Þjóðviljinn - 31.01.1968, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 31.01.1968, Blaðsíða 10
/ ,Þrír háir tónar“ syng-ja á árshátíðinni. Árshátíð og þorrablót Alþýðu bandalagsins í Reykjavík Árshátíð og þorrablót Alþýðubandalagsins í Reykja- vík verður að Hótel Borg föstudaginn 2. febrúar. Húsið opnar kl. 19.00 fyrir þá er snæða vilja þorra- mat. — Skemmtiatriði hefjast um klukkan 21.30. TIL SKEMMTUNAR: Árni Björnsson spjallar um karlinn þorra.. Sigurður Jónsson hljóðfæral. leikur einleik á sítar. Þrír háir tónar (Rím-tríó) syngja þjóðlög og mót- mælasöngva. Stuttur upplestur úr verkum Guðbergs Bergssonar. Hljómsveit Hauks Mortens leikur fyrir dansi. Verð aðgöngumiða kr. 350 fyrir matargesti en kr. 150 fyrir aðra gesti. Pöntun og sala aðgöngumiða á skrifstofu Alþýðubanda- lagsins, Miklubraut 34, sími 18081. — Opið frá kl. 3-6 e.h. Tryggið ykkur miða í tíma. SKEMMTINEFNDIN. Búnaðarbankinn, Austurstræti 5. MaSur beiS bana er ámoksturs vél b voifdi Banaslys varð í Hvalfírði í fyrradag er ámokstursvél hvolfdi. Sá látni hét Arnfinnur Guð- mundsson og var hann 28 ára gamall. Samkvæmt frásögn Finns Eyj- ólfssonar, lögreglumanns í Hval- firði varð slysið á vinnusvæði íslenzkra aðalverktaka fyrir vestan olíustöðina um kl. 5 í fyrradag. Ámoksturstæki var ekið niður fjallveg að vinnusvæðinu, lenti það útaf veginum og hvolfdi. Tækjastjórinn varð undir og lézt hann á leiðinni í sjúkrahús- ið á Akranesi. Amfinnur var til heimilis á Hrafnabjörgum í Hvalfirði. Hann lætur eftir sig unnustu og barn á Akranesi. Tillaga frá þingmönnum úr öllum flokkum: Akfært verií gert umhverfis landið I gær kom til umræðu í sam- einuðu þingi þingsályktunartil- Iaga ellefu alþingismanna lír öll- um flokkum um að hafinn verði undirbúningur þess að gera ak- fært umhverfis landið. Sagði fyrsti flutningsm. tillög- unnar Eysteinn Jónsson (F) m.a. að á sl. sumri hefði verið lokið við byggingu brúar á Jökulsá á Breiðamerkursandi og væri því tímabært að hefja lokaátakið til að gera akfært í kringum land- ið með því að leggja akveg um Skeiðarársand og brúa vötnin á Aukning innlána í Búnaðar- bankanum tæpar 200 milj. — 300 miljóna innlánabinding í Seðlahanka □ Á fundi bankaráðs Búnaðarbanka íslands fimmtudag- inn 25. janúar 1968 lögðu bankastjórar fram reikninga bankans og allra útibúa hans fyrir árið 1967. □ Rekstrarhagnaður viðskiptabankans í Reykjavík varð kr. 3.313.191,75 á móti 3.04 milj. kr. 1966 og 5.1 milj. kr. 1965. □ Riekstrarhagtnaður viðskiptabankans með útibúum varð 10.1 milj. kr., þar af 4 milj. kr. til afskrifta á fasteign- um og innanstokksmunum, á móti 8.7 milj. kr. 1966 'og 9.1 milj. kr. 1965. Lög um iífeyrissjóS sjómanna endurbœtt — þingsályktunartillag'a Geirs Gunnarssonar □ Eitt af dagskrármálum á sameinuðu Albingi í gær var umræður um þingsálykt- unartillögu um lífeyrissjóð togarasjómanna. Flutnings- maður tillögunnar, Geir Gunnarsson. þingmaður Al- þýðubandalagsins sagði í ræðu sinni um þetta mál að réttindi í sjóðnum væru mun knappari en í lífeyris- sjóði starfsmanna ríkis og bæja. Sagði Geir að lögin um lífeyr- issjóð togarasjómanna væru gerð eftir lögum starfsmarina ríkis og bæja og væri það mikilvægt að sjómönnum væri tryggður engu minni réttur en ríkisstarfsmönn- um, Pg hefði Einar Olgeirsson bent á þetta atriði margsinnis. Liðin væru sjö ár síðan fyrst hefði verið minnzt á það á Al- þingi að breytingar þyrfti að gera á sjóðnum en afar litlar breytingar hefðu verið gerðar enn, enda þótt miklar breyting- ar hefðu verið gerðar á lífeyris- sjóði starfsmanna ríkis og bæja á sama tímabili. Nefndi Geir nokkur dæmi um muninn um réttindi - í þessum tveimur sjóðum m.a. að í lífeyr- issjóði sjómanna njóta menn ekki réttinda í sambandi við greiðslu makalíféyris fyrr en þeir hafa greitt í sjóðinn a.m.k. í tíu ár en í lífeyrissjóði ríkis- starfsmanna strax og þeir hafa gengið í sjóðinn, ef þeir falla frá. í síðam. sjóðnum fá börn sem sjóðfélagar ekilja eftir sig líf- eyri til 18 ára aldurs en í líf- eyrissjóði sjómanna til 16 ára aldurs. En höfuðatriðið væri að greiðslurnar í lífeyrissjóði misstu gildi sitt þegar um verðbólgu- tíma væri að ræða. Tryggja þyrfti að lögin um vaxtarsjóð- inn yrðu endurskoðuð og athug- að hvort unnt væri að verð- tryggja bótagreiðslur. Kvaðst Geir vænta þess að alþingi.smenn sæu sér fært að fallast á að lögin um lífeyrissjóð togarasjó- manna verði endurskoðuð. Atkvæðagreiðslu um það í hvaða nefnd málið skyldi tekið fyrir í, var frestað. , Eigið fé viðskiptabankans með útibúum varð í Srslok rúm- ar 58 milj. kr., en hrein eign allra deilda bankans með úti- búum varð 190 milj. kr. Aukning varasjóða bankans hefði, orðið 42.8 milj. k.r., ef ekki hefði komið til gengisfellingar á árinu. Þar af er eignaaukning Stofnlánadeildar landbúnaðarins 33.9 milj. kr., en varasjóðir Stofnlánadeiidar og Veðdeildar hækka hins vegar aðeins um 1.1 milj. kr. vegna gengistaps og rekstrarhalla Veðdeildar. Raun- veruleg eignaaukning verður því 7.1 milj. kr. á árinu. • Vöxtur viðskiptabankans með útibúum Heildaraukning innlána í bankanum með útibúum varð samtals 190.2 milj. kr. eða um 13.4 prósent. Heildaraukning sparifjár varð 174,8 milj. kr. eða 14.2 prósent hækkun, en veltiinnlána 15.4 milj. kr. eða um 7,9 prósent hækkun. Heildarinnstæður í Búnað- arbankanum með útibúum námu í árslok 1615.4 milj. kr., en 1425.2 milj. kr. í árs- lok 1966 og 1197.8 milj. í áre- lok 1965. Heildarútlán, bar með taldir endurseldir afuirðavíxllar og lán til framkvæmdaáætlunar rfkis- stjórnarinnar, námu í árslok 1500,7 milj. kr. Stærsta útibú bankans er Austurbæjarútibú í Reykjavfk, sem geymir um 175 milj. kr. í innlánum. Stærstu útibú úti á landi eru á Sauðárkróki 91.2 milj. kr., aukning 1967 varð 9.5 milj kr. eða 11.7 prósent, á Akureyri 84.5 milj. kr., aukning varð 4.6 milj. kr. eða 5.7 prósent, og á Hellu 70.5 milj. kr., aukning varð 20.8 milj. kr. eða 40.9 prósent. Ný útibú Búnaðarbankinn setti á stofn eitt útibú á árinu, fyrir Árnes- Framhald á 3. síðu. söndunum. Skoraði hann á sam- göngumálaráðherra og vegamála- stjóra að ganga í að athuga hvernig unnt væri að afla fjár til þessara framkvæmda. Borin var fram breytingartil- laga af Pétri Benediktssyni (S) þess efnis að gerðar yrðu víð- tækari rannsóknir á því hvernig bezt væri að koma þessu máli í framkvæmd. T.d. hvort flugferja eða svifnökkvi yfir vatnasvæðið gætu leyst málið til bráðabirgða. Karl Guðjónsson (Ab.) sagði að gera þyrfti raunhæfar álykt- anir og efna til framkvæmda sem miðuðu að því að opna þessa leið- Málið væri síður en svo nýtekið upp því að í gömlu vegalögunum sem nú eru gengin úr gildi hefði verið sagt að Suð- urlandsvegur skyldi ná frá Reykjavík austur á Höfn í Homafirði. Umræðu um málið var frestað og því ásamt breytingartillög- unni vísað til fjárveitingar- nefndar. Miðvikudagur 31. janúar 1968 — 33. árgangur — 25. tölublað. Mzður fyrir bíl á Grundarstíg Einn af starfsmönnum sorp- hreinsunar borgarinnar varð í gær fyrir bifreið er hann var við vinnu sína á Grundarstíg og slasaðist talsvert- Varð slysið með þeim hætti, að maöurinn kom gangandi afturábak á milli tveggja bíla út á götuna og dró á eftir sér trilluna og lenti þá fyrir bíl á leið norður Grundar- stíginn. Lenti maðurinn á vinstra frambrettinu, skall í framrúð- una, sem bmtnaði, og féll síðan í götuna. Fékk hann áverka á höfuð og var fluttur á Landa- kotsspítala. Hjalteyri er ákjósanlegur staður fyrir lýsisherzlu □ Hjalti Haraldsson, þingmaður Alþýðubandalagsins í Norðurlandskjördæmi eystra ræddi í gær, í sameinuðu þingi um þingsályktunartillögu um lýsisherzluverksmiðju á Hjalteyri. □ Eftir umræður um tillöguna var málið tekið út af dagskrá og atkvæðagreiðslu frestað. Hjalti ræddi einkum um stað- setningu verksmiðjunnar en kvað ekkj tóm til að ræða um rekstur slíks fyrirtækis enda þótt það gæti orðið þýðingar- mikið og ' arðbært. Vqgna þess að brýn nauðsyn væri á því að komast sem ó- dýrast frá þessum framkvæmd- um væri Hjalteyri ákjósanlegur staður. Þar væri húsakostur mikill fyrir, mannvirki svo sem kyndistöð og rafstöð og nýlega endurbyggðar * * bryggjur. Varð- andi samgöngur benti hann á að eitt af fyrstu verkum Norð- urlandsáætlunarinnar væri vega- gerð milli Akureyrar og Dalvík- ur — og að jafnvel í verstu veðrum væri örugg höfn á Hjalt- eyri. Ennfremur sagði Hjalti að það veitti ekki af því að hleypa lífi í staðina fyrir norðan. Við nýafstaðna atvinnuleysisskrán- ingu á Hjalteyri hefði komið í ljós að flestar fyrirvinnur í plássinu væru að heiman við að leita sér að atvinnu annars- staðar. Með tilkomu lýsisherzlu- verksmiðjunnar myndi ástandið gjörbreytast. Fleiri atriði komu fram í ræðu Hjalta sem ekki verða rakin hér. Hann endaði mál sitt með því að ítreka nauðsyn þess að komið yrði á fót lýsisherzlu- verksmiðju þótt ekki væri nema til þess að losa verzlun með síldarlýsi úr þeim viðjum sem hún væri í. Verðið á íslenzku síldarlýsi væri ákveðið algjör- lega af Unilever. Akranes ★ Þorrablót Alþýðubandalagsins verður haldið í REIN, laugardag- inn 3. febrúar n.k. Forsala að- göngumiða í dag, miðvikudag, klukkan 20.00-22.00. — Skemmtinefndin.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.