Þjóðviljinn - 22.12.1967, Blaðsíða 5
Föstudagur 22. desember 1967 — ÞJÖÐVILJINN — SlÐA |J
.jt .<*
' :■:• ■
Þrettándakvöld Shakespeares jólaleik-
rit Þjóðleikhússins
Þjóðleikhúsið frumsýnir á
annan í jólum leikritið Þrett-
ándakvöld eftir William Sháke-
speare, einn vinsaelasta gaman-
leik þessa fræga höfundar.
Þýðinguna gerði Helgi Hálfdán-
arson og er þetta fjórða Shake-
Baldvin Halldórsson
Andrés agahýr (Bessi Bjarnason) og herra Tobías búlki (Flosi Ólafsson) bragða á drykknnm.
speare-leikritið sem Þjóðleik-
húsið sýnir i þýðingu hans;
fyrri leikritin þrjú voru: Júlíus
Cæsar, Sem yður þóknast og
Jónsmessudraumur.
Leikstjóri . verður Benedikt
Árnason, en leikmyndir og
búningateikningar gerði Una
Collins. Ledfur Þórarinsson
hefur samið nýja tónlist við
leikinn og verður hún nú flutt
í fyrsta skipti.
I aðalhlutverkum eru Krist-
björg Kjeld (Víóla), Erlingur
Gíslason (Orsínó hertogi), Bessi
Fíflið Fjasti (Ævar R. Kvaran) og María, þerna Olivíu (Margrét Guðmundsdóttir).
Erlingur Gislason f hlutverkl
Orsínó hertoga.
Andrés agahýr, Malvolíó bryti (Rúrik Haraldsson) og Tobías búlki.
Rúrik Haraldsson í hlutverki Malvolíó bryta.
, Bjamason (Andrés agahýr),
Flosi Ölafsson (herra Tobías
búlki), Ævar Kvaran (Fjasti
fífl), Mai’grét Ölafsdóttir (Mar-
ía), Rúrik Haraldsson (Malvól-
íó) og Jónína Ölafsdóttir (Óliv-
ia). Þetta er fyrsta hlutverkið,
sem Jónína leikur í Þjóðleik-
húsinu, en hún er fyrir nokkru
komin til landsins eftir langt
leiklistarnám í Englandi. Áður
stundaði Jónína leiklistarnám
hjá Leikfélagi Reykjavíkur.
Þrettándakvöld var fyrsta
leikrit Wililiams Shakespeares,
sem sýnt var hér á landi, 23.
apríl 1926. Það var Leikfélag
Reykjavíkur, sem setti leikinn
á svið undir stjórn Indriða
Waage, en aðalhlutverkin vo:-u
þá leikin af þeim Friðfinni
Guðjónssyni, Ágústi Kvaran,
Brynjólfi Jóhannessyni, Soffíu
Guðlaugsdóttur og Indriða
Waage. Vakti þessi sýning
mikla athygli á sínum tíma.
Þá fór Valur Gíslason meðsitt
fyrsta hlutverk á leiksviði.
. Hér á síðunni eru birtar
nokkrar myndir, sem ljósmjmd-
ari Þjóðviiljans, Ari Kárason,
tók á æfingu Þrettándakvölds í
Þjóðleikhúsinu nú í vikumni.
yíitta (Kristbjörg Kjeld) og Ólivía (Jónína Olafsdóttir).
i