Þjóðviljinn - 06.02.1968, Síða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJlNN — Þriðjudagur 6. íebrúar 1968.
I
Jm
Útgelandi: oameiningarílokkur alþýðu — Sósiaiistaflokkurinn.
Ritstjórar: ívar H. Jónsson, (áb.), Magnús Kjartansson.
‘ Sigurður Guðmundsson.
Fréttarítstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson.
Auglýsingastj.: Sigurður T. Sigurðsson.
Framkvstj.: Eiður Bergmann.
Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsingar prentsmiðja: Skólavðrðustíg 19.
Sími 17500 (5 línur). — Áskriftarverð kr. 120.00 á mánuði. —
Lausasöluverð krónur 7,00.
Tilgangurinn
jþegar f járlög voru samþykkt nokkru fyrir jól með
stórfelldari tekjuöflun en nokkru sinni fyrri í
sögu þjóðarinnar hét fjármálaráðherann því að
endurgreiða almenningi um 250 miljónir króna af
þessum mettekjum í lækkuðum tollum. Jafnframt
var skýrt frá því að þing yrði kvatt saman um
miðjan janúar svo að hægt væri að afgreiða þessa
tollalækkun sem fyrst. Ekkert af þessum fyrir-
heitum hefur staðizt; ekkert tollalækkunarfrum-
varp sá dagsins ljós í januarmánuði, og þegar
frumvarpið birtist nú loksins kemur í ljós að tolla-
lækkanirnar verða um 100 miljónum króna lægri
en boðað hafði verið. í þokkabót er hér ekki um að
ræða endurgreiðslu á of hárri tekjuöflun ríkis-
sjóðs fyrir jól, heldur er nú rætt um að afla nýrra
tekna til þess að standa undir tollalækkununum!
Það á semsé að leggja á almenning nýjar byrðar
ofan á allt það sem áður var komið til þess að hægt
verði að lækka tolla smávægilega.
Ýmsum kunna að virðast þetta tilgangslausar
hundakúnstir, en þær hafa engu að síður til-
gang. Tollalækkuninni var aldrei ætlað að bæta
hag almennings, heldur var tilgangur hennar sá
að samræma tollakerfi okkar hliðstæðu kerfi í
efnahagsbandalögunum í Evrópu. Það og það eitt
vakir fyrir ríkisstjórninni. Hún stefnir enn að því
að tengja okkur Fríverzlunarbandalaginu og Efna-
hagsbandalaginu, enda þótt slíkum tengslum fylgi
stóraukin réttindi útlendinga til umsvifa hér’ á
landi. Slík réttindi erlendra fyrirtækja til sam-
keppni hérlendis hafa verið aukin til muna á und-
anförnum árum, og eiga þau verulegan þátt í því
atvinnuleysi sem nú nær til um 2.000 skráðra
manna um land allt. Engu að síður ætlar ríkis-
stjórnin að halda áfram á sömu braut; þrátt fyrir
ótvíræðan dóm reynslunnar rígheldur hún sér enn
í kreddukenningar hagfræðinga sinna.
Tiivaiið
jpyrir nokkrum árum vöktu þeir Karl Guðjónsson
og Lúðvík JósepsSon máls á því á þingi að það
væri mikil nauðsyn að fullgera hringveg um land-
ið. Það mál er nú flutt á þingi af mönnum úr öll-
um flokkum og hlaut einróma undirtektir í um-
ræðum í sameinuðu þingi fyrir nokkrum dögum.
Öllum er ljóst að framkvæmdin mun kosta mikið
fé, og í umræðunum benti Karl á eina tilvalda
tekjuöflunarleið. Hann minnti á að í fjárlögum
þessa árs er 34,5 miljónum króna varið til að fram-
kvæma umskiptin til hægri umferðar. Hér er um
að ræða greiðslu sem aðeins er bundin við þeíta
ár, en ef að vanda lætur verður tekjuöflunin látin
halda sér þott verkefninu sé lokið. Lagði Karl til
að sama upphæð yrði látin standa í fjárlögum
næstu árin en að henni yrði eftirleiðis varið til
bess að standa undir kostnaði af því að gera hring-
veg umhverfis Iandið. — m.
MINNINGARORÐ
ÁGÚST JÖSEFSSON
Ágúst Jósefsson er látinn í
hárri elli. Hann varð 93 ára,
f. 14. ágúst 1874 að Belgs-
stöðum, bæ sem nú er í eyði,
„skammt fyrir sunnan Akra-
fjall“. Faðir hans var háseti á
skipi sem fórst í vertíðarbyrj-
un 1879, og drukknuðu allir
skipverjar. Móðir hans brauzt
áfram með drenginn og fluttist
til Reykjavíkur 1880 og dvald-
ist Ágúst þar til tvítugsaldurs,
og var oft „svangur, kaldur og
klæðlítill — en óx þó og þrosk-
aðist vel þrátt fyrir alit og
talinn stór eftir aldri, og laus
við alla smákvilla og krank-
leika. Vetrarhörkur voru með
ódæmum þessi árin og óáran
bæði til sjós og lands, svo að
allur almenningur átti við hin
mestu eymdarkjör að búa.
Móðir mín vann fyrir okkur
með því að taka að sér ýmis
störf hjá fólki, svo sem sauma-
skap, þvotta og hreingeming-
ar, en kaup var lágt og lítið
um peninga, svo að mest af
vinnulaununum fékk hún
greidd með matvælum eða á-
vísunum á vöruúttekt í ein-
hverri af verzlunum bæjarins.
En vinna þessi var mjög stop-
ul og oft þótti henni hvíldar-
dagarnir of margir". Þannig
segir Ágúst frá æskudögum
sínum í bók sinni „Minningar
og svipmyndir úr Reykjavík"
sem út kom 1959, og hafði
hftnn sjálfur ritað bók sína
hjálparlaust, þó háaldraður
væri, enda prýðiílega ritfær.
Á sextánda ári komst Ágúst
í prentnám í fsafoldarprent-
smiðju, og varð það með
nokkrum hætti menntunarleið
hans; hann segir sjálfur um
það mál: „Vegna iðnar sinnar
voru prentarar fróðari um ým-
islegt en alþýða manna yfir-
leitt um þessar mundir, þótt
ekki nytu þeir meiri skóla-
menntunar. Engan þátt tóku
þeir þó í stjórnmálum og ekki
rnan ég til að þeir töluðu um
eða heíðu 'nein aískipti af
kosningum, hvorki til Alþing-
is eða í bæ'jarstjórn. Þetta
breyttist þó síðar (eftir 1890).
Risu þá upp í stéttinni bæði
skáld, listamenn og pólitísk-
ir áhugamenn, sem ræddu sín
á milli ýmis þjóðfélagsmál sem
efst voru á baugi, bæði hér-
lendis og erlendis. Að þetta
voru meira en orðin tóm sýn-
ir bezt, að prentarar stofnuðu
vel skipulagt stéttarfélag, og
skömmu síðar komu þeir á fót
fyrsta sjúkrasamlaginu hér á
landi, sem varð þeim ómetan-
legur styrkur í lífsbaráttunni“.
Útþrá og menntun arlöngu n
knúðu Ágúst Jósefsson til ut-
anfarar, og átti hann náfrænda,
Valtý Guðmundsson, í Kaup-
mannahöfn sem stuðlaði að því
að hann komst til vinnu og
framhaldsnáms í prentiðn í
Danmörkuj ogr dvaldist hann
þar tíu ár. ■ „Ég tel það eitt
mesta gæfuspor sem ég hef
stigið, þegar ég ákvað að fara
utan,“ segir Ágúst. „Þar lærði
ég framsækni og hafði betri
skilyrði til sjálfsmenntunar, og
þar fann ég fyrst til eigin
manngildis. Hefði ég dvalið á-
fram heima við óviss og léleg
kjar, hefði ég ekki öðlazt það
sjalfstraust, sem ýtt hefur mér
áfram til þess að ná sæmilegri
fótfestu í lifsbaráttunni".
Hann lagði af stað til Kaup-
mannahafnar 1. apríl 1895.
Tveimair árum síðar kvæntist
hann danskri stúlku, Pauline
Sæby, sem hann hafði kynnzt
í Reykjavfk og viarð hjónaband
þeirra langt og farsælt Pau-
line lézt 1941.
Ágúst kom heirn í ársbyrjun
190S og gengur þá í Hið ís-
lenzka prentarafélag, og átti
þar fyrir höndum drjúgt fé-
lagsstarf. En mikil hafa við-
brigðin orðið frá Kaupmanna-
höfn, en þar hafði Ágúst tekið
þátt í félagsstarfi hinna öflugu
dönsku prentarasamtaka og
sósíaldemókrata. Daufleigt var
í Reykjavík 1905 miðað við
stórborgarlifið ytra. „Mér
fannst eiginlega allt vera öðru-
vísi en ég hafði gert mér í
hugarlund. Bærinn hafði að
vísu staskkað allmikið og fólk-
inu fjölgað, en bæjarlífið
fannst mér ósköp fábrotið og
fólkið þunglamalegt í tali og
framkomu. Ég kunni hálfilla
við allt og alla, svo að úr
þessu varð töluvert óyndi
fyrstu vikurnar, sem ég dvaldi
í bænum. En þetta breytt-
ist eftir að konan og bömin
komu heim, og við eignuðumst
aftur sameiginlegt heimili“.
Ágúst Jósefsson tók þegar
að vinpa að eflingu alþýðu-
hreyfingar og sósíalisma. Hann
lýsir því í minningum sínum
er þeir frændumir, Pétur G.
Guðmundsson og hann, undir-
búa útgáfu litla Alþýðublaðs-
ins 1906, og samtímis var
Verkamannaíélagið Dagsbrún
stofnað í Reykjavík og gegndi
Ágúst þar oft formannsstörfum
fyrstu árin í fjarveru Sigurð-
ar Sigurðssonar, en Ágúst var
varaformaður félagsins. Hann
skrifar í Alþýðublaðið, með-
an það lifði, óg þegar Hið
íslenzka prentarafélag hafði
komið sér upp málgagni 1910
er hann í ritstjóm þess og
ritar þar ágætar greinar. Með-
al þeirra er grein hans Um
8 stunda vinnudaginn og 1. maí
(1912) sem hann prentar upp
í bók sinni, og má kallast
tímamótaigrein í vinnutímamál-
inu. Og prentaramir ná fyrst-
ir átta stunda vinnudegi í
Framhalld á 6. síðu
Minningarorð
Þórarinn Biörnsson. skólameistari
Við andlát Þórarins Björns-
sonar, skólameistara Mennta-
skólans á Akureyri, vakna á ný
minningar um kynni, sem stóðu
ekki nema tvo vetur fyrir rúm.
um 20 árum, en skildu eftir í
huganum áhrif, sem aldrei hafa
máðst út og eru alltaf jafnsterk
í hvert skipti sem þau rifjast
upp.
Ég er einn úr hópi þeirra
hundraða, sem stunduðu nám
í menntaskólanum á Akureyri
er Þórarinn Björnsson kenndi
frönsku og latínu í tvo vetur.
Kynni okkar urðu aldrei nánari
en gerist og gengur milli nem-
anda og kennara. Að öðru leyti
en því, að við nemendurnir
kynntumst Þórarni Björnssyni
betur í kennslustundunum en
öðrum kennurum. Persónuleiki
hans var á þann veg. Eftir að
við skildumst við prófborðið
vorið 1945 lágu leiðir okkar
sjaldan saman og aldrei til nán-
ari kynna. En það samband sem
tókst milli okkar í skólastofunni
þessa tvo vetur hefur samt
reynzt svo sterkt, að nú, þegar
Þórarinn er látinn, kemur and-
lát hans yfir mig eins og harma-
fregn.
Þórarinn var yfirburðakenn-
ari, um það hef ég aldrei heyrt
deilt. Hann var þvílíkur yfir-
þurðakennari, að af þeim tugum
kennara, sem ég hafði á náms-
ferli mínum, gæti ég í hæsta
lagi hugsað mér að setja tvo
honum jafnfætis og var hvor-
ugur þeirra íslendingur. Þeir
voru reyndar báðir kennarar í
raunvísindagreinum. í húman-
ískum greinum kynntist ég aldrei
kennara er gæti mælt sig við
hann. Þessir yfirburðir hans
voru auðvitað samtvinnaðir af
mörgum þáttum. Sjálfur var
hann ljónskarpur svo að fyrir
bragðið veittist honum auðvelt
að útskýra alla hluti. Þetta eitt
hefði þó ekki nægt, ef ekki
hefði komið til annar veigamik.
ill þáttur í skapgerð hans. Hann
var allra manna lítillátastur og
samvizkusamastur. Þessi dýr-
mæti eiginleiki hans leiddi til
bess, að í hverri einustu
kennslustund lagði hann sig
fram til þess ítrasta, eða þann-
ig orkaði það eihlægt á mig að
minnsta 1 kosti. í þessu var
kannski fólginn sterkasti eigin-
leiki hans sem kennara. Þár
var ekki verið að draga af sér
— og væri skólamálum þjóðar
vorrar betúr borgið, ef sá eigin.
leiki væri ríkari hjá kennara-
stéttinni.
Hann ópnaði hug sinn meira
en títt er hjá íslendingum. Og
það var þessi óvenjulega ein-
lægni ásamt því, að honum lá
alltaf svo mikið á hjarta, sem
olli því, hve sterkt samband var
milli hans og okkar sem sátum
frammi í skólastofunni. Og auð-
vitað var framkoma hans við
okkur vegna hins óvenjulega
lítillætis alltaf eins og við jafn-
ingja. Af því hann gaf í hverri
einustu kennskistund svo mikið
af sjálfum sér ætlaðist hann til
þess sama af okkur. Það var
löngum frægt, hve miður sín
hann varð, ef við kunnum ekki
lexíuna. Þá varð hann óstilltur,
greikkaði sporig um gólfið, því
auðvitað sat hann ekki í
kennslustundum, og þegar verst
lét varð hann dálítið önugur.
Sem betur fer kunnu menn bet-
ur lexíuna hjá honum en öðr-
um kennurum. Við þoldum ekki
að sjá hann verða miður sín.
Þess vegna lásum við fyrir hann
iafnvel frekar en sjálfra okkar
vegna. Samvizkusemi hans og
ósérhlífni orkaði sem sé gagn-
kvæmt fram í skólastofuna.
Hann var manna mælskastur
og málsmekk hans skeikaði ó-
gjarna eins og lengst mun
minnzt af þýðingu hans á Jó-
hanni Kristófer. í tungumála-
kennslunni beittj hann þessum
hæfileikum óspart. Hann
kenndi ekki bara málið heldur
sagði okkur frá þjóðum sem töl-
uðu það eða höfðu talað og þá
einkanlega menningarsögu
þeirra. Ég er þeirrar skoðunar,
að allra bezt hefðu hæfileikar
hans notið sín sem kennara í
sögu. í fáum námsgreinum veit
égmeiri þ "rf á að kennarar séu
það sem á skandinavísku er
kallað „overskudsmenneske"
sem hann var flestum mönnum
fremur.
Þórarinn Björnsson ólst að
vissu leyti upp undir handar-
jaðri Sigurðar Guðmundssonar
skólameistara, þess furðumerki-
lega skólamanns, sem við höf-
um líklega eignazt fáa slíka, og
varð svo hægri. hönd hans, er
hann kom heim frá námi og
gerðist kennari við MA. Það
■mun því flestum hafa þótt eðli-
legt, að Þórarinn tæki við skól.
anum er Sigurður hætti. Ég
hafði ekki kynni af skólameist-
aranum Þórarni Björnssyni en
ég veit að hann muni hafa sett
sér það mark að reyna að láta
anda Sigurðar Guðmundssonar
svífa þar yfir vötnum. Ekki býst
ég við að honum hafi tekizt þáð
til fulls, því Sigurður var svo
sérstæður persónuleiki og ger-
ólíkur Þórarni — og raunar öll-
um sem ég hef kynnzt — en
enginn var þó líklegri til þess
en Þórarinn þrátt fyrir allt.
Stundum ræddi Þórarinn við
okkur í tímum um það.aðeig-
inlega ætti enginn kennari að
kenna nema ein tíu ár í einu.
Ef hann stundaði kennsluátarfið
af því lífi og þeirri sál sem
Framhald á 6. síðu.
í