Þjóðviljinn - 23.12.1967, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 23.12.1967, Blaðsíða 12
Ákveðið að taka tilboði Slippstöðvarinnar hf. Strandferðaskipin verða bæði smíðuð hjá Slippstöðinni h.f. Laugardagur 23. desemiber 1967 — 32. árgangur — 292. tahiblað. □ í fréttatilkynningru sem Þjóðviljanum barst í gær frá samgöngnmálaráðuneytinu segár að ráðu- neytið hafi ákveðið að taka tilboði Slippstöðvar- innar h.f. á Akureyri í smíði tveggja 1000 lesta strandferðaskipa fyrir Skipaútgerð ríkisins. □ Alls bárust 23 tilboð í smíði skipanna, þar af þr'jú innlend. Hagstæðasta tilboð- ið var frá Bodewes Scheeps- werven í Hollandi og er munurinn á því og tilboði Slippstöðvarinnar h.f. 8—9% og auk þess var það eina til- boðið er ekki var háð kaup- eða verðbreytingum á bygg- ingartíma skipanna. Þrátt fyrir það var ákveðið að taka frekar innlendu tilboði í smíði skipanna til þess að efla innlendan skipasmíða- iðnað. Fréttatilkynning ráðuneytis- ins er svohljóðandi: Hinn 7. nóvember 1966 heim- ilaði ráðuneytið Stjómarnefnd Skipaútgerðar ríkisins að undir- búa útboð að einu til tveimur strandferðaskipum, er koma skyldu í stað þeirra skipa, sem verið höfðu í þjónustu um langt árabil og voru gömul orðin og dýr í rekstri. Um svipað leyti var ákveðið að selja tvö af skipum útgerð- arinnar, m/s Skjaldbreið og m/s ■Heklu, og taka skip á leigu í þeirra ,stað, þar til hin nýju skip kæmu. Hefur leiguskipið m/s Blikur frá Færeyjum nú verið í strandferðum hér á ann- að ár. Að loknum nauðsynlegum und- irbúningi var smíði tveggja um 1000 brúttó-rúmlesta skipa boð- in út á s.l. hausti, og tilboð í þau opnuð 14. nóvember sl Tilboð bárust frá 23 aðilum, þar af þremur innlendum. Eftir all-ítarlegar athuganir Stjórnarnefndar Skipaútgerðar- innar og tæknilegra ráðunauta hennar, m.a.1 á áhrifum gengis- breytinga í nóvember s.l., var það álit stjórnarnefndarinnar, að hagstæðasta tilboðið frá sjónar- miði ^kipaútgerðarinnar væri tilboð Bodewes Scheepswerven í Hollandi. enda var það hið eina þeirra tilboða, sem til álita komu, er ekki var háð kaup- og verðbreytingum á byggingar- tíma. Það hefur frá upphafi verið skoðun ríkisstjómarinnar, að nota bæri þetta tsekifæri, ef unnt væri, til þess að efla inn- lendan skipasmíðaiðnað og að til álita kæmi að taka innlendu tilboííi, jafnvel þótt það væri nokkru hærra en erlent. Leikur á Austurvelli f dag kl. 4 mun Lúðrasveit verkalýðsins leika jólalög á Aust- urvelli. Hafnarfjörður Happdrætti Þjóðviljans Uimboðsmaður Geir Gunnarsson, sími 50004. Hringið og uppgjörið verður sótt. Dregið í kvöld. Að beiðni ráðuneytisins gerði Stjórnarnefnd Skipaútgerðarinn- ar sérstakan samanburð á til- boði Bodewes Scheepswerven og lægsta íslenzka tilboðinu, sem var frá Slippstöðinni h.f., Akur- eyri. Niðurstaðan var sú, að mismunurinn er 8—9%. Verðtilboð Bodewes Scheeps- werven fyrir fyrra skipið var kr. 53.156.767,80, en kr. 105.939. 128,44 fyrir bæði, en tilboð Slippstöðvarinnar, sem að vísu er háð verðbreytingum, kr. 57.895 000,00 fyrir fyrra skip- ið en kr, 113.915.090.00 fyrir bæði skipin. Á grundvelli þessa saman- burðar var það nlit ráðuneytis- ins, að taka bæri hinu innlenda tilboði, þar sem hinn þjóðfélags- legi hagnaður af smíði skip- anna innanlands yrði að telj- ast. meiri en sem svaráði mismun tilboðanna. í framhaldi af þessu hefur ríkisstjórnin ákveðið, að smíð- uð skuli tvö skip og ákveðið að taka upp samningaviðræður um smíði beggja skipanna við Slipp- stöðina h/f, Akureyri, á grund- velli endurskoðaðs tilboðs henn- ar. Á nýja iðnskólahiisið að vera áratugi í smíðum? Á þetta hús að verða jafnlengi i smíðum og borgarsjúkrahúsið? □ □ Á sagan um byggingartíma borgapsjúkrahússins í Reykjavík að endurtaka sig við nýju iðnskólabygging- una á Skólavörðuholti? Fjárveitingar til hennar eru ekki ríflegri en svo ap hún virðist eiga að vera í smíð- um í áratugi, meðan beðið er eftir húsnæði til að framkvæma nýju iðnfræðslulöggjöfina. Þingmenn stjómarflokkanna virðast ætla að stuðla að slíku hneyksli, a.m.k. felldu þeir'tillögu tveggja Reykja- víkurþingmanna um nobkra hækkun á framlagi til iðn- skólahússins á fjárlögum 1968. Magnús Kjartansson og Eð- varð Sigiirðsson fluttu þá breyt- ingatillögu við fjárlögin að fram- lög til Iðnskólans í Reykjavík árið 1968 hækkuðu í 6.500.000 kr. úr 2.840.000 kr. Þegar Magnús mælti fyrir þessari tillögu minnti hann á, að verið væri að byggja allmikla viðbót við húsnæði Iðnskólans í Reykjavík: Væri það gert til framkvæmda á nýju iðnfræðslu- löggjöfinni, sem kvæði á um verkkennslu sem meginhluta iðn- námsins, en á því væri brýn nauðsyn að breyta Iðnfræðslunni í það horf. Um sextíu iðngreinar værn nú löggiltur og iðnnemar í 50- 55 þeirra. Verkkennsla hefði hins vegar ekki verið tekin upp nema í tæpum tuttugu iðngrein- um og það við ákaflega léleg skilyrði Væri húsnæðisskortur- inn þar helzt til baga, ekki sízt í Reykjavík -k Aðalátakið á þremur árum Um byggingu viðbótarhúsnæð- is Iðnskólans í Reykjavík hefði iðnfræðsluráð gert þá áætlun að það ætti að kosta 68,6 milj- ónir og ætti húsið að rísa á árunum 1967—1973. í fram- kvæmdaáætluninni 1 hef ði verið gert ráð fyrir að verja 17 milj- ónum til byggingarinn.ar á þessu ári og 3,4 miljónum til véla og tækja. Á næsta ári hefði átt að Framliald.á 9. síðu. ráí Bandaríkjanna □ Æskulýðsfylkingin, samband ungra sósíalista, efnir til mótmælastöðu við bandaríska sendi- ráðið um jólin. — Varðstaiðan hefst kl. þrjú e.h. á aðfangadag og stendur fram til kl. þrjú á annan í jólum, en þá mun henni slitið með ávarpi, er Ingimar Erlendur Sigurðsson flytur. □ Fylkingarfélagar og aðrir ungir andstæðing- ar þjóðarmorðsins í Vietnam — skráið ykk- ur á vaktir. Q Skráningarsími: 17513 klukkan 4 til 11 í dag. Skrifstofa Æskulýðsfylkingarinnar Tjarnargötu 20. Spáð er rauðum jólum hér á Suðurlandi; hvítum nyrðra □ Allar horfur eru á að sunnanlands verði jólin rauð að þessu sinni að því er Veð- urstofan spáir, en á Norður- landi verður hvítt að meira eða minna leyti. □ Á morgun, aðfangadag, er spáð hœgviðri vestanlands, en norðaustlægri átt annars- staðar, éli á Norður- og Norðausturlandi og norðan- verðum Austfjörðum. Sunn- anlands og vestan er spáð björtu veðri. □ Búizt er við auðri jörð yfir jólin sunnanlands, en hvítri nyrðra, víðast hvar verður vægt frost á aðfanga- 'dag, en hlýnar úr því. minnzt Nýtt hús Búnaðarhankans í Stykkishólmi tekið ínotkun 1 upþhafi fundar borgarstjórn- ar Reykjavikur sl. fimmtudags- kvöld minntist forseti, Auður Auðuns, látins varaborgarfull- trúa, Sveins Iielgasonar stórkaup- manns. Sveinn var 59 ára þegar hann lézt fyrir fáum dögum; hann var kosinn einn af vara- borgarfulltrúum Sjálfstæðis- flokksins 1962 og 1966. Farið fyrir W i kirkjugarðinn Að venju má búast við mikilli umferð að kirkju- garðinum í Fossvogi á morgun, aðfangadag. Það eru eindregin tilmæli frá lögreglunni í Reykjavik til fólks, sem á erindi suður í kirkjugarð, að það fari þangað fyrir hádegi. Þessari beiðni er m.a. komið á framfæri végna þéss, að slökkviliðsstöð borgarinnar er staðsett við i Reykjanesbraut og þarf slökkviliðið og sjúkralið * borgarinnar að sinna köll- um bæði í Kópavogi og á Seltjarnarnesi. Er því áríð- andi að umferðin sé sem jöfnust yfir daginn, svo ekki myndist umferðartaf- ir. — Lögreglumenn vérða við umferðarstjóm á flest- um gatnamótum og við kirkjugarðinn, til að greiða fyrir umferð. 9. des. sl. tók útibú Búnaðar- bankans í Stykkishólmi í notk- un nýtt húsnæði undir starf- semi sína. Útibú þetta var stofnað 1. júlí 1964 eftir að samningar höfðu tekizt við Sparisjóð Stykk- ishólmg um að hann sameinaði starfsemi sína útibúinu. Bankaútibúið bjó síðan við þröngan húsakost í húsnæði því, sem sparisjóðurinn hafði haft á leigu, en hafizt var handa um Sjálfvirk sím- stöð í Þykkvabæ Sl. fimmtudag kl. 15, var opn- uð ný sjálfvirk símstöð í Þykkva- bæ 1 Djúpárhreppi í 'Rangár- Um 50 símar voru tengdir stöðinni. Símstöðin hefur svæðisnúmer 99 eins og Selfo&s. nýbyggingu fyrir útibúið haust- ið 1965 og lauk byggingafram- kvæmdum í nóv. s.l. Hið nýja húsnæði, sem er hið glæsilegasta í alla staði, er tvær hæðir og kjallari á 135 ferm. gólffleti, en 1300 rúmmetrar. Á neðri hæð er afgreiðslusal- ur bankans, peningageymsla, viðtalsherhergi útibússtjóra cg snyrtiherbergi. í kjallara eru skjala- og eyðublaðageymslur, kaffistofa starfsfólks og hitaklef- ar. Á efri hæð hússins eru skrif- stofur sveitarstjórnar Stykkis- hólmshrepps. Uppdrætti að húsinu gerði Sigurður .Geirsson, Teiknistofu Isndbúnaðarins, en byggingar- framkvæmdir annaðist Tré- smiðja Stykkishólms ásamt ýms- um iðnaðarmönnum í Styikkis- hólmi. Útibússtjóri er Ólafur Guð- mundsson, Stykkishólmi. «

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.