Þjóðviljinn - 27.01.1968, Page 8

Þjóðviljinn - 27.01.1968, Page 8
3 SÍÐA — ÞOOöVTMltní — Iðugaæðagur 22. JaaSae 1968. i er, eirtn úr upphseöunum sem liflr á rentunum aí rentunum. Veit ekki hvar Sheila krækti í hann, en hún byrjaði eitthvað að rjála við póló og áður ep nokkur vissi var allt komið í gang. En 6ennilega hefur hrossalyktin orð- ið henni um megn. Og Rönny sigldi sinn sjó. — Nsest kom .... við skulum sjá. Elisha sló fágaðri nögl í framtennumar. — Já, alveg rétt. Náungi að nafni Odonnell. Leikari. Edgar? Edmond? Ég man það ekki, því að enginn nefndi hann skímamafni nema í leikskrám. Þér hljótið að muna eftir honum, herra Queen, gló- andi svört augu og egghvass prófíll. Sá fyrsti sem lék Hamlet samkvæmt Kerfinu og eftir það var hann aldrei kállaður annað en Hamlet Odonnell. — Þér sögðuð þrír á fjórum árum. Winterson skýrði frá því að hann hefði verið erlendis allt ár- ið 1961 og hefði því ekki fylgzt með. — Ég hef enga hugmynd um hvað gerðist meðan ég var að kynna mér tízkuna í París og Róm. Hún hafði þess vegna get- að hoppað upp í til heilbrigðis- málaráðherrans- Hamlet var sá hamingjusami árið 1962 þegar ég kom til baka. Og síðan ......... Winterson þagnaði. Þögnin var þykk t>g svört eins og blek. Dane var á svipinn eins og honum væri flökurt. Ashton TRÉ5MIÐJA Þ. SKÚLASONAR Nýbýlavegi 6 Kópavogi sími 4 01 75 Smurt brauð Snittur VIÐ ÓÐINSTORG Sími 20-4-90. ELLERY QUEEN: fjórða hliðin á s McKélI var fölur og lotlegur. Þetta voru þá nýjar fréttir fyrir þá báða, hugsaði Ellery. Og Júdý hélt dauðahaldi í stólbrík- umar, eins og hún væri efst í hárri rennibraut. — Ég hefði trúlega átt að gera mér ljóst, að fyrr eða síðar myndi fara illa fyrir Sheilu Grey, sagði Winterson að lokum. — Og þó ....... hún var svo dæmalaust aðlaðandi, þegar hún var ástfangin. Hún hafði þörf fyrir ástina. Það var eldsneytið sem hún gekk fyrir, ástin og starfið ....... Hamingjan góða, hvílík sóun. Heimurinn lá fyrir fótum hennar. Allt í einu var hann ekki leng- ur hlægilegur lítill spjátrungur með dældaðan skalla. Andlit hans var harmþrúngið. Ellery hugsaði: Bann elskar hana enn. Winterson spratt á fætur. — Ef það er eitthváð fleira sem ég get frætt yður um, þá hafið þér nafnspjaldið mitt hér. Hikið ekki við að leita til mfn. Sælar ungfrú Walsh, herra McKell. Við Dane sagði hann: — Ég óska yður alls góðs. Ashton sagði: — Bíllinn minn — — Þökk fyrir, en ég held ég gangi smáspöl- Síðan kinkaði hann kolli til allra og brosti kurteislega og þaut síðan út úr sjúkrastofunni og skildi eftir minningu um skrumskælt andlit og þef af tyrknesku tóbaki. — Og herra Winterson þurfti sannarlega að létta á sér, sagði Ellery. — Mér þætti gaman að vita hve mörg ár hann hefur beðið éftir þessu tækifæri án þess að vita það sjálfur. — Hann var ógeðslegur. Júdý gretti sig. — Þetta var líka upplýsinga- lind sem við mættum ekki láta ónotaða. Ég verð að treysta á ykkur sem augu mín, eyru og fótleggi. — Segið okkur hvað þér vilj- ið láta gera, herra Queen, sagði McKell eldri. — Ég vil að allir þessir fjór- ir menn sem Elisha Winterson nefndi verði athugaðir nánar og gengið úr skugga um hvar þeir voru að kvöldi hins 14. septem- ber. Nei, ekki fjórir, heldur fimm. Winterson líka. Já, byrj- ið á Winterson. Síðan Foster, þá — hann leit í minnisbók sína — Hurt, þá Van Vester og loks Odonnell. Dane var að hjálpa Júdý í kápuna- — Ég ekal ganga í þetta und- ir eins, herra Queen, sagði Asht- on McKell. — Fá einhverja af mönnum Pinkertons — heila her- deild ef þörf krefur. —v Agætt. Og komið skýrslum þeirra til mín strax Og þeir Ijúka störfum. Loks var hann einn og eins og aflraunamaður sem slakar á öHtrm vöðvum, slakaði Ellery á og sökikti sér dýpra og dýpra niður í hugsanir sín- ar. Það var eitthvað þarna .... eitthvað .... Hann blakaði hendinni til að fjarlægja lyktina af tóbaki Wintersons. og um leið rak hann augun í spjaldið sem hann notaði sém blævæng og sá að það var nafnspjald Winter- sons. Hann las þáð viðutan. Og um leið varð andlitið á Ellery jafnhvítt og spjaldið sjálft. — Gat það verið að .........? Þegar roðinn kom aftur í banga hans, tautaði hann eitt- hvað um aulaskap og heimsku. Eftir það gat hann varla beð- ið eftir skýrslunumi Þegar skýrslurnar tóku að ber- ast, sendi Ashton McKell þær til Ellerys sem raðaði þeim í hlaða á skrifborðið sitt: Winter- son, Foster, Hurt, Van Vester, Odonnell. Hann rýndi i þær. Að kvöldi hins 14. september hafði. — Winterson verið í franskri flugvél á leið til Rómabórgar. Blaðamenn í Orly höfðu rætt við hann um tízkuna, vitnað í kurt- eislegt blaður hans, tekið mynd- 38 ir af honum þegar hann fór upp í vélina. Italskir blaðamenn höfðu gert eitthvað svipað þeg- ar hann kom til Rómar. — Foster hafði verið í Chica- go. Hann hafði skipt um at- vinnu skömmu eftir vinslitin við Sheilu Grey Og flutzt til Ohica- go með konu og tvö börn og átt þar heima síðan. Þegar- morðið var framið hafði hanh setið á 'ráðstefnu með brjóstahaldara- framleiðendum í sambandi við auðlýsingaherferð í viðurvist ótal varaforseta. — John F. „Jack“ Hurt III. var ekki lengur í hópi kapp- aksturshetja. Árið 1961 hafði hann misst stjóm á bifreið sinni í kappakstri; þegar hann var dreginn út úr brennandi flak- inu. var hann látinn. — Foster var einnig látinn. Hann hafði drukknað árið áður undan strönd Florida. — Edwin „Hamlet“ Odonnell hafði verið í Englandi að leika hlutverkið sem hann var fræg- astur fyrir. Þegar; morðið var framið í New York hafði hann verið að herma eftir Elisábeth Taylor sem Cleopötru í kvöld- veizlu í London í návist fjöl- margra miður allsgáðra brezkra leikara. Vesta Morisey sjálf tók ábyrgð á honum- Og hver sem hafði skotið Sheilu Grey til bana, þá hafði það ekki verið neinn þessara fimm fyrrverandi elskhuga. En þá vissi Ellery begar að % það hefði éfcki getað verið neirm þeirra hvort eð var. Þegar Dane kom á sjúkrahúsið að morgni hins 31. desember, var allt á rúi og stúi í herbergi Ellerys. Alls staðar voru bækur og föt, tösfcur stóðu opnar, verið var að tæma blómavasa 'og EU- ery hoppaði um á alúmínhækjum sínum með gleðibragði. — Á þá að útskrifa þig eftir allt saman? spurði Dane. — Ég hélt þú hefðir sagt að læknirinn hefði skipt um skoðun. — Ég lét hann skipta um hana upp á nýtt, hreytti Ellery út úr sér. Fari það kolað ef ég ætla að hýrast í þessu greni í eitt ár í viðbót. Ég held annars að þau séu guðsfegin að losna við mig. Ef ég gæti bara lært að hand- fjatla þessar bannsettar stultur. Ó — fyrirgefðu, Kirstin. Hann var næstum búinn að berja glæsilegu, sænsku hjúkr- unarkonuna og þegar hann var að reyna að koma í veg fyrir það, datt hann næstum sjálfur^ Dane hljóp til og reyndi að koma í veg fyrir frekari beinbrot- — Herra Queen, sagði fallega hjúkrunarkonan. — Þú mátt ekki nota hækjumar svona. Svbna.... -4 Ég er breyttur, sagði Ellery. Og hann settist. — Meðal ann- arra orða, Dane, í kvöld er það sem Skotamir kalla hogmanay, og ég ætla að halda smágilliboð í fbúðinni — — Hvaða íbúð? — Minni. Kirstín, þú manst hvað ég sagði við þig, þegar sementsbrækumar voru skomar af mér? ' — Æ, hvaða leiðindi, ég get ekki komið, sagði hjúkrunarkon- an og roðnaði. — Sture, skipið hans kemur. Við erum saman á kvöldin, skilurðu? — Hver er Sture? spurði — Ellery. Hún tautaði eitthvert sænskt orð. — Já, vinur minn — nei, jú, kærastinn minn. Hann er annar stýrimaður. Nú förum við til Svíþjóðar og hann fær vinnu í skrifstofu skipafélagsins. Við giftum okkur. Ög svo baut hún á brott kafrjóð í andliti- — Og það er ekki nema gott um það að segja, sagði Ellery þungbúinn. — Að þurfa að vera undir sama þaki og þessi gyðja án þéss að mega snerta hana, hefur verið mér næstum óbæri- legt. Sture! Alltaf hafa Svíam- ir heppnina með sér. Annars ætlaði ég reyndar ekki að bjóða Kirstínu í áramótaveizluna mína. Hún á aðeins að vera fyrir litla hópinn okkar. Þið komið örugg- lega öll saman? Ágætt. Hvemig væri að þú hjálpaðir mér að láta niður? Jólatréð sem Ellery hafði ekki fengið að sjá meðan það var upp á sitt bezta var enn á sín- um stað, þegar þau þrjú úr Mc- Kellfjölskyldunni og Júdý Valsh komu í fbúðina klukkan hálftfu betta kvöld. Vegna síðbúinna jóla Ellerys og sumpart vegna “amallá áramótavenja, hafði Mc- Kellfólkið haft meðferðis gjafir. Ramon var með fangið fullt af beim. Queen fulltrúi var þama Ifka, ekki beinlínis mildur á svipinn. (Hvað þykistu eiginlega vera að gera? hafði hann spurt Ellery. — Það er svo sem nógu slæmt ÚTSALA - ÚTSALA Stórfelld verðlækkun á öllum vörum verzlunar- innar. — Notið þetta einstaka tækifæri og gerið góð kaup. ALLT Á AÐ SELJAST! VERZLUN GUÐNYJAR Grettisgötu 45 þríhyrningnum HARPir er ilmandi efni sem hreinsar salernisskálina og drepnr sýkla - SKOTTA — Það er aðeins eitt athugavert við Donna; hann hefur ekki lánstraust. Gerið við bíla ykkar sjólf Við sköpum aðstöðuna. — Bílaleiga. BlLAÞJÓNDSTAN Auðbrekku 53. Kópavogi — Sími 40145. Látið stilia bílinn Önnumst hjóla*. Ijósa- og mótorstillingu. Skiptum um kerti. platínur, Ijósasamlokur. — örugg þjónusta. BÍLASKOÐUN OG STILLING Skúlagötu 32. sími 13100 Hemlaviðgerðir • Rennun: bremsuskálar. • Slípum bremsudælur. • Límum á bremsuborða. 1 N / Hemlastilling hf Súðarvogi 14 - Sími 30135. Bifreiðaeigendur Þvoið, bónið og sprautið bílana ykkar sjálfir Við sköpum aðstöðuna Þvoum oe bónum ef óskað er Meðalbraut 18, Kópavogi. Sími 4-19-24. t

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.