Þjóðviljinn - 24.02.1968, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 24.02.1968, Blaðsíða 4
4 SÍKA — MÚÐ'V.EWKÆBÍ Sí. ■frfawámi. ,M6S. DIOOVIU Otgeíandi; Sameiningarfiakkur aJLþýðu — Sósialistaflokkurinn. Ritstjórar: Ivar H. Jónsson, (ób.), Magnós Kjaxtansson, Sigurður Guðmundsson. Fnéttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson, Augiýsingastj.: Sigurður T. Sigurðsson. Framkvstj.: Eiður Bergmann. Ritstjóm, afgreiðsla. auglýsingar. prentsmiðja: Skólavörðustig 19. Sími 17500 (5 línur). — Áskriftarverð kr. 120.00 ó mónuði. — Lausasöluverð krónur 7,00. Neitað um verðtrygginu Jgtjónnendur Vinnuveitendasambandsins svo- nefnda hafa ekkert lært og engu gleymt. Á samningafundinum með fulltrúum alþýðusamtak- anna í gær þverneituðu þeir að verða við kröfu verkalýðshreyfingarinnar um verðtryggingu kaups, enda þótt vísitölugreiðslur á kaup væru beim for- senda samninganna sem nú er farið eftir. Enn einu sinni rís veggur afturhalds og ósvífni, þrjózku og skilningsleysis gegn réttmætum og sanngjörnum kröfum alþýðusamtakanna. Talsmenn Vinnuveitendasambandsins hafa sjálfsagt haldið nokkrar ræður á þá leið að atvinnufyrirtækin þyldu það ekki ef verkamenn fá nokkra kauphækk- im nú um mánaðamótin, til að mæta dýrtíðaröld- unni sem misvitur ríkisstjóm hefur vakið. En hafa þessir menn, stirðnaðir í „andanum frá 1920“ nokkru sinni viðurkennt að atvinnurekstur þeirra þyldi hina minnstu kauphækkun? Hafa þeir ekki látið Morgunblaðið og Vísi flytja nákvæmlega sama þruglið um burðarþol atvimnuveganna jafnt á góðæristímum og stórgróðatímum og endranær? Muna menn til þess að Morgunblaðið og Vísir beittu sér fyrir því í kjarasamningunum 1964 og 1965 að kröfur verkalýðshreyfingarinnar næðu fram að ganga? Raunar er sú röksemd að atvimnu- rekstúrinn þoli ekki neina kauphækkun eldri en Morgunblaðið og Vísir, hún er reyndar jafngömul verkalýðshreyfingunni! Fyfirremnarar núverandi máttarstólpa Vinnuveitendasambandsins kunnu hana eins vel og Kjartan Thórs, Gunnar Guðjóms- son (frá verkbannssamtökunum Sölumiðstöð hrað- frystihúsanna) og Björgvin Sigurðsson. Þeim virð- ist ekki ljóst hversu gatslitin þessi „röksemd“ er orðin af lamgvarandi brúkun. Hitt mun hverjum hugsandi manni ljóst að erfiðleikar atvinnuveg- anna stafa ekki af of háu kaupi' heldur rangri og hættulegri stjórnarstefnú íhaldsins og Alþýðu- flokksins, ríkisstjórnin hefur látið íslemzka at- vinnuvegi drabbast niður og enga framtíð séð nema þá að ofurselja auðlindir landsins erlendum auð- hringum. Það er hin alræmda „viðreisn“, sem hér er að verki og á sök á því að til atvimnuleysis hefur komið eftir langt góðæristímabil, um leið og ytri aðstæður útflutmingsatvinnuveganna versna. ^fleiðinguna af hinni skynlausu þrjózku stjórn- arklíku Vinnuveitendasambandsins vissu menn fyrir. Verkalýðsfélögin hófu þegar í gær að boða verkföll frá 4. marz, til, að leggja áherzlu á kröfu sína um verðtryggingu kaupsins. Meðal þeirra er Verkamannafélagið Dagsbrún í Reykjavík og fleiri öflugustu verkalýðsfélög landsins. Mun það skýr- ast nú um helgina hversu víðtæk verkfallsboðun- in verður. Þær athafnir eru einnig rökrétt afleið- ing hinnar vanhugsuðu og ósvífnu árásar Bjarna Benediktssonar, Gylfa Þ. Gíslasonar og félaga á verkalýðshreyfinguna, er þeir ákváðu að afnema verðtrygginguna frá júmísamningunum 1964. Átök- in nú eru í framhaldi þess verknaðar; athafnir verkalýðsfélaganna eðlilegt svar við misbeitingu ríkisvaldsins og meirihluta Alþingis til kjaraskerð- ingar hiá alþýðufólki. — s. Ritneínd: Guðrún Steingrímsdóttir, Jón Sigurðsson, Olaíur Ormsson og Þorsteinn Marelsson Um listamannalaun Enn einu sinni hefur lista- mannalaunum verið úthlutað með pomp og pragt. Skilvind- an rnikla hefur urnnið sitt starf. Enn einu sinni hefur hún sannað oss fáráðuhátt bók- menntagagnrýnenda dagblað- anna, sem oftast verðlauna ó- sæmilegar bækur. Ekki er furða þó mönnum á borð við Guðberg Bergsson (klúr m.m.), Hannes Sigfússon (erindreki Kina, sbr. kvæði í Jarteikn), Jóhannes Helgi (veit- ingin í fyrra slys) o. fl. hafi verið kippt burtu. Eiginlega ættum vér að æpa húrra fyrir flestum nefndarmanna (iþó ekki þeim sem eru með múður). Og þó, þegar vér hugsum nánar út 1 veitingu listamanna- launa, þá vakna ýmsir hug- draugar upp. GUÐBERGUR BERGSSON: — hættulegur þjóðlegu íslenzku siðferði? Hvaða tilgangi eiga þessi verðlaun að þjóna? Eigg þau að styrkja liðið til hugstarfs eða eru þau aðeins veitt eins- og heiðursdingl! Það er nokkuð af vel efn- uðum náungum sem hlotið hafa verðlaqjn í þetta sinn, og þegar ég fer að hugsa nánar út í mál- ið held ég að betra væri að láta þá blönku fá ögn meir af peningum, svo þeir gætu setzt niður í friði smástund og sinnt sínu, þeir sem hafa nóg (eða meir en nóg) fengu bar- asta alúmínhest í stáð peninga (þaö fer vist brátt að verða gnótt alúmíns hér í landi). Þetta væri nokkuð góð lausn, beir blönku gætxu kannski krotað meira handa okkur að lesa, og bankastjóramir og alþingis- ismennimir og konumar þeirra og allir hinir gætu horft á al- úmmhestana sína uppá hillu. vaffell. Frá Jörvagleði hinni minni Hlustað á einn af hugmyndaí'Tæðingum Fylking'arinnar. — Ljósm. RH). □ Æskulýðsfylkingin í Reykjavík hélt fyrir nokkru Jörvagleði hina minni að» Tjarnargötu 20. Þar komu fram margir snjallir hug-<s> myndafræðingar og skáld og lásu úr verkum sínum við misjafnar undirtektir. □ Þá voru kyrjaðar gamanvísur, sýndar skugga- myndi úr Færeyjaför og kvikmynd af Reykjavíkur- tíð sósíalískrar hreyfingar á göngu. Hápunktur kvölds- íslandi. — Myndirnar eru ins var þó er flutt var leik- teknar á Jörvagleði Fylk- rit um fundinn um fram- ingarinnar. Þorsteinn frá Hamri les lljóð sitt um Færeyjaför þrettán Fylkingarféiaga. Gangið í Æskulýðsfylkinguna ÆF berst fyrir fullri vinnu og bættum lifskjörum. ÆF fordæmir árásarstríð Bandaríkjamanna í Vietnam. ÆF krefst afnáms erlendrar hersetu á Islandi og úrsagnar úr NATÖ. ÆF berst fyrir sósíalisma a Islandi. Þetta eru nokkur áf stefnumálum ÆF, en ekki aðeins stefnumál heldur einnig BARATTUMAL. Ég undirritaður óska eftir að verða meðlimur i Æsku- lýðsfylkingunni, Sambandi ungra sósíalista: Nafn Heimili , Fæðingard. og ár. Sími: HANNES SIGFUSSON: — er- indreki erlends stórveldis? -<S> JÓHANNES. HELGI: — óróa- seggur, sem vili kippa hinum traustn stoðum undan íslenzku efnahagslífi? Sendist Æskulýðsfylkingunni, Tjarnargötu 20, Reykjavík. «■••■■■■■«■■■■■ Um mánaðamótin Nú um mánaðamótin hefur fjöldí verkalýðsfélaga um land allt ákveðið vinnustöðvun, í þeim hópi eru flest stærstu verkalýðsfélög landsins eins og Dagsbrún, Trésmiðafélagið, Ein- ing á Akuxeyri og Hlíf í Hafn- arfirði. Verkalýðshreyfingip setur fram þá réttlætiskröfu að verðtrygging á kaup verði áfram í gildi eins og samið var um við ríkisstjómina í júní 1965. Það sýnir mæta vel hvem hug rífcisstjómin ber til laun- þega í landinu, að verkalýðs- hreyfingin skuli nú þurfa að beita öllum samtakamætti sín- um til þess að ná fram verð- tryggingu kaups sem samið var um fyrir aðeins um það bil tveim árum en ríkisstjómin síðan, eins og öllum launþeg- um er kunnugt, hefur svikið. Nú reynir á samtakamátt al- þýðusamtakanna í þeim átök- um sem framundan eru. og aldrei hefur verið brýnna en nú að ná fram verðtryggingn kaups. Nú að undanförnu hef- ur verið ráðizt harkalega á lífsafkomu alþýðuheimilanna. allt verðlag hefur hækkað stórlega áð undanfömu og það á brýnustu lífsnauðsynjum al- mennings, t.d. hafa þorskur og ýsa, svo eitthvað sé nefnt, hækkað um 20%. Um leið og við höfum það i huga að allt verðlag hefur i hækkað gífur- lega, skulum við minnast þess að nú hækkar stöðugt tal^ at- vinnuleysingja hér í höfuð- borginni og ástandið er ugg- væfalegt. Verkalýðshreyfingin er nú Framhald á 7. síðu. Erindi Einars • ÆFR vill vekja athygli fé- laga á því, að erindi Einars Olgeirssonar, n.k. þriðjudag fellur niður. — Stjómin.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.