Þjóðviljinn - 22.12.1967, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 22.12.1967, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÚÐVILJINW — Fösbwiagur 22. deseoaber 1-965. Otgefandl: alþýöu Sósfalistaflokk- Ritstjórar: Auglýsingastj. Framkvstj.: Magnós Kjartansson, Sameiningarfloidrui urinn. Ivai H. Jónsson, (áb.j, Sigurðui Guðmundsson. Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson. Sigurðui T. Sigurðsson. Eiður Bergmann. Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsingar. prentsmiðja Skólavörðustig 19 Sími 17500 (5 linur) — Askriftarverð kr 105.00 á mánuði. — Lausasöluverð krónur 7.00. GengislækkunarbragBií Jjrennar gengislækkanir á áíta árum — það er vitnisburður sem núverandi ríkisstjórn og stjórnarflokkar gefa stjómarfari sínu; einkunn sem talar skýru máli. Ljóst er að það er verðbólgu- stjóm og óreiðustjórn sem þannig fer að. Geng- islækkunin 1960 og „viðreisnarstefnan“ áttu að verða bót allra meina í efnahagslífi þjóðarinnar. Hálfu öðru ári síðar, sumarið 1961, ruku stjórnar- flokkarnir samt í nýja gengislækkun, algerlega til- efnislausa. Ekki var farið dult með að sú gengis- lækkun var bein hefndarráðstöfun, framkvæmd af Gunnari Thoroddsen og kumpánum, vegna þess að verkalýðshreyfingin hafði með því að beita afli samtakanna rétt nokkuð hlut verkamanna gagn- vart dýrtíðarflóði „viðreisnarinnar“ svonefndu. í leiðinni var framið stjórnarskrárbrot þegar af- hent var með bráðabirgðalögum vald Alþingis til gengisskráningar, í orði kveðnu fengið Seðlabank- anuim, en í raun ríkisstjórninni sjálfri. gvo léttúðugt er að farið með jafnáhrifaríka á- kvörðun og gengislækkun, að hún er bein- lípis notuð. til að skófla hundruðum miljóna í ríkissjóð handa ríkisstjóminni að ráðska með. í umræðunum á Alþingi um ráðstöfun gengis- hagnaðar sjávarútvegsins mmnti Lúðvík Jósepsson á hversu mjög ráðherrarnir hafa beitt fyrir sig áróðrinum um erfiðleika sjávarútvegsins vegna aflabrests og verðfalls á útfluttum sjávarafurðum, kennt þeim erfiðleikum um allt sem miður fer í efnahagslífinu og afsakað hina stórfelldu gengis- lækkun með þörf útvegsins á hjálp. Lúðvík taldi tillögur ríkisstjórnarinnar um ráðstöfun gengis- hagnaðarins bera því ótvírætt vitni að hún teldi vanda sjávarútvegsins ekki eins mikinn og þegar afsaka þyrfti að lagðar væm byrðar á þjóðina með gengislækkunarráðstöfunum. Ráðherrum þætti henta þegar þeir sneru sér að aðilum sem ættu að fóma að segja við þá að sjávarútvegurinn þyrfti á því að halda. En þegar búið væri að leggja á kvað- ir og álögur þá væri horfið að því ráði að taka veru- legan hluta þeirra fjármuna sem fram koma og stinga honum í ríkissjóð eða í ýmsa aðra sjóði. ^ndstætt þeirri stjórnarstefnu lagði Lúðvík og aðrir stjórnarandstæðingar áherzlu á að gengis- hagnaður sjávarútvegsins gengi beint til sjávarút- vegsfyrirtækja, og sjómanna sem draga aflann úr sjó. Tillögur Alþýðubandalagsins og Framsóknar um þá ráðstöfun, m.a. um 40 miljónir til sjómanna á fiskiflotanum,. felldu allir þingmenn Alþýðu- flokksins og Sjálfstæðisflokksins, og fóru sínu fram um ráðstöfun fjárins að mestu, urðu þó að hætta við að taka um 60—70 miljónir af gengis- hagnaði sjávarútvegsins beint til ríkisins. Ráð- herrarnir halda sjálfsagt áfram að jarma um erf- iðleika sjávarútvegsins í áróðri sínum, en í reynd hafa þeir þá að yfirvarpi til að fela afleiðing- ar óstjórnar sinnar og til þess að skófla hundruð- um miljóna í eyðsluhít óreiðustjórnar. — s. Fréttabréf úr Fnjóskadal: Fnjóskdæiingar eru oft á hættulegum „ veðra "mótum Fnjóskadal 16. des- 1967. Fimmtudagsmörguninn 14. des. sl. var hér bjart og stillt veð- ur og léttskýjað. Sáust þá á lofti tvö fögur glitský. Veður- stofan spáði þá um morguninn hriðaréljum á norðurlandí, en hvassri norðaustariátt og snjó- komu á norðausturlandi. Farið var á átta jeppabílum héðan úr dalnum til Akureyrar þennan morgun, því færð var góð og veður útlitið ekki talið ískyggi- legt, En klukkan fimm síðdegis er bmstinn á hér norðvestan byl- ur og ófært veður, og eins varð þetta við . Eyjafjörð. og lengra. vestur. Einn bíllinn héðan var farinn frá Akureyri áleiðis yfir Vaðlaheiði áður en bylurinn skall á, en kom ekki til byggða. Var farið seint um kvöldið á snjóbíl hreppsins að leita hans. Hefði þessi jeppi strandað vestan í heiðinni, og kömst' hvorki fram né aftur, og hafði fólkið getað látið sér líða bæri- lega í bílnum; en löng mundi nóttin hafa orðið í storm- skeknum jeppanum, og eins þeim sem heima biðu. Einn jeppinn varð um kyrrt á Ak- ureyri til næsta dag. Fjórir urðu veðurtepptir á Svalbarðs- strönd, og fékk ferðafólkið þar góðar viðtökur og-gistingu- En á tveimur jeppunum varð með einhverjum hætti komizt heim um nóttina, undir morgun, og farið um Dalsmynni. — Sem sagt þessu reiddi öll af án þess að slys yrði. En klukkan 22.15 um kvöldið spáir Veðurstofan fyrst norð- vestan stormi eða roki með snjókomu um allt norður- og norðausturland. Var veðrið þá búið að geisa hér í meira sn fimm klukkustundir. Sannleik- urinn er sá, að við hér á þessu svæði norðanlands, erum Stjórn Alþýðu- h >;ns i fÍFfnarfirði Aðálfundur Alþýðubandalags- ins í Hafnarfirði var haldinn sl. mánudag. I stjórn voru kosnir: Formaður Jón Ingi Sigursteins- son múrari, varaformaður Kristj- án Andrésson skrifstcfumaður, gjaldkeri Klara Kristjánsdóttir húsfrú, ritari Geir Gunnarsson, alþingismaður, meðstjórnendur Jón Ragnar Jónsson múrari, Gísli Guðjónsson húsasmíða- meistari og Hjörleifur Gunnars- son bæjarfulltrúi. I varastjórn eru: Erna Guðmundsdóttir hús- frú, Sigvaldi Andrésson verka- maður og Helgi Vilhjálmsson afgreiðslumaður. Byggingariðnað- armsnn stofna félag í Firðinum í síðustu viku var stofnað Fé- lag byggingariðnáðarmanna i Háfriarfirði og nágrenni. Stjórn félagsins skipa: Ingimimdur Magnússon formaður, Jón Ingi Sigursteinsson varaform Grétar Þorleifsson gjaldkeri, Grétar Ingimundarson rftari og Garðar Hannesson meðstjómandi. Til sölu Til sölu er íbúð við Há- veg. Félagsmenn hafa forgangsrétt til 29. des. BYGGINGASAMVINNU- FÉLAG KÓPAVOGS. Sími 41034. Síminn er 17500 ÞJÓÐVILJINN hvað veðurspár varðar á eins- konar hættusvæði milli norður og norðausturlands, og eru ýmist þau veður hér sem Veðurstofan spáir í hvorum landshluta. Við þessu verður kannski ekki gert, en þyrfti þó að vera nákvæmara, eins og dæmið hér að framan sýnir. Annars er mannlífið gott hjá okkur hérna, og ég held að bændurnir væru bara alsælir ef þeir hefðu ekki of lítil hey og of miklar skuldir. — Þessu fylgir gjarnan taugastrekkingur og óvær svefn, bg svo fram úr hófi heimskulegir draumar. — Samt eru þeir nú að hleypa fengitíðareldi á ærnar, tdl að fá þær helzt allar tví- og þri- lembdar í vor, þó þá verði kannski ekkert strálð að gefa. Þetta má nú kallast bjartsýni og trú á framtíðina. — Hér eru líka konur; en ætli ég sé nokk- uð að skipta mér af þeim. Hér hlæja menns að ríkis- stjóminni og þykir hún helzt líkjast bústnum krakkarolling- uffl, sem steypa sér kollhriís í halarófu. Sumir eru fjandi heitir út I Hannibalista og eiga kannski eftir að gjósa áður en lýkur. En nú fer í hönd. hátíð frið- arins og kærleikans, og kannski slær eitthvað á þetta á meðan. Gleðileg jól og farsælt nýár. O. L. Herra viU herragjöt... og hún er^^nW^ After Shave Lotion, Body Talc, Cológne, Shower Soap, Shaving Mug After Shave Talc, Hair Cream, Stick Deodorant shulton,newyork,londón.pari9 Vtfl — Vegna vorutalningar verður varahlutaverzlun okkar milli jóla og nýárs P. STEFÁNSSON H.F. Laugavegi 170'— 172 %

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.