Þjóðviljinn - 15.02.1968, Qupperneq 1

Þjóðviljinn - 15.02.1968, Qupperneq 1
Fimmtudagur 15. febrúar 1968 — 33- árgangur — 38- tölublað. Eindreginn stuðningur viðASl □ Fundur í Sósíalistafélagi Reykjavíkur haldinn í gærkvöld samþykkti einróma þessa álykt- un: „Fundur lialdinu í Sósíalista- félagi Reykjavíkur 14. febr 1968 ítrekar enn eindregið fylgi sitt við samþykktir ASÍ um kjara- mál, og heitir stéttarsamtökum alþýðunnar öllum þeim stuðn- ingi, sem félagið hefur yfir að ráða, til að knýja fram kröfur samtakanna um bætt launakjör og atvinnu. Fundurinn skorar á forystu "erkalýðssamtakanna að vinda bráðan bug að því, að megin- kröfur hinna ýmsu verkalýðsfé- laga verði samræmdar eins og kostur er, sem og aðgerðir þeirra til að fá kröfunum fram- gengt“. !<•>- Frumvarp um breytingu á lögunum um atvinnuleysistryggingar Bótagreiðslur til atvinnulausra verði 70-80% af dagkaupinu □ Sex alþingismenn úr Alþýðubandalaginu og Framsóknarflokknum flytja á Alþingi frumvarp um breytingar á lögunum um atvinnuleysistrygg- ingar, og eru aðalatriði breytinganna þessi: 1. Bótagreiðslur verði hækkaðar, þannig, að þær nemi eigi lægri upphæð á viku fyrir kvæntan mann, en sem nemur 80% af vikukaupi verka- manns í Reykjavík fyrir dagvinnu og 70% af sama vikukaupi fyrir einhleypan mann. Hámark bóta á viku til einstaklings, ásamt bótum vegna bama, megi vera sama upphæð 2. og vikukaup verkamanns í Reykjavík fyrir dag- vinnu. Numið verði úr lögunum það ákvæði sem skil- yrði fyrir bótagreiðslu, að menn hafi ekki á síð- ustu sex mánuðum haft tekjur, sem fara fram úr vissu hámarki. Atvinnuleysisbætur verði greiddar til allra vinnufærra manna, sem lögin taka til og at- vinnulausir eru, einnig þótt þeir séu orðnir 67 ára og njóti ellilífeyris. ! i i * Víðtæk leit gerð út af Vestfjörðum: Mb Trausta frá Súðavík saknað - 4 menn um borð □ Um fjörutíu bátar, flugvél Landihelgisgœzlunn- ar TF-SIF, flugvél Bjöms Pálssonar TF-VOR og varð- skipið María Júlía leituðu í gær að Mb. Trausta frá Súðavík, en leitin hafði ekki borið árangur er síð- ast fréttist. □ Á Mb. Trausta eru fjórir menn; skipstjórinn er frá Isafirði, einn skipverja er úr Ögurhreppi og hinir tveir eru búsettir á Súðavík. Mb. Trausti ÍS-54 er 40 lesta éikarbátur, smíðaður í Reykjavík 1956 02 er eig- andi hans Þorgrímur h.f. á Súðavík. Báturinn fór I róður á mánudagskvöldið og var búizt við honum aftur til Súðavíkur á þriðjudagskvöld- ið. Milli kl. 16.30 og 17 á þriðjudaginn hafði Mb. Guð- ný frá ísafirði samband við Trausta. Voru skipverjar á Trausta þá hættir að draga Iínu og lagðir af stað áleið- is til lands. Ætluðu þeir að hafa s-amband við Guðnýju seínna um daginn en síðan hafa þeir ekki svarað kalli. Lesin var upp tilkynning á ensku og íslenzku gegnum Ísafjarðarradíó og skip . á þessum slóðum beðin að svip- ast um eftir, Trausta. Sömu- leiðis var Trausti beðinn um að sv-ara kalli í neyðartal- stöð en það bar ekki árang- ur. Er Mb. Guðný hafði sam- band við Trausta var síðar- nefndi báturinn staddur 27 sjómílur frá Galtarvita og 3072 sjómílu frá Riti. Var leit hafin um kl. 20 á þriðju- dagskvö'ld og þá leitað SV af þeirri staðarákvörðun sem báturinn gaf upp síðast. Tóku margir bátar þátt í leitinni á þriðjudagskvöldið og i gæ/ var leitinni haldið áfram fram i myrkúr. Eins og fyrr segir hefur verið leitað á stóru svæði út af Vestfjörð- um og var áformað að halda leitinni áfram í dag. í gær var gengið á fjörur og bátar sigldu grunnt með ströndum. Eitthvert brak fannst um 40 sjómílur út af Kóp en ekk- ert benti til að það væri úr Trausta. Veðrið á þessum slóðum var sæmilegt á þriðjudaginn, vest- læg átt, þar til um kl. 14, þá gerði snöggt áhlaup og um kl. 17 voru komin 8-9 vindstig á norðaustan og frost. Sjólag var mjög slæmt og fékk vélbáturinn Dan, 85 lest- ir að stærð, á sig brotsjó á svipuðum slóðum. Fylgdi Mb. Guðný bátnum til hafn- ar. Lentu fleiri bátar í hrakn- ingum út af Vestfjörðum. Leit,arskilyrði voru ákjós- anleg í gær, hagstæft veður var til leitar bæði úr lofti og af sjó. > I ! Bandaríska flugvélin talin gereyðilögð Dýrmætum mælitækjum var bjargað óskemmdum Eins og frá var sagt hér í blað- inu í gær hlekktist bandarískri Skymaster-flugvél á í lendingu á Reykjavíkurflugvelli í fyrra- kvöld, rann flugvélin út af enda flugbrautarinnar við Nauthólsvík og út í sjó að framanverðu. Sigurður Jónsson yfirmaður loftferðaeftirlitsins skýrði Þjóð- viljanuín svo frá í gær, að orsök slyssins myndi hafa verið sú, að snögglega hefði setzt mikil ísing á flugbrautina, vair úrkoma rétt áður en flugvélin lenti en frost hefur verið niðri við jörð og úr- koman því orðið að ísingu eða svelli um leið- Framhald á 3. síðu. Flutningsmenn frumvarpsins eru Geir Gunnarsson, Jón Snorri Þorleifsson, Ragnar Amalds, Sig- urvin Einarsson, Þórarinn Þórar- insson og Stefán Valgeirsson. Lagt er m.a. til að 18. gr. lag- anna orðist svo: Atvinnuleysisbætur skulu vera kr. 248.00 á dag fyrir einhleypan mann, kr. 284 00 á dag fyrir kvæntan mann log kr. 24.00 á dag fyrir hvert/barn yngra en 16 ára, sem er á fullu framfæri bóta- þega. Hámark bóta til einstakilinga að meðtöldum bótum vegna barna má nema kr. 356.00 á dag. Ofanskráðar upphæðir eru grunnupphæðir og skulu fylgja breytingum, sem verða kunna á 2 kauptaxta Verkamannafélags- ins Dagsbrúnar í Reykjavík. Eigi má gera fjárnám eða lög- tak í bótafé samkv. lögum þess- um né halda því til greiðslu op- inberra gjalda. Sjóðurinn eign verka- lýðsfélaganna í greinargerð segir: Lög um atvinnuleysistrygg- ingasjóð voru sett 1956 sem þátt- ur í lausn hinna miklu vinnu- deilna, er urðu á árinu 1955. Samþykktu verkalýðsfélögin þá að draga úr kröfum um Eauna- hækkun gegn því, að byggður yrði upp atvinnuleysistrygginga- sjóður með iðgjöldum atvinnu- rekenda og framlögum úr ifkis- Sjóði og sveitarsjóðum, sem færð yrðu á sérreikning viðkomandi stéttaifélaga. Á undanförnum árum hafa ið- gjöld sjóðsins hlaðizt upp, þar sem naumast hefur verið um at- vinnuleysi að ræða, nema á stöku stað úti á landr,- og er at- vinnuleysistryggingasjóður nú stærsti sjóður landsins. Munu eignir hans nema meir en 1 þús. milj. króna. Nytsemi sjóðsins hefur t.il þessa einkum komið fram í því, að fé hans hefur verið lánað til atvinnuuppbyggingar víðs vegar um landið. Nú þegar atvinnu- leysi er tekið að herja á ný í ríkum mæli, reynir á, hver raun-, verullegur styrkur verkafólki er að þessari eign sinni til trygg- ingar daglegri afkomu. Án efa hefur mönnum almennt komið á óvart, hversu knappar þær greiðslur eru, sem lögin gera ráð fyrir, að atvinnuleysingjar fái úr sjóðnum, en samkvæmt þeim reglum nema atvinnuleysisbætur til einhleypra 823 kr. á viku, en hámarksgreiðslur til f^plskyldna nema 1256 kr. á viku. Miðað við núgildandi verðlag á neyzluvör- um og húsnæði fer því mjög fjarri, að þessar upphæðir geti talizt nálgast það að vera nægi- Framhald á 3. síðu. StoliS skart- gripum fyrir 56 þús. kr. í fyrrinótt var stolið úr sýningarglugga skartgripa- verzlunar Steinþórs og Jó- hannesan að Laugavegi 30 verðmætum skartgripum sem þar var stillt út. Var rúða gluggans brotin og hirt mestallt sem í honum var. Vann rannsóknarlögregl- an í gær að rannsókn á þjófnaðinum, en ekkert hafði þá komið fram sem bent gæti til hverjir hér hefðu verið að verki. Lögreglunni var tilkynnt um innbrotið kl. 2.35 um nóttina og var það kona í húsinu á móti verzluninni, sem heyrt hafði brothljóð- in og hringdi þegar í stað til lögreglunnar, en þegap komið var á staðinn vorú þjóf arnir horfnir. Höf ðu þeir ekki gefið sér tíma til að fara inn í verzlun- ina. en hirt það sem þeir náðu úr glugganum með góðu móti. karlmanna- og kyenguílhrmgjum með dýr- mætum steinum og mjög verðmætu hálsmeni, sam- tals að verðmæti 56.585.00 krónur. Umbúðirnar utan af hringjunum fundust í húsa- sundi við Hallveigarstíg, en annað hefur ekki fundizt. Samdráftur í atvinnulífinu: Sindri h.f. hefur sagt upp 10 manns □ Eitt af traustustu fyrirtækjum borgarinnar feindri h.f. sagði upp tug af starfsfólki sínu í gærdag og er það ein- göngu gert í varýðarskyni, ságði Einar Ásmundsson, for- stjóri í viðtali við Þjóðviljann 1 gærdag. Hér er um að ræða fólk með þriggja mánaða uppsagnarfrest, eins og skrifstofustúlkur, bíl- stjórar og fleiri, sagði Einar. Því miður eru slík teikn á lofti, sagði Einar — að okkur ‘ þykir réttara að vera við öllu búnir og standa til dæmis ekki uppi með fólk með svona lang- an uppsagnarfrest, ef þrengist um verkefni. Þannig heldur samdrátturinn áfram í atvinnulífi borgarinnar og hefur Verið mikið um upp- sagnir á fólki hjá ólíklegustu fyrirtækjum. Mörg af þessum fyrirtækjum hafa gjarnan þann hátt á að segja upp einum til tveimur mönnum í einu til þess að forða sér frá athygli og um- tali. Hafa þau verið að mylgra út þessum uppsögnum á starfs- fólki sínu á undanförnum vikum. Aðild íslands uð GATT Á dagskrá Alþingis i gær var m.a. tillaga ríkisstjórnarinnar um að Alþingi heimili ríkis- stjórninni að gerast fyrir ís- lands hönd aðili að „hinu al- menna samkomulagi um tolla og viðskipti" sem kunnugt er undir skammstöfuninni „GATT“, og bókun þeirri sem við það samkomulag sem gerð var 30. júní sl. og kennd er við Genf. Viðskiptamálaráðherra Gylfi Þ. Gíslason fluttí ýtarlega fram- söguræðu, en að henni lokinni var málinu vísað til allshcri- arnefndar. Ntikii atvinnuleysi er ná á SeySisfirði ★ í öndverðum mánuðinum voru sextán manns skráðir hér at- vinnulausir, sagði Gísli Sig- urðsson, bæjarfulltrúi á Seyð- isfirði í viðtali við Þjóðvilj- ann í gærdag. ★ Senn er allri síldarvinnu lok- ið hér í Seyðisfirði og kemur þá tala atvinnulausra manna til með að hlaupa upp úr öllu valdi, sagði Gísli. ★ Almennur borgarafundur var haldinn hér nýlega til þess að ræða um atvinnumálin. Þar kom fram meðal annars til- iaga um að beina því til stjórnar S.R. að láta Haförn- inn flytja loðnu hingað til bræðslu í síldarverksmiðj- unni, en hún hefur þegar auglýst móttöku á loðnu til bræðslu. » ★ Annars er illt útlit hér 1 at- vinnumálum í vetur og horf- ir mjög iskyggilega út með atvinnu fyrir fólk. Fiskiðju- ver í eigu ríkisins er í lama- sessi og þegar síldinni slepp- ir er atvinnulíf hér í kalda koli, sagði Gísli að lokum. 1

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.