Þjóðviljinn - 03.01.1968, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 03.01.1968, Qupperneq 4
4 SlÐA — ÞJÖÐVILJXNN — Miövikndagur 3. janúar 1968. Otgefandi: Sameiningarflokfeur alþýdu — Sósialistaflokk- urinn. Ritstjórar: Ivar H. Jónsson, (áb.), Magnús Kjartansson, Siguróur Guðmundsson. Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson. Auglýsingastj.: Sigurður T. Sigurðsson. Framkvstj.: Eiður Bergmann. Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsingar. prentsmiðja Skólavörðustlg 19. Sími 17500 (5 línur) — Askriftarverð kr- 105.00 ó mánuði — Lausasöluverð krónur 7.00. Efíing lýðræðis Ef einhver sá er til sem heldur að lýðræði sé í því einu fólgið að taka þátt í þingkosningum á fjög- urra ára fresti og varpa öllum áhyggjuim af þjóð- málum og stjóm ríkisins á bak hinna kjörnu þing- manna þangað til næst verði kósið, þá er það ákaf- lega einstrengingsleg og þröng hugmynd um lýð- ræði. Víða eru í stjómarskrá og lögum ákvæði sem miða beinlínis að því að gera þegnana mun virkari í stjórnmálum, knýja þá til að fylgjast með framvindu þjóðmálanna og til beinnar þátt- 'töku í mikilvægum ákvörðunum. Að þessu nniða m.a. ákvæði í stjómarskrám og lögum ýmissa ríkja um þjóðaratkvæðagreiðslu. Þess háttar aukning íslenzks lýðræðis virðist hafa vakað fyrir þeim sem fjölluðu um lýðveldisstjómarskrána íslenzku. Þar er fórseta íslands fengið vald til þess að skjóta undir dóm þjóðarinnar hverjum þeim lögum sem alþingi samþykkir. Forsetamir hafa fram að þessu gert þetta merka atriði lýðveldisstjórnarskrárinn- ar óvirkt. Því hefur aldrei verið beitt í tuttugu og þrjú ár. Ekki vantar þó að tilefni hafi gefizt. Hvað eftir annað á þessu tímabili hefur naumur meiri- hluti alþingismanna samþykkt hinar örlagarík- ustu ákvarðanir, sem mjög varða sjálfstæði íslands og framtíð þjóðarinnar, Keflavíkursamningurinn, innganga íslands í hemaðarbandalag, erlend her- seta á friðartímum, undanhaldið fyxir Breturn í landhelgismálinu 1961, alúmínsamningamir. Um flest þessi mál og fleiri hefur komið fram krafan um þjóðaratkvæðagreiðslu, en í ekkert skipti hafa þeir, sem viljað hafa láta undan erlendri ásælni, þorað að leggja málin undir dóim þjóðarinnar. Það er blekkingartilraun þegar svo er látið heita að næstu alþingiskosningar eftir slíka átburði sé þess háttar þjóðaratkvæðagreiðsla, alþingiskosningar snúast aldrei um eitt mál og gefa ekki til kynna afstöðu kjósenda til eins máls. Einmitt í málum eins og þeim sem hér voru nefnd hefði verið sjálfsagt og lýðræðislegt að láta koma til framkvæmda hið aukna lýðræði sem lýðveldisstjórnarskráin heim- ilar, forseti landsins hefði átt að leggja þau undir þjóðaratkvæðagreiðslu og kynni þá margt að hafa skipazt öðru vísi en orðið er. ^ð gefnu tilefni skal bent á hversu illa fer á því að Alþýðublaðið o.g formaður Alþýðuflokksins skuli hælast um fylgisaukningu flokksins eimnitt nú. Skyldi nokkur maður trúa því að Alþýðuflokk- urinn hefði fengið aukið fylgi í kosningunum í sumar hefði hann sagt kjósendum hreinskilnislega að hann ætlaði að framkvæma í nóvember stór- fellda gengislækkun og afnema um leið verðtrygg- ingu kaups, gegn mótmælum allrar verkalýðshreyf- ingarinnar? Þetta er ekki að starfa af ábyrgð, held- ur blygðunarlaust ábyrgðarleysi og trúnaðarbrot við kjósendur. Enda eru slík verk jafnan framin að nýafstöðnum kosningum, í þeirri von að farið verði að fymast yfir þau að fjórum árum liðnum og tóm vihnist til að dusta’rykið af róttækum víg- orðum áður en fólkið fær næst kjörseðil í hönd. — s. Ræða forseta íslands á nýársdag Margs að minnast Gódir Islendingar, nær og fjær! Ég óska yður öllum, hverjum um sig og þjóðinni í heild, góðs og gleðilegs nýárs! Ég þakka einnig innilega gamla árið og öll árin síðan við settumst að hér á Bessastöðum, góðvild og vináttu, sem þeir, sem hér sitja, geta sízt án verið. Á þessum fyrsta degi árs- ins 1968 tilkynni ég, svo ekki verði um villlzt, að ég mun ékki verða f kjöri við þær for- setakosningar, sem fara í hönd á þessu nýbyrjaða ári. Fjögur kjörtímabil, sextán ár í for- setastól, er hæfilegur tími hvað mig snertir, og þakka ég af hrærðum huga það traust, sem mér hefir þannig verið sýnt. Það er margs að minnastfrá þessum árum, þó það verði ekki rakið í þessu stutta áramótaá- varpi, og hugljúfastar eru end- urminningamar frá þeim tólf árum, sem okkur Dóru auðn- aðist að búa hér saman. Ég minnist hennar’, og ég veit þjóð- in öll, með aðdáun og virðingu. Nóg um það, að þessu sinni. Mér er enn „tregt tungu að hræra". í>að tékur nok'kurn tíma að venjast nýju umhverfi, og það liðu nokkur ár þar til oldcur varð eðlilegt að segja „heim að Bessastöðijm". En Bessastaðir eru tilvalið forsetasetur, bæði jörðin, húsnæði og kirkja. Helztu umbætur eru á þessum árum Tjamarstíflan, skreyting kirkjunnar og nýbyggð bók- hlaða'. Er nú kirkjan ogBessa- staðastofa komin í það horf að ég hygg að ekki þurfi um að bæta né við að auka um lanet- skeið. En minna viii ée bó á, að forseti barf einnig að hafa at- hvarf í Reykiavík, einkum að vetrarlagi. Það mun og tii bess draga iim leið og sinnt verður hinni ríku þörf Albingis, rílc- isstiómar oe ríkissi^fnana fyr«r aukin húsakvnni. Eru það til- valdar framkvæmdir, ef þörf verður aukinnar atvinnu, enda vísas* tii snamaðar en ekki út- giaidaauka. Mér er það 1-jóst, að það mun fæstum koma á óvart, að ég hefi nú lýst yfir beirri á- kvörðun. sem er ekki ný, að^ vera ekki oftar í kjöri. Ée verð orðinn sjötíu og fiögurm ára fyrir kjördag, ef ég lifi Það hefði þótt hár aldur fyrir hálfri öld. Ekki skaltu freista drottins Guðs þin, og þá ekki heidur bjóðar binnar með þrá- ■ setu. En bað kaRa ée þráset-j, að sjá ekki sitt aidursmark. Nvjar kjmslóðir vaxa uop, en vér sem erum á áttræðisaidri, vöxum fram af. Vér höfum iifað tvenna tím- ana. En tímamótin myndi ég setja nálægt upohafi hinnar fyrri heimsstyrjaldar, en þó hafa stórfelldastar breytíngar orðið frá hinni síðari styrjöld og tíl þessa dags. Hið yngra fólk gerir sér vísast ekki ljósa þá breytingu, sem orðið hefir i íslenzku þjóðfélagi og á kjör- um fólks á einum mannsaldri. Svo virðist sem ýmsir hafi áhyggjur af því, að ednangrun Islands sé úr sögunni. Og ekki er því að neita* að á þessari öld tækninnar, kafbáta, flug- véla og eldflauga er Island, eins og önnur lönd, komið inn Ásgeir Ásgeirsson forseti íslands. S>- -4> Doktorsvom Gunnars Thoroddsen 24. febrúar Þjóðviljanum barst í gær eft- irfarandi fréttatilkynning frá Háskóla Islands: Lagadeild Háskóla íslands hef- ur samþykkt að taka gilt til doktorsvarnar rit Gunnar Thor- oddsen sendiherra „Fjölmæli". Doktorsvöm fer fram laugar- daginn 24.1 febrúar n.k. Andmæl- endur af hálfu lagadeildar verða prófessor Ármann Snaévarr há- skólarektor og dr. Þórður Eyj- ólfsson fyrrverandi hæstaréttar- dómari. SALVADOR 3þ/l2 — Óttazt er, að um 200 manns hafl farizt í flóðum i bænum Itabuna í Brasilíu. Útvarpsáhugamaður i borginni gat komið þessum 6- tíðindum áieiðis til borgarinn- ar Salvador. Og vér, sem munum afturfyrir aldamöt, eigum að sjáJIfsögðu erfiðara með að laga oss eftir hinum nýja tíma síðustu ára en yngri kynslóðin. Ég minnist þess, þegarstjóm- in var flutt inn í landið og hinn fyrsti íslenzki ráðherra steig af skipsfjöl. Ég minnist fullveldisins 1918 og að sjálf- sögðu endurreistar lýðveldis árið 1944. Og þá minnist ég ekki sízt Alþingishátíðarinnar 1930, sem átti ríkan þátt í að efla sjálfstraust íslendinga og ^ athygli og áilit erlendra manna á fámennri, afskekktri þjóð, sem átti þúsund ára þingsögu að baki. Einn brezki fulltrúinn stóð að vísu fast á því, að brezka Parliamentið væri móðir þjóð- þinganna, en játaði fúslega, að Alþingi Islendinga væri þá amma þeirra. Með slíka for- sögu getum vér hvorki leyftoss né megum óvirða vort eigið Alþingi. Því ber að halda í hæstum heiðri. Allt eru þetta merkisatburðir, sem ég he£i rakið. Úr nýlendu er orðin frjáls og fullvalda þjóð. Vér höfum ekki orðið fyrir von- brigðum um árangur sjállfstæð- isbaráttunnar. Jafnframt hafa orðið stórfelldar breytingar í atvinnulífi og um búsetu. Fram um aldamót má heita að hór hafi verið bændabjóðfélag. En bess verður að gæta, að bónd- inn og hans íólk lagði jafn- framt stund á heimilisiðnað og karlmenn fóru í verið á vertið. Einn og sami maður við orfið, árina og vefstólinn. Vöxtur kauptúna og kaup- staða er í rauninni eðlileg verkaskipting, sem leiðir af aukinni véltækni og batnandi skipakosti. Þar sem ekki var komizt á milli héraða áðurfyrr, jafnvel til hjállpar í hallæri, bá eru nú allar leiðir opnar að kalla, bíllinn er kominn í stað hestsins. Og enn hafa flugsam- göngur þróazt bæði innanlands og utan, svo að fjarlægðir haía breytzt í nálægð. Einangrun lands og þióðar er úr sögun Ji. Það barf bæði brek og góöa greind til að aðlagast slíkum stökkbreytingum á fáum ára- tugum. En þjóðarstofninn hefir sýnt, að hann er traustur og góður. Sú upþlausn. sem rætt er um að sé í þjóðfé’aginu, er vonandi bemskubrek, sem eiga eftir að hverfa með vaxandi broska. á hættusvæði ófriðartíma. At- omöldin gengur og jafnt yfir alla. Og þá er að taka því með skilningi og dréngilegri sam- búð við aðrar 'þjóðir. Vér bú- um við gott nágrenni. Ófriðar- hætta milli þeirra þjóða, sem búa á ströndum norðanverðs Atlanzhafs að vestan og aust- an, er einnig úr sögunni. Oss ber að rækja góða frændsemi við skyldar þjóðir, og vinskap við allar þjóðir, sem vér höf- um nokkur samskipti og við- skipti við. Stórveldisdraumar eru engin freistíng fyrir vopn- lausa, fámenna þjóð. En það getum vér sýnt umheiminum, að smáþjóðir eiga rétt á sér jafnt og aðrar, og að skilyrði til mannlegs þroska séu þar sízt lakari en meðal stórþjóða. Forystumaður eins og Jón Sig- urðsson er fyllilega á borð við hvem amnan leiðtoga miljóna- þjóða. Ég verð þess oft var meðal erlendra þjóða að íslenzk þjóð hefir gott mannorð að þeirra áliti, sem nókkuð' þekkja til, og er það hin mesta þjóð- arnauðsyn, að vér varðveitum það og sýnum oes þess makllega. Sumir virðast og hafa aukn- ar áhyggjur um framtið ís- ienzks máls og menningar. En þá væri hvort tveggja lítils virði, ef það gæti ekki þrifizt nema í einangrun, eins og viðkvæm jurt undir glerþaki, eða forn- minjar á safni. fslenzkt þjóð- emi er málið. hugsunarháttur- inn og óslitin saga frá upphafi Islands byggðar. Hrein og svip- mikil tunga stóð af sér allar hættur nýlenduáranna um margar dimmar aldir. Meðal allrar alþýðu manna hefir tung- an lifað með litlum breytingum frá upphafi sagna- og Ijóða- gerðar. Það stækkar fámenna þjóð að geta enn notíð alls þess, sem hugsað hefir verið og skráð á þúsund árum og einni öld betur. Og það sameinar íslenzka þjóð, að tungan er ein og engar mál- lýzkur. Tungan þekkir enga stéttaskiptingu og vemdar þjóð- legan hugsunarhátt. Meðan hennar vamarveggur stendur, er íslenzku þjóðemi borgið. Ts- lendingar eru enn hin mesta bókmenntaþjóð. Góðir íslendingar! Ég lýstí yfir því, að ég verð ekki leng- ur í framboði. Á þessu ári eru liðin fjörutíu og fimm ár síðan ég var fyrst kjörinn á þing, söguríkt 'tímabil bókmennta og lista, framfara og kjarabóta. Þetta er ekki kveðjuræða. Enn er eitt misseri til kosninga og ménuði betur til fardaga hér á Bessastöðum. Nú á útmáa- uðum kjörtímabillsins vænti ég að hitta margan mann að máli, og láta eitthvað til mín heyra. Ég endurtek þakkir mínar fyrir liðin ár, og óska þjóðinni árs, friðar og Guðs blessunar! Gleðilegt nýár! Kópavogur Þjóðviljann vantar blaðbera í Digranes- hverfi. ÞJÓÐVILJINN Sími 40-753. j

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.