Þjóðviljinn - 11.01.1968, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 11.01.1968, Blaðsíða 6
g SfÐA — ÞJÓÐVIUINN — Fimm^udagur 11. janúar 1968. Anvill - gallabuxur Amerísk úrvalsvara. — Fæst aðeins hjá okkur. Ó. L. Laugavegi 71 Sími 20141. mZLUNARHÚSNÆÐI Mjög hentugt húsnæði á götuhæð 1 nýju húsi til leigu fyrir verzlun, léttan iðnað eða geymslu. ÁSBJÖRN ÓLAFSSON Grettisgötu 2 — Sími 24440. (gntineníal SNJOHJOLBARÐAR MEÐ NÖGLUM sem settir eru í, með okkar íull- komnu sjálfvirku neglingarvél. veita fyllsta öryggi í snjó og hálku. Nú er allra veðra von. — Bíðið ekki eftir óhöppum, en setjið CONTINENTAL hjólbarðá, með eða án nágla, undir bílinn nú þegar. I ' Vinnustofa vor er opin alla daga frá kl. 7,30 til kl. 22. Kappkostum að veita góða þjón- ustu með fullkomnustu vélum sem völ er á. GÚMMÍVINNUSTOFAN h.f. Skipholti 35 — Sími 3-10-55. Enskuskóli barnanna Kennslan í Enskuskóla barnanna fer þannig fram, að enskir kennarar kenna bömunum og tala ávallt ensku. Þurfa bömin ekki að stunda heimanám, en þjálfast í ensku talmáli í kennslustundunum. DANSKA er kennd á svipaðan hátt og enskan. Þá höfum við einnig sérstaka TALTÍMA í ensku og dönsku fyrir UNGLINGA. Málaskólinn MÍMIR Hafnarstræti 15. — (Innritun í síma 2-16-55 eða 1-000-4 kl. 1-7 e.h.). • Fundur Tæknifræðingafélags íslands í Hótel Loftleiðum í kvöld • Starf Tæknifræðin.gafélags Islands er nú aftiy að hefjast af krafti eftir nokkurt hlé um jól og áramót, og verður fyrsti fundurinn að Hótel Loftleiðum — Snorrabúð — í dag, fimmtud. 11. janúar. Hefst hann klukkan 20.30. Fyrirlestur verður að vanda fluttur á fundinum og verða raforkumál til umræðu að þessu sinni. Fyrirlesari verður Jakob Bjömsson verkfræðing- ur. Annað tölublað Félagsbréfa T. F. 1. er komið út fyrir skömmu, og er bar m.a. sagt nokkuð frá félagsstarfinu, birt stutt ávarp frá framkvæmda- stjóm, úrdrættir úr fjórum fundargerðum og sagt frá fé- lagsstarfinu í vetur. Einnig er þar „Ferðasðgubrot frá Austur- löndum" eftir einn félags- Menn segja það taki þrjár kynslóðir að búa til sjentil- manh. Og svo geta þriggja daga gamlir skeggbroddar eyðilagt allt þetta erfiði. Salon Gahlin. • Leggjum Bjarna lið • Þessi vísa varð nýlega til — af' gefnu tilefni í fréttum: Vlð skulum Bjama leggja lið og landsins bömum sparnað kenna, en fyrst þarf að stemma stigu við stórum gróða þvottakvenna. Jensína Björnsdóttir. • Hús og bún- aður, nýtt hefti • í október-hefti ritsins Hús og búnaður er aðalgreinin um eldhú's og fylgja margar mynd- ir; sagt er frá nýjungum í húsgagnagerð erlendis, grein er um slysahættu í heimahúsum, leiðbeiningar um. staðsetningu sjónvarpsviðtækja, skákþátt rit- ar Ólafur Bjömsson, Kristín Jónsdóttir handavinnukennari sér um þáttinn Saumaklúbbur- inn. Sitthvað fleira er í ritinu. Ritstjóri er Ragnar Ágústsson. manna, Magnús Oddsson, sem segir frá hinni viðburðaríku ferð hóps íslendinga fyrir botni Miðjarðanhafs í byrjun júní- mánaðar sl., er sex daga stríð ísraelsmanna á hendur Aröb- um skall á og truflaði feróa- áætílun íslendinganna rækilega. Loks er einkar fróðleg grein úr tímariti þýzkra v tæknifræð- inga, ,,Tæknifrædimenntun — viðskiptalíf Evrópu“. Ættu bæði félagsmenn og aðrir að kynna sér grein þessa. Lífeyrissjóður félagsins hef- ur nú starfað í tvö ár og er svo komið, að unnt er að veita lán úr honum í næsta mán- uði. Munu fyrstu lánin verða veitt 15. febrúar. Árshátíð T. F. í. verður að þessu sinni haldin að Hótel Loftleiðum laugard. 3. febrú- ar og verður vel vandað til skemmtiskrár kvöldsins.. Eru félagsmenn hvattir til að sækja þessa skemmtun og tryggja sér miða sem fyrst. Þess skal getið vegna þeirra, sem er ókunnugt um það, að skrifst'ofa félagsins er opin á eftirtöldum tímum: Mánudaga klukkan 13.30—16.30 og 18.00— 19.00, miðvikudaga klukkan 13.00-17.00 og föstudaga klukk- an 18.00 til 19.00. (Frá Tæknifræð- ingufélagi íslands). • Fimmtudagur 11. janúar. 13,00 Á frívaktinni. Eydís Ey- þórsdóttir stjórnar óskalaga- þætti sjómanna. 14.40 Svava Jakobsdóttir ies þýðingu sína á grein um Maríu Theresíu droftningu Austurríkis. 15,00 Miðdegisútvarp. Tijuana- hljómsveitin leikur og syng- ur, Éduardo Falu leikur suð- uramerísk lög á gítar, Ge- orgie Fame og Peter Kreuder leika og syngja með félögum sínum. 16,0‘0 Veðurfregnir. Síðdegistón- leikar. Elsa Sigfúss syngur Iðg eftir Árna Thorsteinsson og Emil Thoroddsen. CBC- h'Ijómsveitin leikur Sinfóníu í C-dúr eftir Stravinsky; höf- undur stjómar. 16.40 Framburðarkennsla f frönsku og spænsku. 17,00 Fréttir. 17,05 Á hvítum reitum og svörtum. Sveinn Kristinsson flytur skákþátt. 17.40 Tónlistartími bamanna. Egill Friðleifsson sér um tímann. 19,00 Fréttir. 19,20 Tilkynningar. 19,30 Víðsjá. 19,45 fJr ýmsum áttum. Einar Ól. Sveinsson og Sveinn Ein- arsson lesa sögur úr fornum ■ bókum og „Vökunóttum“ eft- ir Eyjólf Guðmundsson á Hvoli. Áður útv. á annan dag jóla. 20,30 Sinfóniuhljómsveit Islands leikur í háskólabíói. Stjórn- andi: Ragnar Björnsson. Ein- leikari á píanó: Frederick Marvin frá Vínerborg. Á fyirí hluta efnisskrárinnar: a) Síð- degi skógarpúkans, eftir De-' bussy, b) Fantasía fyrir pi- anó og hiljómsveit op. 56 eft- ir Tjaikovskij. 21,15 Útvarpssagan: „Maður og kona“ eftir Jón Thoroddsen. Brynjólfur Jóhannesson leik- ari les (1). 22,00 Fréttir og veðurfregnir. 22.15 Um skólamál. . Magnúa Gestsson flytur erindi. 22,40 Tónlist eftir tónskáld tmán- aðarins, ’ Sigurð Þórðarson. a) ísland og Skín frelsisröð- ull fagur. Karlakór Reykja- víkur syngur undir stjórn höfundar. Einsöngvari í fyrra laginu: Guðmundur Jónsson. b) Ömmusögur, svíta. Sinfón- íuhljómsvjeit íslands leikur; Páll P. Pálsson stjómar. 23.15 Fréttir í stuttu máli. — Dagskrárlok. Aðalfundur yerzlunarmannafélagfs Reykjavíkur ' / i verður haldinn í Tjamarbúð fimmtudag- inn 18. janúar n.k. kl. 20,30. Dagskrá samkvæmt félagslögum. Stjóm V. R. Stórstúkufundur Sunnudaginn 14. janúar 1968 kl. 14 verður haldinn fundur á stórstúkustigi í Templarahöll Reykja- * víkur við Eiríksgötu. Rétt til fundarsetu hafa allir stórstúkufélagar. — Á fundinum verður veitt stórstúkustig. ) I 1 , ' I Reykjavík, 4. janúar 1968. Ólafur Þ. Kristjánsson, stórtemplar. Kjartan Ólafsson, stórritari. I 4

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.