Þjóðviljinn - 31.01.1968, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 31.01.1968, Blaðsíða 3
Mfóvíkudagur 31. janúar 1968 — ÞJOÐVILJINN — SÍÐA 3 Barizt er í þorpum og stærstu borgum Suður-Vietnam, Saigon og Danang w I Þjóðfrelsisherinn réðist á fyrsta degi nýja ársins f Vietnam á níu borgir og herstöðvar Bandaríkjamanna víðs vegar um landið og hefur valdið miklu tjóni SAIGON 30/1 — Hermenn úr þjóðfrelsishemum klæddií* einkennisbúning- um stjórnarhermanna gerðu snemma í morgun árás á forsetahöllina í Saigon og vörpuðu sprengjum á miðborgina. Þá skýrir talsmaður banda- ríska sendiráðsins frá því, að óstaðfestar fregnir hermdu að þjóðfrelsisher- menn hefðu brotizt í átt til bandaríska sendiráðsins sem er í u.þ.b. 600 metra fjarlægð frá forsetahöllinni. — Fyrr höfðu skæruliðar gert árásir á níu bæi í norðurhluta og um miðbik S-Vietnam og er þetta stærsta sam- ræmda aðgerð skæraliða í Vietnamstríðinu til þessa. Búnaðarbanki isiands Framhald af 10. síðu. sýslu í Hveragerði, og tók það til stairfa 11. ágúst 1967. Um leið hætti Sparisjóður Hveragerðis og nágrennis starfsemi sinni og sameinaðist útibúinu. Innlán útibúsins í árslok námu 44.5 milj. kr. og höfðu aukizt frá stofnun þess um 35.3 milj. kr. eða 382.4 prósent. Hinn 1. janúar 1967 haetti Sparisjóður Fljótsdalshéraðs starfsemi sinni og sameinaðist útibúi Búnaðarbankans á Egils- stöðum. Bankinn sótti á árinu fyrstur banka um leyfi til að setja á stofn útibú í Kópavogi. Búnaðarbankinn starfrækir nú 5 útibú í Reykjavík og 8 úti á landi. Vöxtur þeirra var örugg- ur á árinu, og varð hagnaður af rekstri þeirra allra. Ný bankahús voru tekin í not- kun í desember síðastliðnum rá Sauðárkróki og í Stykkishólmi, en útibú þar höfðu frá stofn- un búið við allsendis ófuíllnægj- andi starfskilyrði í húsakynnum gömlu sparisjóðanna. Bæði húsin eru við það ,mið- uð, að þau fullnægi húsnæðis- þörfum útibúanna næstu áratug- ina og geti fyrst um sinn greitt úr húsnæðisþörf opinb. aðila á staðnum, aðaliega bæjar- og sveitarstjóma. Aðalbankinn í Reykjavík býr nú við mikil þrengsli í húsi sínu við Austurstræti og Hafnar- stræti, og starfar þar fleira fólk miðað við fermetratölu hússins en forsvaranlegt þykir og al- mennt tíðkast um skrifstofuhús- næði. Sömu sögu er að segja um Austurbæjarútibúið, enda leigu- tími senn á enda í húsi Trygg- ingarstofnunar ríkisins að Lauga- vegi 114. Af þessum ástæðum var á síðasta ári hafizt handa um ný- byggingu yfir Austurbæjarútibú og nokkrar aðrar deildir bank- ans að Laugavegi 120 ('Hlemmi). Húsið stendur þar milli fjög- urra gatna á 7 lóðum Reykja- víkurborgar, 3080 ferm., þannig að greiðfært verður umhverfis og að húsinu og næg bílastæði Áformað er, að flutt verði í þetta nýja húsnæði á næsta ári. Stofnlánadeild landbúnaðar- ins og veðdeild Stofnlánadeild landbúnaðar- ins afgreiddi á árinu samtals 1344 lán að fjárhæð 134.2 milj. kr., en á árinu 1966 voru af- greidd 1530 lán að fjárhæð 146,7 milj. kr. A-lán til vinnslustöðva, úti- húsa, ræktunaj og véla námu 105,5 milj. kr., en B-lán til íbúð- arhúsa 23,4 milj. kr. D-lán til vélakosts í t vinnslustöðvum námu 5.3 milj. kr. Heildarútlán Stofnlánadeildar í árslok 1967 námu 900.9 milj. kr. Veðdeild Búnaðarbankans veitti 111 lán á árinu að fjár- hæð 12.5 milj. kr. á móti 40 lánum að fjárhæð 3.1 milj. kr. á árinu 1966 og 83 lánum sam- tals 6.5 milj. kr. 1965. Heildar- útlán Veðdeildar í árslok 1967 námu 121.4 milj. kr. Reksturs- halli Veðdeildar var 1.2 milj. kr. á árinu. \ Innlánsbindingin Staðan gagnvart Seðlabankan- um var lengst af góð á árinu en versnaði við gengislækkunina og var nokkru lakari en venjulega tvo síðustu mánuði ársins. Innstæða á bundnum reikn- ingi var í árslok rúmar 300 milj. kr. og hafði hækkað á árinu um 33 milj. kr. Skuld á viðskiptareikningi var hins veg- ar 7.7 milj. kr. í árslok. Heildarinnstæða Búnaðar- bankans í Seðlabankanum var Því í árslok 292.6 milj. kr. Auk þess lagði Búnaðarbank- inn fram vegiia framkvæmda- áætlunar rikisstjórnarinnar 10% af innlánaaukningunni, og nam sú fjárhæð rúmum 19 milj. kr. á árinu 1967. Heildarlán bankans til framkvæmdaáætlana ríkis- stjórnarinnar eru þá komin upp í ca. 70 milj. kr. Afurðalán í Seðlabankanum Endurseldir víxlar bankans með útibúum í Seðlabankanum vegna landbúnaðarafurðalána voru 236.7 milj. kr. í árslok 1967 og höfðu hækkað um 29.4 Útvarpsstöðin í Saigon þagn- aði gkyndilega og hvarvetna í Saigon heyrðist skothríðin, him- inninn var upplýstur af ljósa- sprengjum og flugvélar þrumuðu yfir höfuðborginni. Klukkutíma eftir að árásin hófst heyrðist enn skothríð fyrir utan skrifstofu Reuthers í borg- inni, en hún er í húsi miðja vegu milli forsetahallarinnar og bandaríska sendiráðsins. f kvöld stóðu enn blóðugir bardagar í a.m.k. þrem borgum, en alls réðust hermenn þjóð- frelsishersins inn í níu borgir og bæjarfélög. Enn er óljóst hve margir hafa fallið. Árásin Það var snemma í morgun að þjóðfrelsisherinn réðist með miklu liði á fimm borgir nærri ströndinni norðarlega í S-Viet- nam og enn fremur á þrjár héraðshöfuðborgir inni í landi. Harðastur varð bardaginn i hafnarborginni Danang, en þar er ein stærsta herstöð Banda- ríkjamanna í landinu. Þjóð.frelsishermenn klifruðu yfir veggina um aðalstöðvar herstjórnar stjórnarhersins í fimm nyrstu héruðum landsins. Árásinni á aðalstöðvarnar var hrundið, en barizt var hús úr húsi í úthverfum borgarinnar. Árásin var gerð eftir mikla sprengjuhríð á flugvöllinn utan við borgina og voru þar sex bandarískar flugvélar eyðilagð- ar og margar laskaðar Fréttaritari Reuters í Danang segir að úthverfi borgarinnar Ap Da séu rjúkandi rústir ein- ar eftir bardagana. Á götum Danang sem er næststærsta borg í S-Vietnam var fjöldi manns að fagna nýju ári. Um 200 manns og þar af margar konur og börn voru leidd eftir götu' í borginni í öflugri gæzlu og voru þarna á ferð borgarbúar, sem nábúamir höfðu haldið fram að aðstoðað hefðu þjóðfrelsisherinn í árás- inni. Fremstur í fylkingunni gekk níu ára gamall piltur. Átta tímar ' Miklu liði stjórnarhermanna tókst að hrekja þjóðfrelsisher- inn undan og komu þeir á skriðdrekum og jöfnuðu mörg hús við jörðu, þar sem þjóð- frelsishermenn virtust hafa á- kveðið að berjast til síðasta manns. Eftir átta tíma bardaga í borginni afréð þjóðfrelsisher- inn að hörfa og komust her- mennirnir undan í gegnum kirkjugarð í úthverfi borgarinn- ar. S-Vietnamskar flugvélar komu þá á vettvang og vörpuðu þær sprengjum og skutu á leifamar af herdeild þjóðfrelsishersins, sem var á flótta yfir hrísakra í grennd við borgina. Héraðahöfuðborgir En á þessum tima var bar- dögum enn haldið áfram í hér- aðahöfuðborgunum Qui Nhon, Hoi Nan og Nha Trang. Talsmenn Bandaríkjahérs í S- Vietnam segja að ríkisstjórnir í Bandarikjunum og fleiri ríkj- um sem hafa sent lið til S-Viet- nam hafi verið varaðar við að búast megi við nýjum árásum þjóðfrelsishersins. í Qui Nhon hafa þjóðfrelsis- hermenn tekið útvarpsstöðina á sitt vald og grafið sig niður umhverfis hana. Enn er barist í borginni og næsta umhverfi hennar. í héraðshöfuðborginni Hoi Nan verjast Bandaríkjamenn og stjórnarhermenn. en borgin hef- ur verið umkringd. Fréttir frá héraðshöfuðborg- inni Nha Trang eru óljósar og stangast mjög á. '* Jafnframt þessum árásum á borgirnar hafa skæruliðar enn styrkt stöðu sína umhverfis Khe Sanh, herstöð Bandaríkjamanna norðarlega í S-Vietnam. Banda- ríkjamenn segja að þar séu um 30.060 hermenn kommúnista. í morgun var flugvöllurinn í her- stöðinni eyðilagður í sprengju- kasti og þar með er hið umsetna lið slitið. úr sambandi við aðrar deildir hersins. Bandaríkin neita ai ræða við N-Kóreu NEW YORK 30/1 — Bandaríkjamenn lýstu þvj yfir í dag að fréttir um að Bandaríkin væru fús að ræða um töku njósnaskipsins Pueblo milliliðalaust við N-Kóreu án sam- ráðs við S-Kóreu séu tilhæfulausar. 1 fréttayfirlýsingu sem sendi- nefnd Bandaríkjanna hjá SÞ sendi út segir að erlendar fréttir um það, að Bandaríkin séu reiðu búin að ræða milliliðalaust við milj. kr. eða 14.2%, en í árslok I Norður-Kóreu án samráðs við S- 1966 voru endurseldir víxlar Kóreu séu fullkomlega úr lausu 207.2 milj. kr. og höfðu hækkað um 107.6 milj. kr. eða 108.03%. Hlutur Búnaðarbankans með útibúum í heildarfjárhæð end- urkeyptra víxla Seðlabankans út á birgðir landbúnaðarafurða nam í árslok 39.03% en 35.02% í árslok 1966. Velta, afgreiðslufjöldi og gjaldeyrir Heildarvelta bankans og allra útibúa hans á árinu 1967 var 91.8 miljarðar króna. Hefldár- velta aðalbankans eins var 53.7 miljarðar, en var 45.9 miljarðar 1966 og 34.8 miljarðar 1965. f útibúum varð mest velta á Sauðárkróki, 6,2 miljarðar, og Austurbæjarútibúi, 6.1 miljarð- ur. Afgreiðslufjöldi víxla, þar með taldir afurðavíxlar og innheimtu- víxlar, í aðalbankanum var tæp 60 þúsund og tala vanskila- víxla um áramót 277. Vanskila- prósenta var 1.561%. f biðstofu bankastjórnar voru skráðir 11.475 gestir á árinu 1967 eða 1303 fleiri en árið áð- ur og 2265 fleiri en árið 1965. Með hinni öm þróun bank- ans á undanförnum árum veldur það vaxandi óþægind- um í starfscmi lians og tor- vcldar mjög eðlilega fyrir- greiðslu við viðskiptamenn, að hann liefur enn ekki feng- ið réttindi til að verzla með erlendan gjaldeyri, þrátt fyr- ir itrekaðar óskir banka- stjórnar og bankaráðs á síð- ustu tveimur áratugum. stað innan vébanda SÞ um Pueblo málið og enn fremur sé unnið á ýmsum öðrum vettvangi að lausn þess. í Djarkarta skýrði utanríkLS- ráðherra Indónesíu Adam Malik frá þvi í dag, að Bandarikin hafi ! farið þess á leit að Indónesía lofti gripnar. í yfirlýsingunni var vísað til snúi sér til Norður-Kóreu í ,sam- þess, að viðræður eigi sér nú I bandi við Pueblo málið- Borgarastyjöld yfir- vofandi í Grikklandi BERLÍN 29/1 — Hinn landflótta gríski stjómmálamaður Andreas Papandreou sagði 1 viðtali sem birt er í vestur- þýzka blaðinu Frankfurter Rundschau í dag, að ekki sé nokkur efi á því að til borgarastyrjaldar dragi í Grikklandi, ef núverandi herforingjastjóm verði ekki steypt áður en líður á löngu. Eini möguleikinn á því áð ktcmast hjá borgarastyrjöld er að mínu viti að herforingja- stjómin verði sett af sem fyrst og jafnframt verði aftur tekið upp raunverulega frjálst lýðræð- isform í Grikklandi, segir Pap- andreou í viðtalinu. Hann taldi að herforingjamir hefðu sleppt honum úr fangelsi og leyft honúm að fara úr landi fyrr f þessum mánuði í þvískyni að róa aimenningsálit f heim- inum og sýna afl sitt. En ég vona að ég fái tækifæri til að sýna stjómarklíkunni að þama varð henni á mikil skyssa, sagði Papandreou. 1 sambandi við setningu þing- mannafundar Evrópuráðsins f Strassbourg á morgun sendi Papandrebu í dag út áskofun á ríki í vestur-Evrópu að hjálpa til að koma aftur á lýðræði í Grikklandi, meðan enn væri mögulegt að gera það með frið- samlegu móti. Þingmannafundur Evrópuráðs- ins ræðir það á morgun hvort víkja skuli Grikklandi úr Evr- ópuráðinu, en 18 ríkin eiga sæti í bví. Papandreou segir f yfirlýsingu sinni að hann geti ekki nógsam- lega lagt á það áherzlu hve hættulegt það sé, að gríska her- foringjaklíkan verði lengi við völd enn og sagði að gríska þjóðin mundi ekki una núver- andi einræðisstjórn til lengdar. Matvörur hafa hækkað í verði um 17,1% frá 1. október s. i. 1 frcttatilkynningn sem Þjóð- viljanum barst í gær frá Hag- stofu lslands scgir, ad kaup- Iagsncfnd hafi reiknað út vísitöllu framfærslukostnaðar i janúarbyrjun 1968 og hafi hún reynzt 216 stig cða sjö stigum hærri en í desember- byrjun 1966. 1. október sl., áður en verð- hækkanaskriðan í hausthófst var hún hins vegar 195 stig og hefur hún því á þessum þrem mánuðum hækkað um 21 stig eða 10,8%. Á sama tíma hafa launþegar hins vegar aðeins fengið 3,39% launahækkun til þess að vega upp á móti lífs- kjaraskerðingunni af völd- um gengisfellingarinnar og , verðhækkananna. Einstakir liðir vísitöl- unnar hafa þó hækkað enn meir en vísitalan sjálf, t.d. * liðurinn mat- vörur, sem hefur frá 1. október hækkað úr 237 stignm í 278 stig eða um 41 stig. Nemur hækkun- in á matvælaverði því 17,1%. Er þetta sá liður hennar sem mest hefur hækkað en hækkun á einmitt hvað harðast niður á öllum alþýðu- heimilum. Liðurinn hiti, rafmagn o.fl. hefur einnig hækkað mikið eða úr 204 stigum í október í 234 stig nú í janúar. Er það 20 stiga hækkun eða 9.8%. “ Meðalvísitalan fyrir vörur og þjónustu hefur hækkað úr 225 stigum 1. október 1966 í 250 stig 2. janúar 1968. Er það 25 stiga hækkun eða 11,1% hækk- un. f fréttatilkynningu Hagstof- unnar segir svo um orsakir vísi- töluhækkunarinnar á tímabil- inu 1. desember 1967 til 2. janúar 1968 Hækkun vísitölunnar frá 1. desember 1967 til 2. janúar 1968 var nánar tiltekið 7.6 stig. Þar af stöfuðu 2.4 stig af verðhækk- un á búvörum, í kjölfar haust- verðlagningar þeirra, vegna 3,39 prós. launahækkunar frá des- emberbyrjun 1967 og vegna gengisbreytingar í nóvember s.l. Hækkun (nettó) annars vöru- verðs, af hliðstæðum ástæðum, var 0,7 stig. Þá hækkaði vísi- talan um 1,2 stig vegna gjald- skrárhækkunar hitaveitu og raf- magns. Loks var um að ræða hækkun á ýmsum öðrum 'gjöld- um sem svaraði 3.3 vísitölustig- um, þar af 1,3 stig vegna hækk- unar sjúkrasamlagsgjalds og 1,3 stig vegna hækkunar á iðgjaldi til almannatrygginga. Breyting á þessu iðgjaldi hefur venjulega komið fram í vísitölu 1. sept- ember á viðkomandi ári, en er nú tekin í hana í ársbyrjun, í sambandi við gildistöku nýs vísitölugrundvallar með grunn- tíma 2. janúar 1968. Samkvæmt 3. gr. laga nr. 70/ 1967 skal framfærsluvísitala með grunntíma 1. marz 1959 reiknuð í síðasta sinn eftir verð- lggi í janúarbyrjun 1968, enda tekur þá gildi nýr grundvöllur vísitölu framfærslukostnaðar, sem byggður er á rannsókn á neyzlu launþega í Reykjavík 1964 og 1965.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.