Þjóðviljinn - 04.01.1968, Síða 4
4 SÍÐA — ÞJÖÐVTLJINN — Fimmtudagur 4. janúar 1968.
Útgeíandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn.
Ritstjórar: ívar H. Jónsson, (áb.), Magnús Kjartansson,
Sigurður Guðmundsson.
Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson.
Auglýsingastj.: Sigurður T. Sigurðsson.
Framkvstj.: Eiður Bergmann.
Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsingar prentsmiðja: Skólavörðustíg 19.
Sími 17500 (5 línur). — Áskriftarverð kr. 120.00 á mánuði. ->*
Lausasöluverð krónur 7,00.
Hvaða sættir?
rÉT\
J forustugrein Morgunblaðsins í gær er sagt að
merkasti atburður síðasta árs séu „þær sættir
sem tókust á erfiðum tímum milli ólíkra hags-
munahópa í þjóðfélaginu" og kemur fram af sam-
henginu að þama er átt við gengislækkun, afnám
vísitölubóta á kaup og nýja óðaverðbólgu. Æski-
legt væri að Morgunblaðið skýrði nánar hvað við
er átt með slíkum almennum staðhæfingum. Hve-
nær tókust sættir um það að verklýðssamtökin
imyndu una því að engar bætur fengjust fyrir sí-
hækkandi verðlag, hvar var sú sættargerð samin,
hverjir samþykktu hana og samkvæmt hvaða um-
boði? Blaðið hefur að vfsu haldið því fram marg-
sinnis að tilteknir, nafn^rmndir forustumenn verk-
lýðssamtaka hafi sýnt mclri „ábyrgðartilfinningu"
en aðrir, en á það skortir einnig að blaðið skýri
nánar í hverju sú ábyrgðartilfinning“ hafi birzt.
J^aunafólk er nú óðum að finna fyrir því í verki
hvað hlýzt af efnahagsaðgerðum þeim sem hóf-
ust í októbermánuði með stórfelldri hækkun á
hversdagslegustu matvælum og nær senn til allra
nauðsynja. Fyrsta desember s.l. var þegar komin
til framkvæmda raunveruleg kauplækkun sem
nam 4-5%, og allt bendir til þess að senn verði
lækkun á umsömdu tímakaupi verkafólks orðin
um 10% að jafnaði og tilfinnanlegust hjiá þeim sem
lægstar tekjur höfðu fyrir. Reynt er að halda því
fram að þetta kjararán sé óhjákvæmileg afleið-
ing af erfiðu árferði og versnandi viðskiptakjör-
um, en sú kenning fær ekki staðizt. Á síðasta ári
er talið að þjóðartekjur muni hafa lækkað um
4-5%, en þær höfðu hins vegar vaxið í raunveru-
legum verðmætum um 50% síðan 1958. Þrátt fyrir
þá erfiðleika sem við var að fást á síðasta ári eru
þjóðartekjur að árinu loknu meira en 40% hærri
en þær voru fyrir áratug. Þessi stórfellda hækkun
á þjóðartekjum hefur hins vegar ekki birzt í hlið-
stæðri hækkun á tímakaupi verkafólks; kaupmátt-
ur tímakaupsins hélzt mikið til óbreyttur á þessu
tímábili — og er eftir síðustu efnahagsaðgerðir
orðinn mun lægri en hann var 1958. Á þessum
tíma hefur þannig verið um að ræða stórfellda og
vaxandi misskiptingu á þjóðartekjum; þær afleið-
ingar sem stafa af ranglátri stjómarstefnu eru
margfalt stórfelldari en áhrif verðfalls og minnk-
andi afla. Og áhrifin nú verða þeim mun tilfinn-
anlegri sem orðið hefur háskalegur samdráttur á
atvinnu og raunar víðtækt atvinnuleysi á ýmsum
stöðum.
Jjessar staðreyndir eru alvarlegasta umhugsunar-
efni launafólks um þessar mundir, og því munu
margir taka undir þær fyrirspumir Þjóðviljans
hvenær sættir hafi tekizt um það að verklýðssam-
tökin létu sér þetta hlutskipti lynda, hvar þvílíkir
samningar hafi verið gerðir og hverjir séu hinir
„ábyrgu menn“ sem að þeim hafi staðið. Stendur
væntanlega ekki á Morgunblaðinu að gera nánari
grein fyrir hinu almenna umtali sími um „merk-
asta atburð síðasta árs.“ — m.
ÓLÆSI
Tll IVJ
- HINDRUN Á LEIÐ
TIL LYÐRÆÐIS 0G ÞROSKA
Kosningar á Indlandi fara
fram !með nokkuð svipuðum
hætti og hérlendis. Menn fá
kjörseðla, fara inn í klefa og
greiða atkvæði leynilega, svo
sem leikreglur lýðræðis krefj-
ast. Þó er á þessu munur sem
gæti virzt lítiH við fyrstu sýn,
en vert er að veita athygli.
Spurningin vaknar um það
hvort slíkar kosningar geti
raunverulega verið undirstaða
sanns Oýðræðis. Vegna þess að
mikill hluti af íbúum Indlands
er ólæs, eru ekki nöfn flokka
og frambjóðenda á kjörseðlun-
um, heldur merki eins og ux-
ar, kofi, fíil, reiðhjól og þess
háttar. Og i stað þess að kjós-
andinn setji kross við merki
þess flokks eða framþjóðanda
sem hann vill kjósa, þá eru
notuð fingraför.
Einhver kann að segja að
þetta fyrirkomulag sé einmitt
trygging fyrir lýðræði, þarsem
það veiti ólæsum möguleika tiil
að taka þátt í frjálsum ogleyni-
legum kosningum án þess að
þurfa að styðjast við hjálp
kjörstjórnarstarfsmanns. En
geta ólæsir kjósendur í raun
og sannleika myndað sér skoð-
un um þann. flokk eða þá
frambjóðendur, sem þeir eiga
kost á að velja til forsjár fyrir
hagsmunum sinum og lands
síns, á grundvelli fáeinna
framboðsræðna? Það er mikið
efamál að sá.sem hvorki kann
að lesa né skrifa, hafi hæfileika
til að hugsa rökrétt og meta
hilutlægt mismunandi flokka,
Kristján Flygenring verk-
fræðingur hefur sent blaðinu
eftirfarandi athugasemd með
ofangreindri fyrirsögn:
„Vegna skrifa í' blaði yðar
þann 22. þm. um almennan
fund um hitaveitumál óskar
undirritaður að takaþetta fram:
Samkvæmt ábendingu skrif-
stofu Verkfræðingafélags ís-
lands sneri einn fullltrúi Hús-
eigendafélags Reykjavíkur sér
til míp og bað mig að mæta á
almennum fundi félagsins þann
20. þm., taka þátt í umræðum
á fundinum og bera fram gagn-
rýni á Hitaveitu Reykjavíkur.
Bejðni þessari var þegar íupp-
hafi hafnað. Aftur á móti gaf
ég ádrátt um að setja á blað
nokkur minnisatriði, aðallega
um verðlagningu á heitu vatni,
sem gætu orðið ábending í mál-
ef nalegum (málflutningi þess
ræðumanns, sem stjórn Hús-
eigendafélagsins fengi í staðinn
fyrir mig, því eðliiegt er að
Húseigendafélagið beiti sér fyr-
ir þvi að fá mál þessi tiH um-
ræðu og komi þeim á fastan
grundvöll. Atriði þessi komu
skýrt fram í símtali og við af-
hendingu efnis þessa og lét ég
þess þá jafnframt getið, að fyr-
ir mig væri almennur fundur
sem þessi ekki réttur vettvang-
ur til þess að koma framþeim
málum, sem ég þyrfti að fá
leyst.
Hafi formaður Húseigendafé-
lagsins, sem ég hafði áldrei
samband við, á einhvern hátt
geflð í skyn, þegar hann las
upp punkta þessa, að þetta
væri greinargerð, eða helztu
kaflar úr ræðu, sem éghafíátt
að flytja um hitaveitumál, eins
og fram kemur í blöðum þeim,
sem um málið skrifa, þá er
það annaðhvort misskilningur
eða freklegt trúnaðarbrot af
bans hendi.
A bHs. 6 birtið þér „greinar-
gerð" mína (án leyfis, sem
□ Á Iiðnu ári beittu UN-
ESCO-nefndir Norðurland-
anna fimm, Danmerkur,
Finnlands, lslands, Noregs
og Svíþjóðar, sér fyrir
því, að safnað var fé til
baráttu gegn ólæsi full-
orðinna í f jórum héruðum
norðvestast I Tanzaníu i
Afríku, þ.e. héruðunum
Musoma, Nwanza, Shiny-
anga og Bukoba, sem eru
við sir.ðurströnd Viktoriu-
vatns. Víðast á Norður-
Iöndum hafa æskulýðs-
samtök tekið að sér að
afla fjárins, og hér á Is-
landi tók Herferð gegn
hungri að sér hlut fslands,
2600 dollara eða 148.200
kr. af því fé, sem HGH
hafði þegar safnað.
□ I sambandi við þessa
Tanzaníu-herferð hefur
fari'ð fram allvíðtæk upp-
lýsingastarfsemi á Norð-
urlöndum, bæði um ó-
læsi almennt, um i vanda-
mál efnahagslegrar van-
þróunar, um Tanzaniuríki
og aðstæður þar syðra o.
fl. íslenzka UNESCO-
ncfndin hefur Iátið þýða
úr norsku grein þá sem
hér birtist.
framþjóðendur og stefnuskrár.
Auk þess er sjónhringur hans
mjög þröngur, og hann hefur
tilhneigingu til að hugsa að-
varðar við lög) undir fyrirsögn
yðar ,,Hefur Hitaveitan selt
svikna vöru hér í borg?“, og á
bls. 13 birtist frjáls þýðing yð-
ar á efni „greinarinnar", þar
sem þér segið mig fyllilega
gefa í skyn „að hitaveitan haíi
á undanförnum árum selt
svikna vörú“. v
Ég lýsi því hér með yfir, ?ð
þessi ummæli blaðs yðar eru
freklegar falsanir og rangtúlk-
un yðar og á ekkert, skylt við
efni það, sem frarn kemur i
„greinargerðinni“, eins og menn
geta kynnt sér.
Kristján Flygenring, verkfr."
Vegna þessarar athugasemd-
ar verkfræðingsins vilíl. í>jóð-
viliinn taka eftirfarandi fram:
A almennum fundi, er Hús-
eigendafélag Reykjavíkur hélt i
Sigtúni að kvöldi 20. desember,
var umrædd greinargerð lesin
upp af formanni félagsins, Páli
S. Pálssyni hri. Var formaður-
inn £ lok fundarins beðinn um
leyfi til þess að birta umrædda
greinargerð í Þjóðviljanum, og
veitti hann hað góðfúslega.
Hinsvegar láðist blaðinu að
hringja f höfund greinargerð-
arinnar og biðja um Heyfí hans
tfl birtingar á þessum punktum
hans og er sjálfsagt að biðja
höfund afsökunar á því. Var
talið nóg að biðja félagsfor-
manninn uim leyfi á þirtingu
bess, er hann las upp á fund-
inum.
Vitaskuld er fyrirsögnin
blaðsins og jafnframthefurhver
sem er leyfi til bess að draga
sínar ályktanir af hinum upo-
gefnu púnktum verkfræðings-
ins. Kemur það áreiðanlega
spánskt fyrir sjónir hitaveitu-
notenda í gamla bænum, cf
ekki má halda þvi fram með
réttu, að Hitaveita Reykjavík-
ur hafí selt svikna vöru á und-
anfömum árum.
— Rítstj.
eins um þorpið sitt eða hags-
muni þröngs hóps fremur en
það sem kemur að gagni sam-
félaginu, þjóðinni og heiminum.
Ekki á þetta hvað sízt við af-
stöðu ólæsra kjósenda til ut-
anríkismála. Nú eru flest þau
lönd sem þetta á við, aðilar að
Sameinuðu þjóðunum, og utan-
ríkismálin sikipta því ekki litlu.
Xnnanlandsdeiliir þær og
skortur á stjómmálafestu sem
einkennir svo mjög þróunar-
lönd, spretta vafalaust að veru-
legu íeyti af því að mikill hluti
fbúanna er ólæs og óskrifandi.
Sú staðreynd að í mörgum nýj-
um Afrikurfkjum hefur ríkt
stefnuleysi af þessu tagi, svo og
styrjaldir milli ættflokka, styð-
ur þessa staðhæfingu, af því að
í þessum löndum eru 80—85%
íbúanna ólæsir. Lestrar- og
skríftarkunnátta meginiþorra
kjósenda i einu landi eru því
óhjákvæmilegt skilyrði bess að
unnt sé að leggja viðunandi
grunn að lýðræðisstjórnarfari.
Glögg sönnun þess að ólæsi
getur verið alvarieg hindrun
landflótta fólki, má sjá í Aust-
urlöndum. UNRWA (hjálpar-
og vinhustofnun Sameinuðu
bjóðanna fyrir flóttafólk frá
Palestínu) hefur í samvinnu
við UNESCO (Menningar- og
vísindastofnun SÞ) unnið mikið
að því að veita ungu kynslóð-
inni með kennslu sem allra
beztan undirbúning undir líf-
ið, og unglingqmir úr flótta-
mannastöðvunum munu eftir 9
ára skólagöngu geta taliizt bezt
menntu ungmenni arabísk nú
á dögum. Þeir sem til þesshafa
hæfileika geta svo fengið.hjáip
m.a. frá UNRWA og UNESCO,
til að halda áfram námi við
iðnskóla, kennaraskóla, æðri
skóla, háskóla o.s.frv. Þeirhafa
einnig von um að geta farið úr
vonleysinu í flóttamannabúðun-
um og fengið sér vel launaða
stöðu í Kuwait, Saudi-Arabíu,
Bahrei'n, Lfbýu og öðrum Ar-
abalöndum. En hvemig eiga
þéir að geta haldið sambandinu
við foreldra sina sem eftir eru
í búðunum og kunna hvorki að
lesa né skrifa? Þetta verðurt'l
þess að foreldramir verða að
leita hjálpar hjá læsum og
skrifandi nágranna eða ein-
hverjum sem getur hjálpað
þeim til að skrifa bréfin, en
í því felst aftur að aðrir, oft
algerlega ökunnugir kynnast
fjölskyldumáluhi, sem þeirættu
helzt ekki að fá að vita um.
Þess vegna hafa margarmæð-
ur meðal flóttamannanna dreg-
ið af þessu réttar ályktanir og
tekið þdtt í námskeiðum ílestri
og skrift sem UNRWA hefur
komið af stað fyrir konur í
saumastofunum f flóttamanna-
búðunum seinni hluta dags.
Eftir nokkum tíma geta þær
sjálfar skrifað bömum sínum
og lesið bréf frá þeim án þess
að biðja aðra um hjálp og án
þess að aðrir séu með mefið
niðri í einkamálum þeirra.
En mæður sem eiga börn
eða aðra ættingja í öðrum Ar-
abalöndum eru þó ekki einu
nemendumir á, þessum síðdeg-
isnámskeiðum. Þangað til fyrir
fáum árum hefur verið ógern-
ingur að senda stúlkurnar í
skóla, og langflestar af stærri
stúlkunum og uppkomnum kon-
um meðal flióttafólksins hafa
þvi aldrei gengið í skóla. Marg-
ar þeirra reyna i þessum
kvennamiðstöðvum að ná þvf
sem vanrækt hefur verið. í
einum búðunum á Gazasvæð-
inu voru til að mynda sjð bed-
úínastúlkur svo heillaðar af
þessari nýju kunnáttu sinni að
þær gátu staðið tímunum sam-
an við töfluna. Ein þeirra las
upphátt, en önnur skrifaði á
töfluna. Þær höfðu áreiðanlega
eins gaman af þessu og æsku-
lýðurinn hér hefur af nýjustu
dægurlögunum.
Annars læra konumar ekki
eingöngu lestur og skrift íþess-
um kvennamiðstöðvum. Þær
læra um meðferð’ ungbarna,
matargerð. hefísuvernd og þess
háttar. Þá kemur lestrar- og
skriftarkunnátta að góðu gagni,
því að það er vart möguHegt að
muna utanlbókar uppskriftimar
sem þær eiga að læra — jafn-
vel þótt einfaldar séu — og
leiðbeiningar í saumum ogþess
háttar yrðu að minna gagni ef
konurnar gætu ekki teiknað og
skilið mynztur.
Til. gamans má skjóta því
hér inn að margar eldri kon-
ur sækja þessar miðstöðvar, ekki
til að læra, heldur tfí að ná
sér í tengdadóttur. Þær konur
sem lært hafa lestur ogskrift,
matargerð, unglbamameðferð,
heilsufræði og fíeira, erumetn-
ar meira sem húsmæður, en
þær sern enn era ólæsar.
Þessi tvö dæmi sýna gredni-
lega hversu alvariegur þrösk-
uldur ólæsi er á vegi fyrir
þroska lífvænlegs lýðræðis og
hvílík aukabyrði það getur orð-
ið á landflótta fólki. Því skipt-
ir miklu að reynt sé að ryðja
frá þessum hindrunum með
samæfðum átökum og undir
forystu UNESCO. Að því leyti
getur starfsemi Norðurlanda,
sem ráðgerð er i Tanzaníu ver-
ið til fyrirmyndar. Svo sem
kunnugt er, verður þessi starf-
semi i fjórum af 60 héraðum
iandsins — og vænta má þess
að hringurinn stækki, breiðist
út sem þekking.
> Eitt héraðið sem norræna á-
ætlunin nær til er West Lake
Region, og í þessu sambandi
má nefna að með hoödsveikiá-
ætluninni sem barnahjálpar-
samtök SÞ í Noregi og Svíþjóð
vinna að þama, er einnig unn-
ið gegn ólæsi. Bæði f aðal-
Framhald á 7. siðu.
H4OLBAR0AR frá
RASIMOIMPORT MOSKVA :
EINKAUMB
MARS TRADRNG CO
Laugavegi 103. SIMI 17373_I
vegna skrifa um hitaveitumál