Þjóðviljinn - 01.02.1968, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 01.02.1968, Blaðsíða 3
Fönmtudagur 1. fébráar 1968 — ÞJÖÐVTUTNN — SÍÐA J Pulltrúi stjórnarvalda Norðnr-Kóren: Erum reiðubúnir til úð ræðu um,Puebio1 TOKIO 31/1 — Einn af leiðtogum Norður-Kóreumanna sagði í diag að þeir myndu ekki sætta sig við lausn á „Pu- eblo“-málinu á vegum SÞ, en tók jafnframt fram að þeir myndu fúsir til viðræðna um það ef það yrði tekið upp á réttum vettvangi, þ.e. í vopnahlésnefndinni í Kóreu. Fréttastofa Norður-Kóreu hafði þessi ummæli eftir miðst.iómar- mamni í Verklýðsflokki Kóreu. Hann kvað Sameinuðu þjóðirnar ekki hafa neina heimild til að fjalla um .,Pueblo“-málið, en hins vegar væru fordæmi fyrir því að mál af svipuðum toga hefðu verið tekin fyrir á fund- um vopnahlésnefndanna í Pan- munjom. Bandaríkin hefðu engan rétt haft til þess að skjóta málinu til öryggisráðs St>: það hefðu þau gert aðeins í því skyni að villa um fyrir mönnum. Bandaríkjamönnum skjátl'aðist ef þeir héldu að þeir gætu leyst málið með hervaldi eða málskoti til SÞ. Hitt gegndi öðru máli, að ef þeir kærðu sig um væri hægt að fara þær leiðir til lausn- ar málsins sem áður hefðu ver- ið reyndar í svipuðum tilvikum. Það væri alveg undir Banda- ríkjamönnum komið hvernig mál- ið æxlaðist. Héldu þeir áfram vopnabraki sínu, yrðu þeir að bena ábyrgð á þeim afleiðingum sem af því gætu hlotizt- Fulltrúi Sovétríkjanna í Ör- yggisráðinu. Morosof, sagði í dag að hann væri bjartsýnn á að lausn fyndist á „Pueblo“-málinu. Svo virðist sem Bandaríkjastjóm setji ekki lengur það skilyrði að bæði skipi og áhöfn verði sleppt, láti sér nú nægja að skipverjar verði látnir lausir, segir frétta- ritari Keuters hjá SÞ. Couve de Murville, utanríkis- ráðherra Frakklands, tók fram í dag að Frakkar myndu láta ,,Pueblo“-málið afskiptalaust með öllu. Hvor aðili héldi sínu fram og það væri ekki Frakka að gera upp á milli þeirra. Stjómir Indlands og Sovétrfkjaima: Loftárásunum verði bætt skilyrðisluust NÝJU DELHI 31/1 — Stjómir Indlands og Sovétríkjanna hvöttu í dag til þess að Bandaríkin hætti loftárásum sín- um á Norður-Vietnam skilyrðislaust og lýstu jafnframt stuðningi við viðleitni Kambodju til að varðveita hlut- leysi sitt í Vietnamstríðinu. Þetta er tekið fram í sameig- inlegri yfirlýsingu sem gefin var út í Nýju Delhi í dag að lokn- um viðræðum forsætisráðherr- anna Indiru Gandhi og Alexei Kosygins. Þau sögðu stjómir sín- ar hafa af því þungar áhyggjur að Bandaríkjamenn hafa enn ekki fengizt til að hætta loft- árásunum. Dönsk stjórn mynduð í dag, ágreiningur um herútgjöld KHÖFN 31/1 — Hilmar Bauns- gaard, leiðtogi Róttæka flokks- ins danska, hefur nú lokið við að mynda stjórn þriggja flokka, Vinstri- og íhaldsflokksins auk síns eigin, og mun hann leggja ráðherralista sinn fyrir Friðrik konung á morgun. Stjórnin hef- ur traustan meirihluta á þingi- Stjórnarmyndunin reyndist nokkru erfiðari en ætlað hafði verið og mun erfiðast hafa geng- ið að ná samkomulagi um þá kröfu Róttækra að dregið verði allverulega úr útgjöldum til víg- búnaðar. Það var einkum íhalds- flokkurinn sem reis öndverður gegn þessu og bar fyrir sig að ArshátíÖ og þorrablót *• Alþýðubandalagsins í Reykjavik verður að.HOTEL BORG föstudaginn 2.febrúar. Húsið opnað kl..1'9 fyrir þá er snæða vil'ja þorramát. Skemmtiatriði hef jast um -ki.21.-30 Til skemmtunar l.Arni Björnsson., spjallar um karlinn þorra. 2.Sigurður Jónsson hljóðfæraleikari •leikur einleik á sitar 5.HÍjómsveit'Hauks Horthens le.ikur .fyrir dansi 3.Kjartan Ragnarssoh .les^ úr verkum Guðbergs. Bergssonar 4. 'Þrir háir tónar (Rim tríó.) sýngjá þjóðlög ög mótmæíásöngva N Verð aðgöngumiði kr.350.- fyrir matargesti en kr. 15p.- fyrir • aðra gesti. Pöritun og sala aðgöngumiðá á skrifstofu Áiþýðubandalágsins Miklubraut 34» simi 1 80 81 , opið frá kl.3,'til kl.6 eh. og bókabúð Máls og Menningar Tryggið' ykkur miða sem fyrst.,: SKEMMTINEFNDIN samkomulag hefði 1960 verið gert milli stærstu þingflokk- anna um landvarnamál og út- gjöld til þeirra. Sætzt var á þá málamiðlun að sósíaldemókröt- um sem einnig stóðu að því sam- komulagi verði boðið til við- ræðna með stjórnarflokkunum í því skyni að athuga hvort hægt sé að minnka vígbúnaðarút- gjöldin um 125-150 milj. d. kr. Kosygin sem dvalizt hefur sex daga í Indlandi og m.a. verið þar viðstaddur hátiðahöld í Nýju Delhi í tilefni af þjóðhá- tíð Indverja hélt frá höfuðborg Indlands til Afghanistans og tók Múhameð Zahir konungur á móti honum á flugvellinum við Kabúl í dag. í yfirlýsingu stjórna Indlands og Sovétríkjanna er ennfremur tekið fram að ísraelsmenn eigi að skila aröbum aftur þeim löndum sem þeir lögðu vmdir sig í júnístríðinu. Ajsenustjórn fær efns árs frest STRASSBORG 31/1 — Ráð- gjafaþing Evrópuráðsins sam- þykkti í dag að Grikklandi verði vikið úr ráðinu, verði ekki bú- ið að koma á lýðræðislegri þing- ræðisstjóm í landinu fyrir ára- mót. Árásir þióðfrelsishersins Framhald af 1. síðu. ið. Ráðizt var á margar helztu borgir landsins og á níu her- stöðvar Bandaríkjamanna, allt frá Danang nyrzt á strönd Suð- ur-Vietnams, til Pleiku og Kon- tum á miðhálendinu og Can Tho syðst í landinu. á óshólmum Mekongfljóts. Enn mun ekki einu sinni bandaríska herstjóm- in hafa fullt yfirlit yfir það tjón sem hún hefur orðið fyrir í þessum árásum, en talið er að Bandaríkjamenn hafi misst a.m.k. fimmtíu flugvélar. Einna mest mun tjónið hafa orðið í Dan- ang, enda er þar stærsta flug- stöð Bandaríkjamanna í Viet- narri. Árásirnar í Saigon Aðgerðir þjóðfrelsishersins í Saigon hafa vakið furðu manna og skelfingu Bandaríkjamanna og Saigonstjómarinnar. Hann réðst samtímis á margar helztu byggingar borgarinnar, og þá fyrst og fremst á bandaríska sendiráðið sem er nýbyggt, tek- ið í notkun fyrir tæpu ári, og sérstaklega víggirt einmitt til að koma í veg fyrir slíka skyndi- árás. Fyrir tæpum þremur ár- um var bygging sú sem sendi- ráðið var þá til húsa í stór- skemmd í sprengjuárás. Skæruliðar brutu 1 með loft- varnabyssuskpti gat á múrvegg þann sem umlykur sendiráðslóð- ina og komust þannig innfyrir múrinn. Eins og fyrri daginn eru Bandaríkjamenn margsaga um það sem gerðist í sendiráðinu. Hermenn þeirra sem þar voru til varnar eða sendir voru þangað með þyrlum eftir að árásin hófst segja að skæruliðar hafi verið búnir að leggja undir sig sex af sjö hæðum hússins, áður en þeir voru hraktir þaðan. Westmore- land herstjóri segir þá aðeins hafa komizt upp á fyrstu hæð og húsráðandinn, Bunker sendi- herra, hélt því frarti að þeir hefðu aldrei komizt lengra en inn á lóð sendiráðsins. Hvað sem því líður vörðust skæruliðar sem munu liafa verið um tuttugu talsins miklu * ofurefli f sex klukkustundir og segjast Banda- ríkjamenn hafa fellt 17 þeirra, en misst sjálfir fimm. Samtímis þessu var ráðizt á útvarpsstöðina í Saigon pg hún eyðilögð með sprengjum. Áhlaup var- gert á forsetahöllina, á sendi- ráð Filipseyja og á aðalbækistöð Westmorelands hershöfðingja. Bandaríkjamenn segja að öllum hafi þessum árásum verið hrund- ið, en þeir viðurkenna að þær hafi komið á óvart og verið þaulskipulagðar. Skæruliðar sóttu einnig að aðalflugvellinum við Saigon og létu sprengjum rigna yfir hann. Þeir voru þar enn þegar síðast fréttist. ....... , Um allt landið Fréttirnar af aðgerðunum í Saigon hafa að sjálfsögðu vakið mesta athygli og að sögn frétta- manna mikið hugarvíl í Wash- ington, en enn athyglisverðara er þó að þjóðfrelsisherinn gat samtímis gert slíkar stórárásir á borgir og bandarískar bækistöðv- ar nærri því í hverju einasta héraði landsins. Virðist hafa verið lögð höfúðáherzla á árásir á hiná mörgu flugvelli sem Bandaríkjaher hefur í Suður- Víetnam. Otvarp Þjóðfrelsisfylkingarinn- ar sagði í dag að þessar' árásir hefðu verið gerðar vegna þess að Bandaríkjamenn og Saigon- stjómin hefðu fyrst takmarkað vopnahléið sem hafði verið boðað vegna tunglnýársins og síðan af- lýst því með öllu. Fjaðrafok í Washington Síðan, fréttimar bárust frá Saigon hefur allt verið á öðr- um endanum á æðstu stöðum i Washington. Hver ráðstefrian rak aðra í Hvíta húsinu og fyrir Johnson íbrseta höfðu verið lagðar 26 skýrslur um atburðina og stöðugt bættust nýiar við Algert ráðleysi ríkir í Washing- ton og skýringar talsmanna Bandaríkjastjórnar mjög á reiki Ýmist eru árásirnar sagðar hafa verið gerðar til að dreifa athygl- inni frá þeirri stóromstu sem sé í vændum við Khe Sanh norðvesturkrika Suður-Víetnams þar sem 5.000 bandarískir land- gönguliðar eru nú algerlega inni- króaðir. eða þá að „undirbúning- ur“ undir bá orustu hafi verið settur á svið til bess að skæm- liðar gætu komið Bandaríkja mönnum í opna skiöldu með skyndiárásunum í Saigon og annars staðar. Þá er sú skýring gefin f Wash ington að sóknaraðgerðir þjóð frelsishersins miði að því að sýna Bandaríkjamönnum og leppstjórn þeirra f tvo heimana og neyða þá að samningaborð inu. Það byrjar ekki björgulega fyrir Johnson Bandaríkja- forseta í upphafi þessa síð- asta árs á kjörtímabili hans. Síðustu dagana hefur banda- ríska stórveldið orðið fyrir hverju áfallinu öðru meira. Hrap bandarísku kjarna- spréngjuþotunnar við Græn- land vakti óhug um víða ver- öld, magnaði andúð manna á Bandaríkjunum og tortryggni á að óhætt sé að treysta samningsbundnum loforðum þeirra. („Washington Post“ taldi vafalaust að sigur Rót- tæka flokksins í dönsku kosn- ingunum ætti rætur sínar að rekja til þessa, þar sem flokk- urinn hefði jafnan verið and- vigur aðild Dana að Nato). Tveimur dögum • síðar var bandaríska njósnaskipið „Pu- Honum sagðist svo frá í gær: „Fréttimar frá Saigon, rétt eftir töku „Pueblo“, komu eins og reiðarslag yfir valds- menn í Washington sem klukkustundum saman vissu ekki sitt rjúkandi ráð. Hver ráðstefnan af annarri var haldin i Hvíta húsinu þar sem Johnson forseti hefur sitt eigið ,stríðsherbergi‘ í kjall- aranum og það er almanna- rómur að eitthvað mikið verði að gerast eða segjast a.m.k. Menn grunar einnig að þær fréttir sem borizt hafa, einkum frá • þeim níu flugstöðvum sem ráðizt var á, séu enn mjög af skomum skammti og að sóknarlotunni kunni enn að vera ólokið. Almenningur er undantekn- ingarlaust æfur yfir því að „Kvalafullt endurmat IV eblo“ tekið í norðurkóreskri landhelgi án þess að hið vold- uga herveldi fengi rönd við reist og fullyrt var að hers- höfðingjamir í Pentagon teldu að vegna gangs Vietnam- stríðsins væri það bandarísku stríðsvélinni ofviða að rétta hlut Bandaríkjanna með her- valdi þar sem hún þyldi ekki nýtt stríð á meginlandi Asíu. Og nú hefur Þjóðfrelsisfylk- ingin í Suður-Víetnam greitt Bandaríkjamönnum slik högg að lengi mun svíða undan. Hún hefur enn einu sinni sannað að henni eru allir vegir færir. . Þegar menn hennar geta setzt að í ramm- girtum vistarverum æðsta fulltrúa heimsveldisins, þótt ekki sé nema um stundarsak- ir, þá þarf víst engan að undra að þeir geri'sig heima- komna á óvirðulegri stöðum. Það eru ekki liðnar nema nokkrar vikur síðan Ells- worth Bunker sendiherra, sem fékk svo óvænta gesti í fyrra- dag, gerði sér ferð til Was- hingtan til að færa Johnsort forseta þau tíðindi að Banda- ríkjamenn væru „stöðugt að vinna á“ í Vietnam. Tveim- ur dögum síðar (15. nóv.)' skýrði Westmoreland her- stjóri bandarískum þing- mönnum frá því að „gangur stríðsins væri mjög, mjög uppörvandi“. Han bætti því við að eftir eitt-tvö ár gætu Bandaríkjamenn farið að „draga úr“ (,,phase-out“) að- gerðum sínum í Vietnam og fækka í herliði sínu þar („U. S. News and World Report“ 27. nóv.). Sagt var að „fjand- mönnunum hefði greinilega hnignað, mannfall kommún- ista hefur stórum aukizt og sóknaraðgerðum rauðliða hef- ur verið haldið niðri. . . Ráð- gjafar (Bandaríkjastjórnar) halda því fram að á árinu 1968 kunni að fara að síga á seinni hlutann, ef gangur stríðsins heldur áfram að vera jafn hagstæður og nú“ (,,U.S.N.W.R.“). Þessi bjart- sýni hélzt fram yfir áramót. ,,Það mun korpa í ljós þegar á árið líður að ósigur bíður hersveita kommúnista“, sagði sama málgagn bapdarískra heimsvaldasinna 8. jan. og bætti við að „gild ástæða er til að ætla í upphafi ársins 1968 að á árinu megi sjá fyrir endalok stríðsins í Vi- etnam. Bardögum mun að vísu ekki lokið á árinu. Eins og nú horfir mun það taka 114-2 ár til að brjóta hervél kommúnista alveg á bak aft- ur. . En endalokin gætu auð- vitað orðið enn fyrr. Það er hugsanlegt að kommúnistar gefist skyndilega upp og hætti að berjast“. Og í því tölu- blaði ritsins sem dagsett er 29. jan. er sagt afdráttar- laust: „Okkur gengur nú stöð- ugt betur í Vietnam". Hætt er við að annað hljóð komi nú í þetta málgagn forhertra heimsvaldasinna. rýréttamaður brezka útvarps- * ins í Washington, Gerald Priestland, fær lokaorðið. svo lítið skuli hafa áunnizt í þriggja ára stríði til að taka frumkvæðið úr höndum kommúnista. Frá þingmönn- um sem eru kannski miður sín eftir atburði síðustu viku hefur borizt stöðugur straum- ur fáryrða og hneykslunar. Eitt af því sem farið hefur forgörðum í sóknaraðgerðum (Þjóðfrelsisfylkingarinnar) er sú bjarta mynd sem dregin hefur verið af framgangi ,friðunaraðgerða‘ (í Suður- Vietnam), af auknu valdi Bandaríkjamanna og banda- manna þeirra yfir almenningi þar, sú bjartsýni sem sérleg- ir erindrekar JohnSons for- seta í Saigon hafa undanfarna mánuði lagt mikið kapp á að boða. Embættismenn í Washington hafa lagt hart að sér við að rétta við hemaðar- heiður Bandaríkjanna; þeir hafa bent á að þeir hafi jafn- an viðurkennt að ekki væri alveg hægt að koma í veg fyrir slíkar sóknarlotur, að skæruliðar hafi orðið fyrir miklu manntjóni og hafi einn- ig reynzt ófærir um að halda til lengdar því sem þeir unnu, En embættismennirnir hafa orðið að játa að þeir hafi aldrei búizt við jafnvíðtæk- um og vel skipulögðum sókn- araðgerðum. Bandarískir her- málaritarar láta nú í ljós hin- ar mestu efasemdir um alla herstjóm Westmorelands hers- höfðingja. Hvorki loftárásim- ar né hinir stórfelldu Jeitar- og tortímingarleiðangrar* hafa hamlað upp á móti kommún- istum. segja þeir. Þessi vitn- isburður um óbilaðan sókn- arstyrk kommúnista hlýtur' að draga úr baráttuþreki manna, bæði í Bandaríkjunum og þó einkum í Suður-Vietnam. Af Vietcongskjölum sem em til athugunar í Washington má ráða að þessar aðgerðir (þjóð- frelsishersins) séu aðeins upp- haf af stórfelldri margþættrí sókn sem á að standa fram í marz og að þær séu aðeins þáttur í heildaráætlun sem nær bæði til hemaðarins og hugsanlegra samningaviíú ræðna og er, af sama tagi og beitt var gegn Frökkum fyrir 15 árum. Það eina.sem vantar í samlíkinguna er önnur Dien Bien Phu-orusta, og þótt Pentagon telji fráleitt að hún eigi sér stað, er vísi að henni þegar að finna í bandarísku herstöðinni við Khe Sanh þar sem allar aðstæður eru nærri því jafn slæmar (og voru við Dien Bien Phu). Svo gæti farið að fjandmennirnir kæmu tvíefldir bæði til baráttu og samninga úr beim átökum sem fyrir dyrum standa og kvalafullt endurmat* kynni þá að verða hlutskipti Banda- ríkjamanna“. Það var þá reyndar Foster heitinn Dulles sem fékk síðasta orðið og varla verður gefið gleggra dæmi um ráðleysið í Was- hington þessa dagana en að þar skuli helzt leitað úrræða í hinum fleygu orðum hans fm þeim tíma þegar kalda stríðið stóð sem hæst ás. 4

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.