Þjóðviljinn - 23.02.1968, Side 4

Þjóðviljinn - 23.02.1968, Side 4
I 4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN — Föstudagur 23. febrúar 1968. Crtgeíandi: oamemingarflokkui alþýðu - Sósíalistaflokkurinn. Ritstjórar: Ivar H. Jónsson. (áb.). Magnús Kjartansson. Sigurður Guðmundsson Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson. Auglýsingaslj.: Sigurður T Sigurðsson Framkvstj.: Eiður Bergmann Ritstjóm. aígreiðsla. auglýsingar prentsmiðja: Skólavörðustig 19. Sími 17500 (5 línur). — Áskriftarverð kr 120.00 á mánuði. — Lausasöluverð krónur 7.00 Viðskipta- og þróunarmál nú til um- ræðu á heimsráðstefnu í Nýju Delhi Stofnað til étaka J-Jverjir hafa stofnað til verkfalla ef þau verða nú í imarzbyrjun vegna einróma kröfu verkalýðs- hreyfingarinnar um verðtryggingu á kaupið? Hverjir stofnuðu til ófriðar á vinnumarkaðinum árin 1960-1964? Það skyldi þó ekki vera, að þeir sem til verkfallanna stofna nú séu Bjami Bene- diktsson, Emil Jónsson, Gylfi Þ. Gíslason, Ing- ólfur Jónsson, Magnús Jónsson, Eggert G. Þor- stemsson, Jóhann Hafstein og afgangurinn af þing- mannaliði Sjálfstæðisflokksins og Alþýðuflokks- ins? Það eru þessir menn sem að ráði kreddufræð- iriga sinna í efnahagsmálum afnámu einhliða og g'egn mótmælum allrar verkalýðshreyfingarinnar þá verðtryggirígu kaups sem alþýðusamtökin knúðu fram í júnísamningunum 1964. Með þá verðtryggingu að forsendu hafa kaup- og kjara- samningar verið gerðir síðan, og þessi ákvæði hafa fært verkamönnum og öðmm launþegum 19% kauphækkun frá 1964, til samræmis við aukna dýrtíð. Núverandi stjórnarflokkar byrjuðu á því að afnema verðtryggingu kaupsins, enda var það trúaratriði kreddufræðinganna í efnahagsmálum að vandi verðbólgunnar væri leystur ef tækist að „taka vísitöluna úr sambandi“. Reyndin varð, að verðlagið hélt áfram að æða upp á við, og kaup- máttur láunanna hrapaði. Verkalýðsfélogin urðu að berjast linnulausri baráttu og hreyfa kaup- og kjarasamninga allt að þrisvar á ári til að. hamla gegn rýrnun kaupmáttarins. Verðtrygging kaups- ins hefur alveg. tvímælalaust áhrif í þá átt að auka friðarhorfur á vinnumarkaðinum og horfur á samningtim til lengri tíma, ef kæmist á sæmi- lega eðlilegt ástand í verðlagsmálum. Það sást eftir _að ríkisstjórn íhaldsins og Alþýðuflokksins taldi sig tilneydda að hverfa frá kenningu kreddufræð- inganna og semja um verðtryggingu kauþs á ný í júnísamningunum 1964. ]^ú hafa Bjarni Benediktsson og Gylfi Þ. 'Gísla- son hins vegar afnumið verðtrygginguna sem samið var um í júnísamningunum 1964. Það er ein fólskulegasta og óskynsamlegasta árás á verka- lýðshreyfinguna sem afturhaldið á íslandi hefur lengi gert. Verkalýðshreyfingin mótmælti árás- inni. Hún hefur saimþykkt einróma á Alþýðusam- bandsþingi og þingi Verkamannasambands íslands að verkamenn og aðrir launþegar uni því ekki að sá ávinningur langvarandi baráttu sem verðtrygg- ingin var sé gérður að engu með ákvörðun skamm- sýnnar afturhaldsStjórnar. Ekki væri óeðlilegt að menn teldu, að þrír ráðherrar Alþýðuflokksins og sex Alþýðuflokksþingmenn í viðbót hefðu getað frætt Bjarna Ben og íhaldskumpána hans'um hug verkalýðshreyfingarinnar til slíkrar árásar, afnáms verðtryggingar kaupsins. En Alþýðuflokkurinn á Alþingi lét hafa sig til þess að svipta verkamenn og aðra launþega því öryggi og réttlæti sem í verð- tryggingunni felst. Verði hér verkföll í marzbyrj- un eru þeir ekki torfundnir sem til þeirra hafa stofnað. Ráðherramir og alþingismennirnir sem af- námu verðtryggingu kaups, samkvæmt ráðum kreddufræðinga ríkisstjómarinnar, hafa stofnað til þeirra átaka sem þarf til að heimta hana aftur. — s. Bæði vanþróuðu löndin og iðnaðarríkin leggja mikla á- herzlu á veigamesta viðburftinn í starfi Sameinuðu þjóðanna á þessum vetri og vori, þ.e.a.s. aðra alheimsráðstefnu um utan- ríkisverzlun og þróunarmál (U NCTAD) scm haldin er í Nýju Delhi frá 1. febrúar til 25. marz, Báðir hópar leggja fram á- kveðnar tillögur um leiðir sem geri vanþróuðu löndunum fært að komast út úr síversnandi neyðarástandi. I hinum svo- nefnda Alsír-sáttmála sinum fara vanþróuðu iöndin fram á almenn tollfríðindi fyrir út- flutning sinn á iðnaðarvörum til iðnaðarlandanna næstu 20 árin, og kannski lengur. Iðnað- arlöndin hafa afráðið að bjóða vanþróuðu löndunum slíkt for- gangskerfi, ep tii styttri tíma: Dregið verði úr fríðindunum á tíu ára tímabili. Um 1400 þátttakendnr frá 132 aðildarríkjum UNCTAD sitja ráðstefnuna, sem var sett að viðstöddum þeim frú Indíru Gandhi, 1 forsætisráðherra Ind- lands, og U Þant, framkvæmda- stjóra Sameinuðu þjóðanma, sem bæði héldu ræður við það tækifæri. Á dagskrá ráðstefnunmar eru 19 höfuðumræðuefni. Yfirleitt má segja að tilgangur ráðstefn- umnar sé i fyrsta lagi sá að kanna ástandið eins og það er nú og gamga úr skugga um, hvaða afleiðingar það hefurfyr- ir framkvæmd tillagnamma frá fyrstu ráðstefnunni um utan- ríkisverzlun og þróumarmál, sem Haldin var 1964. 1 öðru lagi er leitazt við áð koma á * ..r,. AstandiB í þróunarlöndunum • Matvælaöflun rúmnl. miljarðs manna í vanþróuðu löndun- um verður æ erfiðari og i- skyggilegri vegna ríkjandi tj- hneiginga í alþjóðlegum efna- hagssamskiptum. • Tekjur á hvern íbúa iðnaðar- landanna aukast um 60 doll- ara árlega en í vanþróuðum Tímarifið Skák að 18. árið Tímaritið Skák, síðasta hefti árgangsins 1967, er nýkomið út og flytur það að vanda frásagn- ir og skákir frá mörgumi inn- lendum og erlendum mótum. Af helztu rnótum sem fjallað er um í blaðinu má hefna Haust- mót Tafifélags Reykjavíkur 1967, Millisvæðamótið í Sousse 1967, Skákþing Reykjavíkur 1967, Mjnningarmót Caj>ablanca á Kúbu 1967 og Heimsmeistaraimót unglinga 1967. Þá eru greinar í blaðinu um Evrópukeppni íbréf- skák 1965—1967, húsnæðismál skákhreyfingarinnar, skák- kennslu Bréfaskóla SÍS og ASl og beztu skákmenn heimsins ár- ið 1966- auk smærra efnis. Með þessu hefti lýkur 17. ár- gai.gi Skákar en fyrsta hefti á þessu éri mun nú í þann veg- inn að koma út. Útgefandi og ritstjóri Skákar er Jóhann Þórir Jónsson. Skíðaþiag á Akur- eyri 12. apríl 1 frétt frá Skíðasambandi fs- lands segir að skíðaþing verði haldið ó Akureyri föstudaginn 12. apríl n.k. Málefni sem óskað er eftir að tekin verði fyrir á skíðaþingin-u ,skulu hafa borizt stjóm SKl mánuði fyrir þingið. löndu-m nemur tekjuaukning- in tæpum 2 dollurum á mann árlega. • Hlutur vanþróuðu landanna í útflutningi heimsins minnk- aði úr 27 prósentum 1953 nið- ur í 19,3 prósent árið 1966. • Kaupmátturinn af útflutn- ingi vanþróuðu landanna hef- ur síminnkað. Um miðjan yfirstandandi ératug gátu vanþróuðu löndin flutt inn fyrir ákveðinn hluta af hefð- bundnum útflutningi sínum einum tíunda mi-na en 10 ár- um áður. • ’Rikisskuldir vanþróuðu land- anna við önnur ríki jukust úr 10 miljörðum dollara árið 1955 upp f 40 miljarða árið 1966. Afborganir af skuldu-m nániu árlega háifum miljarði dollara um miðjan síðasta áratug. Nú nema þær fjórum miljörðum, sem jafngildir öllum óafturkræfum fjárfram- lögum til þeirra. Verði ekki breyting á þessu munu af- borganir af lónum vanþró- uðu landanna nema gervallri aðstoðinni við þau áður en þessi áratugur er úti. • Nútfmatækni gerir of stórar kröfur til fjármagns og kunn- áttu til að vanþróuðu löndin geti hagnýtt sér hana á rétt- an hátt. Auk þess tælir hún þá fáu sérfræðinga, sem van- þróuðu löndin hafa eignazt, burt. • Iðrjaðarlöndin hafa aukið tollvemd sína gegn ýmsum þeim landbúnaðarafurðum sem auðveldast er að rækta í vanþróuðum löndum. • Matvælaframleiðsla í vanþró- uðum löndum hefur í stórum dráttum staðnað á sama tíma og fólksfjölgunin er ókaflega ör. Þetta hefur stuðlað að enn meiri vannæringu og rangnæringu en þegar þegair var fyrir hendi. Þegar fram- leiðsla og verzlun truflast þar á ofan af ýmsum orsökum, verður hættan á alvarlegum matvælaskprti ískyggileg. • Þær ályktanir, sem gerðar voru á fyrstu alþjóðaráð- stefnu 'um utanh'kisverzlun og þróunarmál (UNCTAD) ár- ið 1964, hafa ekki veriðfraim- kvæmdar. Engir nýir við- . skiptasamningar ( hafa verið gerðir um hráefni, sem skipta vanþróuðu löndin miklu máli. • Háir skattar eru enn lagðir á mikilvægar útflutningsaf- urðir vanþróuðu landanna. • • Iðnaðarlöndin framleiða æ fleiri gervivörur, en það leið- ir til þess að markaður verð- ur æ þrengri og verðlag æ • lægra fyrir landsnytjar van- þróuðu landanna. • Aukinn útflutningur vanþró- uðu landana til hinna sósíal- ísku iðnaðarlanda ber minni árangur en efni standa til vegna hinna háu tolla sem lagðir eru á þennan útflutn- ing. • Þrátt fyrir ríkjandi einhug um, að iðnaðarlöndin eigi að verja einu prósenti af þjóð- artelcjum sínum til hjálpar við vanþróuðu löndin, hefur þessi aðstoð staðnað í ' end- anlegúm tölum og hlutfalls- lega dregizt saman. Árið 1961 nam aðstoðin • 0,87 prósenti af brúttó-þjóðarframleiðslu iðn- aðarlandanna, ,en 1966 var hundraðstalan komin niður i 0,62. • Þjóðir heimsins bera sameig- inlega ábyrgð á þvi, að þessi óheillaþróun verði stöðvuð. Friður, framfarir og frelsi eru ódeilanleg í heimi sem verð- ur æ háðari innbyrðis sam- vinnu og einingu. Þróun van- þróuðu landanna kemur því iðnaðarlöndunum einnig í hag. (Fná Sþ) beinurn samningaviðræðum um ákveðin efni, sem taka mætti til afgreiðslu. Og í þriðja lagi á ráðstefnan að reyna að kom- ast að samkomulagi unq. hvern- ig fjalla beri um langvinn vandamál með jákvæðum og uppbygilegum hætti. Umræðuefni ráðstefnunnar skiptast í 8 meginmélaflokka. 1 fyrsta málaflokki verður reynt að skapa meiri eindngu um viðskiptasambönd milli landa með ólík efnahagskerfi og ólílrf stjómarfar. 1 öðrum mélaflokki er Tætt um alþjóðlega hráefna- samninga og aðferðir til að , koma á meira jafnvægi á hirá- efnamarkaði. 1 I Iðnaðarvörurnar Spumingin um forréttindi eða frjálsan aðgang fullunninna vara vanþróuðu landanna að mörkuðum iðnaðarlandanpa er meginþátturinn í þriðja mála- flokki. Forgangsrétturinn,’ sem mælt er með í Alsír-sáttmálan- um, á að ná jafnt til allra van- þróaðra landa, en má ekki hafa í för .með sér að iðnaðarlönd- in krefjist hliðstæðna hlunn- inda í vanþróuðum löndum. UNCTAD er falið að fram- kvæma og hafa eftirlit með hinu nýja kerfi. Tillögur iðnað- arlandanna, sem samdar voru á fundi Efnahags- og fnamfara- stofnunarinnar (OECD) í París í desember, eru í svipuðum dúr og tillögur vanþróuðu land- anna, en ekki eins langdrægar. Auk þess gera þær ráð fyrir ákveðinni vemd innlendra framleiðenda í iðnaðarlöndun- um. Vandamál fjármögnunar og beinnar hjálpar, sem fjallað er um í fjórða málaflokki, taka fyrst og fremst til spurningar- innar um það, hvemig auka skuli fjármagnsstraum einkaað- ilja og ríkja til vanþróuðu land- anna, bæta lánakjör og aðstoð- ar, létta skuldabyrðamar og finna raunhæfar leiðir til að nýta innlent fjármagn. Enn- fremur er tekin til handar- gagns áætlun, sem Alþjóða- bankinn hefur gert, um viðbót- arfjárfestingu sem miði að því að koma í veg fyrir, að fram- faraviðleitni vanþróuðu land- anna dvíni ef þau verða fyrir ófyrirsjáanlegum útflutnings- erfiðleikum. Verzlunarflotar Aukning á verzlunarflotum vanþróuðu landanna er mikil- vægt umræðuefni i fimmta málaQokki undir fyrirsögninni „ósýnileg verzlunarviðskipti". Skrifstofa UNCTAD hefur lagt fram skýrslu um farmgjalda- skrár. Auk þess er rætt um’ að korna á fót ráðgjafarstarfsemi fyrir siglingar og vinna að því að endurbæta hafnarmannvirki. Verzlunarsamstarf milli van- þróaðra landa jókst á árinu 1967. Þrjú austur-afrísk ríki, Kenýa, Tanzanía og Uganda, hafa undirritað sáttmála um eflingu sameiginlegs markaðs þeirra á milli. Forsetar ríkja í rómönsku Ameríku létu þess getið á ráðstefnunni í Punta del Este, að þeir ihundu korna á sameiginlegum markaði fyr- ir árið 1985. Sömuleiðis héfur miðað í rétta átt f samvinnu Alsírs, Líbýu, Marokkós og Tún- is, einnig í samstarfi írans, Pakistans og Tyrklands (sam- vinnusáttmálinn) og loks í sam- vinnu Arabíska sambandslýð- veldisi-ns, Indlands og ’Júgóslav- íu. i

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.