Þjóðviljinn - 22.12.1967, Blaðsíða 9
FSstwiagwr 22. desember 1967 — t>JÓÐVTLJTNÍ? — SlJDA 0
bokmenntir
Merkir Islendingar
Nýr flokkur -
Jón Gudnason, fyrr-
verandi skjalavörður, sá
um útgáfuna.
Bókfellsútgáfan.
Reykjavík 1967.
Ævisögur manna hafa jafnan
verið mikið fagnaðarefni ís-
lenzkum lesendum, enda er
þessi grein sagnfræði jafngöm-
ul ritöld á íslandi, nátengd ætt-
fræði, sem verið hefur enn ann.
ag uppáhald þjóðarinnar,
stimduð af öllum stéttum, allt
frá biskupum til flakkara. Um
allmörg ár hefur stuttum lífs-
sögum eða æviþáttum verið
Steinþór Sigurðsson
safnað á einn stað í bókaflokkn-
um Merkir íslendingar og eru
bindin nú orðin tólf talsins.
Þorkell Jóhannesson prófessor
sá um útgáfu fyrstu sex bind-
anna, en Jón Guðnason, fyrr-
verandi skjalavörður hefur
búið til prentunar sex hin síð-
ari, sem kallast nýr flokkur.
Svo sem vænta mátti hefur
þetta ritsafn orðið mjög vin-
sælt meðal almennings og sjálf-
sagt verið í hærra sölumajki á
jólamarkaði þjóðarinnar. í for-
mála að þessu bindi Merkra ís-
lendinga segir, að þetta muni
verða hið síðasta í ritsafninu,
að minnsta kosti um stund. Bn
íslenzkir merkismenn munu
halda áfram að deyja svo sem
jafnan áður og gild og góð tré
munu reka á fjörur þessarar
tegundar íslenzkrar sagnfræði
og verða efniviður í nýja flokka
Merkra íslendinga síðar meir,
þótt efnið, sem þegar er til í
þessari grein sé síður en svo
VI
asti, er segir frá hinum ágæta
og dugmikla en skammlífa nátt-
úrufræðingi Steinþóri Sigurðs-
syni. Hann einn er fæddur á 20.
öld, og Jóin Eyþórsson veður-
fræðingur skrifar um hann af
trega og næmum skilningi. All-
flestir þeirra, sem reistir eru
bautasteinar í þessu bindi
merkra íslendinga, lifa þó fram
á okkar öld og margir skiluðu
dagsverki sínu að mestu á 20.
öldinni. Eftir starfi og stétt
skiptast þeir svo: tveir læknar
— Jósep Skaftason eftir Pál V.
Kolka, og Gunnlaugur Claessen
eftir Sigurjón Jónsson,_ þrír
náttúrufræðingar — Ólafur
Davíðsson eftir Steindór Stein-
dórsson frá Hlöðum, Guðmuncb
ur G. Bárðarson eftir Bjarna
Sæmundsson og Steinþór Sig-
urðsson, sem fyrr var nefndur,
tveir skólastjórar — Þóra Mel-
steð eftir Boga Th. Malsteð og
Halldór Vilhjálmsson eftir Pál
Zópóníasson, tveir prestar —
Einar Jónsson prófastur á Hofi
eftir Davíð Sch. Thorsteinsson
og Sigurður Stefánsson í Vigur
eftir Sigurð Kristjánsson fyrrv.
alþingismann, tveir bankastjór-
ar — Jón Ólafsson eftir Þor-
stein Þorsteinsson sýslumann,
og Magnús Sigurðsson eftir Ei-
rík Einarsson fyrrv. alþingis-
mann, einn organleikari og
kennari — Pétur Guðjónsson
eftir Einar Jónsson prófast á
Hofi, og einn ritstjóri — Valdi-
mar Ásmundsson eftir Jón
Guðnason fyrrv. skjalavörð. Að
meirihluta eru söguhetjur þess-
arar bókar hagnýtir vísinda-
menn og framkvæmdamenn at-
vinnulífsins, enda uppi á þeim
tímum er ísland var að þurrka
af sér húsaskúm aldanna og
ganga inn á ótroðna slóð nýs
tíma.
Allir eru ævisöguþætir þessa
bindis Merkra íslendinga
þokkalega skrifaðir og fróðleg-
ir. Þó finnst mér þrír þeirra
bera af um vinnubrögð og máls-
meðferð. Er þá fyrst að telja
þátt Páls Kolka um Jósep
Skaftason, sem bæði var stór-
brotin manneskja og mikill
læknir á öld, er læknavísindi
voru enn í frumbernsku. Túlk-
un Páls á þessum íslenzka
sveitalækni, sem varð að glíma
við veðraham og ófær fallvötn
í embætti sínu, er ekki sízt
heillandi fyrir þá sök, hve vel
Framhald á 14. síðu.
íslenzkt skáld í Færeyjum
Hannes Pétursson. Eyi-
arnar átján. Dagbók úr
Færeyjaferð 1965. Bóka-
útgáfa Menningarsjóðs
1967. 141 bls.
I aðlaðandi þætti úr Færeyja-
dagbók Hannesar Péturssonar
segir á þessa leið: „Það voru
þó ekki fornminjar sem fast-
ast héldu í mig þama í Húsa-
vík, heldur andi sjálfrar byggð-
arinnar. Hús, götur og grjót-
veggir, fóilkið að vinnu sinni
eða á rjátli hvert heim t,l
annars, dýrin og amiboðin,
grænt túnið upp um hliðar, ár-
sytran, morgunkyrrðin, bám-
hljóð fjörunnar, allt var þetta
samofið hvað öðru og líkt og
gripið út úr hjarðljóði.
Ég er ekkert feiminn við að
játa, að hingað til lands fór ég
öllu öðru fremur til þess að
leita uppi veröld sem þessa, ég
þóttist skynja hana í ýmsum
prentuðum frásögnum héðan, cg
eins í myndum, en játa jafn
feimnislaust, að ég hef grip'.ð
í tómt. Vitanlega, því hinn id-
yllski heimur er að helft sinni
draumur, og hann deyr ef ég
vakna. Samt hef ég verið að
leita hans hér í Færeyjum í
þeirri barnslegu trú að frásagn-
Hannes Pétursson
irnar og myndirnar segðu all-
an sannleikann, hér mætti
finna ídyllskan heim sem ekk-
ert ætti skylt við drauma,
byggðir þar sem ríkti kyrrð og
festa, en menn, staðir og hlut-
ir í lífi gæddri, iá mystískri
návist innbyrðis... Sú veröld,
sem birtist mér i Húsavík var
því aðeins ein myndin héðan
úr Færeyjum, mynd sem ég
dýpkaði með draumum mínum,
vegna þess að þar var umfagra
morgunstund á einn stað kom-
inn allur sá hlutlægi efniviður
sem hjarðljóðið skírskotar til
— og óvenjuilega nærri því að
vera hjarðljóð í áþreifanlegri
gerð“.
Þessi langa tilvitnun gefur
dágóða hugmynd um bókina,
hugblgg hennar og viðfangsefni.
Hún geymir margar Ijóðrænar
hugleiðingar sem vakna við
sambúð við umhverfið, sam-
búð sem meira er í ætt við
Ijóð og myndlist en sagnasmíð
eða fræðaáhuga. Og blönduð
hófsömum trega manns, sem
leitar þess heims sem áður var
lýst, heims sem hopar undan
þegar að er komið. Þetta er að
mörgu leyti viðfelldinn texti,
vandaður, skýr, tilgerðarlaus.
Að visu kemur það fyrir, að
lýsingar minna óþægilega mik-
ið á beina lýsingu á málverki
— stundum verður þessi til-
hneiging allt að því spaugileg
eins og þegar segir frá grinda-
drápi: ,,Allt þetta minnir fast
á myndir Mikiness af grinda-
drápi“. En varla verður það
talið til stórra lýta á bókinni.
Þær umkvartanir sem maður
helzt freistast til að berafram
um þessa bók, eru fremur
tengdar því, sem þar er ekki
að finna, en því sem í raun
réttri á bókinni stendur. Það
skal játað, að slíkar umkvart-
anir eru mikil ósvífni, ekki
sízt vegna þess að höfundur
sjállfur gerir oftar en einu sinni
grein fyrir því hvers konar
bók hann er að skrifa. En samt
verður það borið fram, að les-
anda finnst heldur fátt sagtaf
mannlífi í Færeyjum. Ekkisízt
vegna þess að Hannes Péturs-
son hefur í raun og veru haft
ágæt tækifæri til að kynnast
við fólk. Og þá ekki aðeins við
sfgild túristatækifæri eins og á
Ólafsvöku; hann nefnir til
ýmsa fróðlega rnenn, semhann
hefur spurt tíðinda — og er
búinn að kveðja þá fyrr en
varir án þess að seðja nema
að örlitlu leyti þá forvitni sem
hann vakti upp.
Eyjarnar átján er mjög
srnekkleg að öllum frágangi og
myndir einkar viðkunnanlega''.
Og þótt Hannes Pétursson segi
í formála að hann sé ekki að
setja saman fræðirit, þá geym-
ir bókin engu að síður býsna
margt sem að haldi má koma
þeim sem hyggur á Færeyja-
ferð; verði þeir sem fflestir.
Bæði vegna þessa fróðleiks og
svo ágæts málfars og ljóðrænna
lýsinga á náttúru og byggðum
Færeyja getur bókin orðiðslíku
fólki góður förunautur.
Arni Bergmann.
tæmt.
Sennilega mun obbinn af
ævisögum þessa ritsafns vera
skráður stuttu eftir andlát þeirra
manna, sem gerðir eru að um-
talsefni, og því er það, að æði
margar lífssögurnar bera blæ
líkræðu og útfararsálms, og
- eðlilegt að krítísku mati sé stillt
í hóf, þótt ekki sé meira sagt.
Þrátt fyrir það er mikill fengur
að öllu þessu safni íslenzkra
ævisagna og vinnuhagræði
mörgum, sem fást við sagn-
fræðileg efni á íslandi. Ævi-
söguritun er vandasamt við-
fangsefni og ef vel á að vera
krefst hún bæði listrænna til-
þrifa og næms skilnings á sögu.
legu samhengi einstaklings og
þjóðfélags á þá lund, að þessi
smáheimur,. hinn einstaki mað-
ur, endurSþegli stórheiminn,
tilveru samtíðar hans, en þó
svo, að hlutur hvorugs sé fyrir
borð borinn.
í þessu síðasta bindi Merkra
íslendinga eru 14 ævisöguþætt-
ir, af þeim er einn sjálfsævisaga
hinnar merku kvenréttinda-
konu, Bríetar Bjarnhéðinsdótt-
ur, sjálfmenntaðrar hún-
vetnskrar sveitastúlku, sem
kvaddi sér hljóðs fyrst ís-
lenzkra kvenna á opinberu
málþingi sVo að betri helming-
ur þjóðaririnar varð loks hlut-
gengur á opnu sviði íslands-
sögunnar, en ekki eingöngu
bundinn við þau ráð, sem ráðin
voru á beði og í baðstofu. Allir
fjalla æviþættir þessir um
menn 19. aldar — nema sá síð-
Örninn fíýgur fugla hæst
Birgir Kjaran: Haförninn.
Safnrit. Bókfellsútgáfan
1967.
örninn hefur Jengi verið
mikill frægðarfugl og veldis-
tákn voldugra stórvelda síðan
á dögum Rómverja. Meðal Is-
lendinga fór mikið orð öf hon-
um, meðan forfeður okkar
brytjuðu hver annan fyrir úlf
og örn og svo lengi sem þeir
dáðu þau afrek mest, er unnin
vom með sverðum, einkum eft-
ir að þeir voru hættir að beita
þeim sjálfir. Ekki hefur verið
gert orð á þvi, að örninn væri
svo góður nágranni, að jaðráði
viö þann orðstír, sem af hon-
um fór í bardagasögum. Hann
átti að vera mesti friðarspillir
í hlunnindum manna, og sagt
var, að hann gripi stundum lít-
il börn, sem hann flaug með
,,i kropptri kló i Mettahreiður
í mosató“, eins og stóð í gömi-
um húsgangi. Var þá lítil von
til bjargar, þótt dæmi væru
sögð þess, að menn næðu börn-
um sínum lílt sködduðum iir
klóm vargsins. En þótt assa
þætti ekki sómafugl, var það
óbrigðult gæfumerki að bjarga
henni, ef hún var í mauðum
stödd. Fór því að vonum um
eftirlæti össu, og hún var rétt-
dræp af hverjum, sem tilhenn-
ar náði og eggja hennar. Ekki
eru menn þó á einu máli um
sannindi þessara frásagna og
vilja visa þeim inn í heim þjóð-
sagnanna.
Ernir hafa sennilega aldrei
verið margir á Islandi, en þó
var útbreiðsla þeirra meiri fyrr-
um en nú er hún. Þegar farið
var að eitra fyrir refi á siðustu
öid, fór örnum svo fækkandi að
við lá að þeir yrðu aldauða.
Greip þá þingið til þeirra ráð-
stafana fyrir rúmlega fimmtíu
árum að alfriða þá, og hafa
ernir verið friðaðir síðan. En
eitrun hefur haldið áfram til
skamms tíma, og tala arna hef-
ur staðið í stað. Þó er líklegt
eins og dr. Finnur Guðmunds-
son kemst að orði, að friðunm
hafi bjargað fuglinum frá að
verða aldauða.
Birgir Kjaran er mikill nátt-
úruunnandi og áhugamaður um
náttúruvemd, enda formaður
náttúruverndarráðs. Fátt er
honum þó jafn umhugað og
vernd hafamarins, og flestum
mönnum framar hefur hann
reynt að kynna sér hagi hans
Birgir Kjaran
og lifnaðarhætti. Hefur hann
safnað saman miklum fróðleik
um haförninn ásamt fjölda
mynda og sent á jólamarkaðinn.
Sjálfur ritar hann nær helm-
ing bókarinnar, og eru það mest
frásagnir af ferðum hans um
arnaslóðir, einkum við Breiða-
fjörð. 1 greinum þessum er
mikill fróðleikur um hætti arn-
arins, ritaðar af þeirri hlýju,
sem jafnan einkennir frásagnir
hans af náttúru landsins og al-
kunn er af hinum fyrri bók-
um hans. Á eftir fer fræðileg
ritgerð um hafemi eftir dr.
Finn Guðmundsson, ljós og
skipulega samin. Þá eru frá-
sagnir ýmsra manna af kynn-
um þeirra af erninum, og vil
ég einkum þenda á ritgerð
Magnúsar Jóhannssonar, Amar-
stapar, og grein Gísla Fr. John-
sens, Vestan úr fjörðum. Þá
eru frásagnir um emi í þjóð-
sögum og ljóðum. Loks hefur
Árni Böðvarsson, menntaskóla-
kennari, tekið saman skrá um
amarheiti í fslenzku máli.
□
í bókinni er fjöldi Ijósmynda,
og eru margar þeirra prýðilega
heppnaðar, enda eftir slyngustu
menn á því sviði eins og Björn
Bjömsson frá Norðfirði og
Magnús Jóhannsson, auk ann-
arra, þeirra á meðal eftir aðal-
höfund bókarinnar. Nokkrar
myndanna eru prentaðar í lit-
um, og virðist mér vel hafa
tekizt. Þá eru í bókinni lit-
prentanir tveggja málverka af
haförnum eftir Guðmund frá
Miðdal og Höskuld Björnsson.
Ix>ks hefur Atli Már skreytt
bókina fjölda smámynda á les-
málsjöðrum og séð um útlit
hennar af hendi prentsmiðj-
unnar.
Haförninn er falleg bók, þótt
mér þyki brotið heldur stórt
fyrir minn smekk, en það tjáir
víst ekki að deila við tízkuna,
þá alvöldu drottningu. Húnætti
að vekja okkur til umhugsunar
um örlög hins tignarlegasta
fugls sem svífur yfir landinu,
hvetja okkur til að styðja við-
hald hans og gengi í framtíð-
inni, forda því, að bókin verði
minnisvarði hafarnarins á Is-
landi.
Haraldur Sigurðsson.
LjóB Gunnars
frúSævorborg
Komin er út ijóðabók eftir
Gunnar B. Jónsson frá Sjávar-
borg, sem nefnist Brimberg.
Eru þar rimuð ljóð og lausa-
vísur í hefðabundnum stíl, og
sumum kvæðum ætlað hlut-
verk söngtexta. Bókin er 158
bls-, prentuð í Grágás í Kefla-
vík.
Höfundur er Austfirðingur að
ætt en hefur búið í Keflavík,
Reykjavík og á Ólafsvík ímeir
en aldarfjórðung og unniðýmis
sjávarstörf.