Þjóðviljinn - 07.12.1967, Side 3

Þjóðviljinn - 07.12.1967, Side 3
Fimmtudagur 7. dsssmber 1G67 — ÞJÖÐVILJINN — SÍÐA J Óeirðir í bandarískum borgum vegna métmæla gegn stríðinu NEW YORK 6/12 — Óeirðir urðu í dag í tveimur banda- xískum borgum, New York og Philadelphia, þegar lög- regla réðst gegn fólki sem safnazt hafði saman á götum úti til að mótmæla stríðinu í Vietnam. Nokkur hundruð andstæðingar stríðsins reyndu að ryðjast inn í Waldorf-Astoria gistihúsið í New York þar sem til stóð að Dean Kusk utanríkisráðherra héldi ræðu í hádegisverðarboði. Lög- reglan beitti kylfum sínum og rak mannfjöldann á flótta. Þetta var þriðji áreksturinn milli lögreglumanna og andstæð- inga Vietnamstríðsins í New York í dag. Fyrr um daginn höfðu þeir síðamefndu reynt að brjótast inn í ráðhús borgarinn- ar og þeir reyndu einnig að grýta stærstu herskráningarstofuna í New York. Þar hrópuðu þeir „Náið í drengina heim“, og „Frið nú“ og sóttu að skráningarstof- DAGFINNUR DÝRALÆKNIR Læknirinn sem talaöi öll heimsins dýramál eftir HIIGH LOFTING í þýðingu Andrésar Kristjánssonar, ritstjóra unni úr þrem áttum. Lögreglan lokaði götunum sem liggja að henni. „Farið ekki þangað. Þið verðið drepnir1' var hrópað að mönnum sem komu til að láta skrá sig til herþjónustu. Þarna urðu miklar sviptingar, a.m.k. 25 menn voru handteknir, og röð og reglu var ekki komið á aftur fyrr en riddaralið lög- reglunnar hafði verið kvatt á vettvang. Sams konar aðgerðir gegn skráningu nýliða í herinn MADRID 6/12 — Stúdentar i Madrid efndu í dag, þriðja dag- inn í röð, til mótmæla gegn Francostjóminni. Þeir hlóðu bál- köst úr dagbllöðum á háskólalóð- inni og kveiktu í en sungu sam- tímis níðvísur um Franco og eig- inkonu hans. Dagblaðabrennan var haldin til að mótmæla skrifum blaðanna um mótmaelaaðgerðir stúdenta að undanfömu. Fjölmennt lög- munu verða víða um Bandaríkin í eina viku- I Philadelphia voru 74 menn a.m.k. handteknir þegar fjöldi manna settist á gangstéttina við skráningarstofu þar til að hindra að nýliðar kæmust til að láta sl..á sig i herinn. I gær höfðu um 2-500 manns tekið þátt í sams konar aðgerð á sarna stað og þá vom 264 menn handteknir. Meðal þeirra vom þrír heims- kunnir menn, bamalæknirinn Benjamin Spock, skáldið Ailen Ginsberg og Conor Cmise O’Brien, írski diplómatinn sem á sínum tíma var fulltrúi SÞ í Kongó en er nú prófessor við há- skólann í Philadelphia. reglulið var í næsta nágrenni við háskólann, en skipti sér ekki af því sem fram fór. Þrír stúdentar verða nú leiddir fyrir rétt í Mad- rid fyrir þátttöku þeirra í átök- um sem á fimmtudaginn urðu milli háskólastúdenta og lög- reglunnar. Eftir þau átök var háskólanum lokað það sem eft- ir var vikunnar, en óeirðir hóf- ust aftur þegar hann var opn- aður á mánudaginn. Ný hjartagræðsia misheppnaðist NEW York 6/12 — Læknar við sjúkrahús í New York reyndu í dag að græða hjarta í nýfætt sveinbaro sem var ekki hugað líf vegna hjartagalla. Hjartað var tekið úr öðru nýfæddu barni sem fæðzt hafði með vanskap- aðan heila. Hjartað var tekið úr því um leið og það lézt og grætt í hitt. Aðgerðin virtist hafa tekizt vel, en sveinbarnið dó skömmu eftir hana. Enn er ekki vitað um dánarorsökina, en víst þykir þó að hún hafi ekki verið sú að líkami bamsins hafi ekki sætt sig við aðkomuhjartað. Tollfrjáls fisk- innflutningur BRUSSEL 6'12 — Framkvæmda- nefnd EBE í Brussel hefur heim- ilað Itahu að flytja inn tollfrjálst frá löndum utan bandalagsins 34.000 lestir af söltuðum þorski og skreið á nsesta ári. Það kann að vera að þessi innflutnings- kvóti verði aukinn. „Pillan" er talin valda gulusótt STOKKHÓLMI 6/12 — Enginn vafi getur leikið á því lengur að getnaðarvamalyf sem tekin eru inn geta valdið bæði gulu og sjúklegum breytingum á lifr- inni, segir ritari þeirrar sænsku nefndar sem kannar aukaáhrif af lyfjum, dósent Weterhold. Madrid-stúdentar efna enn til mótmæla gegn Franco ItÓKAITOVFAX ’ ÖIFV OG ÖRLYGliR mm VOAARSTRÆTI 12 SÍMI 18660 Stytta ætti leið í stúd- entsprófið um eitt ár segir Gylfi Þ. Gíslason menntamálaráðherra Nokkrar umræður urðu á fundi sameinaðs þings í gær um skólamál, og svaraði Gylfi Þ. Gíslason menntamálaráð- herra fyrirspurnum frá Matthí- asi Á. Mathiesen um skólarann- sóknir. Lagði Gylfi áherzlu á að skólalöggjöfin frá 1946 væri fyrst og fremst rammalöggjöf hvað varðar skólaskyldustigin, og væri hægt að koma við breytingum á flestu því sem löggjöfinni væri fundið til foráttu án þess að þyrfti að breyta lögum. Hefðu breytingar á skólakerfinu ekki strandað á fræðslulogunum frá 1946 Löggjöfin um framhaldsmennt- un og sérskóla hefði hins veg- ar verið í endurskoðun og væri það að nokkru leyti enn, lög hefðu verið sett nýlega um ein- staka þætti hennar og yrði hald- ið áfram að huga að löggjöfinni um menntaskóla og fleiri atriði. ★ Stúdentar einu ári yngri Meðal þeirra atriða sem ráð- herrann taldi að breyta þyrfti væri of hár stúdentsaldur. Teldi hann að stúdentar ættu að vera einu ári yngri en nú er algeng- ast, og í athugun væri hvar helzt sé hægt að stytta leiðina um eitt ár, þó yrði það sjálfsagt á skyldunámsstiginu. Þá skýrði ráðherrann allýtar- lega frá skólarannsóknadeildinni sem komið hefur verið upp við menntamálaráðuneytið og Andri Isaksson veitir forstöðu, og helztu athugunum og tilraunum sem þar er unnið að. Einnig töluðu Vilhjálmur Hjálmarsson, Ingvar Gíslason og Bjami Guðbjömsson auk fyrir- spyrjanda. — Taldi Vilhjálmur mikið vanta á að nemendur ættu alstaðar kost á skólavist til að ljúka skyldunámi sínu, til þess vantaði skólahúsnæði, og átta ára skólaskyldan væri ekki framkvæmd. Gylfi skýrði frá að enn væru fámennir dreifbýlis- hreppar sem ekki hefðu afl til að framkvæma átta ára skóla- skylduna og hefðu því enn und- anþágu, en að sjálfsögðu bæri að stefna að því að öll böm og ungmenni ættu kost átta ára skólagöngu. • SKUGGSJA • SKUGGSJA • SKUGGSJA • SKUGGSJA • SKUGGSJA • SKUGGSJA • SKUGGSJA • FRÓÐLEIKSÞÆTTIR 06 SÖGUBROT flyfur fjölbreyttasta ritgerðasafn íslenzks höfundar að efni til. Þar. er persónusaga tekin til meðferðar, réttar- og tónlistar- saga, grundvöllur íslenzkrar hagsögu er treyetur til muna, leystar gátur Valþjófs- staðahurðarinnar, Iesið í eyður fornra handrita, galdrablað dregið í dagsljósið og brú skotið yfir veraldarhafið á stólp- um erlendra menningarleyfa, sem hér finnast. SKUGESJA FRÓÐLEIKSÞÆTTIR 06 SÖ6UBR0T mun verða talin ein merkasta bókin, er út kemur á þessu ári. — Bókamenn og aðrir, sem unna góðum og fögrum bók- um, œttu því að tryggja sér eintak af bókinni á meðan hún enn er fáanleg. FRÓÐLEIKSÞÆTTIR OG SÖGUBROT er sönnunargagn þess, að hér er vel unnið að íslenzkri sagnfrœði, þótt að- stœður séu erfiðari en skyldi og margt saskist seint. — Á síðari hluta 20. aldar hefur enginn lagt meira að mörkum til rannsóknar íslenzkri sögu en Magnus Már Lárusson. FRÓÐLEI KSÞÆTTI R OG SÖGUBROT eftir Magnús Má Lárusson prófessor Magnús Már Lárusson er manna fróðastur um lög forn og ný, hagfrceÖingur góður og guðfrœðingur og laginn að nota tœkni nútímans. AIIs staðar er hann skyggn rýnandi heimilda og dregur lœrdóma af mikilli yfirsýn. SKUGGSJÁ • SKUGGSJA • SKUGGSJA • SKUGGSJA • SKUGGSJA • SKUGGSJA • SKUGGSJA • Samstarf og sundrung Aksel Larsen formaður og Jens Otto Krag forsætisráðherra. Horfur em nú á því að gengislækkun dönsku krón- unnar, eða öllu heldur ráð- stafanir þær sem talið var nauðsynlegt að gera vegna j hennar, muni verða minni- j hlutastjórn sósíaldemókrata að ■ falli og myndu þá nýjar þing- kosningar verða í Ðanmörku j strax upp úr áramótunum. ! Danir urðu fyrstir allra til að fara að fordæmi Breta og fella gengið, að vísu aðeins um rúman helming af geng- j islækkun sterlingspundsins. Danir em flestum öðmm ■ þjóðum háðari sölu afurða : sinna á brezikum markaði og það var því varla umtalsverð- • ur ágreiningur milli stjórn- ■ málaflokkanna um gengis- lækkunina sjálfa. Þingmenn j Sósíalistfska alþýðuflokksins j (SF) sem stutt hafa ríkis- stjórn Krags síðan verkilýðs- flokkamir tveir fengu nauman ; meirihluta á þingi í kosning- ■ unum fyrir rétt rúmu ári (89 ; af 175) greiddu atkvæði með j frumvarpi stjórnarinnar um ! gengislækkunina. Ríkisstjóm- in boðaði strax að hún myndi bera fram tillögur um „hlið- ; arráðstafanir" vegna gengis- lækkunarinnar, annars vegar til að bæta landbúnaðinum það tjón sem hann myndi verða fyrir vegna þess að j danska krónan fylgdi ster- ! lingspundinu ekki alla leið, hins vegar til að koma í veg : fýrir að hækkun á verðlagi og : kaupgjaldi myndi vega upp á j móti áhrifum gengislækkunar- innar. Það var heldur ekki ■ umtalsverður ágreiningur milli ■ verklýðsflokkanna um það að : einhverjar slíkar ráðstafamr myndu vera nauðsynlegar. En I það kom hins vegar brátt f ljós að harla lítið samkomu- ■ lag var á milli flokkanna eða : öllu heldur innan SF um ! hvaða ráðstafanir bæri að ■ gera. Það eru þær deilur sem ■ válda því að stjórn Krags : riðar nú til falls. Tiillögur hennar voru í meg- inatriðum á þá leið, að ■ jafnframt því sem komið yrði j 1 veg fyrir alla hækkun á- : lagningar á vöruverð væri i skattþegnum öðmm en laun- : þegum gert að greiða sérstak- an gengislækfcunarskatt í eitt ■ skipti fyrir öll, en hlutur ■ launþega yrði sá að afsala sér j um tíma og eilífð öðrum af ! tveim skömmtum verðbólgu- uppbótar sem vitað var að beir myndu eiga rétt til frá áramótum. (Danskir launbegar ! fá uppbót vegna verðhækk- ana þegar vísitailan hefur hækkað um ákveðinn stiga- ; fjölda, en þá ekki sem pró- : sentu af grunnkaupi, heldur j fá allir jafnan skammt sem ! miðast við hækkun á algeng- ustu framfærsluliðum). Verð- ; bólga hefur verið í Danmörku j undanfarin misseri og mán- • uði og það þótti ljóst að laun- þegar myndu hafa átt kröfu á ■ tveimur verðbólguskömmtum : þótt engin gengislækkun hefði j orðið, enda áhrifa hennar tæpast farið að gæta enn að ; ráði. Stjórn SF sem nær ein- ■ vörðungu er skipuð mönnum j úr vinstri armi flokksins j lagðist eindregið gegn þessari ■ fyrirætlun ríkisstjórnarinnar, : bœði af því að hún gæti ekki talizt nauðsynleg gengislækk- unarinnar vegna, að hún myndi bitna harðast á þeim ilaunþegum sem mlnnstu hefðu úr að spila, og síðast en ekki sízt af þvi að kaupskerð- ingin átti að verða varanleg; tímabundnir erfiðleikar vegna gengislækkunarinnar skyldu notaðir til að hafa kaup af launbegum um aldur og ævi. En það kom á daginn sem oftar að undanfömu að tals- verður meirihluti þingflokks SF með formann flokksins, Aksel Larsen, í broddi fylk- ingar reyndist vera á annarri skoðun en yfirgnæfandi meiri- hluti flokksstjórnarinnar — eða hafa kannski öllu fremur aðra afstöðu til samstarfsins við sósíaldemókrata en vinstri menn. Larsen og félagar munu hafa viðurkennt að mótbárur vinstri manna væru réttmætar, en þá skiptir það höfuðmáli að stofna á engan hátt samstarfinu i voða; láta heldur undan kröfum — og af- arkostum — samstarfsmann- anna en eiga á hættu að þeir rifti því og taki aftur upp þá samvinnu við borgaraflokkana sem staðið hefur danskri verklýðshreyfingu fyrir þrif- um um áratugi. Sú stjórn vinstri manna sem kosin var á sfðasta flokksþingi er alger- lega sammála formanninum um nauðsynina á samstarfi við sósíaldemókrata, og gerir sér að sjálfsögðu Ijóst að slíkt samstarf tékst ekki án tilslak- ana af beggja hálfu, en vinstri menn telja að tilhliðran:r megi aldrei brjóta í bága við þá meginstefnu að þjóðfélag- inu sé þokað í átt til sósíal- isma samtímis því að staðinn sé vörður um stundarhags- muni verklýðsins. Látlausar samningaviðræður hafa staðið þar yfir und- anfarið, innan SF og milli SF og sósíaldemókrata. Nokkuð hefur áunnizt i þeim viðræð- um, en þó miklu minna en vinstri menn telja viðunandi. Krag lagði í gær fram á þinai fmmvarp sitt um „hliðarráð- stafanir". Hann hefur fallizt á þá einu kröfu vinstri manna að kaupskerðingin verði tíma- bundin (til tólf mánaða), en hafnað öllum öðrum kröfum þeirra (t.d. um niðurskurð víg- búnaðarkostnaðar. lögbind- ingu 40 stunda vinnuviku, fjögurra vikna orlof) sem áttu að gera kaupskerðinguna létt- bærari. Jafnframt hefur Krag hótað þvi að segja af sér og rjúfa þing ef frumvarpið verð- ur fellt. Hann gæti setið á- fram og það bykir vafasamt að hann myndi láta verða af hótun sinni: Sósíaldemókratar myndu tapa fylgi og það yrði bá bið á því að hann ætti afturkvæmt í forsætisráð- herrastólinn. Hótun hans um afsögn byggist á bví að hann telur að SF myndi standa enn verr að vígi ef kosningar færu fram nú. Með beirri hótun ætlar hann að knýja vinstri bingmenn SF til að sitja a.m.k. hjá við atkvæða- greiðsluna; bannig kynni frumvarpið að fá nauman meirihluta. Hvemig svo sem fer em taldar miklar líkur á að SF muni klofna á auka- þingi flokksins um aðra helgi og báðir armar hans virðast gera bæði ráð fyrir því og kosningum: Fulltrúar beggja hafa spurzt fyrir um það í innanríkisráðuneytinu hvorum myndi bera réttur til fram- boðs í nafni flokksins ef haon klofnar. ás.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.