Þjóðviljinn - 27.02.1968, Blaðsíða 1
Vöruskiptahallinn 234,3 milj. kr. íjanúar
Þriðjudagur 27^ febrúar 1968 — 33. árgangur — 48. tölublað.
——: ^——— 6
í gœr höfðu 40 verklýðsfélög boðað verkfall
Vöruskiptajöfnuðurinn í janú-
armánuði sl. var óhagstæður um
234.3 miljónir króna að því er
segir í fréttatilkynningu frá Hag-
stofu Islands er Þjóðviljanum
barst í gær. Inn voru fluttar
vörur fyrir 446.8 miljónir króna
en út fyrir aðeins 212.5 miljónir
króna.
1 janúar 1967 var vöruskipta-
jöfnuðurinn óhagstaeður um 183.8
milj. kr. Þá nam innflutningur-
inn 434.4 miljónum kr. og út-
fiutningurinin 250.5 milj. kr.
Af innflutningnum í janúar sl.
eru 51.7 miljónir króna vegna
innflutnings til Búrfellsvirkjunar
en voru 10.8 milj. kr. í janúar
1967.
I athugasemdum með fréttinm
ségir, að tölur um inm- og út-
flutning ársins 1967 séu reikn-
aðar á þvi gengi, er gilti fyrir 24.
nóv. 1967 en tölumar í 'ár séu
miðaðar við núverandi gengi ís-
.lenzku krónunnar. Þá segir, að
enn hafi ekki verið tekinn inn
á skýrslu neinn innflutningur
vegna álbræðslunnar í Straums-
vík.
16 þúsund manns í verkfalli 4. marz?
KAFFI
HÆKKAR
UM 14%
Fiskbollur og egg
hækka líka í verði
★ í gærdag hækkaði kaffi
um 14,1% í smásölu.
Kaffikílóið kostaði áður
kr. 92,00 — brennt og
malað, en kostar núna kr.
105,00.
★ Þá hafa fiskibollur hækk-
að um 14,9%. Heildós af
fiskibollum kostaði áður
kr. 28,60 og hefur hækk-
að í kr. 32,85 nú. Fiski-
búðingur hefur hækkað
um 16%. Heildósin kost-
aði áður kr. 37,60. Hef-
ur hækkað í kr. 43,70.
★ Ofangreindar upplýsingar
eru fengnar frá verðlags-
stjóra í gærdag.
★ Þá hefur eggjakílóið
hækkað úr kr. 98,00 í kr.
105,00 í smásölu.
□ Um fjörutíu verkalýðsfélög með um 16 þúsund félagsmeðlimi hafa til- ^
kynnt um verkföll 4., 5. og 6. marz til þess a$ fylgja eftir kröfunni um
vísitölutryggt kaup. Þannig standa málin í dag, sagði Hannibal Valdi-
marsson, forseti A.S.Í. í viðtali við Þjóðviljann í gærdag.
□ Þar af hafa verkalýðsfélög með um 11 þúsund félagsmeðlimi til-
kynnt um verkföll hér í Reykjavík. Hefur aldrei náðst svo breið sam-
staða í verkfallsboðun í Reykjavík, sagði Hannibal ennfremur.
□ Deilunni hefur verið vísað til sáttasemjara.
Simniflfafnfldur
VR áraprsSaas
SJ. laugardag héldu fulltrúar
Verzlunarmannafélags Rvík-
ur fyrsta samningafundinn meft
atvinnurekendum, en samningar
hafa verið lausir um nokkurt
sfceifl.
Fundurinn fór á sömu leið og
fundur samninganefndar ASl
með atvinnurekendunum, sem
haldinn var nýlega, þ.e. atvinnu-
rekendur lýstu því yfir, að þeir
væru ekki tilbúnir að taka upp
vísitölugreiðslur til verzlunar-
manna, en aðalkröfur Verzlun-
armannafélagsins eru um verð-
tryggingu launa.
Verzlunarmannafélag Reykja-
víkur hefur ekki enn boðað til
verkfalls.
Verkalýðsfélögin hafa óðum
verið að tilkynna um verkfall á
næstunni til þess að fylgja eft-
ir kröfunni um vísitölubundið
kaup, sagði Hannibal.
Samningafundur fór fram í
dag milli undirbúningsnefndar
A.S.Í. og atvinnurekenda og
gerðist ekkert á þessum fundi,
sagði Hanniþal.
Varð að samkomulagi að vísa
deilunni til sáttasemjar* og mun
það hvíla á honum að tilkynna
um næsta sáttafund. Ekkert hef-
ur heyrzt frá honum ennþá,
sagði Hanniþal
Aldrei hefur náðst svona víð-
tæk samstaða til verkfallsboð-
unar hér í Reykjavík, sagði
Hannibal.
Þess má geta, að Landssam-
band íslenzkra verzlunarmanna
semur nú sérstaklega um þess-
ar mundir við atvinnurekendur,
en V.R. hefur um fjögur þús-
und meðlimi innan sinna vé-
banda.
Meðal annarra tdkynntu þessi
verkalýðsfélög um verkfall í
gær til ríkissáttasemjara: Verka-
lýðsfélag Hveragerðis, Verka-
kvennafélagið Framsókn, Sveina-
félag pípulagningamanna, Félag
byggingariðnaðarmanna á Sel-
fossi.
á /|ustur?.
Sandi hafa boðað verkfall
□ Þjóðviljinn hafði tal af
Erni Scheving, form. Verka-
lýðsfélags Norðfirðinga í
gasndag og innti hiann eftir
þátttöku verkalýðsfélaganna
á Austurlandi í verkfallsboð-
un til þess að knýja fram
kröfuna um verðtryggt kaup.
Þrettán verkalýðsfélög á Aust-
urlandi hafa nú tilkynnt at-
vinnurekendum og fjórðungs-
sáttasemjara Austurlands um
verkfall 4. marz til þess að fylgja
eftir kröfunni um vísitölubundið
kaup-
Það er Verkalýðsfélag Skeggja-
staðahrepps, , Bakkafirði, Verka-
lýðsfélag Vopnfirðinga, Verka-
Örn Scheving
Höfum hoiai verkfall 5. marz
— segir Jóna Guðjónsdóttir, formaður ':'■«** .
Framsóknar
□ Einn af meðlimun^ í 18 manna viðræðunefnd ASÍ
við atvinnurekendur um kröfu verkalýðssamtakanna
um vísitölubundið kaup, er Jóna Guðjónsdóttir, for-
maður Verkakvennafélagsins Framsóknar.
□ Núna um helgina hélt Framsókn félagsfund og
var umræðuefnið kjara- og atvinnumálin.
Við héldum félagsfund síð-
astliðinn sunnudag í Tjarnar-
bæ og var þar meðal annars
samþykkt að veita stjórn og
trúnaðarmannaráði félagsins
verkfallsheimild vegna kröf-
unnar um verðtryggt kaup,
sagði Jóna Guðjónsdóttir, for-
maður Verkakvennafélagsins
Framsóknar í viðtali við Þjóð-
viljann í gærdag.
Þegar eftir félagsfundinn
var svo haldinn fundur í
stjórn og trúnaðarmannaráði
félagsins og þar var sam-
þykkt að, boða til verkfalls
frá og með 5. marz og hefur
atvinnurekendum og ríkis-
Jóna Guðjónsdóttir
sáttasemjara ’ verið tilkynnt
um þetta verkfall, sagði Jóna.
Um síðustu áramót voru
1688 félagskonur í Verka-
kvennafélaginu Framsókn.
lýðsfélagið á Borgaéfirði, eystra,
Verkalýðsfélag Egilsstaðáhrepps,
Verkalýðsfél. Norðfirðinga, Verka-
mannafélagið Fram á Seyðis-
firði, Verkamannafélagið Árvak-
ur á Eskifirði, Verkakvennafé-
lagið Framtíðin á sama stað,
Verkalýðsfélag R eyða rf j a rðar-
hrepps, Verkalýðs- og sjómanna-
félagið, Fáskrúðsfirði, Verka-
lýðs bg sjómannafélag Stöðvfirð-
inga, Verkalýðsfélag Breiðdæl-
inga og Verkalýðsfélagið á Djúpa-
vogi.
Verkalýðsfélagið á’ Homafirði
hefur ekki ennþjá. tilkynnt um
verkfall og hyggst híða um sinin.
Hraðfrystihúsið á Homafirði fór
ekki í hraðfrystihúsverkfall á
sínum tíma og mun hafa tekið
þáð loforð af verkalýðsfélaginu
að fara ekki heldur í verkfall
og ætla þeir að aiihuga sinn
gang betur.
Hraðfrystihúið í Homatfirði
hefur að undanförpu greitt upp-
bætur á fiskverðið og hvergi er
hærra fiskverð borgað á land-
inu og þarna er pft rífandi at-
vinna við fiskaðgerð.
Hvert er álit þitt, Örn, á kröf-
um verkalýðshreyfingarinnar?
Ég teh kröfur verkalýðshreyf-
ingarinnar í dag mjög hógværar.
í raun og vem er verið að fara
fram á að halda sama kaupi eftir
sem áður með því að krefjast
þessv að vísitölubundið kaup
haldist í' landinu.
Minna getur það ekki verið,
sa’gði örn að lokum.
Vestfjarðafélögin
fara af stað
Sjá 12. síðu
Á skólatónleikunum i gœr
Það er greinilegt að hún lætur ekkert fara framhjá sér, sú litla,
þar sem hún situr með opinn munn og augu og hlustar á það sem
fram fer. — Myndin var tekin á barnatónleikum Sinfóníuhljóm-
sveitarinnar í gær, en fleiri myndir af tónleikagestum eru á 12.
síðu. — (Ljósm. Þjóðv. A.K.).
VerkaUélag Vestmannaeyja
samþykkir verkfallsheimild
Verkalýðsfélag Vestmannaeyja
hélt fclagsfund núna um helg-
ina eða nánar tiltekið síðastlið-
inn sunnudag og var umræðu-
efni fundarins kjara- og at-
vinnumálin- a
Félágsfundurinn samþykkti að
veita stjóm og trúnaðarmamna-
ráði verkfallsheimild Dg veitti
jafnframt 18 manna viðræðu-
nefnd A.S.Í. umboð til þess að
semja um verðtryggingu kaups-
ins.
Stjórn . og trúnaðarmannaráð
félagsins hafa gengið frá verk-
fallsheimild en ekki ennþá á-
kveðið verkfallsdag.
Verkakvennafélagið Snót í
Vestmannaeyjum /heldur félags-
fund núna um miðja viku og
tekur þar fyrir kjara- og at-
vinnumálin.
Gluggagægir
Hringt var til lögreglunnar
úr húsá einu við Snorrabraut
aðfaranótt sunnudagsins og
kvartað undam því að imaður
væri að gægjast á glugga. Fór
lögreglan á staðinn og handtók
manninn.
Aðalfundur Sósíalistafélags
Reykjavíkur er í kvöld
★ Aðalfundur Sósíalistafélags Reykjavikur verður haldinu í kvöld,
þriðjudaginn 27. febrúar, kl. 8-30 í Tjamargötu 20.
★ Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf.
★ Félagari — Fjölmennið og mætið stundvislega.
)
V