Þjóðviljinn - 11.01.1968, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 11.01.1968, Blaðsíða 5
w Fiimnttidagur tl. janúar 1908 — MÓÐVELJINN — SÍÐA g Leikfloklcur Litla sviðsins: BILLY LYGARI eftir KEITH WATERHOUSE pg WILLIS HALL Leikstjóris EYVINDUR ERLENDSSON Fullyrða má að sýningar æskuíólksins í Lindarbæ séu um flest feginsamleg og for- vitnileg nýjung í leiklistarlífi bæjarins — nemendurnir sem brautskráðust úr skóla Þjóð- leikhússins á liðnu vori hafa tekið höndum saman, ákveðið að berjast til þrautar og sýna hvað í þeim býr, efla og styrkja hvora aðra og komast til þroska. Prófraunir þeirra í haust'-vöktu athygli margra og ekki að ástæðulausu, og það ætti sannarlega að vera ófáum gleðiefni að sjá ný andlit og áður ókunn, það er ekki sjald- an að menn kvarti sáran yfir því að horfa æ ofan v æ á sömu leikendurna þótt snjallir séu margir hverjir og það oft- ■ lega í helzti eðlisskyldum hlut- verkum.' Flokkurinn er skipað- ur tíu mönnum, stúlkum og piltum, en að þessu sinni gegna tvö þeirra störfum hvíslara og sýningarstjóra — hlutverkin í „Billy lygara" eru ekki nema átta talsins. Og eins og vera ber er leikstjórinn líka ungur maður og raunar flestum ís- lemdingum betur menntur í sinni grein, sviðsmálarinn hef- ur einnig nýlokið námi og þeg- ar getið sér góðan orðstír, og loks er þýðandinn einn leik- endanna. í Lindarbæ ræður æskan ríkjum á öllum sviðum, framtíðin reyndar óviss og hörð barátta framundan; en ég get ekki íátið hjá líða að óska þessu dugmikla og djarfhuga unga fólki gengis og gæfu. „Billy lygari" er þeim vel valið og heppilegt viðfangsefni á marga lund, þótt við nærri allt verði ekki ráðið sem vænta má. Leikritið er að vísu ekk- ert stórvirki eða snilldarverk, en höfundarnir kunna iðn sína til hlítar, gerþekkja lögmál sviðsins. Það var frumsýnt í London haustið 1960 og hlaut ærnar vinsældir, þær voru víst að flestra dómi framar öllu hinum margsnjalla aðalleikara Albert Finney að þakka. Segja má að verk þeirra félaga sé hvorki fugl né figkur, l'að er ósvikinn hlátursleiþur eða farsi á ytra borði, en' þó sorglegt undir niðri; söguhetjan unga Billy lygari er og verður óbæt,- anlegur geðsjúklingur sem all- ir hljóta að aumkva að lokum. piltur sem aldrei getur orðið að manni, óvinnufær, hnuplgef- inn og ringlaður. Hnnn er svo Liz (Sigrún Björnsdóttir) og Billy (Hákon Waage). -4> Tíu togurar hafa se/t ytra Þjóðviljinn sneri sér til Ingimars Einarssonar, fulltrúa hjá Lítí og fékk eftirfarandi upplýsingar um sölu íslenzkra togara erlendis að undanförnu: Þann 2. janúar seldi togarinn Hafliði frá Siglufirði í Grims- by 120 tonn fyrir S9.081. Sval- bakur seldi $ama dag í Grims- i by 149 tonn fyrir £9.292. Dag- inn eftir, 3. janúar' seldi tog- arinn Júpíter í Hull 225 tonn fyrir £15.519, Röðull í Grimsby 158 tonn fyrir £11.660 og Sur- pri.se sama dag í Hull 146 tonn fyrir £10.187. 8. janúar seldi Karlsefni 170 tonn fyrir £15.348 í Grimsby og 9. janúar seldi EgillSkalla- grímsson í Aberdeen tæp 100 tonn fyrir £8.323 og Harðbakur seldi í Grimsby sama dag 161 tonn fyrir £15.019. 1 fyrramórg- un seldi togarinn Sigurður, sem skráður er á Flateyri en gerð- ur út frá Reykjavík, 152 tonn fyrir 154.500 þýzk mörk í Cux- haven. □ 1 gær seldi togarinn Maí í Bretlandi og # er það seinasta sala vikunnar.' gífurlegur draumóramaður að hann getur engan mun gert á ímyndun og veruleika, bama- legur um skör fram og þó all- vel gefinn á sinn hátt, einka- sonur og sorgarbam lang- þreyttra foreldra. En hér ligg- ur þó fiskur undir steini: er- um við ekki flest skyld bess- um vesalings pilti? Þurfum við annað en skyggnast í eigin barm til að kannast við barna- skap hans, fánýta dagdrauma, aumlega ragmennsku. erum við ekki alltaf að beita hinum margvíslegustu undanbrögðum, ljúga að okkur sjálfum, flýja af hólmi? Leikurinn er í hefðbundnu formi og það ætla ég ekki að lasta, og fyrir margt má hrósa höfundunum ensku. Mannlýs- ingar þeirra eru yfirleitt skýr- ar og hnittilegar og um orð- svörin gegnir líku máli. Og um- hverfinu lýsa þeir eflaust vel og trúlega, en sagan gerist á einUm degi í einhverjum leið- inlegum iðnaðarbæ í Norður- Englandi, fólkið er af lægri meðalstétt og ber þess öll merki. Og kímnigáfu þeirra Waterhouse og Halls dreg ég ekki í efa. í „Billy lygara“ verða ung- ir og lítt þroskaðir leikendur að bregða sér í gervi fólks á ýmsum aldri, þótt flest sé það raunar á þeirra eigin réki; en Ijóst er að leikstjórinn á við stóra örðugleika að etja. Ey- vindur Erlendsson virðist mér sannarlega vandanum vaxinn, hann skilur leikinn hárrétt í öllutn moginatriðum, kann ekki aðeins að setja á svið, heldur reynjst leikendum sínum traustur samstarfsmaður, vand- virkur, þrautseigur og hollur leiðbeinandi, Hann lætur þau Artúr og Ritu koma dauða- drukkin að dyrunum undir lok- in, en ekki er gert ráð fyrir því í leiknum að því ég fæ séð; en hann leggur viðeigandi áherzlu á glens og alvöru. Það er enginn barnaleikur að koma heilli íbúð ásamt garði fyrir á sviðinu í Lindarbæ, en það. tekst Birgi Engilberts vonum framar, og sízt miður en Unu Collins í „Hunangsilmi“ fyrir skömmu. Húsbúnaður Fisher- hjónánna á að vera ósmekk- legur, og þar bregzt Birgi ekki bogalistin; af honum er alls góðs að vænta. Að þýðingu Sigurðar Skúlasonar má vafa- laust sitthvað finna, enda vandaverk; en mér þótti hún víðast rituð á eðlilegu talmáli — tungu þeirrar kynslóðar reykvískrar. sem nú er að vaxa úr grasi. Billy lygari, sá óbetranlegi nítján ára piltur er réttilega falinn Hákoni Waage, efnileg- um og velættuðum leikara, hann hlaut óhjákvæmilega að bera hita og þunga kvöldsins. Túlkun hans er talsvert misgóð og ekki verulega heilsteypt, en jafnan heiðarleg, hugtæk og einlæg; hann reynir aldrei að trana sér fram, ofleikur hvergi. Ónóg sviðsreynsla hans leynd- ist ekki, en margt gerði hann vel og virtist nokkuð jafnvíg- ur á gaman og alvöru. Mest þótti mér vert um hinn ann- arlega glampa sem logáði í augum hans, Hákoni tókst að sýna að Billy er ótvíræður geðsjúklingur, átakanlegur og hlægilegur í senn. Marghrjáða foreldra Billy Fishers léku Auður Guðmunds- dóttir og Jón Gunnarsson. Skýr framsögn Auðar og örugg framkoma er til fyrirmyndar, enda á hún þroska og allmikla sviðsreynslu að baki, mjög Billly (Hákon Waage) og Ríta (Guðrún Guðlaugsdóttir). gervileg húsfreyja og manni sínum mikið fremri, munur þeirra hjóna er að mínu viti stórum meiri en gert er ráð fyrir í leikritinu. Auður er tæpast jiógu mædd á svip, en nær beztum tökum þegar hún ber blak af vonlausum syni sínum, lýsir hinni eilífu móð- urást ljóst og íallega. Jón Gunnarsson er talsvert kát- broslegur þótt hann leiki mjög á einn streng, en virðist alls ekki sú manngerð, sem hann á að vera. Geoffrey Fisher er maður sem hafizt hefur úr sárri fátækt til allgóðra efna, og A hugsar mjög um fyrirtæki sitt, fjárreiður og reikninga; útlit hans, klæðnaður og yfirbragð þykir mér ekki við eiga, en um þá hluti verður að vísa til leikstjórans. Jónína Jónsdóttir gat sér góðan orðstír í „Dauða Bessie Smith“, en er nú falið það vonlausa verk að lýsa ömmunni, örvasa gamalmenni sem tautar að jafnaði við sjálfa sig og lifir í löngu liðnum heimi, og deyr raunar í miðj- um leiknum. Jónína var öll af vilja gerð en fékk ekki við ráð- ■ð; en þrátt fyrir það hef ég jafnmikla trú sem íyrr á fram- tið hennar og hæfileikum. Billy er ekki við eina fjöl- ina felldur í kvennamálum, hann er trúlofaður tvcimur stúlkum í einu og sú þriðja ann honum, skilur veikleika hans, reynir að bjarga honum. Önnu Guðmundsdóttur tókst ekki að gera Barböru nærri eins skoplega og verða má, en lék þó sennilega og þokkalega; Barbara er vel upp alin og mjög siðsöm stúlka, en írá- munalega barnaleg, ástríðulaus og einföld, úr þeim kostulega . efniviði má mikið gera. Guð- rún Guðlaugsdóttir er Rita, kornung dækja sem heldur við ameríska dáta, orðljót, hvass- yrt og ófyrirleitin. Guðn'in fór vel og hressilega með hlut- verkið, lagleg, hæfilega glanna- lega búin, skýr í máli og tókst að birta Ijóslega innræti Rítu og líferni; túlkunin raunar dá- lítið ótamin eins og oft hendir æskuna. Líz ber af Jæssum stúlkum þótt líf hennar hafi verið nokkuð stormasamt, og Sigrún Björnsdóttir var góðu gervi búin, fríð, raddgóð og fönguleg, en ekki nógur þrótt- ‘ur í leik hennar, það var eins og hin óreynda leikkona vogaði ekki að sýna þau tilþrif sem hún á vonandi yfir að búa. Loks fer Sigurður Skúlason með lítið hlutverk að þessu sinni, en hann er Artúr vinur Billy, leikur snoturlega og notalega, en er of sviplíkur fyrri viðfangsefnum sínum. Sýningunni var ágætlega fagnað og að verðleikum. Við gengum út úr salnum glaðir og hressir í bragði, þó að við værum raunar oftlega frémur að horfa á sorglega en hlægi- lega atburði. A. Hj. Svíar gagnrýsidir í Wðshington WASHINGTON 8/1 — Banda- rískur öldungadeildarmaður, Carl Curtis, gagnrýn'di í dag sænsk rtjórnarvöld sem veitt hafi griðastað Bandaríkjamönn- um sem gerzt hafa liðhlaupar til að komast hjá að berjast í Viet- nam. Hann sagði að Svíar örv- uðu bandaríska hermenn til lið- hlaups og taldi að Bandarikja- stjóm ætti að krefjast þess að liðhlauparnir yrðu framseldir. Minni þorskafli við GrænSand GÓÐVON 9/1 — Þorskaflinn minnkaði við Grænland í fyrra, varð 4,1 prósenti minni en árið áður. Aflinn var þó skárri en árin 1963—’65, en hafði minnk- að um 24 prósent frá metafla- árinu 1962. f fyrra voru lagð- ar á land í Grænlandi 23.012 lestir af þorski. Svíar bjóða heim Papandreú yngra STOKKHÓLMI 9/1 — Andreasi Papandreú hefur verið boðið að koma til Svíþjóðar og setjast þar að, og ítrekaði prófessor Gunnar Myrdal þetta böð í dag. Papandreú yngri var nýlega lát- inn laus úr fangelsi í Grikklandi. Hann er kunnur hagfræðingur, kenndi þau fræði um árabil við háskóla í Bandaríkjunum og Svíar hafa nú boðið honum stöðu við hina alþjóðlegu hagfræði-. stofnun í Svíþjóð. Enn er ekki vitað um afstöðu Papandreús. Alþxngi kvaft santan í gær barst Þjóðviljanum eft- irfarandi fréttatilkynning fsá forsætkráðuneytinu: Forseti Islands hefur sam- kvæmt tililögu forsætisrá ðherra kvatt Alþingi til framhaldsflund- ar þriðjudaginn 16. janúar 1968, kl. 14,00. Jólin á Grund og í Ási, Hveragerði I jóla^pánuðinum var að venju gestkvæmt á Grund og Minni-Grund. Margir komu til þess að heimsækja heimilisfóilk- ið. færðu þvi allskonar gjafir og kveðjur og jólapósturinn var mikiU að vanda. Árlega koma Luciurnar i heimsókn og fara um húsiðmeð kertaljfís og syngja jólasálma. Frú Sigrún Jónsdóttir. og frú Bima Hjaltested sáu um þessa heimsókn, en það hafa þær gert á annan áratug — og sýna með því frábæra tryggð og hugul- semi til eldra fólksins. Þökkum við þeim og ungu stúlkunum — Luciunum — innilega fyrir komuna. Tónlistarskólinn — yngri deild — heimsótti okkur um þessi jól eins og svo oft áður. Söngkór og strengjahljómsveit hélt jólatónleika, sem okkur þótti takast með ágætum. Frk. Þorgerður Ingólfsdóttir an-naðist söngstjórn og tókst prýðilega. Þá kom frk. Þorgerður einnig með söngflokk úr Menntaskóla Hamrahlíðar, nokkx-u seinna og var það einnig kærkomin heim- sókn. Hjáílpræðisherinn hélt hér hér einnig jólatónleika, sem okkur þxótti vænt um. Átthagafélögin mundu að venju eftir sínu fólki, einnig Rebekkusystur, Blindravinafé- lagið og Kvenfélag Háteigs- sóknar. Hef ég verið beðinn að færa öllum þessum félögum hugheilar þakkir fyrir kær- komnar gjafir og þá ræktar- semi, sem þær bera vitni um. Góður vinur okkar á Grund, Tómas Tómasson forstjóri, sendi okkur marga kassá af jólaöli og gosdrykkjum, eins og svo oft áður um jólin; í Ási í Överagerði var eirmig gestkvæmt í jólamánuðinum og vistfólkinu þar bárust einnig margar gjafir og jólakveðjui-. Kvenfélag Hveragerðis bauð heimilisfólkinu á jólatrés- skemmtun. Var það ágæt skemmtun og veitingar rausn- arlegar. Vistfólkið á stcfnunum okkar er orðið margt og á því marga að. Jólaheimsóknir, gjafir og jólakveðjur eru kærkomnar og fyrir þetta allt er þakkað af heilum hug. Að endingu þakka ég öllu starfsfólkinu á Grund og í Ási fyrir mikil óg vel unnin störf — ókki aðeins um jólin, heldur allt'arið. Án þess að hafa go1t og s'amtaka starfsfólk, væri ekki hægt að starfrækja þessarstofn- anir svo vel sé og þess vegna nota ég þetta tækifæri til þess að þakka því ölil störf sem það vinnur — ekki aðeins vegna kaupsins — heldur vegna þess að það hefur skilning á þeixn störfum, sem það vinnur að. Gísli Sigurbjörnsson. i i \

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.