Þjóðviljinn - 27.01.1968, Qupperneq 3
BaHgaMlagttr 23. janéap 1868 — MOEWHíJXNN — SlÐA J
Pueblomálið á fundi Öryggisráðsins í gær
Johnson: Við beitum öllum
ráðum til að fá Pueblo aftur
WASHINGTON, NEW YORK, SEOUL 26/1 - Enn
eru margar blikur á lofti vegna töku bandaríska
njósnaskipsins Pueblo úti fyrir ströndum Norður-
Kóreu. Bæði Johnson forseti og Dean Rusk hafa
lýst því yfir að stjóm þeirra geti ekki sætt sig
við þetta „sjórán“ eins og það er orðað, og fregnir
berast af eflingu bandarísks herstyrks í Suður-
Kóreu og á hafinu í kring. Öryggisráðið kom til
fundar í dag til að ræða málið, að beiðni Banda-
ríkjanna, og var búizt við löngum óg hörðum
kappræðum.
Johnson og Rusk
•Johnson forseti hélt útvarps-
rseðu um málið í gærkveldi og
sagði stjóm sína aldrei sættasig
við töku skipsins, kvað ha'na
neyta allra ráða til skjótrar
lausnar á mátlinu og væru banda-
riskir herir við öllu búnir. Dean
Rusk utanríkisráðherra lýstitöku
skipsins sjórán af verstu tegund,
því skipið hefði aldrei vcjrið í
norðurkóreskri landhelgi og það
mundi hafa verstu afleiðingar ef
áhöfn skipsins yrði leidd fyrir
rétt. En í dag hafði málgagn
kommúnistaflokks Norður-Kóreu,
Rodong Shinmon, sagt að þeir
sem beri ábyrgð á því að Pueblo
rauf landhelgi fullvaida ríkis,
verði að sæta ábyrgð fyrir af-
brot sín.
Þá hefur útvarpsstöðin í höf-
uðborg Norður-Kóreu í þriðja
sinn útvarpað játningu fráBuc-
her skipstjóra um að hann hafi
stundað njósnir í Uandhelgi — en
Bandarikjamenn hafa lýst þær-
yfírlýsingar falsaðar.
Bandaríkjamenn hafa haft
samband við fulltrúa þeirraríkia
seim veittu' þeim lið í Kóreustríð-
inu um 'málið og skýrt þeim frá
diplómatískum og öðrum ráðum
sem reynd verða til að fá skipið
og áhöfnina aftur. Ennfremur
var haldinn sérstakur fundurhjá
fastanefnd NATO í Brússel um
málið.
Sovét og Japanir
Sovézka stjórnarblaðið Izvest-
ía gagnrýnir Bandaríkin harðlega
í dag fyrir Pueblomálið og lýsti
þá ákvörðun Jöhnsons að bjóða
út varaHið strfðsmóðursýki. Samt
virtust líkur benda til að sov-
ézka stjómin íhugi ný tilmæli
Bandaríkjastjórnar um milli-
göngu í málinu, þótt ekki sé lik-
legt að hún hafi sérstakan áhuga
á beinni aðild að þvi. Ýmsir vilja
ekki gera of mikið úr möguleik-
um Sovétstjórnarinnar til aðhafa
áhrif á stjórn Norður-Kóreu,
sem hefur gætt hlutleysis í deil-
um hennar og þeirrar kínverslcu.
Sérfræðingar japönsku stjórn-
arinnar telja ekki ólíklegt að á-
höfninni af Pueblo verði skilað,
en ekki skipinu. Benda þeir m.a.
á að svo hafi farið með þau
suðurkóresk skip sem norðan-
menn hafa tekið.
Sáttfúsir?
AFP fréttastofan segir að blöð
f höfuðborg Suður-Kóreu, Seúl
hafi birt fréttir um að „óþekkt-
ar flugvélar hafi kastað sprengj-
um á hæðir skammt fyrir norð-
an núverandi landamæri Norð-
ur- og Suður-Kóreu og að komið
hafi tíl vopnaðra átaka á landa-
mærunum. Talsmenn Bandaríkja-
hers segja ólfklegt að risaher-
skipið Enterprise komi nær
ströndum Norður-Kóreu en 100
sjómílur, en það var sent til
Wonsanflóa í gær. Blöð í Seúl
segja bandaríska kafbáta komna
til Wonsanflóa, þar sem Pueblo
var tekið, en þær fregnir hafa
ekki verið staðfestar. Hitt er vit-
að, að mikill fjöldi flugvéla norð-
anmanna er á sveimi yfir fló-
anum á eftiriitsflugi.
öryggisráðið
Sfðustu fréttir: Öryggisráðið
kom til fundar um málið íkvöld.
Fulltrúi Sovétríkjanna, Morozof,
vísaði á bug ákæru Bandaríkja-
maiina gegn Norður-Kóreu og
hélt því fram í staðinn að nær-
vera Bandaríkjahers í Suður-Kór-
eu væri höfuðforsenda viðsjár-
verðs ástands þar um slóðir. Ráð-
ið samþykkti að taka kæruna
fyrir gegn atkvæðum fulltrúa
Sovétríkjanna, Ungverjalands og
Alsírs. Goldberg, fulltrúi Banda-
ríkjanna sagði að það væri skylda
ráðsins að taka mál þetta fyrir
sem skipti svo miklu um frið og
öryggi, og væri ekki önnurstofn-
un þýðingarmeiri þegar um slfk
mál væri að ræða.
Þjóðviljann vant-
ar blaðbera í eftir-
talin hverfi:
Hverfisgötu efri.
Háskólahverfi.
Skipholt.
Höfðahverfi.
ÞJÓÐVILJINN
Sími 17-500.
B-52 flugvélar tíiir
gestir við Tulestöð
Enn leitað að vetnissprengjunum
KAUPMANNAHÖFN 26/1 —
Bandarískir sérfræðingar vinna
enn að því að leita að vetnis-
sprengjunum fjórum sem hröp-
uðu skammt frá Thule ásamt
með sprengjuþotunni sem bar
þær. Fundizt hafa, auk brota úr
einni sprengjunni, 4 sprengju-
fallhiífar, og er greinilegt að
kviknað hefur í þeim.
Bandarfkjamenn halda fastvið
fullyrðingar sínar um að ekki
stafi hætta af geislavirkni vegna
atburðarins. Um 650 Grænlend-
ingar búa í grennd við Thule og
er sagt að enginn hafi verið nær
en 15 km frá slysstaðnum.
Danska stjórnin sem nú situr
til bráðabirgða, mun hafa hætt
við að bera fram sérstök mót-
mæli vegna atburðarins, en
krefst ítarlegrar rannsóknar á
öllu því sem hann varðar.
Danskir liðsforingjar í herstöð-
inni á Thule hafa skýrt blaðinu
Politiken frá bví að sjá megi
B-52 sprengjuþotur frá Thule á
hverjum degi allt árið um kring.
VAUXHALL
BEDFORD
UMBOÐIÐ
ÁRMÚLA3 SÍMI 38900
Sé þetta ekki í fyrsta sinn að
þær hafi leitað nauðlendingar á
herstöðinni. Þá segja þeir og að
þessar risaflugvélar fari yfir
grænlenzkt land.
Leshrræninginn
náðist aftur
MONTREAL 26/1 — Einn af að-
ildarmönnum Igstarránsins mikla
í Bretlandi 1963, Oharies Wilson,
var handtekinn í smábæ í Queb-
ecfylki í dag. Ræningjarnir náðu
þá í um 300 miljónir króna og
hefur mikilll þluti þess fés ekki
komið fram.
Wilson var handtekinn 1964 og
dæmdur í 30 ára fangelsi, en
strauk úr fangelsinu eftir fjóra
mánuði. Tvö síðustu árin hefur
hann búið með konu sinni og
þrem börnum í Kanada, en þang-
að komst hann á fölsku ve/a-
bréfi.
30 Afríkumenn dæmdir fyrír
skæruhernað i Suðv.-Afríku
PRETORIU 26/1 — Þrjátíu
Afríkumenn voru sekir fundnir
fyrir rétti í Pretoriu í dag fyrir
tilraun til voppnaðrar uppreisn-
ar í Suðvestur-Afríku, sem er
fyrrverandi þýzk nýlenda sem
stjómað er frá Suður-Afríku.
Enginn þeirra mun þó hljóta
dauðadóm.
Mennirnir eru ákærðir fyrir
manndráp, árásir á lögreglu,
vopnaburð ofl. Dómarinn sagði
að dæma mætti mennina til
dauða, en það yrði ekki gert
vegna þess að kommúnistar
hefðu blekkt þessa menn. Aðrir
benda þó á mótmæli gegn þess-
um málaferlum erlendis. sem
byggja á því að Sameinuðu þjóð-
irnar - hafa svipt Suður-Afríku
umboðsstjórn yfir Suðvestur-
Afríku og hafi hún því ekki um-
boð til að dæma í þessu máli.
Mennirnir hafa m.a. verið sak-
aðir um að hafa þegið þjálfun
í skæruhernaði í Ghana, Alsír,
Egyptalandi, Sovétríkjunum og
Kína. É*eir hafa neitað sig seka
um það sem þeir eru sakaðir
um.
Leiðtogar Vinstrísósíalista, Erik Sigsgaard, Willy Brauer, og eiginkona Brauers bíða með eftir-
væntingu í svipnum eftir úrslitum endurtalningarinnar. Síðar glaðnaði yfir þeim. (,,Information“).
Dönsku Vinstrisósíalistarnir
fengu kjörna fjóra kingmem
Endurtalning atkvæðanna leiddi í Ijós að þeim höfðu
verið vantalin 227. Baunsgaard falin stjórnarmyndun
KAUPMANNAHÖFN 26/1 — Vinstrisósíalistar munu þrátt
fyrir allt fá fjóra þingmenn á danska þjóðþinginu. Endur-
talning atkvæða leiddi í ljós að við fyrstu talningu höfðu
þeim verið vantalin 227 atkvæði, og þá vantaði þvi 110
atkvæði til að ná fullum tveimur prósentum greiddra at-
kvæða. Eftir endurtalninguna hafa þeir 117 atkvæðum
framyfir og eiga því rétt á fiórum uppbótarsætum.
Þetta er að vísu enn ekki
endanlega staðfest, því að enn
er eftir lokatalning atkvæðanna,
en engar líkur eru taldar á því
að þessi niðurstaða breytist við
hana.
Vinstrisósíalistar munu þá,-
eins og áður segir fá fjóraþing-
menn, einn frá hverjum stærstu
flokkanna, sósíaldemókrötum,
Róttækum, Vinstrimönnum ogl-
haldsflokknum. Samanlagt fá því
SF og VS 15 þingmenn, eða fimm
færri en sameinaður SF-flokkur-
inn hlaut í síðustu kosningum.
Munu víst fæstir hafa búizt við
að flokksbrotunum myndi hald-
ast svo vel á fyilginu eftir allar
bær miklu deilur innan SFsem
á wndan höfðu farið.
Þingmenn VS munu verða
hau fjögúr sem mest höfðu sig
í frammi á þingi og utan í
vinstriarmi SF áður en bing var
rofið og flokkurinn klofnaði, eða
bau Erik Sigsgaard, Kai Moltke.
Pia Dam ofl Hanne Reintoft.
Það bre"ir engu um valda-
hlutföllin milli flokkanna áþingi
að VS fær fjóra þingmenn, en
það mun vafalaust styrkja
vinstriöflin, bæði í verklýðsflokk-
unum þremur og Róttæka flokkn-
um sem mestan sigur vann við
kosningamar. Róttæki flokkur-
inn hefur jafnan verið andvígur
vígbúnaðarbrölti Dana og hefur
haft það ofariega á stefnuskrá
sinni að Danir ættu að skera
niður hernaðarútgjöldin. Róttæki
flokkurinn var eini borgaraflokk-
urinn á þeim Norðurlöndum sem
gengu f Atlanzhafsbandalagið
sem var andvígur aðild að því.
Baunsgaard falin ,
stjórnarmyndun
Friðrik konungur fól’ í dag
Hilmari Baunsgaard, leiðtoga
Róttæka flokksins, að hefja við-
ræður við leiðtoga hinna flokk-
anna í þvi skyni að reynt yrði að
mynda stjórn sem hefði veruleg-
an meirihluta þings að baki sér.
Baunsgaard kvaðst vonast að
ljúka þeim viðræðum á bremur-
fjórum dögum.
Fyrr í dag höfðu leiðtogar sós-
íaldemókrata, þeir Jens Ottó
Krag og Per Hækkerup, flutt
konungi þá samþykkt fráflokks-
stjórn sinni að mynda bæri nýja
stjórn undir forystu sósíaldemó-
krata. — Við viljum að mynduð
- sé þjóðleg stjórn á breiðum
grundvelli, sagi)i Krag, og við
höfum gert samþykkt um ýms
atriði sem Róttækir kynnu að
geta fallizt á. Krag kvaðst hafa
rætt við Kari Skytte, einn af
forystumönnum Róttækra, og
hefði - verið ákveðinn nýr. fund-
ur þeirra og sósíaldemókrata.
SAIGON 26/1 — Allharðir bar-
dagar geisa enn við bandarísku
herstöðina Khe Sanh í norðvest-
urhomi Suður-Vietnams. Banda-
ríkjamenn segja flugvélar sínar
hafa eyðilagt fallbyssustæði her-
manna frá Norður-Vietnam inn-
an landamæra Laos, en þaðan
hafi verið haldið uppi skothríð
á herstöðina.
Bandarikjamenn telja sig eiga
í höggi við tvö herfylki andstæð-
inga við herstöðina. og segja
þeir að ekki hafi þeir fyrr beitt
jafn stórvirkum skotvopnum í
styrjöldinni. Halda Bandaríkja-
menn því fram að þessum að-
gerðum stjórni Vo Nguyen Giap
hershöfðingi, sem reyndist sigur-
sæll í stríðinu gegn nýlenduher
Frakka á sínum tima.
f morgun réðust skæruliðar á
bílalest sem flutti liðsauka til
Khe Sanh og felldu átta banda-
ríska hermenn og særðu 44.
Síðari fregnir herma, að her-
AÞENU 26/1 — 18 hershöfðingj-
um og 15 ofurstum hefur verið
vikið úr stöðum sínum til við-
bótar þeim sem áður hafa verið
reknir síðustu vikurnar: er þeim
gefið að sök að hafa tekið þátt
í misheppnaðri uppreisnartilraun
konungs. t
í dag var lögð fyrir Evrópu-
ráðið í Strassburg tillaga frá
hollenzkum öldungai'deildarþing-
manni og brezkum verkamanna-
flokksþingmanni um að ráðið
svipti Grikkiand aðild nema þvi
Formenn Ihaldsflokksins og
Vinstriflokksins, Poul Sörensen
og Poul Hartling, lögðu báðir til
við konung að Hilmari Bauns-
gaard yrði falin stjómarmyndun.
Leiðtogar SF, Aksel Larsen og
Morten Lange, mæltu með því
við konung að Krag yrði falið
að mynda nýja stjórn. Larsen
taldi að minnihlutastjóm sósíal-
demókrata kæmi mjög vel til
greina, eða þá minnihlutastjórn
Róttækra, en ekki nema allar
aðrar leiðir hefðu verið þraut-
reyndar. SF er reiðubúinn til
stjómarsamstarfs með, sósíal-
demókrötum og Róttækum.
flokkur úr stjórnarhernum í La-
os hafi leitað skjóls í hinni um-
kringdu herstöð. ' Flokkur þessi
gætti einu varðstöðvar hægri
sinna fyrir austan svonefnda Ho
Chi Minh leið, sem liggur um
land þáð sem vinstrisinnar í La-
os hafa á valdi sínu. Ekki vilja
Bandaríkjamenn láta uppi hvað
þeir ætli að gera við flokk
þennan.
Gúmíbátur úr St.
Romauus fundinn
OSLÓ 26/1 — Fundizt hefur
gúmíbátur á reki skammt frá
Noregsströndum og er nú ljóst
að hann er af brezka togaranum
St. Romanus frá Hull. Togarinn
hélt úr heimahöfn, HuHl, 10. jan.,
á Noregs- eða íslandsmið og hef-
ur hans verið saknað síðan.
aðeins að þar væri komið á aft-
ur sómasamlegu lýðræði. Þessir
þingmenn hafa báðir heimsótt
Grikkla-nd, rætt við fulltrúa
stjórnarinnar og andstæðinga
hennar og komizt að þeirri nið-
urstöðu að Grikkland sé nú ai-
gert einræðisríki.
★
Nú hafa Suður-Afríka og Port-
úgal bætzt í hóp þeirra ríkja sem
viðurkenna herforingjastjórnina í
Grikklandi. Fylgja þau fordæmi
m.a. Bretlands og Bandaríkjanna.
Dregur nú til stóror-
ustu við Khe Sanh?
Hreinsanir enn í Grikkhndi