Þjóðviljinn - 23.12.1967, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 23.12.1967, Blaðsíða 3
Laugardagur 23. desember 1967 — ÞJÖÐVILJINN — SlÐA J Páll páfi býðst til að miðla málum Ú Þant ítrekar áskorun i Ú Þant segir enn einu sinni að stöðvun loftárásanna sé algert frumskilyrði fyrir því að samningaviðræður aðila geti hafizt RÓM og KEW YORK 22/12 —•Páll páfi sjötti bau-ðst í dag til þess að miðla málum í Vietnam, ef þess yrði óskað, og samtimis ítrekaði Ú Þant, framkvæmdastjóri SÞ í New York að stöðvun loftárásanna í Vietnam væri algert frum- skilyrði fyrir því að nokkrar samningaviðræðuT gætu hafizt. þess verður óskað af oss í því skyni að koma aftur á friði, eagöi páfi. Páll páfi ítrekaði enn þá skoð- un sína að stöðvá bseri loftárás- ir Bandaríkjamanna á Norður- Vietnam, en hann fór þess einn- ig á leit við stjómarvöld þar að þau gæfu til kynna svo ekki vseri um villzt að þau óskuðu eftir friði. Páfi hefur áður margsinnis hvatt til friðar í Vietnam og beitt áhrifum og aðstöðu ka- þólsku kirkjunnar til þess að greiða fyrir vopnahléi og samn- ingaviðræðutm, en þetta er í fyrsta sinn sem hann býðst til að miðla málum sjálfur. tJ Þant framkvæmdastjóri lýsti í dag stuðningi sínum við tilboð páfa um málamiðlun, en sagði enn einu sinni að stöðvun loft- árása Bandaríkjamanna á Norð- ur-Vietnam væri algert frum- Tilboð páfa um að gerast sáttasemjari í Vietnam birti hann í ávarpi því sem hann flytur kardínálum í Páfagarði fyrir hver jól. Páfi sagði að það Hefði valdið sér þu-ngum harmi að fram til þessa hefði öllum til- boðum um málamiðlun verið hafnað, öllum tilraunum til að lcoma á samningaviðræðum um frið vísað á bug, en hann tryði því samt að hægt yrði að finna lausn sem allir gætu við unað. — Deiluaðilar eru óss allir jafn fjarlægir og fyrir oss vak- ir það eitt að vernda þau mann- legu verð-mæti sem stríð-ið ógnar. Þessvegna höfum vér boðizt til að leggja hönd að verki og lýst oss fúsa til að vinna eins vel og vér getum ef oss leyfist það og Hel-ena VEachos komin fil Lcndon AÞENU 22/12 — Helena Vlachos, griski blaðaútgefandinn sem ver- ið hefur í stofufangelsi á heim- ili sínu í Aþenu síða-n í októ-ber fyrir mótþróa gegn herforingja- stjóminni, er komin til Bret- Ian-ds. í viðtali við blaðamenn í dag sagði hún að hen-ni hefði tekizt að laumast úr fbúð sinni eftir að hún hafði litað hár S'tt og tekið af sér gleraugun, en r.ánar vildi hún ekki greina frá ferðum sínum frá Grikklandi. Ráðherrafundur Norðurlanda um markaðsnálin HÖFN 22/12 — Efnahags- og markaðsmálaráðherra Danmerk- ur, Ivar Nörgaard, skýrði frá þvi í dag að h-aldinn yrði ráðherra- fundur Norðurlanda um mark- aðsmálin í Kaupmannahöfn 20. janúar n.k. Bæði Danir og Norð- menn hafa sótt um að-ild að Efnahagsbandalaginu, en þeir eru ásamt Svíum í EFTA Og Finnar hafa aukaaðild að því- p-/ pgi Sprenging í skipi skammt frá Saigon Bandaríkjamenn viðurkenna að hafa nú misst 3.037 flugvélar í Yietnam — Ávarp frá Hanoi SAIGON 22/12 — Sprenging varð í dag í bandarísku 12.000 lesta kaupfari í innsiglingunni til hafnarinnar í Sai- gon. Við sprenginguna kom stórt gat á byrðing skipsins, tveggja metra að þvermáli, og varð að sigla því á land til að koma í veg fyrir að það sykki og lokaði þannig inn- siglingunni. Páll páfi skilyrði fyrir því að samninga- viðræður gætu hafizt. Það.myndi vera fyrsta mikilvæga skrefið á þeirri braut sem leiða myndi til samninga. Það var einn af talsmönnum Ú Þants sem gaf þessa yfirlýs- ingu fyrir hans hönd. Ha-nn sagði að áskorun Páls páfa um stöðvun loftárásanna hefði orðið Tillaga „New York Times“: Bandarikin taki fram fyrir hendurnar á Saigonstjórn NEW YORK 22/12 — „New York Times“ leggur til í dag í forystugrein að Bandaríkja- stjóm taki fram fyrir hendum- ar á leppstjórninni í Saigon, hefji sjálf samningaviðræður við fulltrúa Þjóðfrelsisfylking- arinnar, en Thieu forseti Saigon- stjómarinnar hefur enn ítrekað að slíkar viðræður komi ekki til greina. Blaðið segir að undanfarið hafi þess sézt mörg merki að Þjóðfrelsisfylkingin sé ekki að- eins reiðubúin til samningavið- ræðna, heldur virðist hún jafn- vel hafa sveigjanlegri afstöðu en stjómin í Hanoi. Vilji Saig- onstjómin ekki nota þau tæki- færi sem bjóðist til að hefja við- ræður, þá hefur Bandaríkja- stjóm fullan rétt til þess að gera það sem henni sýnist bezt, segir „New York Times“. Við- ræður ÞFF og Bandaríkjastjórn- ar kynnu að verða auðveldari en viðræður milli Þjóðfrelsisfylk- ingarinnar og Saigonstjómarinn- ar. Það væri í allra þágu að slík- ar viðræður kæmust á. \ Fyrir nokkrum dögum barst sú fr’étt frá Saigon að einn af fulltrúum ÞFF hefði verið hand- tekinn þar og hefði hann borið að erindi hans til borgarinnar hefði verið að komast á fund Ellsworth Bunkers, sendiherra Bandarikjanna í Saigon. Ú Þant O Þant tilefni til að ítreka emi einu sinni þá sannfæringu hans að aðeins stöðvun árásanna gæii leitt til friðarsamninga. Ú Þant hefur hvað eftir ann- að lýslf þeirri skoðun sinni að samningaviðræður myndu geta hafizt innan fárra vikna eftir að loftárásirnar hefðu verið stöðv- aðar, en Bandaríkjástjórn hefur jafnan virt orð hans að vettugi. Þorri fulltrúa á allsherjarþingi SÞ hefur einnig látið í ljós sömu skoðun og Ú Þant. Johnson til Rómar Johnson Bandarfkjaforseti sem verið hefur í Ástralíu til að vera þar viðstaddur minningarathöfn um Holt forssjtisráðherra sem drukknaði fyrr í vikunni kcm í dag til Thailands og $koðaði þar flugstöðvar þær sem Bandaríkja- menn nota til árásanna á Viet- nam. Það fréttist að hann myndi leggja leið sína heim til Banda- ríkjanna um Róm og ganga þar á fund páfa. Til Rómar kemur Johnson sennilega að morgni að- fangadags, en mun hafa þar stutta viðdvöl. Hann mun einnig ræða þar við Saragat forseta. Talið er víst að skemmdar- verkamenn skæruliða hafi komið sprengjunni fyrir á byrðingi skipsins, en þetta er ekki í fyrsta sinn sem slíkt verk er unnið á þessum slóðum. Engan mann mun hafa sakað við sprenging- una. Skæruliðar unnu annað spell- virki í dag skammt frá Saigon. Sprenging varð á jámbrautar- teinum og fóm þrír lestarvagnar af sporinu. Snemma í' morgun var varpað handsprengju að bandarískum hermönnum sem biðu eftir strætisvagni í Saigon. Fimm þeirra særðust. 3.037 flugvélar Bandaríska hei-stjómin í Saig- on viðurkenndi í dag að Banda- ríkjamenn hefðu misst 3.037 flugvélar síðan stríðið hófst í Víetnam. Þeir segja að af þeim hafi 767 verið skotnar niður yf- Norður-Víetnam, en 226 yfír Suður-Víetnam. Hinar flugvélam- ar hafi verið eyðilagðar á jörðu niðri. Af þessum flugvélum vom 1.204 þyrlur. Stjómarvöld 1 N- Víetnam segja að flugvélatjónið sé miklu meira. Loftvarnir eflast Ljóst er af fréttum að loft- vamimar þar verða stöðugt öfl- ugri og tjón Bandarikjamanna meira að sama skapi. Omstu- þotur af MIG-gerðum sjá um æ mei,ri þátt loftvamanna og við- urkenna Bandaríkjamenn að hin- um víetnömsku flugmönnum fari stöðugt fram, enda munu þeir í seinni tíð hafa fengið æ full- komnari flugvélar. frá yfirherstjóm Norður-Víet- nams. 1 því er allur norðurvíet- namski herinn hvattur til að herða enn baráttuna gegn árás- arliðinu og búa sig æ betur und- ir þau miklu og hörðu átök sem £ hönd muni fara. Muniði eftir þessari bók? Fríthf NUsson, Piraten BOMBÍ BITT Avarp frá Hanoi í dag var birt í Hanoi ávarp Hclgi Hjörv&r fiýddi úr sxnska $ Miklar óeirðir á Indlandi vegna deilna um ríkismál MADRAS 22/12 — Allt logar i óeírðum á Indlandi út af deil-, unum um það hvaða tungumál eigí að vera, ríkismál þar í landi. f dág réðust þúsundir manna í Madras í Suður-Indlandi á járn- brautarlest og gereyðilögðu hana. Þetta var í mótmælaskyni við þá fyrirætlan að gera hindi að ríkismáli í öllu landinu, með jafnan rétt á/.við fensku. íbúar Madras-fylkis ■'sem eru 43 milj- ónir tala tamil, tungumál sem -----------J------------------ er óskylt hindi, og þeir og aðrir Suður-Indverj ar óttast að hlutur þeirra muni verða minni í sam- bandsríkinu ef hindi verður gert að ríkismáli, eins og ákveðið hef- ur verið. Á Norður-Indlandi, þar sem hindi er aðaltungumálið, hafa hins vegar orðið róstur vegna þeirra ákvörðunar sambands- stjómarinnar að láta ensku gegna hlutverki ríkismáls, a.m.k. fyrst um sinn, samtímis hindi. Sameiginleg afstaða ríkja Austur-Evrópu: r / Brottflutningur Israelshers og viiurkenning ísraelsríkis Lokið fundi utanríkisráðherra Austur-Evrópu um afstöðu þeirra til málefna í Austurlöndum nær VARSJÁ 22/12 — Utanríkisráðherrar sósíalistísku ríkjanna í Austur-Evrópu, fyrir utan Albaníu, hafa verið á fundi í Vars'já í því skyni að samræma afstöðu ríkjanna til deilu- mála fsraels og araba. Allt síðan í júnístríðinu í sum- ar háfa sósíalistísku ríkin í Austur-Evrópu haft samráð um stefnuna í þessum málum, en nokkur misbrestur var þá á því að þau tækju sömu afstöðu. Það voru Rúmenar sem að þessu sinni eins og reyndar í öðrum málum höfðu nokkra sérstöðu. Austur-Evrópu sem ekki for- dæmdi árás ísraels á araba og Rúmenar slitu heldur ekki stjórnmálasambandi við Israels- menn. . Á fundinum i Varsjá sem stóð í þrjá daga tókst hins vegar samkomulag um sameiginlega yfiriýsingu. Meginatriði hennar Þannig var Rúmenía eiha ríki eru þau að friður geti ekki kom- izt á í Austurlöndum nær nema fsraelsmenn hverfi aftur með her sinn af öllum þeim land- svæðum sem þeir tóku í stríðinu. En jafnframt má ráða það af orðalagi yfirlýsingarinnar að sós- ialistísku ’ ríkin telji að aröbum beri að viðurkenna Israel. Þar er komizt svo að orði að öll ríkin í Austurlöndum nær sem eru í SÞ eigi að viðurkenna ,,rétt hvers og eins þeirra til að lifa í friði og öryggi í sjálfstæðu þjóðríki.“ Tekið var fram að alger ein- hugur hefði ríkt á fundi utanrík- isráðherranna. Sagan af Bombí Bitt var á hvers manns vörum þegar hCin kom út fyrir allmörgum árum. Bombí Bitt þótti framúrskar- andi hressileg og skemmtileg strákasaga, og ekki drð úr vinsældum hennar aS stíJsniiI- ingurinn Helgi Hjörvar annað- ist þýðingu. Hann las bókina einnig í útvarp öllum fandstýð til óblandinnar ánægju. Bombí Bitt er nú komiwn aftur í nýrri útgáfu, og er n’ú seni fyrr rétta gjöfin handa táp- miklum strákum. BOMBI BITT handa tápmikf- um strákum. Bombí Bstt , - Heiaí M/örvar pjMdi Flateyjarutgáfan, sími 16460 0PH) TIL KL 12 A MIDNÆTTI MATARBÚÐIR SLÁTURFÉLAGS SUÐURLANDS

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.