Þjóðviljinn - 22.12.1967, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 22.12.1967, Blaðsíða 1
Föstudagur 22. desember 1967 — 32. árgangur — 291. tölublað. VarSstaða við sendiráð USA □ Æskulýðsfylkingrin, sambantl ungra sósíalista — efnir til mótmælastöðu við bandariska sendiráðið um jólin. Varð- staðan hefst kl. þrjú e.h. á aðfangadag og stendur óslit- ið fram til kl. þrjú á annan í jólum. Fylkingarfélagar og aðrir ung- ir andstæðingar þjóðarmorðs- ins í Vietnam — skráið ykk- ur á vaktir. □ Skráningarsími: 17513 klukk- an 4 til 11 í dag. SKRIFSTOFA ÆSKUIiÝÐSFYLKINGAR- INNAR — Tjarnargötu 20. I •>- AlþýSubandalagiS i borgarst'iórn: Gæta þarf fyllstu hagsýni og borgarrekstrinum Tillaga um aS vita þingmenn Reykjavikur sem greiddu at- kvœSi gegn auknum greiSslum rikissjóSs til Borgarspítalans □ Borgars'tjóm Reykjavíkur kom saman til fundar kl. 5 síðdegis í gær, fimmtudag. Aðaldagskrármálið var frumvarp að fjárhagsáætlun borgar- innar og borgarstofnana árið 1968. Var þetta síðari umræða, og stóð fram eftir öllu kvöldi, svo áð afgreiðslu fjárhagsáætlunarinnar var ekki lokið fyrr en í nótt. □ Eins og getið var í blaðinu í gær fluttu borgarfulltrúar Alþýðu- bandalagsins gagngerar breytingartillögur við fjárhagsáætlunarfrumvarp- ið, lögðu til að horfið yrði frá áformum um hækkun útsvara og samdrátt í framkvæmdum borgarinnar. □ Auk þeirra tillagna Alþýðubandalagsfulltrúa, sem kynntar voru hér í blaðinu í gær, fluttu þeir þrjár ályktunartillögur. Annað kvöld verður dreg- ið í Happdrætti Þjóðvilj ans um tvær fólksbifreiðir og þrjá smærri vinninga. Þessa daga sem eftir eru verður skrifstofa happdrættis- ins að Tjarnargötu 20, sími 17512, opin til klukkan sjö á kvöldin og afgreiðsla Þjóðvilj- ans' á Skólav&rðustíg 19 verð- . ur opin til klukkan 10.30 í kvöld og á morgun til mið- nættis. Sími eftir klukkan sex er 21560. Innheimtumenn happdrætt- isins hér í Reykjavík eru hvattir til að hraða störfum. Hafið samband við skrifstof- una til* þess að fá upp. hverj- ir enn eiga eftir að gera skil. k tJti um Iand eru menn ^ beðnir að snúa sér tíl næsta umboðsmanns happdrættisins. SJA skrá yfir umboðsmenn- ina á áttundu síðu í dag. Opið í kvöld til kl. 22,30, á morgun til kl. 24 Ríkisstyrkur til þarfrar framkvæmdar: Ein miljón kr. veitt til orlofsheimila B.S.R.B. Q Ein af tillöguim stjómarandstöðunnar sem náði fram að ganga við afgreiðslu fjárlaga var til- laga Karls Guðjónssonar um ríkisframlag til or- lofsheimilis BSRB. Var ein miljón tekin á fjárlög árið 1968 í þvi skyni. Við 3. umræðu fjárlaga iét Karl Guðjónsson þess getið að hann hefði við 2. umræðu fluit nokkrar tillögur en dregið þær til baka til þess að fjárveitinga- nefnd og önnur fjármálayfirvöld gætu tekið þær til athugunar. Kciðu þau gengið að verulegu le> ti tiil móts við þær tillögur þannig að í flestum tilfellum mætti sæmilega við una. Ein þessara tillagna var um 600 þús. kr. framlag til orlofs- heimila Bandalags starfsmanna ríkis og bæja. Rökstuddi Karl við 2. umræðu fjárlaganna þörf BSRB fyrir opiriberan stuðning við fyrirhuguð orlofshedmili sam- takanna, og kvaðst hafa haft í huga nokkurn veginn féiags- mannahlutföll þeirra samtaka og Alþýðusambandsins þegar hann hefði ákveðið að flytja tillögu um þessa upphæð, en þörf væri að sjálfsögðu fyrir hærra framlag. Magnús Jónsson fjármállaráð- herra tók allvel undir þessa til- lögu og taldi að ekki væri síð- ur ástæða fyrir ríkissjóð að styðja orlofsheimilamál starfs- manna ríkis og bæja en orlofs- heimili Alþýðusambandsins. Við 3. umræðu flutti svo fjár- Frarohald á 13. síðu. Aðalályktunartillagan fjallar um spamað og hagsýni í rekstri borgarinnar og borgarstofnana, undirbúning framkvæmda og eftir- lit. Tillagan er svohljóðandi: „Nú þegar borgarstjórnin afgreiðir fjárhagsáætlun sina fyr- ir árið 1968, leggur hún ríka áherzlu á, að í hvívetna sé gætt ítrasta sparnaðar og hagsýni í öllum rekstri borgarinnar og stofnana hennar og allra tiltækra ráða leitað til þess að draga úr ónauðsynlegum útgjöldum. Þá telur borgarstjórnin og miklu varða, að allar fram- kvæmdir borgarinnar og borgarstofuana séu sem bezt undir- búnar og þess gætt að koma við sem mestri hagsýni og hag- kvæmni, svo það fjármagn, sem til þeirra er varið, skili sem mestum árangri fyrir borgarfélagið. Borgarstjórnin felur borgarstjóra og borgarráði að fylgjast vel með í þessum efnum, bæði að þvi er tekur til reksturs og framkvæmda borgarsjóðs og allra stofnana borgarinnar, og leggja þunga áherzlu á þessi sjónarmið við alla þá, er með fjármál fara og framkvæmdum stjórna á vegum borgarinnar og áhrif geta haft í þessa átt“. Þrjár hverfisslökkvistöðvar Önnur ályktunartillaga Alþýðubandalagsins er um byggingu þriggja hverfisslökkvistöðva, svohljóðandi: „Borgarstjórnin samþykkir í samræmi við álitsgerð og til- lögur slökkviliðsstjóra frá nóv. s.l. að láta reisa 3 hverfis- slökkvistöðvar. Skal ein þeirra reist af borgarsjóði á næsta ári í austurhluta borgarinnar og staðsetning hennar ákveðin af borgarráði í samráði við slökkviliðsstjóra“. Tillaga um vítur á þingmenn Loks er ályktunartillaga, þar sem vítt er sú furðulega afstaða átta þingmanna Reykjavíkur fyrir nokkrum dögum, að greiða at- kvæði gegn tillögu á Alþingi um aukið framlag ríkissjóðs til borg- arsjúkrahússins í Fossvogi. Tillagan hljóðar svo: „Borgarstjórn Reykjavíkur lýsir yfir undrun simii og van- þóknun á þeirri afstöðu átta þingmanna Reykjavíkur að snú- ast gegn tillögu um 10 milj. kr_ hækkun á greiðslum ríkisins til Borgarsjúkrahússins á næsta ári, er hún kom til afgreiðslu á Alþingi 12. þ.m. Borgarstjórnin hlýtur þó alveg sérstaklega að harma og víta afstöðu þeirra Geirs Hallgrímssonar borgar- stjóra og Auðar Auðuns forseta borgarstjórnar, er bæði reynd- ust andvíg tillögunni, þrátt fyrir stórskuld ríkissjóðs við borg- arsjóð vegna sjúkrahússbyggingarinnar, og þótt þeim ætti að vera betur ljóst en öðrum, er á móti stóðu, hver áhrif skulda- söfnun ríkissjóðs við borgarsjóð hefur haft á fjárhag borgar- innar og framkvæmdahraða sjúkráhússbyggingarinnar." Branðog ostur hækka í verð! í gaer ákvað verðlags- nefnd eftirfarandi hámarks- verð á brauðum í smásölu með söluskatti: . Fransk- brauð og heilhveitibrauð 500 gr. kr 10,4o — var áð- ur kr. 9,40, — hækkunin nemur því 10,6%. Vínarbrauð kostuðu áður kr. 2,50 en kosta nú kr. 2,80, hækka þau um 12%. Tvíbökur hækka um 11,6%, úr kr. 43 kílóið í kr. 48. Séu- þessi brauð sundur- skorin eða bökuð með ann- arri þyngd en að framan greinir ber að verðleggja þau í hlutfalli við ofan- greint verð. Þó er leyfi- legt að selja sérbökuð 250 gr. franskbrauð á kr. 5,25, séu 50ft gr. brauð líka á boðstólum. Einnig var sam- þykkt að á þeim stöðum þar sem brauðgerðir væru ekki starfandi mætti bæta samanlögðum flutnings- kostnaði við þetta ákveðna hámarksverð. Ostar hækkuðu einnig í gær og var hækkunin um 2 prósent,. að sögn Sveins Tryggvasonar, framkvstj. Framleiðsluráðs landbún- aðarins. yflr Michsel X staðfestur LONDON 21/12 — Áfrýjunar- dómstóll í London vísaði í dag á bug áfrýjun í máli leiðtoga „svörtu múhammeðstrúaxmann- anna“ í Bretlandi, sem situr í fangelsi dæmdur fyrir að hafa hvatt til kynþáttaóeirða. Hann kallar sig Michael X, en var leiddur fyrir rétt undir sínu rétta nafni Michael Abdul Malik hinn 9. nóvember í borg- inni Reading. Hann ,var fundinn sekur um brot á lögunum um samskipti kynþátta í Bretlandi í ræðu sem hann hélt gegn hvítum mönnum í Reading í júlí síð- astliðnum. Alvarlegt um- ferðarslys í gær Rétt fyrir kl. 4 síðdegis í gær varð það slys í Borgartúni á móts við Klúbbinn, að ekið var á eldri mann með þeim afleið- ingum að hann særðist illa á höfði. Var hann fluttur á Land- spítalann, talinn alvarlega slas- aður. Óvæntar árásir ÞFF í aær { SAIGON 21/12 —■ N-Vietnamar og Þjóðfrelsishreyfingin í S-Viet- nam gerðu mjög óvæntar árás- ir á Bandarikjamenn í dag er þeir skutu á loft þremur loft- varnaeldflaugum gegn mjög há- fleygum B-52 háloftavirkjum og réðnst á nokkra flugvelli í S- Vietnam. Árásirnar komu mjög flatt upp á Bandaríkjamenn, sem segja að risaflugvélarnar hafi sloppið ó- skaddaðar, en Tass skýrði frá því í dag eftir n-vietnömskum heimildum að tvær B-52 flugvél- anna hefðu verið skotnar niður. ÞFF í S-Vietnam minntist sjö ára afmœlis samtakanna með fjölda árása í riágrenni Saigon í dag. Djarfasta árásin var gerð á flugvöll nærri Can Tho um 119 km. suðvestur af Saigon, er hún stærsta borg í óshólmum Me- Hermenn ÞFF eyðilögðu fjölda flugvéla með handsprengjum og öðru sprengiefni og sködduðu enn þá fleiri. rf \

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.