Þjóðviljinn - 11.01.1968, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 11.01.1968, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 11. janúar 1968 — ÞJOÐVILJINN — SlÐA 3 •ýf-.K,, i 1^1^: ^ I 1 /, ^ ^ ....’ '■■■' ........ S^;.. H ■.•.’.^v^fv/.'.'.v.'...................................^ .,. ............................................................. Í|i x;:-v ■*->.;, ‘.;¥:5? ^■^vvw.^\v.^vV',v.>-v.:::.xcvV.\\\s;cí<w^ JÉiSSiiÍ^S C.-Í vv\v§.V.S $ . V. v\-. v 5«S iv',-. V i:v%SíÁíiííiSÍÍi.v:W.v:::i:> — vonandi hafið þið, herrar mínir, skilið að floti liennar hátignar verður að horfa í hvern skilding. Viðbrögð brezks teiknara við margháttuðum sparnaðarráðstöfunum. brezku stjórnarinnar. Kekkonen forseti býður milli- göngu Finnu í Vietnumdeilunni hefur rætt um endurskoðun landamæra Finnlands Enn mæta hjartafærslur gagnrýni lækna Þriðji hjartaþeginn er látinn NEW YORK — 10/1 Hjartaþeginn Louis Block lézt- í Miam- onidessjúkrahúsinu í New York í morgun, IV2 klst. eftir að- gerðina. Helzta ástæðan er rakin til þess að hjarta það sem í hann var grætt reyndist of lítið. Þá eru tveir hjartaþegar á lífi en annar þeirra er enn talinn í hættu. Laeknar sjúkrahússins háðu harða baráttu fyrir lífi Blocks, en baeði reyndist hjartað sem hann þáði helmingi smaerra en það, sem hann hafði áður, og auk þess voru lungu hans löm- uð fyrir og dró þetta hann til dauða. Block hafði fengiðhjarta úr 29 ára gamalli konu, smá- vaxinni. * Block er þriðji hjartaþeginn Plötuspllurum var stolið í Radíóveri I fyrrinótt var brotizt' inn i Radíóver á Skólavörðustíg 8 og þaðan stolið þremur plötuspil- urum og .var eihn þeirra með útvarpstæki. Komst innbrots- þjófurinn inn í verzlunina með því að brjóta stóra rúðu í sýn- ingarglugga. Urðu fangaverðir og kona i húsi hinum megin við götuna, vör við ferðir mannsins og náði lögreglan honum fljótlega. Mað- ur þessi hefur áður komið, við sögu lögreglunnar. Talið er að verðmæti plötu- spilaranna sem maðunnn stalsé um 16 þúsund ksónur. sem deyr eftir aðgerð — hinir voru ungbarn í New York og Louis Washkansky í Höfðaborg. Tveir eru á iífi — Blaiberg tann- læknir í Höfðaborg, en líðan hans fer síbatnandi, .og ■ Banda- ríkjamaðurinn Mik Kasperak, en líðan hans er talin mjög alvar- leg. Þekktur hjartaskurðlæknir í Alberta, Kanada, dr. J. C. Call- aghan, sagði i' dag, en enn sem komið væri hefðu hjartaþegar enga möguleika til að lifa með nýtt hjarta. Callaghan, sem hef- ur haft frumkvæði um að nota smá, rafhlöðuknúin hjartanudd- tdfcki, sem hægt er að koAia fyr- ir i líkamanum, sagði, að láekn- isfræðin vissi enn of fátt um gagnkvæm viðbrögð ýmissavefa, eggjahvítuviðbrögð í hjarta og hegðun hvítra blóðkoma í ýms- um tilvikum. Án betri vitneskju um þessi atriði væri ekki hægt að ná árangri í hjartaígræðslu. Dr. Barnard, sem hefur fram- kvæmt hjartaaðgerðirnar í Höfðaborg, lét að því liggja i dag, að hann mundi e.t.v. þiggja boð um starf í Bandaríkjunum — væri það af persónulegum á- stæðum, ekki pólitískum. Góðar tunglmynd- ir frá Surveyor 7 PASADENA Kaliforníu 10/1 -j Fagnandi vísindamenn skoðuðu í dag 1225 myndir, sem tungifarið Surveyor 7 tók á yfirborði tunglsins. Surveyor ienti mjúkri lendingu á tunglinu í nótt skammt frá Tyoho-gígnum á ,,suðurhluta“ mánans. Tunglfar- ið hefur að líkindum lent ílægð og sýna myndirnar allhá björg og fjöll. Þær eru mjög skýrar. Röskir peninga- falsarar í USA NEW YOIiK 10/1 — Joel Lee, málaflutningsmaður frá Miami, var handtekinn á Kennedyflug- velli í dag, grunaður um aðild að hópi einhverra athafnasöm- ustu peningafalsara sem uppi hafa verið. Grunur leikur á að um 50 miljónir í fölskum seðl- um séu í umferð fyrir þeirratil- stilli. Rétt fyrir óramót var lagt hald á 4,1 miljóon dala af þessari framleiðslu og hefur annað eins magn falskra seðla ekki fundizt í annan tíma. HELSINKI 10/1 — I umræðum sem fram fara í sambandi við undirbúning forsetakosninga í Finnlandi lýsti Kekkonen for- seti yfir því í dag aö cf allir að- ilar Vietnamstyrjaldarinnar bæðu uin milligöngu Finna myndu þeir gjarna verða við þcirri. málalcit- an. Kekkonen minntist og á á- eetlun þá sem við hann er kennd um að Norðurlönd verði lýst kjamorkuvopnalaust. svæði. Hann kvaðst vona að slíka áætlun mætti framkvæma með tíð og tima, vilji menn í reynd hefta útbreiðslu kjarnavopna sé það rökrétt og fyrsta færa leiðin að fjölga slíkum svæðum. Og mér finnst gleðilegt að lönd Róm- önsku Ameríku hafa komizt að slíkri niðurstöðu, sagði forset- inn. Er spurt var um það, hvort Finnland ætti ekki að viður- | kenna bæði þýzku ríkin sagði Kekkonen að það fyrirkomulag sem nú væri \á þeim málum væri fullnægjandi — en bæði Austur- og yastur-Þýzkaland hafa aðeins verzluriarskrifstofur í Helsinki. í gær lýsti Kékkonen forseti þvi yfir £ ræðu í Abo (Turku) að hann hafi oft vakið máls á Iagfæringum á finnsk-sovézku landamærunum við sovézk yfir- völd. Kekkonen segir aðþærum- ræður hafi farið fram í hrein- skilni og vinsemd, en sovét- menn hafi ekki gefið jákvæð svör við umleitunum sínum. Á mánudag hefst fyrri áfangi kosninganna, en þá eru kjörnir 300 kjörmenn sem síðan velja forseta. , Allir stærstu flokkar landsins, sósíaldemókratar, Mið- flokkurinn og Lýðræðisbanda- Réttarhöldin í Moskvu So vétmenntamenn krefjast opinberrar umræðu í blöðum lagið, styðja Kekkonen og er hann því talinn viss um 240 kjörmenn a.m.k. og þar með endurkosningu. Ihaldsflokkurinn og hægri armur Sænska þjóð- flokksins hafa boðið fram Matti Virkunen, forstjóra stærsta einkabanka landsins. Auk þess býður Veikko Vennamo, sem áð- ur var í Miðflokknum, sig fram, en á það tiltæki er litið fyrst og fremst sem sérvizku. Metsala á brezk- um boltasparkara LONDON 10/1 — í dagxvar slegið brezkt met í kaupum á knattspyrnumanni. Martin Ohiv- ers, miðherji, unglingalgndsliðs Englands var keyptur frá Sout- hampton til' Tottenham fyrirl25 þúsund sterlingspund. Sem hluta af greiðslunni fékk Southampt- on Frank Sac sem er verðlagð- ur á 45 þúsund pund. Atvinnuleysi er efst ábaugii kosningabaráttu / Danmörku KAUPMANNAHÖFN 10/1 — At- vinnuleysi er orðið helzta deilu- mál kosningabaráttunnar í Dan- mörku. Allir flokkar hafa lýst það höfuðmarkmið sitt að tryggja fulila atvinnu, en mjög ber þeim á milli um leiðir að því rnarki. í kappræðum ásaka .sósíal- demókratar og SF borgaraflokk- ana um að vilja nota atvinnu- leysið í þágu pólitískra og efnahagslegra hagsmuna sinna, en borgaraflokkarnir saka stjórn- arflokkinn og SF um að hafa MOSKVU 10/1 — Haft er eftir heimildum í Moskvu scm tald- ar eru áreiðanlegar að hópur 31 sovézks lista- og vísindamanns hafi sent sovézkum lelðtogumá- skorun um að rætt vérði og skrifað opinberlega um mála- ferlin sem nú eru haldin yfir fjórum ungum sovézkum rithöf- undum. Meðal undirskrifenda eru sögð þau Aksjonof og Akhmadúllína, bæði þekkt skáld. Er þess fariö á leit að rétturinn sýni hlutlægni í vali vitna og að nákvæm grein sé gerð fyrir málaferlunum í blöðum. Enn hafa sovézk blöð ekkert skrifað um málaferlin, þótt sov- ézkir blaðamenn séu að sögn við- staddir þau. Það vekur athygli að í bréfi menntamannanna er aðeins minnst á einn hinna á- kærðu, Ginsburg, sem m.a. er sakaður um að hafa sent frá sér „hvíta bók“ um málaferlin gegn Sínjavskí og Daníel. Ginsburg hefur ekki játað sig sekan um neitt að sögn, en það hafi a.m.k. tvö hinna gert. Fólk þetta er m.a. ákært fyrir tengsl við alræmd útlagasamtök, NTS. Þá er og sagt, að ungur stúdent, Sokolof að nafni, venez- úelskur ríkisborgari, hafi viður- kennt fyrir rétti í dag, að hann hafi verið sendur af NTS til Moskvu til að hjálpa þremur hinna ákærðu og hafi hann haft m.a. meðferðis peninga og skjöl. Sokolof var handtekinn fyrir mánuði. AUar fregnir um þessi mál eru enn serri komið er byggðar á orðrómi. 1 gær var t.a.m. sagt frá því að hersihöfðingi á eftir- launum, Grígorénko, hafi verið handtekinn eftir að hann reyndi að komast inn í réttarsalinn, en nú er haft fyrir satt að hann hafi farið af fúsum vilja á lög- reglustöðina með vinkonu sinni, sem hafi verið tekin til yfir- heyrslu, en báðum hafi verið sleppt síðan. fylgt stefnu sem skaðleg hafi verið efnahagslífinu og því auk- ið á atvinnuleysi. Vinstriradikalir hafa þegar rætt er um nýja stjórn vísað á bug hugmynd um samstarf við sósíaldemókrata svo og um minnihilutastjórn sósíaldemókrata. Hinsvegar hafa þeir ekki held- ur viljað taka ákvörðun um samstarf við vinstri flokkinn og Ihaldsmenn, sem gera sér von- ir um sámsteypustjóm þessara þriggja flokka. Stríðið í Vietnam Skæruli&ar gerðu 4 snarpar árásir SAIGON 10/1 — Skæruliðar halda áfram hörðum árásum á bandariskar herstöðvar og gerðu fjórar slikar í dag og í morgun. Einna mestum árangri náðu j>eir í árásinni á flugstöðina við Kontun — en þar eyðilögðu þeir eða löskuðu ‘ 3o þyrlur. Banda- ríkjamenn segjast þar hafa misst 7 menn og 25 særða en and- staíðingarnir hafi misst 14 menn. Þá réðust um 400 skæiruliðar gegn bandarskri stöð um 37 km. frá Saigon. Bandarkjamenn segj- ast hafa þar misst fimm menn og 28 særða, en fellt sjálfir um 100 .andstæðinga, enda hefði fall- byssum verið beitt gegp þeim. í Mekongóshólmum héðust skæruliðar á Kien Son. höfuð- borg héraðs eins, og áttu þar í höggi við stjómarliða. Stjómar- liðar segja að 22 óbreyttir borg- arar hafi týnt lífi í þeim átökum. börn af 59, sem slösuðust í umferðinni í Reykjavík á s.1. ári voru 6 ára og yngri. I dag tekur til starfa umferðarskólinn „UNGIR VEGFARENDUR". Skólinn er bréfaskóli, og er þátttaka heimil öllum börnum í Reykjavík, Kópavogi, Hafn- arfirði, Garðahreppi, Seltjarnarnes- hreppi og Mosfellssveit, á aldrinum 3, 4, 5 og 6 ára, foreldrum þeirra að kostnaðarlausu. I vetur munu þau börn, sem gerast þátttakendur, fá tvær til þrjár sehding- ar frá skólanum, og auk þess smá gjöf á afmælisdaginn. Þátttökueyðublöð liggja frammi í dag og á morgun í mjólkurbúðum og öðr- um þeim verzlunum, sem selja mjólk á höfuðborgarsvæðinu. — Allar nánari upplýsingar veitir fræðslu- og upplýsingaskrifstofa um- ferðamefndar Reykjavíkur, sími 83320.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.