðinn aftur. Er það Terry sem hefur sagt þér þetta? — Já. — Þú heldur t>á áfram að um- gangast hann? — Nei- En hann hringdi og sagðist þurfa að tala við mig. Við drukkum saman te íyveit- i ingastofu í St. Albans. I FÍFA auglýsir \ \ Verzlunin FÍFA Laugavegi 99. (inngangur frá Snorrabraut)< I Þar sem verzlunin haettir verða allar vör- ur seldar með 10% — 50% afslætti GOLDILOrK!^ |iun-deaiier pottasvairpur sem getur ekkl ryðgað SKOTTA — Sötraðu ekki svona æðislega, Donni, það gerir roig tauga- óstyrka — einmitt þegar ég þarf á sálarjafnvægi að halda . . . Binangrunargler Húseigendur — Byggingameistarar. Útvegum tvöfalt einangrunargler með miög stetb um fyrirvara. Sjáum um ísetningu og allskomar breytingar 6 »luggum. Útvegum tvöfalt gler í lausafög os sjá- um um máltöfeu. Gerum við sprungur 1 steyptum veggjum með baulreyndu gúmmíefni Gerið svo vel og leitið tilboða. SÍMI 5 11 39. NYKOMIÐ Peysur, úlpur og terylenebuxur. O. L. Laugavegi 71 Simi 20141. BlLLINN Gerið við bíla ykkar sjólf Við sköpum aðstöðuna. — Bílaleiga. BlLAÞJÓNUSTAN Auðbrekku 53. Kópavógi — Sími 40145. Lótið stilla bílinn | Onnumst hjóla-, ijósa- og mótorstillingu Skiptum um kerti. platínur. ljósasamlokur — Örugg þjónusta. BÍLASKOÐUN OG STILLING Skúlagötu 32, sími 13100 Hemlaviðgferðir • Rennun. bremsuskálar • Slípum bremsudælur. • Límurn á bremsuborða. Hemlastilling hf. Súðarvogi 14 — Sími 30135.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.