Þjóðviljinn - 31.01.1968, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 31.01.1968, Blaðsíða 8
g SÍ»A — ÞJÓÐVILJIWN — Miðvikudagur 31- Janúar 1«68. hefdi einlivem veginn komizt að því að duttlungafuU „eins manns kt>na“ ætlaði að sparka honum, þá mátti telja það á- stæðu til morðs. Að vísu er mikið talað um reiði hinnar for- 6máðu konu, en skýrslur sanna hins vegar að það eru fleiri karl- menn en konur sem fremja morð vegna óendurgoldinnar ástar og hefndarþorsta af þeim sökum. — Á einn hátt getum við sannprófað kenninguna um ann- an elskhuga í lífi Sheilu, sagði hann, — elskhugann sem Dane var í þann veginn að taka við af. Var hún búin að gefa nafn þessari sýningu sem hún var að vinna að? Ellery bjóst til að rísa á fætur, en hann lét fallast nið- ur í stólinn aftur og gretti sig. — Æ, þessar lappir á mér, sagði hann. — Ramon viljið þér gera 6Vo vel? Pakkann á arinhillunni. Bílstjórinn rétti honum hann bg Ellery tók utanaf honum og í ljós kom pappírsströngull. Hann vafði hann sundur, leit á hann og lyfti pappírnum svo að allir gaetu séð. Það var fallega unnin tízku- teikning af sportklæðnaði. Mikil nákvæmni var í útfærslunni. — Þetta er eina teikningin sem Siheilu Grey gafst tími til að ljúka við, sagði Ellery. — Og þar er að finna nafnið sem Sheila hafði gefið sýningunni. Hérna stendur það neðst niðri: Lafdi Norma, með upphafsstöfum. — Lafði Norma, hélt Ellery áfram og nú bar ekki lengur á þreytu'hjá honum, — og ég TRÉSMIÐJA Þ. SKOLASONAR Nýbýlavegi 6 Kópavogi sími 4 01 75 Smurt brauð Snittur brauöbœr VIÐ ÓÐINSTORG Sími 20-4-90. Hárgreiðslan Hárgreiðslu- og snyrtlstoÍB Steinu og Dódó Laagav 18. III. hæð (lyfta) Sími 24-6-16. PERMA Hárgreiðslu- og snyrtistofa Garðsenda 21. SIMI 33-968 ' ELLERY QUEEN: fjórða hliðin á bendi ykkur á að ,,Norma“ er gert úr bókstöfunum í nafni fimmtu persónunnar sem hafði aðstöðu til að vita um sam- band Sheilu og Ashtons — fimmtu persónunnar sem hlaut að vera fjárkúgarinn, eftir að hin fjögur höfðu verið strikuð út — og um leið morðingi Sheilu. Því að hver annar hefði getað vitað að Ashton McKell heimsótti Sheilu Gray? Bíl- stjórinn hans sem ók honum í klúbbinn á hverjum einasta mið- vikudegi og sótti hann aftur og hafði ástæðu til að renna seint á miðvikudagskvöldum — grun í eðli þessara miðvikudags- ferða — og fá hann staðfestan. Bílstjórinn hans, sem virðist hafa verið ástvipur. Sheilu á undan Dane og myrti hana síð- an fyrir að gefa honum spark- ið. — Pabbi, gættu að Ramon! Ramon hafði hörfað í áttina að útgöngudyrunum. Hörund haií^ var orðið gráfölt-, nasirnar þöndust af undrun og reiði og skelfingu; það glitraði í hvítar tennumar í dökku andlitinu. Og þegar Queen fulltrúi, Dane og Ashton McKell nálguðust hann, þreif Ramon þungan stól, kast- aði til þeirra og hvarf um leið útum dymar. Fulltrúinn greip stólinn að nokkru leyti; en annars féll hann í veg fyrir Ashton McKell, og Dane hrasaði um föður sinn. Stundarkorn voru mennimir þrír í hallærislegri bendu. , Síðan bröltu McKell-feðgarnir á fætur og þutu í átt til dyranna, en Queen fulltrúi hrópaði. — Nei, hann er kannski vopnaður. Lát- ið hann hlaupa. Og þegar þeir stönzuðu másandi, sagði hann: — Hann kemst ekki undan. Það eru lögreglumen við allar út- göngudyr. Hann hleypur beint í flasið á þeim. • Seinna yfir hressandi konjaks- glasi — þótt Asthon McKell væri enn of sleginn yfir þessum upp- ljóstunum til að njóta sín — sagði Ellery: — Já, Ramon, sem Sheila skírði nýju sýninguna sína eftir, Norma, var síðasti elskhugi hennar. Hann forðað- ist að líta á McKelI eldri. — Það var Ramon sem hún lét sigla sinn sjó, þegar hún fékk áhuga á þér, Dane, og spænska stoltið hans leiddi hann út í morð. Hann forðaðist að minn- ast á smekk Sheilu á karlmönn- um, vitandi það að Ashton var ekki sízt sleginn yfir þeirri stað- reynd að bílstjórinn skyldi 'hafa sofið hjá draumadísinni hans; elskhugar hennar höfðu verið mislitur hópur, og hann gerði ráð fyrir því að á sinn hátt mætti Spánverjinn Ramon telj- ast fríður maður. — Það var Ramon sem kom inn í ibúð Sheilu þetta kvöld, laumaðist inn í svefnherbergið til að ná í skammbyssuna sem hann vissá að var í' rráttborðs- skúffunnl — hafið mig afsakað- an rétt einu sinni, en hann hafði haft næg tækifæri til að kynn- ast staðháttum í svefnherberg- inu því — og þegar hann kom inn í vinnustofu Sheilu, skaut hann hana til bana í miðju samtali hennar við lögregluna. Það var auðvitað Ramon sem lagði tólið á aftur og fann bréf Sheilu til lögreglunnar, stakk þvi í vasann og komst undan. — Hann tók bréfið til að geta kúgað fé út úr Dane; eða til að beina grunsemdum frá sjálf- um sér með því að beina þeim að Dane... eins og raun varð á. — Það munaði minnstu að honum tækist þetta. Það varð fátt um frekari samræður þar til barið var að dyrum og Queen fulltrúi opnaði og þar stóð Velie sergent og brosti breitt. — Þið hafið væntanlega náð honum, sagði fulltrúinn. — Við náðum honum, fulltrúi. Hann er orðinn rólegur, ósköp prúður. Komið þér niður með okkur? — Strax og ég er búinn að ná í hattinn minn og frakkann. Dyrnar lokuðust á eftir þeim og um leið kváðu við upphrópan- ir úr öllum áttum. — Þetta er búið. Það er búið. — Hvernig getum við nokk- um tíma fullþakkað yður, herra Queen? — Sem ég er lifandi, það var hann. Herra Queen — Ellery — — Þetta kallar á aðra skál! — Þetta er nú áramótagjöf í lagi, hrópaði Ashton McKell. — Er til meira að skála í? Þrjár kampavínsflöskur í við- bót fundust í eldhúsinu. Glösum var klingt fagnandi. Eftir nokkra stund var Ashton farinn að syngja gamlan söng frá skólaár- um sínum. Og Lutetia hixtaði vitundarögn ’ og hló dálítið héra- lega og Júdý dansaði írskan dans njeðan þau sungu sönginn um írsku þvottakonuna. Og þegar Ellery sagði: — Ég get sagt ykkur, að ég hef fengið sjálfstraust mitt aftur, þá var það Lutetia McKell sem hrópaði: — Skál fyrir sitjandi spæjaranum og sjálfstrausti hans, og þau drukku skál hans í síðasta kampavíninu, meðan Ellery brosti og brosti. Fregnin um að það „væri bíl- stjórinn" virtist taka allt púðrið úr Sheilu Grey morðmálinu. Smám saman þokuðu aðrar frétt- ir Grey málinu af forsíðunni, og áður en langt leið voru frásagn- irnar komnar á 6. síðu og innar. Hætt var að nefna McKell fólk- ið í fréttunum. Það var stórkostlegur léttir. Ashton sneri sér aftur að við- skiptunum með auknum krafti. Hann hafði vanrækt fyrirtæki sín um langt skeið, og nú tók hann til óspilltra málanna. Kakó- baunauppskeran í Ghana, sykur- flutningar frá Perú, tóbaksinn- kaup og vöruframboð frá nýju ríkjunum í heiminum -— allt þetta afgreiddi hanm af dugnaði og kappi. Júdý snæddi hádegis- verg með honum á skrifstofunni um þessar mundir, vegna þess hve annirnar voru miklar. Lutetia var tekin til við góð- gerðasaumaskapinn að nýjú, hafði meira að segja tekið sér að- stoðarstúlku. Dane reyndi að vinna að skáld- sögunni sinni, en efaðist þó um það með sjálfum sér að hann gæti nokkurn tíma lokið henni. í henni var of margt sem minnti á sumarið. Sumarið þegar hann var að eltast við Sheilu, skemmta sér með Sheilu, ganga á eftir Sheilu, elska Sheilu .... sumar Sheilu; hann vissi að í huga hans yrði það aldrei annað. Nema hvað það var líka sumarið þegar hann glat- aði Sheilu fyrir fullt og allt. Hann hugsaði með sjálfum sér að hann gæti hætt við þessa sögu og byrjað á annarri, en hann frestaði því og hét því með sjálf- um sér að hefjast handa fyrip al- vöru, strax og kæran gegn honum yrði formlega afturkölluð. Hið eina sem hann hafði frétt síðan Ramon var handtekinn, yar að lögfræðingar hans hefðu fengið frestun á réttarhöldunum um ó- ákveðinn tíma vegna nýrrar stefnu í málinu. En dagarnir liðu og hann frétti ekkert nánar, og hann fór að verða gramur. Hann hringdi á lögreglustöð- ina. Fyrst stakk Queen fulltrúi upp á því að hann hefði samband við saksókparann, og rödd hans var dálítið annarleg. En svo sagði hann allt í einu: —■ Jæja, það er kannski alveg eins gott. Bíðið annars, herra McKell. Fyrst þér hringduð hvort eð var — — Já? — Það hefur dálítið komið á daginn. Kannski er rétt að ég ræði það við yður. Ég ætlaði að hringja í yður seinna, en það er ekkert unnið við það. — Hvað hefur komið á daginn? — Heyrið þér mig, sagði full- trúinn. — Ég vildi gjarnan að sonur minn væri viðstaddur. Eig- um við að hittast í íbúð minni klukkan tvö? Dane birtist með foreldra sína og Júdý í togi. — Ég veit ekki hvað er um að vera, sagði hann við Queenfeðgana, — en ég sagði pabba af þessu og honum fannst rétt að við værum öll viðstödd. — Ég veit ekki heldur hvað stendur til, sagði Ellery og horfði rannsakandi á föður sinn. — Jæja, pabbi, hvernig væri að leysa frá skjóðunni? Queen fulltrúi sagði: — Við höfum verið að yfirheyra þennan Ramon Alvarez dag og nótt í heila eilífð — finnst mér. Hann er kyndugur náungi. — Hvernig, pabbi? — Jú, ég hef fengizt við ótal menn grunaða um morð og ég hef aldrei rekizt á náunga sem er eins undarlegt sambland af hreinskilni og-þrjózku. Hann hef- ur komið með ýmsar markverðar játningar, svo sem að hann þpfi verið í topphúsinu um það leyti sem morðið var framið, en hann heldur því statt og stöðugt fram að hún hafi verið á lífi þegar hann fór þaðan. Hann hvikar ekki frá því. — Af hverju búizt þér við að hann viðurkenni það? spurði McKell eldri. — Neita morðingj- ar ekki alltaf sekt sinni? ÚTSALA - ÚTSALA Stórfelld verðlækkun á öllum vörum verzlunar- innar. — Notið þetta einstaka tækifæri og gerið góð kaup. ALLT Á AÐ SELJAST! VERZLUN GUÐNYJAR Grettisgötu 45. þríhyrningnum IJG-RAIIÐKAL - UIVDRA GOTT SKOTTA — Hvílík ósvífni! Við verðum að koma á aðra baðströnd! Frá Raznoexport, U.S.S.R. 2'3'4b5 °g,f T1- MarsTradingGompanylif AOg B gæOanOKKar Laugaveg 103 Símí 1 73 73 BÍLLINN Gerið við bíla yfckar sjólf Við sköpum aðstöðuna. — Bílaleiga. BÍLAÞJONDSTAN Auðbrekku 53. Kópavogi — Sími 40145. Lótið stilla bílinn Önnumst hjóla-. ijósa- og mótorstillingu. Skiptum um kerti. platínur, Ijósasamlokur. — Örugg þjónusta. „ • BlLASKOÐUN OG STILLING Skúlagötu 32. sími 13100 Hemlaviðgerðir • • Rennun; bremsuskálar. • ■ Slípum bremsudælur. • Límum á bremsuborða. Hemlastilling hf. Súðarvogi 14 - Sími 30135. Bifreiðaeigendur Þvoið, bónið og sprautið bíiana ykkar sjálfir Við sköpum aðstöðuna Þvoum oe bónum ef óskað er Meðalbraut 18, Kópavogi. Sími 4-19-24

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.