Þjóðviljinn - 27.01.1968, Síða 10
Myndin er tekin í Þjóðleikhúsinu í gær, talið frá vinstri: Baldvin Halldórsson, Guðlaugur Rósin-
kranz og Halldór Laxness. ( Ljósm. Þjóðv. A. K.).
Þjóðleikhúsið:
íslandsklukkan eftir Lax-
ness frumsýnd 31. janúar
— höfundurinn með verk í skáldsögu-
og leikritsformi í skrifborðsskúffunni
□ Þjóðleikhúsið frumsýnir íslandsklukkuna eftir Halldór
Laxness. miðvikudaginn 31. þessa mánaðar, undir stjóm
Baldvins Halldórssonar, sem einnig leikstýrði Prjónastof-
unni Sólin.
□ íslandsklukkan var sem kunnugt er frumflutt við opn-
un Þjóðleikhússins 1950, endursýnd 1952 og 1956 er skáld-
ið fékk Nóbelsverðlaun og urðu þetta samtals yfir 80 sýn-
ingar og áhorfendur um 50 þúsund.
□ Eftir 12 ára hlé er nú aftur ráðizt í að sýna íslands-
klukkuna 'í þeirri trú að hún eigi enn hljómgrunn hjá
Bátur frá Bíldudal sekkur:
Albert bjargaði á-
höfninni, 5 manns
Kl. 19,50 f gærkvöld fann varðskipið Albert gúmbát á
reki með fimm mönnum á sunnanverðum Patreksfjarðar-
flóa. Voru menniynir af vélbátnum Ver frá Bíldudal, sem
sokkið hafði laust fyrir klukkan 15 um daginn. Náðu
varðskipsmenn öllum skipsbrotsmönnunum um borð og
og fór Albert með þá til Patreksfjarðar þar sem farið var
með þá á sjúkrahús. Voru þeir allir ómeiddir en mjög þrek-
aðir, enda versta veður er þetta gerðist.
Dauft er yfir at-
vinnulífinu í Nes-
kaupstað í vetur
Neskaupstað 24/1. — Þrír bátar
verða gerðir út héðan á net í
vebur og er ráðgert að þeirlandi
aflanum hér. Þá munu tveir
bátar fara á togveiðar. öll mjöl-
framleiðsla síldarbræðslunnar er
farin héðan en nokkuð er eftir
af saltsíid. Engri síld hefur verið
landað í Neskaupstað síðan fyrir
jól og er atvinnuástandið ekki
gott. Mun atvinnuleysisskráning
nú vera hér í undirbúningi.
Nokkrir smærri bátar hafa róið
af og til í þessum mánuði með
línu og aflað vel begar á sjó
hefur gefið.
Netaverkstæði Friðriks Vil-
hjálmssonar sem hefur verið bÝð-
ingarmikill atvinnuveitandi hér
é staðnum undanfarna veturmun
hafa líti'l verkefni f vetur og
verður lítil starfræksla þar.
Ekki er búizt við að neinn afli
berist hér á land að ráði fyrr
en síðari hluta vetrar því að
bátamir fara á loðnuveiðar til
að byrja með.
I Framhaldsþing
| ASf hefst kl.
| 2 á mánudag
■
N.k. mánudag kl. 2 e.h.
hefst framhaldsfundur 30.
þings Alþýðusambands ís-
■ lands og verður þingið
haldið í samkomuhúsinu
j Lídó.
Á dagskrá þingsins er
■ aðeins eitt mál: Laga- og
j skipulagsmál Alþýðusam-
j bandsins en afgreiðslu þess
■ var frestað um eitt ár á
j þingið upphaflega að koma
30. þinginu sem haldið var
í nóv. 1965. Átti framhalds-
saman í nóv. sl. en var þá
frestað fram í janúar vegna
j hirts ótrygga ástands er þá
ríkti í atvinnu- og kjara-
málimum
5 : Auk dagskrármálsins er
j liklegt að þingið taki til
5 umræðu ástandið i at-
■ vinnu- og kjaramálum.
■
AKRANES
Þorrablót Alþýðubandalagsins
verður haldið í Rein laugardag-
inn 3. febrúar «kl. 20.
Skemmtinefndm.
þjóðinni.
Sem fyrr segir. var íslands-
klukkan frumflutt við opnun
Þjóðleikhússins ásamt Nýársnótt-
inni og Fjalla-Eyvindi. Áður
hafði þjóðleikhússtjóri hvatt
Halldór Laxness til að breyta
skáldsögunni í leikritsform og
gerði hann það í samvinnu við
Lárus Pálsson. Leikritið átti
strax miklum vinsældum að
fagna, það var einstakt að svo
margir sæju íslenzkt leikrit á
þeim tíma og hefur þessi met-
aðsókn ekki verið slegin enn.
Þjóðleikhúsið hefur sýnt þrjú
önnur leikrit eftir Laxness,- Silf-
urtunglið. Strompleikinn og
Prjónastofuna Sólin og Leikfé-
lag Reykjavíkur sýndi Dúfna-
veizluna og Straumrof.
Er Laxness var að því .spurð-
ur hvort hann væri með nýtt
verk í smíðum sagði hann eitt-
hvað á þessa leið: — Ég var að
skrifa leikrit í fyrravetur en það
vildi verða langt og efnið var
mikið. Skrifaði ég því í frásagn-
arformi í næstu umferð. Ég á
því verkið í tveimur formum í
vinnustofu minni, þau eru eng-
an vegin nákvæmlega eins en
fjalla um skyld efni. Ég á mikla
vinnu fyrir höndum, en ætli það
fari ekki að greiðast úr því þeg-
ar kemur fram á sumar.
Þá var Laxness spurður að
því hvort efnið væri sótt í sam-
tímann. Hann hló við og sagði
að þetta væri alls ekki annáll
ársins, efnið væri sótt í þann
listræna tíma sem yrði að vera
í hverju skáldverki.
^Leikendur í íslandsklukkunni
eru fast að 40 að meðtöldum
aukaleikurum, eru það allir
karlleikarar Þjóðleikhússins, en
ekki alveg allt kvenfólkið. Breytt
hefur verið um leikara í flest-
um hlutverkunum.
Jón Hreggviðsson er leikinn
af Róbert Amfinnssyni (áðurlék
Framhald á 2. síðu.
Þjóðviljinn náði í gærkvöld
tali af Hannesi Þ. Hafstein fúll-
trúa Slysavarnafélags íslands,
sem var með Albert þegar mönn-
unum var bjargað. Sagði Hann-
es, að Ver sem er frá Bíldudal,
35 tonn að stærð, hefði farið í
róður í gærmorgun og átti bát-
urinn eftir um 2 mílur í Kóp,
er sjór skall á honum og lagði
hann á hliðina. Rétti báturinn
sig ekki aftur við en áhöfninni
tókst að setja út gúmbát og
komast í hann áður en Ver sökk.
Var klukkan um 14,45 í gær er
báturinn sökk.
Hannes sagði að Albert heíði
verið á leið frá Bíldudal til
Patreksfjarðar er skipið fann
gúmbátinn. Var þá versta veð-
ur, 8—9 vindstig, og mikill sjór,
9 stiga frost og éljagangur. Sáu
varðskipsmenn neyðarblys um
kl. 19,20 og annað skömmu síðar.
Rétt á eftir komu þeir að bátm
um og hafði þeim tekizt að
bjarga öllum skipsbrotsmönnun-
um heilum á húfi urp borð ,í
Albert um kl. 19,50. Hélt Albert
síðan beint til Patreksfjarðar
með skipsbrotsmennina og kom
þangað um kl. 20,50. Voru skips-
brotsmennirnir látnir fara beint
á sjúkrahúsið á Patreksfirði.
Eins og áður segir var Ver frá
Bíldudal og var eigandi hans,
Snæbjörn Árnason, jafnframt
skipstjóri á honum. Munu aðrir
skipverjar einnig vera frá Bíldu-
dal. Benti Hannes Hafstein
blaðamanninum á að hringja á
sjúkrahúsið og tala við skipstjór-
ann til þess að fá nánari upplýs-
ingar um slysið.
Þjóðviljinn hringdi síðan á
sjúkrahúsið á Patreksfirðj í gær-
kvöld og bað um að fá að tala
við Snæbjörn en fékk það svar
að læknirinn bannaði honum að
fara í símann. blaðamaðurinn
bað þá um einhvern annan af á-
höfn Vers en fékk það svar að
þeim væri öllum bannað að fara
í símann. Þá bað blaðamaðurinn
um samband við lækni sjúkra-
hússins en fékk það svar að
hann mætti ekki vera að því að
tala við Reykjavík. Spurði síma-
stúlkan á Patreksfirði þá hvort
blaðamaðurinn vildi ekki tala
við hjúkrunarkonu á sjúkrahús-
inu og var það að sjálfsögðu
þegið — en eftir andartak kom
símastúlkan aftur í símann og
sagði að hjúkrunarkonan segði
áð sjúkrahúsið gæfi engar upp-
lýsingar um líðan mannanna.
Fylkingin
★ N.k. þriðjudagskvöld kl. 9
heldur Einar Olgeirsson áfram
flutningi erindaflokks síns „Sósí-
alisminn og íslenzk stjórnmál í
50 ár.“
★ Erindið verður flutt í Tjarn-
argötu 20 og er öllum heimill
aðgangur. Æ.F.R.
Rösklega 700 manns skráðir atvinnulausir norðan lands
□ í gærdag hafði Þjóðviljinn samband við tólf pláss
á Nörðurlandi og kom þá í ljós, að rösklega 700
manns eru nú skráðir atvinnulausir á Norðurlandi
þessa dagana og víða er útlitið svo svart í atvinnu-
málum á þessum stöðum, að fyrirsjáanlegt er vax-
andi atvinnuleysi í vetur.
D Þá er einnig víða. stopul vinna í þessum plássum og
fá menn aðeins átta tíma dagvinnu eða. enga suma
dagana og mun þessi tala ekki gefa rétta mynd af
atvinnuleysinu í hinum norðlenzku plássum. Er at-
vinnuleysið mun meira en tölur gefa til kynna. Hér
fara á eftir frásagnir frá 13 stöðum á Norðurlandi.
Skagaströnd
Hér eru um 25 verkákonur
og verkamenn atvinnulaus og
um 20 til 30 manns hafa at-
vinnu í frystihúsinu þriðja
hvern dag, sagði Björgvin
Jónsson varaformaður Verk-
lýðsfélags Skagastrandar í
viðtali við Þjóðviljann í gær.
Slæmt útlit er fyrir vinnu í
vetur. Fjórir bátar róa héðan
og strandaði einn á dögunum
við Röfðan og er nú í slipp
á Akureyri.
Hofsós
Hér eru um 50 manns skráð-
ir atvinnulausir, sagði Þórð-
ur Kristjánsson, formaður
Verkamannafélagsins Farsæls,
í viðtali við Þjóðviljann í gær.
Þá er ennfremur um að
ræða hóp af verkamönnum,
sem hefur haft stopula vinnu
síðan í haust, og nokkrirhafa
farið úr plássinu í atvinnu-
leit.
Einn bátur rær héðan á
línu í vetur og nú er frysti-
húsið stopp, sagði Þórður að
lokum.
Þórshöfn
Hér hafa 40 manns verið
skráðir atvinnulausir siðan í
desember, sagði Njáll Þórðar-
son, formaður Verklýðsfélags-
ins á Þórshöfn í viðtali við
Þjóðviljann í gærdag. Þar af
eru innan við helmingur verka-
konur, sagði Njáll.
Atvinnuútlitið er ekki gott
hér á Þórsihöfn í vetur, sagði
Njáll að lokum.
Raufarhöfn
Hér ríkir algjört atvinnu-
leysi og hófst atvinnuleysis-
skráning í fyrradag og hafa
um 40 látið skrá sig atvinnu-
lausa, sagði Guðmundur Lúð-
víksson i viðtali við Þjóðvilj-
ann í gærdag.
Hér er ekki um lokatölur
að ræða og er atvinnuleysis-
skráning ennþá í fullum gangi.
Atvinnuhorfur eru ískyggi-
legar hér á Raufarhöfn í vet-
Akureyri
Þessa stundina munu vera
á annað hundrað verkamanna
atvinnulausir á Alkureyri, en
miJdu minna gætir þar nú at-
vinnuleysis hjá verkakonum
en áður — til dæmis hefur
verið stöðug vinnsla í Hrað-
frystihúsi ÚA með vinnu
handa 70 verkakonum, þá hef- ,
ur Niðursuðuverksmiðja K. J.
unnið úr miRjsíld, sem hefur
veiðzt á Eyjafirði síðan um
miðjan nóvember og skapar
það vinnu fyrir á annað
hundrað verkakonur svo aö
dæmi séu tekin af stærstu
fyrirtækjum. 1 byrjun febrú-
ar fer fram atvinnuleysis-
skráning að venju.
Siglufjörður
Atvinnuleysisbætur voru
greiddar 13. janúar til 162
verkamanna og verkakvenna,
sagði Óskar Garibaldason, for-
maður Verlkllýðsfél. Vöku á
Siglufirði í gærdag. Meiri-,
hlutinn af þessum atvinnu-
leysingjum eru verkakonur
eins og stendur. Um tvö hundr-
uð manns hafa til'kynnt sig
atvinnulausa faér í Siglufirði,
sagði Óskar að lokum.
Sauðárkrókur
Fyrir viku síðan voru 30
verkamenn og 32 verkakonur
skráð hér atvinnulaus eða
samtals 62, sagði Jón Karls-
son, formaður Verkamanna-
félagsins Fram í viðtali við'
Þjóðviljann í gærdag.
Síðan hefur ástandið versn-
að og má búast við hærri tölu,
þegar næsta skráning fer
fram upp úr helginni. Hér eru
slæmar atvinnuhorfur fram-
undan í vetur, sagði Jón að
lokum.
Hjalteyri
Hér eru 6 til 8 verkamenn
atvinnuílausir. Aðrir erufarn-
ir burtu í atvinnuleit. Hér
hefur engin atvinnuleysis-
skráning verið í gangi.
Blönduós
Hér eru 10 til 15 manns
atvinnulausir, en aðrir fá að-
eins átta tíma vinnu, sagði
Pétur Pétursson, formaður
Verklýðsfélags Austur-Húna-
vatnssýslu í viðtalli við Þjóð-
viljann í gaspdag.
Atvinnuhorfur eru slæmar
hér framundan, sagði Pétur.
Bakkafjörður
Hér er um 15 manns at-
vinnulausir, en aðrir eru fam-
ir 'burt í atvinnuleit, sagði
Hilmar Einarsson í^iðtali við
Þjóðviljami í gær.
Hér hefur ríkt vandrasðaá-
stand í heilt ár. Sfldarverk-
smiðjan fór aldrei í gang sl.
sumar. og hefur verið algjört
atvinnuleysi, sagði Hilmar.
Ólafsfjörður
Hér eru að minnsta kostí
eitt hundrað manns atvinnu-
lausir núna í janúarmánuði
— um 50 verkamenn og 50
verkakonur, sagði Sveinn Jó-
hannesson í viðtali við Þjóð-
viljann í gærdag. '
Atvinnuástandið er i ákaflega
bágborið hér í bænum og er
hér miðað við landverkafólk.
Á síðastliðnu ári var um
hálf miljón kr. greidd í at-
vinnuleysisbætur — einkum
til verkamanna, sagði Sveinn
að lokum.
Dalvík og Hrísey
Á Dalvík eru 15 skráðir at-
vinnulausir, sagði Angantýr
Einarsson, starfsmaður Verk-
lýðsfélagsins Einingar á Ak-
ureyri í viðtali við Þjóðvilj-
ann í gærdag.
★
Þá voru 22 skráðir atvinnu-
lausir í Hrísey fyrir áramót
og mun eitthvað hafa bætzt
við síðan, sagði Angantýr.