Þjóðviljinn - 24.02.1968, Qupperneq 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVTLJINN — Laugardagur 24. febrúar 1968.
Doktorsvörn við lagadeild
Háskóla íslands í dag
í dag, laiugai-dag, fer
fram doktorsvörn við lagadeild
Háskóla íslands, Gunnar Thor-
oddsen ambassador og fyrrver-
andi þingmaður og ráðherra
■ ver þá rit sitt „Fjölmæli", sem
Bókaútgáfa Menningarsjóðs gaf
út fyrir nokkru.
Eins og getið hefur verið i
fréttum er hér um allmikið rit
að ræða, 471 blaðsíðu alls. Efni
bókarinnar skiptist í þrjá meg-
inþætti, auk inngangs, heim-
ildaskrár og efnisyfirlits.
Fyrsti þáttur ritsins heitir:
„Frá Grágás til gildandi laga“.
Eru þar fyrst rakin ákvæði
hinna fornu laga, sem varðveitt
eru í Grágás, um fullréttisorð
og fjölnjæli. Meiðyrði voru ým-
ist í óbundnu máli eða bundnu,
en við hinu síðara voru mun
strangari viðurlög. Til skýr-
ingar og samanburðar eru
nefnd allmörg dæmi úr íslend-
ingasögum og öðrum fornrit-
um um meiðyrði og móðganir.
lýst saknæmi þeirra, dómsúr-
skurðum og refsingum. Því
næst er stuttur kafli um tJám-
síðu. sem var lögtekin á árun-
um 1271-1273 og gilti til 1281.
Þá er kafli um Jónsbók, sem
var í gildi um fjölmæli frá 1281
til 1838. Gerð er greiii fyrir
nýmælum í Jónsbók á því
sviðj réttarins, sem fjallað er^
um í ritinu, og getið margra
' dómsúrskurða úr Alþingisbók-
um og fombréfasafni. Loks er
rakin lagasetning um fjölmæli
á tímabilinu frá 1838 fram til
1940. er gildandi hegningarlög
voru sett.
Annar og lengsti þáttur rits-
ins nefnist: „Æran og vernd
hennár'V'Er þar fjallað ræki-
lega um þær réttarreglur, sem
taldár eru gilda- um þau efni,
•greirrt er frá kenningum ýmissa
fræðimanna, andstáeðar fræði-
kenningar vegnar og metnar.
vitnað til fjölmargra íslenzkra
dómsúrskurða og nokkurra er-
léndra dóma og niðurstöður
höfundar studdar fræðilegum
rökum. Hér er m.a. skilgreint
hugtakið æra,' skýrt frá því, í
hverju árásir á æruna séu
fólgnar, hverjir njóti æruvernd-
ar og hvenær ærumeiðing sé
fullframin. Fjallað er um við-
horf réttarins til sanninda um-
mæla, um almennt málfrelsi og
prentfrelsi, lifandi fyrirmyndir
í skáldskap og myndlist, mál-
frelsi alþingismanna, útbreiðslu
ærumeiðinga og söguburð.
Greint er frá refsingum, ómerk-
ingu ummæla og öðrum viður-
lögum. Loks er stuttur kafli
um siðareglur blaðamanna.
Þriðji ’þáttur ■ ritsins heitir:
„Yfirlit um erlendan rétt.“ Er
þar rakinn gildandi rétturj um
ærumeiðingar í Danmörku,
Englandi, Frakklandi, Noregi,
Sviþjóð og Þýzkalandi og birt
helztu lagaákvæði, sem gilda í
þeim löndum um þau efni.
Af framansögðu má Ijóst
vera, að höfundur hefur í riti
sínu dregið saman á einn stað
mikinn fróðleik, sögulegan og
praktiskan, um ærumeiðingar í
hinni / víðtækustu , merkingu
þess orðs, ekki aðeins æru-
meiðandi ummæli heldur og
móðgandi athafnir og atferli
ýmiskonar. Að sjálfsögðu er
minnstur hluti þessa efnis-
magns frumlegur af hendi höf-
undar. eins og bezt sést af
því 'að 2. efnisþáttur bókarinn-
ar, „Æran og vernd hennar“,
er aðeins vænn þriðjungur af
bókinni í heild. í þeim kafla
er þó að finna það efni sem
flesta varðar: fjallað um gild-
andi réttarreglur, lýst fræði-
kenningum og skiptum skoðun-
um á einstökum atriðum, getið
dóma á inniendum og erlend-
um vettvangi, — og þar er' að
finna niðurstöður höfundar um
einstök athugunarefni
Blaðamenn þurfa kannski
öðrum oftar að hafa í huga
þau takmörk sem lagaákvæði.
m.a. um höfundarábyrgð og
meiðyrði, setja þeim í starfi;
þessvegna er ekki óviðeigandi
að minnast á siðareglur blaða-
manna í riti sem þessu hans
Gunnars Thoroddsens. Sá galli
er þó þar á að áliti blaða-
manns sem þessar línur ritar.
að ekki er fullkomlega rétt
farið með siðareglur Blaða-
mannafélags fslands í bókinni.
þær sem samþykktar voru á
framhaldsaðalfundi 9. maí 1965
f bókinni stendur að I. reglan
hljóði svo: „Blaðamaður leit-
ast við að gera ekkert það.
sem til vanvirðu má telja fyr-
ir stétt hans eða stéttarfélag.
blað eða fréttastofu. Honum
ber að forðast hvað eina, sem
rýrt geti álit aimennings á
blaðamennskustarfi blaðamanns
sem slíku ... “ , o.s.frv. Rétt
er seinnj málsgreinin svona:
....Honum ber að forðast
hvað eina, sem’ rýrt geti álit
almennings á blaðamennsku,
starfi blaðamanns sem slíku ...“
o.s.frv. Þarna breytir ein lítil
komma svip setningarinnar.
Það sem sagt er um siða-
reglur blaðamanna á Norður-
löndum, á bls. 399 í bókinni.
er heldur ekki allskostar ná-
kvæmt. Siðareglur, sem lands-
samtök danskra blaðamanna,
þ.e. Dansk joumalistforbund,
hafa viðurkennt eru ekki tii
á blaði, nema þá helzt þær
meginregijUr sem settar hafa
verið af Alþjóðasambandi
blaðamanna, The International
Federation of Joumalists, og
Norðurlandasamtökin eru aðil-
ar að. Danska blaðamannasam-
bandið hefur lýst sig þvert á
móti andvígt þeirri nefnd fr
byggir störf sín á „siðareglum“
í sambandi við frásagnir af
refsimálum: nefnd þessi.
„Pressenævn". er stofnuð með
einhliða ákvörðun samtaka
danskra útgefenda. Danske
Dagblades Fællesrepræsenta-
tion, og eiga sæti í henni 3 eða
fjórir fulltrúar útgefenda og
einn hæstaréttardómari.
Að því er varðar sænska
blaðamenn, er þess að geta að
á aðalfundi Blaðamannasam-
bands Sviþjóðar, Svenska
journalistförbundet, sem hald-
inn verður í júní n.k. kemur
m.a. til umræðu uppkast að
siðareglum blaðamanna. Þær
eru því ekki enn í gildi í Sví-
þjóð, eins og gefið er í skyn í
bók Gunnars Thoroddsen.
Gunnar Thoroddsen
V'.ium.U
I jV.tfui.Vli
warírKftiv*
i 71
ih-»> toíc-^tr^wS f o: bí f KVS .
.&A* U«Ík3>»VÍOv-
&SS& >TÍ JfAft Ú? : .v>4 }
jf f yðK %
V \\i»ý kó'-v iVV $*!« .\V 4ÍA
’cs* brt’
t- IVtkxy «xK' l 7 v.
!v . jv .k»i' {.'.tó/JJ’. }l trÍ
5 t a yftvj xr\*\2&\hs'«rv K 5Jv\j
anb fe'tv' r ,*v !y\v, ircjnif' tr-tj ■■
“.7 V |*K<ív.: . - •.,-»* Nri
<•%-. vvfttw:- i-. b, W . TtnC
{►k’v íráS'yif i! f v » V'
\ jj.Cr. i1 f, Va'.rWt,' r«
&tr. ( UvVat Ivi'N t a
h tr.\ þv* j 9. Sfvérv,* v.
H ÚS.-* f> K V--W Vtó£-a* \>i'
V. t\*.v f' w rjrnt <V-f 7\*í
v<vCsr*» \«tfi.tírt4fera''
■>-X Vf * eftr .r .rý\ í-.noSittó'
«w\'. jv.v; iV\ »V Á- KivÁ \
»v':f Ijjv'i* A
i>v; K\\*í \rH.\r.x' J'íi • >-’:
Sff íaítTjpr «rVvvlv ;.
ftvk# h' v H* v*i'.
.^■^P 1\ .\.- »i. .•
V >' "'k K' ;Vrr ‘„V K jtV.r.' Kv
KWf vb-rwi'í'wfJivnX' í : .ú\ %
V ff í\Vb-T vVþ.'T'.
,T .Viwrfri* »vK-’fív-k U,.\í
feffaSU 'SV :\>.‘
Gí»v?i>SrVíS'Cr
t *tfv . íU.vtfCW. < XVi, 5>
OV* %<n t\^v, K-Vf'
Ý»•••>>iyijt* t?vcv
^ v'.ív? iV.V' •
w. n .úufcVvu Ý.i
.T' fT upK'ír.; > •
- " .........‘ trv
M.-úuing,usjöður
Kápusíða bókarinnar
Verndun aíalhrautarréttarm
Reglan um biðskyldu hefur verið brotin þarna á gatnamótunum. Afleiðingin varð árekstur og
tugþúsunda króna tjón á ökutækjunum.
UMFERÐARNEFND
REYKJAViKUR
LÖGREGLAN i
REYKIAVÍK
STANZ —
Algengasta orsök umferðar-
slysa og árekstra í Reykjavík
undanfarin ár er sú, að reglur
um stöðvunar- og biðskyldu
eru ekki virtar. Ákvæði um
þessi átriði eru skýr, og ætti
því ekki að vera vandkvæðum
bundið fyrir ökumenn. að hafa
þau ávallt í huga og aka sam-
kvæmt þeim.
Tilgangurinn með aðalbraut-
arréttinum er sá, að gera veg
þann, sem nýtur aðalbrautar-
réttarins, greiðfærari en aðra
vegi og auka þannig notagildi
hans að miklum mun. Mikil-
vægt er því, að ökumaður, sem
kemur frá hliðarvegi, virði ti!
fullnustu rétt þess, sem fer um
aðalbrautina, meðal annar?
með því að draga úr hraða,
hæfilega Iöngu áður en komið
er að vegamótum. Snöggheml-
un á síðustu stundu verður
til þess,"' að ökumaður á aðai-
brautinni hikar. Hann getur
ekki treyst rétti sínum > alger-
lega, en það tefur báða aðiia
'og rýrir að mun notagildi að-
aLbrautarinnar.
, Stöðvunarskylda
Allir ökumenn þekkja stöðv-
unarmerkið, en hvað boðar
þetta merþi? Þegar ökumaður
kemur akandi að gatnamótum
sem merkt eru moð stpðvunar-
skyldumerki, ber honum að
stöðva algjörlega, áður en hann
ekur inn á, eða yfir gatna-
mótin. Ef stöðvunarlína er
mörkuð á yfirborð götunnar,
á að stöðva við hana, þannig
að ' framendi bifreiðarinnar
nemi við stöðvunarlínuna. Sé
stöðvunarlína ekki mörkuð á
akbrautina, er heppilegast að
hafa það íyrir fasta venju, að
stöðva við sjálft stöðvunar-
merkið. Ef merkið eða stöðv-
unarlínan er ekki nærri jaðri t
akbrautarinnar, þannig að öku-
maður sjái vel til beggja hiiða
eftir akbrautinni, er rétt að
framkvæma sjálfa stöðvunma
eins og áður er sagt, en láta
bifreiðina síðan renna rólega
inn að sjálfum gatnamótunun
og stöðva aftur. ef umferð er
á aðalbrautinni.
Aðalatriðið er, að stöðvun-
in sé markviss, að bifreiðin sé
í algjörrí kyrrstöðu, tll að
tryggja að umferðin á aðal-
brautinni verði ekki fyrir
truflunum eða töfum.
Biðskylda
Þegar 'ökumaður kemur ak-
andi að biðskyldumerki, ber
honum að draga úr hraða í
hæfilegri . fjarlægð frá gatna-
mótum og gæta þess, að trufla
ekki þá umferð, sem fer eftir
aðalbrautinni. Ef útsýni er
mjög byrgt eða blint, þannig
að ökumaðurinn hefur ekki
nægilegt útsýni yfir .gatnamót-
in, ber honum að stöðva si-
gjörlega, sem um stöðvunar-
skyldu væri að ræða.
Biðskyldu- og stöðvunar-
skyldumerki eru sett upp til
þess að skapa greiðari og ör-
uggari umferð. Merkin eru
fyrst og fremst sett upp við
götur, sem liggja að miklum
umferðargötum, til þess að
vemda þá umferð, sem fer
eftir aðalbrautinni og vama
því, að sú umferð verði tmfl-
uð eða hindruð.
ÖKUMENN! — Verum minn-
ugir þess að um 15 prósent
umferðaróhappa í Reykjavík
sl. ár urðu vegna þess, að regl-
ur um biðskyldu og stöðvunar-
skyldu voru brotnar.
Skjótra aðger&a
er þörf hjá bæjar-
yfirvöldum og ríki
Verkamannafélagið Hlíf í
Hafnarfirði hélt mjög fjöl-
mennan fund sl. þriðjudag 20.
febr. um atvinnu- og kjara-
mál.
Hafði bæjarstjóm og bæjar-
stjóra verið boðið til umræðu
um atvinnumálin, en sú venja
hefur ríkt um/langan tíma að
þessum aðilum væri boðið á
Hlífarfundi á hverju nýbyrj-
uðu ári til umræðu um at-
vinnumál.
I ■
Allir bæjarfulltrúarnir mættu
og bæjarstjóri að einum und-
anskildum, sem var veikur.
Umræður voru fjömgar og
að þeim loknuili var samþykkt
eftirfarandi tillaga:
„Fundur haldinn í Verka-
mannaféiaginu Hlíf þriðjudag-
inn 20. febrúar 1968, þar sem
atvinnumálin í Hafnarfirði eru
til umræðu, ítrekar fyrri'
ályktanir slikra funda í Verka-
mannafélaginu Hlíf, um að
framtíð Hafnarfjarðar hvíli
öðru fremur á sjávarútvegi.
Fyrir því telur fundurinn
ógnvekjandi þá öfugþróun sem
nú á sér stað í atvinnumálum
bæjarins þar sem um er að
ræða stórfelldan samdrátt á
sviði útgerðar og fiskiðnaðar,
sem leitt hefur til þess m.a.
að um alvarlegt atvinnuleysi
hefði verið að ræða sl. sumar
og haust, hefði Bæjarútgerðin
eigi verið rekin og nú á miðri
vetrarvertíð myndi fjöldi verka-
manna vera atvinnulaus, ef
ekki kæmu til framkvæmdirnar
í Stranmsvík þar sem hundrað
hafnfirzltir verkamenn sækja
vinnu sína.
Fundurinn telur að brýna
nauðsyn beri til þess að allt
verði gert til þess að auka út-
gerð og fiskiðnað í bænum og
nú þurfi skjótra aðgerða við
af bæjaryfirvöldum og þá ekki'
síður af hálfu ríkisvaldsins.
Bendir fundurinn á nokkur
atriði sem hann telur brýnust
til úrbóta:
1. Allt verði gert sem hægt er
til þess að auka fiskverkun
Bæjarútgerðarinnar. Verði
fengnir bátar til að leggja
þar upp, auk togarans Maí.
Þá verði athugað um kaup
á tveim nýjum togurum til
Bæjarútgerðarinnar eða til
almenningshlutafélags, seni
með lögum sínum verði
tengt rekstri Bæjarútgerð-
arinnar.
2. Gerð verði alvara úr fyrir-
ætlunum um rekstur Norð-
urstjömunnax, og bann það
sem nú er fyrirhugað á veiði
sildar við Suðvesturland nái
' eigi til veiði sildar í niður-
suðu.
3. Hafin verði þegar lagfær-
iug og endurbætur á hafn-
argörðum og þá sérstaJklega
þeim nyrðri, sem nú er stór-
skemmdur af viðhaldsleysi.
4. Áfram verði haldið með að
lengja bólverkið fyrir fram-
an Bæjarútgerð og Norður-
stjörau.
5. Gert verði bólverk og við-
legupláss við syðri hafnar-
garðinn.
6. Gerð verði smábátahöfn
með bryggjum og annarri
nauésynlegri aðstöðu í Hval-
eyrarlóni".
Þá var samþykkt að skora
á Alþingi að samþykkj’a fram-
komið frumvarp um breyting-
ar á lögum um atvinnuleysis-
tryggingasjóð og þingsályktun-
artillögu Geirs Gunnarssonar
um rekstur fiskibáta.
Einnig var sam£>ykkt að
beina því til bæjarstjómar
Hafnarfjarðar, að fulltrúa
verkalýðsfélaganna verði gef-
inn kostur á að vera í nefnd
sem bæjarstjórn tilnefni til
viðræðna við rikisstjórn um
lausn efnahagsmála Bæjarút-
gerðar Hafnarfjarðar.
Þá var sarraþykkt að skora
á núverandi útgerðarráð Bæj-
arútgerðar Hafnarfjarðar að
birta efnahagsreikning Bæjar-
útgerðarinnar fyrir árið 1968
á opinberum vettvarigi.
-,>---------------,.............-
léhann SH Haukur
og Karl eru efstir
önnur umferð Boðsmóts T.R.
var tefld í fyrrakvöld og fóru
leikar svo að Karl Þorleifsson
vann Jón Þór, Gylfi Magnússon
vanin Rúbek Rúbeksen, Haukur
Angantýsson vann Hermann
Ragnarsson, Jóhann Þórir vann
Ólaf Einansson, Benedikt Hall-
dórsson vann Guðmund Þórar-
ir.sson, Sigurður Herlufsen vann
Tryggva Arason, Jóhann Sigur-
jónsson vann Sigiurð Kristjáns-
son, ■ en Sigurgeir Gíslason og
Þórir Ölafsson gerðu jáfntefli.
Að loknum tveimur umferðum
eru Jóhann Sigurjónsson, ICarl
og Haukur e&tir' með 2 vinninga.
3. umferð var tefld í gærkvöld.
, ;
Fundur mei glímu-
dómurum
i' i
Stjórn Glímusambands Isl.
hefur ákveðið að halda fund
með glímudómurum um breyt-
ingar þær, sem gerðar hafa ver-
ið á glímulögunum. Fundur-
inn verður haldinn í Kaffi Höll
á morgun kl. 3 eJi.
Glímudómarar eru hvattir til
að fjölmenna á fundinn.
Glímulög
Glímulögiin eru nýútkomin,
en um útgáfu þeirra sá Bóka-
útgáfa Í.S.I. Þau fást hjá t-
þróttasambandi Isl., Iþrótta-
miífefcöðiinim í Lauaaaxted. og í
á mergun
verzluninni Hellas, Skólavörðu-
stíg 17.
Nýlr ævifélagar Glímu-
sambandsins
Þessir menn. hafa gerzt ævi-
félagar Glímusambandsins:
Ingvi Guðmundsson, húsa-
smíðameistari, Garðahreppi.
Valdimar Óskarsson, skrifstofu-
stjóri, Reykjavík. Gunnar Egg-
ertsson, framkvæmdastjóri, R-
vik. Sigurður Sigurjónsson, raf-
virkjameistari, Reykjavfk.
Fréttir frá Glímusambandi
Islands.