Þjóðviljinn - 29.11.1967, Qupperneq 2

Þjóðviljinn - 29.11.1967, Qupperneq 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN — Midvikudagur 29. nbvenúxr WGTU 4 Tveir Bandaríkjamenn bera vitni Hróarskeldu 24. nóvember. — Eg hélt fyrst, að Víetnaim- ar vseru huglausir og ónýtir í stríði. Eftir að hafa barizt við þá í rúmt ár hef ég skipt um skoðun. Ég eignaðist góðan vin í stjómarhemum. Við unnum saman, og ég átti þátt í, að hann var hækkaður í tign. Á kvöldin vorum við vanir að drekka okkur fulla. Einu sinni varð hann svo fullur að hann missti stjórn á tungu sinni og sagði mér álit sitt á þjóð minni og lét í ljós reiði sína yfir nær- veru bandaríska hersins. Seinna bauð hann mér heim til sín og kynnti mig fyrir fjöiskyldu sinni og vinum. Smám saman gat ég farið að líta á Víetnam með augum Víetnamanna sjálfra. Ekkert af þessu fólki hafði verið í neinum tengslum við Víetcong svo ég viti. — Ég var í Víetnam þegar Johnson háði kosningabaráttu sína 1964. Hann sagði þjóðinni ekki sannleikann. Meðan við vorum að undirbúa okkur und- ir að auka stórkostlega þátttöku okkar í stríðinu, sagði hann að bráðum yrði þetta allt búið og við gætum farið að flytja her- inn heim. Hann talaði um inn- rás Norður-Víetnama í S-Víet- nam, meðan við sendum her- deildir inn í Norður-Vfetnam. Hann talaði um brot á Genfar- sáttmálanum, en við höfðum brotið þann sáttmála frá upp- hafi. — Það tekur mig sárt. að standa í þessum sporum. Ég geri það ekki einungis af mann- úðarástæðum og vegna þess að við höfðum beitt víetnömsku þjóðina rangindum, heldur einn- ig vegna þess að mér blöskrar, hvemig mitt eigið ameríska þjóðfélag spillist og verður æ hemaðarsinnaðra. Það er Donald Duncan frá San Francisco, sem talar. Hann var atvinnuhermaður, og var einn af „ráðgjöfum“ Banda- ríkjanna í S-Víetnam áðirr en stríðið varð að striði, ef svo má segja (1960-1964). Hann kenndi ungum Bandaríkja- mönnum skæmhemað í skólan- um fyrir „U.S. Special Fcrces“ eða „Green Berets“ í Fort Bragg 1 Kalifomíu. Á sínum tíma var faann einn þeima, sem upplýstu McNamara, Maxwell Taylor o.fl. um ástandið í land- inu. Fyrir það fékk hann sér- stakt þakkar- og meðmælabréf frá yfirmanni sínum, og var beðinn að varðveita það í skjalasafni sínu sem vitnisburð um afrek sín og hæfni. Nú hef- ur það hafnað um sinn í skjala- safni Russell-dómstólsins, höf- undi sínum og fleirum trúlega til stórrar skapraunar. Upplýs- ingar Duncans og annarra fyrr- verandi hermanna í Vietnam eru með því athyglisverðasta og áreiðanlegasta, sem fram hefur komið við réttarhöldin, en frásagnir vitna eru auðvit- að ævinlega misjafnlega trú- verðugar, jafnt hér sem annars- staðar. Duncan var yfirheyrður í dag í nærri 4 klukkustundir, og verður yfirheyrður aftur á morgun. Hann sagði áhrif bandarisku leyniþjónustunnar (CIA) á „Special Forces“ geysimikil. „Við vorum vanir að tala um það í spaugi hver væri CTA- agent í bekknufm." Fyrstu „ráð- gjafamir" í Víetnam voru CIA menn með venjuleg vegabréf. því samkvæmt Genfarsamn- ingnum máttu Bandaríkin ekki hafa herstöðvar í S-Víetnam. CIA skipulagði morðsveitimar svonefndu, en starf þeirra var að ryðja úr vegi þeim einstak- lingum, sem unnu á móti Bandarfkjamönnum. Þetta var oft vandaverk og mátti ékki vinna hvemig sem var, því oft var um að ræða áhrifaríká menn og vinsælá, og fólkið í þorpunum hefði ekki tekið af- tökum þeirra með þögn og þol-' inmæði. Venjulega var viðkom- andi aðvaraður fyrst með korti með hvítu auga á svörtum grunni. (Merkið í Guatemalá er svört hönd). Því var haldið fram, að Víetcong notaði hlið- stæðar aðferðir. CIA átti líka hugmyndina að CIDG-sveitun- um, sem var komið á fót meðal fjallabúa. (CIDG = Civilian Independent Defense Groupsl. Þessi þjóðflokkur fékk nú i fyrsta sinn að drepa Víetnama að vild. Þeir skáru af hægra eyrað og fengu 1000 pjastra fyr- ir stykkið. Eyrun voru þrædd upp í myndarlegar kippur. Verkefni Special Forces er skæruhemaður eða gagnskæru- hemaður. Upphaflega átti að Bandaríkjamaðurinn Donald Duncan I vitnastúkunni. Við borðið fyrir framan hann situr franski Iðgtræðingurinn Mme- Gisole Ilali Frá Russel-réttar- höldunum. Eftir Rögnvald Hannesson senda þessar sveitir inn í Aust- ur-Evrópurfkin að baki víglín- unnar, ef til stríðs kæmi við Sovétríkin. Ætlað var. að fólk væri svo þjakað af kommún- ismanum, að það mundi taka þessum frelsurum tveim hönd- um. Sveitir úr „Special Forces“ eru í flestum löndum heims, jafnvel i V-Evrópu. Eina riki Rómönsku Ameríku, sem ekki hefur orðið nærveru þeirra að- <S> Fjáreigendur telja borgar- yfirvðld vanefna samninga Þjóðviljanum hefur borizt eftirfarandi samþykkt, sem gerð var á fundi í Fjáreigendafélagi Reykjavíkur nýlega: „Fjölmennur fundur i Fjár- eigendafélagi Rvikur, haldinn í Lindarbæ 8. nóvember 1967, mótmælir harðlega afstöðu borgaryfirvalda til fjáreigenda í Reykjavík. Það virðist vera mikið ósam- ræmi í aðgerðum borgaryfir- valda gagnvart fjáreigendum i Reykjavík. Með samningi, sem gerður var við Fjáreigendafélag Rvík- ur um land í Hólmsheiðá og undirskrifáður á skrifstofu borgarlögmanns 29. október 1966 og borgarlögmaður skrif- aði undir fyrir hönd borgarinn- ar, átti Reykjavíkurborg meöal annars að sjá um girðingu um landið að hluta, setja upp vatns- dæhi og leggja tíl fé tál franv- kvæmda á landinu. Fjáreig- endafélaginu var bannað að hefja nokkrar byggingafram- kvæmdir á landinu fyrr en það hefði verið girt. Ekkert af því, sem Reykjavikurborg lofáði í samningi þessum að fram- kvæma, hefur verið staðið við. Heyrzt hefur, að heiilbrigðisyf- irvöldin hafi eittihvað við leigu- samning þennan að athuga, en borgaryfirvöldum hefur þó ekki þótt taka því að tilkynna Fjár- eigendafélaginu, að þau óskuðu eftir að rifta samningnum. Aft- ur á móti hefur JErétzt, að Rvík- urborg hafi leigt Landsvirkjun þetta sama lamd, sem þirgða- geymslu. Samkvæmt samningi þessum skyldu fjáreigendur fá land þetta afhent hinn 1. júlí s.L, og höfðu flestir búið sig undir að flytja á hið nýja leiguland þann dag. HaCðu þeir undirbú- ið flutninginn bæði með fjár- framlögum og aðdrætti bygg- ingarefnis. Borgarráð biður lög- regluna um að framfylgja á- kvæðum reglugerðar um bú- fjárhald gegn f járeigendum mcð fyllstu hörku. Þeir eru kallaðir til yfirheyrslu, eða jafnvel sótt- ir á heimili sín af einkennis- klæddum lögregluþjónum. Þeim er hótað því að fé þeirra verði skorið ef þeir ekki fjarlægi það sjálfir innan örfárra daga. Og hvaða menn eru það, sem svona eru leiknir? Það eru ein- mitt þeir menn, sem Reykja- víkurborg hafði lofað að leigia land til sauðfjárhalds, en það loforð hefur, eins og að ofan greinir verið svikið með öllu. Eina ástæðan fyrir því, að menn þessir eru með fé sitt, þar sem þeir eru nú, er van- efnd Reykjavíkurþargarásamn- ingwnum." njótandi, er Mexíkó. í Dómin- iku voru þær til staðar löngu áður en innrásin var gerð. Kennslan í Fort Bragg ein- kennist af velþekktum, banda- riskum yfirdrepsskap. Sam- kvæmt frásögn Duncans, fyrr- verandi kennara í Fort Bragg, miðar hún að þvi að umskapa einstaklinginn, láta hann af- klæðast persónuleikanum, að- hyllast nýja lífsskoðun, leggja annan mælikvarða á verðmæti og fá hann til að gera hluti, sem áður voru gagnstæðir sið- ferðisvitund hans. (Þetta mun í daglegu tali nefnt heilaþvott- ur). Stöðugt er talað um að- ferðir óvinarins, kommúnistar pyndi með rafmagni, dýfi föng- um niður í vatn, einangri, setji blikkfötur yfir hausinn oglemji í, állan tímann látið skína 1 að svona eigi Green Berets að fara að. Nemandi, spurði einu sinni af hverju ekki væri sagt hreint út, að svona ætti hann að gera þegar til kæmi og fékk svarið: ,,Það getum við ekki sagt, það mundu allar mömmumar í Am- eríku ekki taka í mál.“ Svo var hlegið. Það er regla hjá Special Forces, að láta þann sem pynd- ir, vera af sama þjóðerni .>g fanginn. Þetta er gert til að valda ekki kynþáttahatri að ó- þörfu. Duncan lýsti pyndingu sem hann hafði séð. Fangmn var fótbrotinn og vildi ekki tala. Hermaður sparkaði í brotna fótinn bangað til bein- in stóðu út úr holdinu. Þá var tekin fram hnífur, og fanginn rispaður hér og þar. Fanginn talaði ekki. Að lokum hvarf hnifsblaðið hægt og sígandi inn í kviðinn, unz hann var sem negldur við jörðina. Síðan risti hermaðurinn upp kviðinn og reif út gallblöðruna. Síðast þegar Duncan vissi til, hafði hermaðurinn sett hana í plastpoka og hafði í bandi um hálsinn. Duncan var spurður um byss- una B16, sem Special Porces hafa að vopni, en kúlur hennar hafa svipuð áhrif og dún-dún kúlur. „Ég skaut einu sinni mann í brjóstið með M16. Það tættist í sundur og maðurinn bókstaflega datt í tvennt.“ Duncan hefur skrifað bókina „The New Legions", og er nú blaðamaður hjá „Ramparts" í San Francisco. Þar hefur hann birt greinina ,,He Whole Thing was a Lie.“ A undan Duncan var yfir- heyrður David Tuck, negri frá Chevellancl, sem barðist í Ví- etnam frá janúar 1966 til fe- brúar 1967. Hann sá eiinu sdnni vietnömskum fanga hent út úr þyrilvængju fyrir að hafa hleg- ið yfir líkum bandarískra her- manna. Annars eru ekki teknir fangar ef um óbreytta hermenn er að ræða segir Tuck. Þeír sem liggja eftir óvígfærir eru skotnir. Einu sinni sá hann bandarískan hermann háls- höggva einn Víetcong með byssusting sínum. Bandarískir hermenn skera oft eyrun af föllnum víetnömskum hermönn- um, og sá sem kemst upp í flest eyru er í hávegum hafður og nýtur forréttinda. Ekki vissi hann, hvort víetnömsk eyru væru flutt heim sem minja- gripir, en lesendur mínir munu margir minnast athyglisverðrar greinar frá Bandaríkjunum eft- ir Styrmi Gunnarsson, blaða- mann hjá Morgunblaðinu, sem fékk að sjá slíkan grip þar vestra. Tuck lýsti flóttamannabúðum í S-Víetnam. Þær eru girtar af með gaddavír, svaeðið umhverf- is er troðið í svað og óræktan- legt. Fólkið verður að betla mat frá Bandaríkjamönnum, og hirðir matarleifar af öskuhaug- unum þeirra. Margar konur gerast mellur til að vinna fyrir sér. Hann sagði frá „the mad mi,nute“. „Eíf skotið er á okkur í þorpi, megum við skjóta á móti með öllu sem við höfum, jafnvel mota skriðdrekann eftir vild, í edna míniútu“. „Mest era það þó konur og böm, sem við drepum.“ Tudk sá einu sinni fanga settan í gaddavírsbúr. Fanginn var btmdinn á hönd- um og fótum, og ef hahn röýrtdi' að hagræða sér, stungust gadd- amir í hann. Þama var hann hafður í tvo daga. — „Einu sinni var mér skip- að að skjóta konu, seim reyindi að forða sér. Ég þorði ekki annað en hlýða, þvi annars hefðu félagar mínir drepið mig. Þið yrðuð hissa, ef þið vissuð hvað Bandaríkjamenn drepa’ sjálfir mikið af sínum edgin mönnum. — Algeng refsing er að setja mann fremstan í á- hlaupi, þvi sá fremsti er helzt drepinn. — í fótgönguliðinu eru langflestir negrar, og svo koma Puerto Rikanar og Hillbillies. Það eru fáir hvítir úr millistétt þvi hvíta mililistéttin yrði ekki jafn hrifin af að styðja stríðs- stefnu Johnsons, ef hún yrði fyrir verulegri blóðtöku." Eftir yfirheyrsluna settist Tuck í áheyrendastúku — við hliðina á forseta hæstaréttar Norður-Víetnam. Hróarskeldu 24. nóv. Rögnvaldur Hannesson. i

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.