Þjóðviljinn - 23.12.1967, Blaðsíða 2
2 SÍDA — ÞJÓÐVTLJINN — Laugardagur 23. öesem&er 1967.
Bjarni Þórðarsön, Neskaupstað:
Vikublöð dreifbýlisins
njóta ekki jafnréttis
Sá háttur hefir nú verið upp
tekinn, að greiða dagblöðunurn
nokkra þóknun fyrir þjónustu
sem þau hafa ■ til þessa látið
ókeypis í té. Ég er ekki í hóoi
þeirra, sem telja þetta eftir, og
tel blöðin fyllilega vinna fyrir
þessu með margháttaðri upp-
lýsingastarfsemi fyrir ríkið
beint og óbeint.
En það eru til fleiri blöð í
landinu heidur en dagblöðin, og
á ég þá fyrst og fremst við
vikublöðin úti á iandi. Þau
eiga ekki upp á pallborðið hjá
stjómarvöldunum og er svo að
sjá, sem þau séu einskis metin
ó þeim bæ. Þykist ég tala hér
af nokkurri reynslu, því í tóm-
stundum mínum hefi ég í meira
en 16 ár ritstýrt vikublaði hsr
i bænum.
Ekki ætlast ég tii þess,
ríkissjóður fari að styrkja út-
gáfu þessa blaðs. Útgefendur
þess hafa sjálfsagt ráð með að
gefa það út hér eftir sem hing-
að til. En ég játa, að mér sám-
ar, að þessu blaði — einablað-
inu, sem kemur út reglulega á
Austurlandi, — skuli neitað um
að fá til birtingar opinberar
auglýsingar. Langar mig í bví
sambandi til að skýra frá við-
skiptum mínum við þrjár rik-
isstofnanir nú f vetur. þ.e. fé-
lagsmálaráðuneytið, verðlags-
' stjóra og framkvæmd^nefnd
hægri umferðar.
Á öndverðum vetri birtist í
dagblöðunum í Reykjavík aug-
lýsing frá félagsmálaráðuneyt-
inu, þar sem vakin var athygli
atvinnurekenda, sem hafa út-
Bjarni Þórðarson
Ég hringdi þá til Hjálmars
Vilhjálmssopar, ráðuneytisstjóra
og spurði himn hvort mitt blað,
Austurland, mætti ekki taka
þessa auglýsingu, enda væri
margt útlendinga við störf hér
í bæ og víðsvegar um Austur-
land.
Ráðuneytisstjórinn sagðist
hafa fyrir framan sig reikning
frá íslendingi um birtingar-
kostnað auglýsingarinnar. Blað-
iö hefði birt haná í óleyfi og
mundi fj ármáía ráðu ney t ið úr-
skurðá hvort greiða skyldi
lendinga í vinnu, á skyldum
þeirra við skattheimtuna.
Skömmu síðar sá ég þessa
sömu auglýsingu í Islendingi á
Akureyri og síðan fleiri Akur-
eyrarblöðum, og Fylki i Vesc-
mannaeyjum, ef ég man rétt.
And-
kristur
Hér á landi er. sem kunn-
ugt er hópur galvaskra vinstri-
manna sem einstaka sinnum
geysast allir í senn fram á
hinn pólitíska vígvöll. Þetta
eru vammlausir riddarar eins
og Ólafur Hanniba'isson, Vé-
steinn Ólason, Gunnar Karls-
son og Þorsteinn Jónatansson
— og eru þá ótaldir aðrir
eins og segir í tollskránni.
Þessir menn eru svo lánsamir
að þeir eiga sér leiðtoga sem
þeir tilbiðja af þvílíkum inni-
leik að Maó formaður myndi
verða öfundsjúkur ef hann
mætti lesa Verkamanninn og
Frjálsa þjóð; leiðtoginn er svo
heilagur að gagnrýni á orð
hans og athafnir er óímunh-
beranleg með öllu.
Þessir ágætu vinstrimenn
eru hinsvegar engan veginn
uppnæmir fyrir smámunum.
Þeir hafa til að mynda ekki
fundið hjá sér neina sérstaka
. hvöt til blaðaskrifa út af jafn
hégómlegum atburðum eins
og ggngislækkun, afnámi vísi-
tölubóta og nýrri óðaverð-
bólgu; ekki hefur Gunnari
Karlssyni dottið í hug að á-
varpa Bjama Benediktsson af
því tilefni á forsíðu Frjalsrar
þjóðar, né heldur Vésteini
Ólasyni á baksíðu þess pama
blaðs. Enda efast þeir að
sjálfsögðu ekki um góðan vilja
rikisstjómarinnar. frekar en
hinn upphafni leiðtogi. I
rauninni er aðeins eitt verk-
efni eftir í þjóðfélaginu, sam-
boðið þessum galvösku vinstri-
mönnum, en það er að hrak-
yrða þann vonda skálk Magn-
ús Kj’artansson. Honum eru
nú helgaðar margar síður í
Frjálsri þjóð og Verkamann-
inum — þótt að sjálfsögðu
væri réttara að tala um van-
helgun i því sambandi — þar
er fundinn sá andstæðingur
sem umfram allt þarf að yfir-
buga eigi vinstristefna að
sigra hér á landi. Allt minn-
ir þetta á kenningu trúarleið-
toganna Jóhannesar og Páls
um Andkrist þann sem átti
að birtast og villa um fyrir
mönnum skömmu fyrir hinn
efsta dóm. Nú er fundinn sá
Andhanníbal sem umfram allt
ber að varast; „Látið engan
villa yður á nokkum hátt, því
að ekki kemur hann, nema
fráhvarfið komi fyrst ogmað-
ur syndari'pnar birtist, glöt-
unarsonurinn, hann sem set-
ur sig á móti og rís gegn öllu
sem kallast guð eða helgur
dómur“, sagði Páll postuli í
bréfi sínu til Þessalóníku-
manna
Vonandi tekst að kveða
niður þennan illa Andhanní-
bal, svo að hinir galvösku
vinstrimenn þurfi ekki lengur
að standa í styrjöld heldtir
geti látið sér nægja að syngja
lof. Þá hyrfi öll kjarabarátta
úr sögurmi; ennfremur yrði
stjómmálábaráttan óþörf —
vandamálin yrðu öTI leyst ,*n
erfiðismuna með samningum f
verðlagsnefndirmi. — Austri.
i
reikninginn. Og hann bætti við,
að ef reikningur íslendingp yrði
greiddur, mundi reikningúr frá
Aus'turlandi fá sömu afgreiðslu.
Hjálmar sýndi svo þann
drengskap, að hringja til mín
skömmu síðar og tjáði mér, að
reikningi Isflendings hefði verið
hafnað. Austuriand birti bví
ekki auglýsinguna, en til þess
að koma efni hennar á fram-
færi við atvinnurekendur, sendi
bæjarskrifstofan þeim áminn-
ingarbréf varðandi útsvars-
greiðslur útlendinga.
□
Það hefir ekki farið fram
hjá landsmönnum, að til er í
landinu svokölluð H-nefnd. í
vetur snemma birtií hún all-
mikla auglýsingu og þegar ég
sá hana í vikublöðunum á Ak-
ureyri, hringdi ég til Benedikfs
Gunnarssonar, framkvæmda-
stjóra nefndarinnar, og spurði
bvort Austurland mætti birta
þessa auglýsingti. Neitaði hann
því og kvað ákveðið að birta
hana einungis í Reykjavíkur-
og Akureyrarblöðunum. Spurði
ég þá hvort hann teldi boðskap
hennar ekki eiga erindi til
Austfirðinga. Ekki taldi hann
það, en kvað Austfirðinga gera
lesið þetta í Reykjavíkurblöð-
unum. Þegar ég spurði hvort
Norðlendingar gætu það þá ekki
alveg eins, svaraöi fram-
kvæmdasjjórinn því til, að v<-l
mætti vera að rangt hefði ver-
ið að birta auglýsinguna í Ak-
ureyrarblöðunum. Að lokum
sagði framkvæmdastjórinn, að
H-nefndin undirbyggi nú mikla
auglýsinga- og upplýsingarher-
ferð, og mundi þá Austuriland
fá auglýsingar til jafns við
önnur vikublöð. En enn situr
við sama. H-nefndin skágengur
Ausfurland með auglýsingar,
en hins vegar hefur blaðiðfeng-
ið misjafnlega gáfulegan áróð-
ur frá nefndinni, en hann hef-
ir farið beint í pappírskörfuna,
bví Austurland er ekkert upp
á það komið að þjóná undir
þá, sem ekki unna því jafn-
réttis.
Það síðasta sem ég hef séð
frá nefndinni, er mikil auglýs-
ing í jólablaði Framsóknar-
manna hér í bænum, en það
blað er fyrst og fremst kosn-
ingablað, sem ekki hefur kom-
ið út síðan í júní, fyrr en nú,
að jólablaðið kemur út einung-
is í þvf augnamiði að vera
gróðafyrirtæki. En Austurflandi,
sem kemur út 48 sinnum á ár-
inu, er ekki send auglýsing, en
það mun ekki bjóðast til að
birta hana né aðrar auglýsing-
ar H-nefndar og jafnframt
halda áfram að mata rusla-
körfuna á tilkynningum hennar.
ö
Eftir gengislækkunina tók
verðlagsstjóri að birta miklnr
verðhækkanaauglýsingar. Ég
sá þessar auglýsingar í Akur-
eyrarblöðunum og hringdi til
verðlagsstjóra og spurði hvort
Austurland mætti birta aug-
llýsingarnar. Neitaði hann því,
cg sagði að þær yrðu aðeins
birtar í Reykjavíkrrblöðunum.
Hann vissi ekki að þær hefðu
verið birtar í Akureyrarblöðua-
um og sagði, að það hefði þá
verið gert í óleyfi og yrðu þær
ekki greiddar.
Mikið má langlundargeð Ak-
ureyrarblaðanna vera, að birta
stöðugt ökeypis auglýsingar fyr-
ir rfkið.
□
Það er ekki aðeins, að dag-
íéá ogánberar auglýsing-
ar, sem sjálfsagt er, heldur og
allskonar vikublöð í Reykjavík,
gott ef ekki sorpblöðin einnig.
En vikublöð úti á landi skulu
ekki njóta góðs af þeim.
Lágmarkskrafan, sem gera
verður til hins opinbera í þess-
um efnum, er sú að auglýsing-
ar, sem varða alla landsmenn,
komi í öllum blöðum utan
Reykjavíkur, komi þau út
reglulega, t.d. einu sinni í viku.
Hér er um fá blöð að ræða,
auk Akureyrarblaðanna er mér
aðeins kunnugt um Austur-
land, nema svo sé, að Fylkir
komi út vikulega. Eðlilegt er
þó, að þessar auglýsingar korni
í öllum dreifbýlisblöðunum.
Að sjálfsögðu nær engri átt sð
neita blöðum úti um land um
auglýsingar, sem birtar eru i
hverju vikublaði í Reykjavík.
Mér er ijóst, að stjómarvöld-
in í landinu líta smáum aug-
um á útgáfubasl okkar hér- úti
á landsbyggðinni. Sjálfir telj-
um við þessa starfsemi mjög
þýðingarmikla og leggjum hart
að okkur til þess að geta hald-
ið henni áfram. Og við finn-
um það daglega, að fólkið, sem
kringum okkur þýr, metur
þessa viðleitni okkar mikils, tel-
ur litlu blöðin okkar mikils
viröi og vill ekki án þeirra
vera. Það mun verða okkur
hvatning til þess að haldaþessu
útgáfubasli , áfram, alveg an
tillits til hverjum augum „hin-
ir stóru fyrir. sunnan" líta á
þetta bardús, og alveg án ti!-
lits til þess, hvort j>eir vilja
unna okkar jafnréttis eða ekki.
Neskaupstað. 20/12 1967,
Bjarni Þórðarson.
jfS
KBE h &** w}
HÁRÞl JRRKAN
FALLEGF • 700W liitaeler 0—80°C og „tur þaegilegri og fljó og truflar hvorki Fyrirfer&arlítil í s leggja saman © á herbergishurö, Einnig fóst borðs leggja má saman — og þér getiÖ litasamstæður, blé (beige). • Ábyrg UeFLJÓTARI nent, stiglaus hitaslilling do'* loftdreifarinn veita tari þurrkun • HljóÖlát útvarp né sjónvarp • eymslu, því hjálminn má MeÖ klemmu til festingar skáphurÖ eÖa hillu • tativ eÖa gólfstativ, sem • VönduÖ og formfögur valið um tvær fallegar leita (furkis) eöa gutleita 5 og traust þjónusta.
GÖÐ J< DLAGJÖF
FYRSTA FLOKKS F R Á.... StMI 24420 - FÖNIX SUÐURG. 10 - RVÍK
ÖNNUMST AÍLA HJðLBURDAÞJÖNUSTU, FLJOIT OG VEL, MEfl HÝTÍZKU T/EKJUM
NÆG
BÍLASTÆÐI
OPID ALLA
DAGA FRÁ
kl. 7.50-24.00
HJÚLBARÐflVIÐGERÐ KÓPflVOGS
Kársnesbraut 1 - Sími 40093
HERRAFÖT
DRENGJAFÖT
STAKIR JAKKAR
TER YLENE-BUXUR
SKYRTUR
BINDI
SOKKAR
OLPUR
PEYSUR
VINNUFÖT
i