Þjóðviljinn - 15.02.1968, Síða 12

Þjóðviljinn - 15.02.1968, Síða 12
Tíðar uppsagnir hjá gosdrykkja- verksmiðjum A dögunum sagði Sanitas b.f. upp tug af starfsfólki sinu og var það einkum fólk með lengri uppsagnarfrest, sagði Björn Þorláksson, fram- kvæmdastjóri í viðtali við Þjóðviljann í gærdag. Við höfum orðið að fara út á þessa braut vegna óvRsu í iðnaðinum. Hafa þar ýmsir þættír áhrif á reksturinn eins og rekstursfjárskortur og verðlagsákvæði á framleiðslu- vörum okkar, sagði Björn. Mörg fyrirtæki í borgfinni hafa þennan hátt á málum að segja nú upp hluta af starfs- fólki sínu vegna óvissu um hag fyrirtækisins á næstu vikum og vilja ekki sitja uppi með marga menn á til dæmis þriggja mánaða uppsagnar- fresti. Þá hefur ölgerð Egils Skallagrímssonar h.f. sagt upp 22 af starfsfólki sínu og vissulega er ekki ástæðulaus þessi svartsýni hjá fyrirtækj- um. , Lögregluþjoitn féll á hálku Reykvískir lögregluimenn sóttu 1 gærkvöld starfsbróður sinn suð- ur í Kópavog og fluttu hann á Slysavarðstofuna. Maðurinn, Magnús Daníelsson var að fara inn í hús við Hlíðarveg er hann féU á hálku, kom þungt niður og handleggsbrotnaði. Ný þingsköp Alþingis □ Flutt var á Alþingi í gær frumvarp um breytingu á lögunum um þingskop Alþingis, og eru flutningsmenn úr öllum þingflokkunum, Sigurður Bjamason, Benedikt Grön- dal, Þórarinn Þórarinsson, Lúðvík Jósefsson og Jón Skafta- son. ’ _ Felur frumvarpið, sem samið er af milliþinganefnd, i sér all- ýtarlegar breytingar á þingsköp- um, og eru þessar talldar helztar í greinargerð frumvarpsins. 1. Lagt er til, að kjörbréfanefnd verði kosin fyrir alllt kjör- timabilið. > 2. Lagt er til, að ef sæti efri deildar þingmanns losnar og varamaður tekur sæti á þingi skuli sá þingflokkur, er skipa á sætið, tilnefna mann úr sínum flokki til efri deildar. 3. Lagt er til, að nefndarmenn í utanríkismálanefnd verði bundnir þagnarskyldu um þá vitneskju, sem þeir fá í nefndinni, ef formaður eða ráðherra kveður svo á. 4. Sett eru nú og fyllri ákvæði um skýrsllur, sem ráðherrar óska að gefa Alþingi, og um rétt þingmanna til þess að óska slfkra skýrslna. 5. Ákvæðin um fyrirspumirí í sameinuðu Alþingi eru gerð fyllri en nú er og stefnt að því að gera umræður um þær nokkru styttri og hnit- miðaðri. Er lagt til, að munn- legar fyrirspumir vérði tekn- ar fýrir á sérstökum fundi í sameinuðu Alþingi, þannigað þær dragi þar ekki um of tíma frá öðrum þingmálum. Þá er lagt til, að það ný- mæli verðd tekið upp, að þingmenn geti borið fram Norðurlandsáætlunin var enn til umræðu á Alþingi í gær skriflegar fyrirspurnir, er ráð- herrar svara síðan skriflega. 6. í sambandi við útvarps- og sjónvarpsumræður er lagt til, að það nýmæli verði tekið upp, að útvarpa skuli innan tveggja vikna frá þingsetn- ingu stefnuræðu forsætisráð- herra og umræðum um hana. Er þá gert ráð fyrir, að slík- ar umræéur komi i staðinn fyrir útvarp fjárlagaræðu og umræðum um hana. Þá er lagt til, að á síðari hluta hvers þings skuli útvarpa al- mennum stjórnmálaumræð- •um, er standi í eitt kvöld. Skulu þessar umræður koma í staðinn fyrir eldhúsdags- umræður og Verða því all- miklu styttri en þærhafaver- , ið. 7. Þá er lagt tiH, að það nýmæli verði tekið upp, að ef Ríkis- útvarpið óskar að útvarpa umræðum frá Alþingi eða hluta af umræðum, þá verði það heimilað, að höfðu sam- ráði við formenn þingflokka. ðlfar Þormóðsson formaður Aljiýðu- bundal. Suðurn. Aðalfundur Alþýðubandalags- ins á Suðurnesjum var haldinn sunnudaginn 4. febrúar sl. í Að- alveri í Keflavík. Á fundinum fóru fram venju- leg aðalfundarstörf og voru eft- irtaldit menn kjörnir í stjórn fyrir næsta starfsár^ Formaður Úlfar Þormóðsson, varaformað- ur Gylfi Gunnarsson, ritari Odd- bergur Eiríksson, gjaldkeri Grét- ar Haraldsson. meðstjórnendur Sigurður Brynjólfsson, Ari Ein- arsson og Sigurður Hallmanns- son. Varamenn í stjórn eru Karl Sigurbergsson, Bjarni Einarsson og Sveinn Pálsson. Fimmtudagur 15. febrúar 1968 — 33. árgangiur — 38. tölublað. Götur í Reykjavík eru nú 380 talsins Kleppsvegur fjölmennasta gatan □ í Reykjavík eru nú 380 skráðar götur samkv. skýrslu frá Hagstofu fslands sem Þjóðviljanum hefur borizt. Við þessar götur eru alls heimilisfastir 38.972 karlar og 40.841 kona, samt. 79.813 en þar af 'eru fjarverandi 1.177 og skráðir aðseturs- menn eru 1.460. Á Alþingi urðu í gær enn nokkrar umræður í fyrirspuma- tíma um Norðurlandsáætlun. Taldi Ragnar Arnalds ófull- nægjandi hugmyndir fjármála- ráðherra um Norðurlamdsáætlun, Síðasta umferð tefld I kvöld í kvöld verður tefld síðasta umferð i meistaraflokki á skák- þingi Reykjavíkur og er staðan 1 riðlunum nú þessi að loknum biðskákum er tefldar voru í fyrrakvöld. A-riðill: 1. Guðmundur Sigur- jónsson 8V2; 2. Gunnar Gunnars- son 7%; 3. Björgvin Vilmund- arson 6; 4. Benóný Benediktsson 5; 5. Jón Pálsson 4V2; 6. Andrés Fjeldsted 4; 7. Jón Þorvaldsson Framhald á 3. síðu. að hún ætti fyrst og fremst að vera almenn „kortlagning á varrflamálum“ atvinnulifsins þar nyrðra. Hitt væri brýnna að gera áætlun um atvinnulega 1 uppbyggingu einstakra staiða- Fólk væri orðið . fjárvana til stórframkvæmda; Það sem gera þyrfti væri að ákveða og skipu- leggja atvinnufyrirtæki, sem tryggt gætu fólki vinnu þó afla- leysisár kæmu. Fjármálar^herra Magnús Jóns- son taldi hins vegair að þetta gæti farið saman, að gerð væri heildaráætlun um vandamál landshlutans og jafnframt að tekin væri til athugunar at- vinnuuppbygging einstakra staða. En hann taldi að sú atvinnu- uppbygging ætti að koma frá einstaklingum og félagssamtök- um og sveitarstjómum á stöðun- um sjálfum; ríkið ætti fyrst og fremst að veita ’ fjárhagslegan stuðning. Mastraskógur i Rvikurhöfn Heldur hefur verið dauft yfir vertíðinni það setti aif er. 1 fyrstu var beðið eftir fiskverðinu og frystihúsin tóku ekki á móti fiski fyrr en ríkisstjómin hafði gert þeim úrlausn. Siðan róðr- ar hófust hafa hins vegar verið stopular gæftir enda tíð verið mjög umhleypingasöm að und- anförnu. Bátarnir liggja því oft hópum saman og er yfir aið sjá eins og heill mastraskógur í höfninni eins og myndin hér að ofan sýnir. — (Ljósm. Þjóðv. A. K.). Fjölmennasta gatan i Reykja- vík er Kleppsvegur með 2.386 íbúa. Næstar koma Hraunbær með 2.255 íbúa og Háaleitis- braut með 2.086 íbúa. Við Álfta- mýri búa 1.374, við Langholts- veg 1.335, við Álfheima 1.303 og við Hvassaleiti 1.042. Eru þess- ar tölur miðaðar við 1. des- ember, 1967. Allmargar götur eru með fá- um eða engum íbúum, eru það ýmist verzlunargötur eða smá- stígar. Af þessum götum má nefna til gamans: Ármúla, þar er einn karlmaður heimilisfast- ur. Við Bolholt á enginn lög- heimili, en þar eru 5 skráðir aðsetursmanna. Við Efstaland búa þrír, tveir karlar og ein kona, við Flugvallarveg býr einn karl- maður og þrír íbúar eru við Kringlumýrarblett. Einn karl og ein kona eru einu íbúamir við Laugamýrarblett og einn karl- maður býr við Laeikjarteig. Marg- ar. fleiri götur eru með frá 0-10 íbúum eða alís um 50 götur. Mjög margar götur eru með 600-1000 fbúar t.d. Laugavegur þar býr 961 maður. Arekstur í gær Árekstur varð í gær á mótum Leifsgötu log Þorfínnsgötu. Tveir bflar rákust saman og meiddist kona sem var farþegi í öðrum bílnum. Fékk hún höfuðhögg og skarst á höfði. Konan var flutt á Sllysavarðstofuna. Leynilegar NATO-reglur um pólitíska USA-flóttamenn? □ Eins og fram koin í frétt í Þjóðviljanum í gær, hefur enn ekki verið ákveðið hvort Bandaríkjamanninum George Noell verður veitt hér hæli sem pólitískum flóttamanni, þótt hálfur mánuður sé liðinn frá þvj að hann kom hingað, og er m.a. borið við að kanna þurfi milliríkjasamninga og skuldbindingar vegna aðildar að NATO og vegna „varnar“- samningsins. Tvisvar sinnum tvö orð í Keflavík Njarðvík 14/2 — 13. febrúar var haldinn fundur í bæj- arstjóm Keflavíkiur. Til umræðu voru atvinnumál og fjárhagsáætlun bæjarins. Einnig var kjörið í nefndir og ráð. Einum hinna sikeleggu fulltrúa íhaldsins fannst þó ekki ástæða til að taka til máls um atvinnumál né heldur fjárhagsáætlunina en leysti heldur betur frá skjóðrpmi við kosningu til trúnaðarstarfa og mælti þá af tilfinningu tvisvar sinnum tvö orð. Fundurinn hófst með því að Einn af fulltrúum íhalds- rætt var um atvinnumál sam- kvæmt beiðni Njarðvíkur- hrepps þess efnis, að Kefla- víkurbær og Njarðvíkurhrepp- ur byðu til fundar við sig þingmönnum kjördæmisins á- samt iðnaðarmálaráðherra og ins, Alfreð Gíslason, taldi vænlegra að bæjarstjórn Keflavikur og hreppsnefnd Njaxðvíkur færu til Reykja- víkur og ræddú við ráðherra til að forða því að málið yrði gert að æsingafrétt í sjávarútvegsmálaráðherra til blöðum og jafnvel tekið al- að ræða m.a. greiðslugetu- leysi útvegsins og trygginga varlega. Bæjarstjóm tóomát ekki að neinni niðurstöðu í til skipasmíðastöðva og þar málinu _ og var því vísað tii af leiðandi getuleysi þeirra bæjarráðs. , til launagreiðslna. Þá var tekin fyrir til 2. umræðu fjárhagsáætlun bæj- arins. Áætluð útsvör eru 44 miljónir króna eða 21 prós- ent hækkun frá fyrra ári. Meðalútsvör á gjaldanda eru því áætluð 28-29 þúsund krónur. Mun Keflvíkinguna væntanlega þykja. þetta prýð- isfréttir og * vafalaust er að þeim verður ekki skotaskuld úr þeim greiðslum. Fátt markvert kom fram við umræðurnar enda fáar, stuttar og leiðinlegar ræður fluttar. Þó má geta þess að fram kom, að reikningar fyr- ir Bifreiðastöð Keflavíkur. sem er eign bæjarfélagsins, hafa ekki verið lagðir fram sl. tvö ár og þótti sumurn nóg um. Þá korn þar að að kjósa skyldi forseta bæjarstjómar til eins árs og áður en ald- ursforseti hafði lýst kjöri brást einn af forustumönnum íhaldsins við hart og skjótt og ljómaði asjóna hans öll þegar hann mælti fram uppá- stungu sína: Alfreð Gíslason. Þar voru komin tvö fyrstu orð hans á þessum fundi um atvinnumál byggðarlagsins og fjárhagsáætlun kaupstað- arins. Nafn hins mikilhæfa baráttumanns er Kristján Guðlaugsson. Leið nú lítil stund. Hinn nýkjörni forseti tók við stjórn fundarins og vildi lýsa eftir uppástungum um menn í bæjarráð en hafði vart lokið því er hinn skjót- huga íhaldsmaður tók aftur til máls engu minna ljómandi en fyrr: Alfreð Gíslason. Varð þá einum viðstaddra að orði það foma máltæki: Lítið gleður vesælan. — ti.í*. Svipað mál er nýkomið upp í Danmörku, að því er segir í blaðinu Information sem hingað bairst í gær, en þar sótti 21 árs gamall bandarískur hermaður um hæli sem pólitískur. flótta- maður fyrir sl. helgi. Kemur fnam í frétt Information að svip- að átti sér stað í október sl. er annar bandarískur hermaður flúði til Danmerkur af því að hann vildi ekki verða sendur til Víetnam, en þann mann sendi danska lögreglan bandarísku her yfirvöldunum í Þýzkalandi, þar sem maðurinn var síðan dæmd- ur í fangelsi. Telur Information að sérstakar .leynilegar NATO-reglur gildi um afhendingu bándarískna her- manna sem leita hælis í löndum innan Atlanzhafsbandalagsins og fær þessa skoðun sína reyndar sð nokkru staðfesta hjá fulltrúa dómsmáláráðuneytisins danska, s^m segir í'viðtali við blaðið, að hann kannist við að stérstakar reglur séu til um svona tilfelli innan Natosamningsins. Telur hann þó að þessar reglur gildi fyrst og fremst um hermenn frá einu Nato-landi sem verið hafi við æfingar í ööru. Hins vegar lítur út fyrir að dómsmálaráðuneytið danska — eða danska lögreglan hafi beitt fyrir sig þessum reglum í máli fyrra flóttamannsins og er þess nú beðið með nokkurri eftir- væntingu hvað skeður í máli þess, sem sótti um hæli í Dan- mörku sl. föstudag. Hér á landi er þess einnig beð- ið með nokkurri eftirvæntingu hvað íslenzk yfirvöld táka til bragðs í máli George Marljham Noells. Islendlngur týnd- ur í Bremerhaven Aðfaranótt fimmtudagsins 8. febrúar hvarf ^4 ára gamallmað- ur, Vaigeir Jó'nsson af togaran- um Víkingi í Bremerhaven í Þýzkalandi. Er liðnir vom 14 tímar frá því Valgeirs var sakn- að fog ekkert hafði til hans spurzt lét togarinn úr höfn og sigldi til Islands. Lögreglan f Bremerhaven leitar að Valgeir og hefur allt verið gert sem hægt er til að finna hann. Sjópróf hófust í málinu í fyrra- dag og lauk þeim í gærdag. Að sögn Valdimars Indriðasonar, framkvæmdastj. Síld^r- og fiski- mjölsverksmiðjunnar á Akranesi vom þeir prófaðir sem síðast sáu Valgeir en ekkert nýtt kom fram sem upplýst gæti um hyarf hans. 4 1

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.