Þjóðviljinn - 27.02.1968, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 27.02.1968, Blaðsíða 4
4 SlÐA — ÞJÓÐVruri'NN — Þriðjudagur 27, febrúaæ 1968. Otgefandi: éameiningaríioklíui aiþyðu - Sósialistatlokkurinn. Ritstjórar: Ivar H. Jónsson. (áb.). Magnús Kjartansson. Sigurður Guðmundsson. Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson. Auglýsingastj.: Sigurður T. Sigurðsson Framkvstj.: Eíður Bergmann Ritstjórn. afgreiðsla. auglýsingar prentsmiðja: Skólavörðustig 19 Sími 17500 (5 linur). — Áskriftarverð kr. 120.00 á mánuði. — Lausasöluverð krónur 7,00. Grundvallaratríði Jjegar ríki öðlast fjárhagslegt bolmagn taka þegn- arnir að gera til þeirra óhjákvæmilegar félags- legar kröfur, og þjóðfélög eru réttilega talin þeim mun fullkomnari serri þau raekja betur félagslegar skyldur sínar. Á því svið; mótast grundvallarregl- ur sem verða svo sterkar að hver ríkisstjóm verð- ur að taka tillit til þeirra í athöfnum sínum. Verk- efni af þessu tagi eru til að mynda almennt skóla- kerfi, heilbrigðisþjónusta, almannatryggingar, samgöngur o.s.frv., en kröfur um félagslega þjón- ustu á þeim sviðum eru taldar svo sjálfsagðar að engri stjórn kemur til hugar að hafna þeim í sæmi- lega fjáðum löndum. Að sjálfsögðu eiga ríkis- stjómir einatt í erfiðleikum með að rækja hlut- verk sitt á þessum sviðum, en komi til slíkra örð- ugleika er þeim talið skylt að breyta stefnu sinni til þess að geta rækt hin félagslegu grundvall- arverkefni. Jjau atriði sem nú ber hæst í kjarabaráttu á ís- landi eru af sama toga spunnin. Kröfurnar um fulla atvinnu og verðtryggingu launa eru félags- leg grundvallaratriði sem ekki á að hvika frá í sæmilega auðugu þjóðfélagi. Þessi atriði hafa að vísu ekki hlotið jafn almenrna viðurkenningu enn- þá og þau sem fyrr voru talin, en engu að síður hefur þróunin hvarvetna miðað að því að gera þessi verkefni að forsendum hverrar ríkisstjórnar. Við íslendingar höfum á undaufömum árum hælt okkur af sæmilegu atvinnuöryggi og verðtrygg- ingu launa; Bjami Benediktsson hefur talið þessi atriði einhver mestu ágætisverk sem hann hafi urunið á stjómarferli sínum; og frá þessum sjón- armiðum mega landsmenn ekki hvika. Hér þarf að drottna almenningsálit sem geri það jafn fr^leitt að hrófla við réttinum til atvinnu og umsaminna lauma og að ætla að leysa tímabundna efnahags- örðugleika með því að leggja niður skólakerfið. Ekki skal dregið í efa að það sé nokkurt vanda- mál fyrir ríkisstjóm og atvinnurekendur um þessar mundir að standa við þessi félagslegu grundvallaratriði, en þá ber þeim aðilum að breyta stefinu sinni og starfsaiðferðum á þann hátt að þeim takist að leysa vandann. Við megum ekki gleyma þeirri staðreynd að þrátt fyrir. örðugleikana að undanfömu, eru þjóðartekjur íslendinga nú meira en þriðjungi hærri en þær voru í upphafi þessa áratugs, og við emm enn í hópi auðugustu þjóðfé- laga í heimi. Slíkt þjóðfélag hefur fjárhagslegt bol- magn til þess að tryggja fulla atvinnu og verð- tryggingu launa. Kröfur um þau réttlætismál eru ekki óbilgirni heldur sjálfsagt viðhorf allra þeirra sem vilja að íslendingar ræki félagslegar skyldur sínar á sómasamlegan hátt. — m. Ég komst snemma í kymni við fátsekt og atvixmuleysi sam- borgara mirma. Ég átti þá heiima í smá fiskiplássi á ut- anverðu Snæfellsnesi. Vinna var árstíðabundirt. Á vetrum var stumdaður sjór á opnum vélbátum. Hafnarskilyrði voru slæm og það sem gert var í þá átt, sem lítið var, tóm enda- leysa. Nú líkjast þessi hafnar- mannvirki mest fjárréttum austanbænda. Breiðafjörður er gjöfull til sjávar, gullkista allskonar fisks. Skilningur vaidhafa og íhalds (því þeir hafa þar haft lengst völd) á að nota sér beztu fiski- mið landsins þjóðinni í hag, var enginn. Vegur var enginn. All- ur aðdráttur sjóleiðis. Allar vörur voru bomar á baki. Verkalýðsfélag var á staðnum. Þeir sem í því voru voru kall- aðir „bolsar“. Skilningur ásam- tökum verkamanna var á lágu stigi. Nú hefur þetta breytzt sem annarsstaðar. 1 mínu ungdæmi var at- vinnuleysi böl sem og i dag. Þá gerðust þau tiðindi að við reyndum að færa líf í verka- lýðsfélagið með málfundum o. fl. Ég man að aðalhvatamaður þess var Skúli Guðmundsson, sá ágæti kennari. Eitt mólefnið sem rætt var, var atvinnuleys- ið. Var rætt um spumingu sem hljóðaði svo: Af hverju stafar atvinnuleysi og eymd í heim- inum? a. af óréttlátri fjármála- stjóm eða b. rangri nýtingu auðlinda og vinnuafls? Þetta var erfið spuming fyr- ir fiski- og verkamenn, lítið skólaða, en við lærðum mikið af að hugsa um hana og ræða. Væri ekki tilvalið að þú, laun- þegi góður, athugaðir þessa spumingu í dag. Ef til vill hefur þú álitið að til atvinnu- leysis kæmi aldrei meir á ís- landi. En í dag og á morgun læðist vofa atvinnuleysisins með stígandi hraða yfir byggðir landsins. Röng stefna í atvinnu- og fjármálum hefur þegar kveikt fyrsta neistann að atvinnuleysi. Ef þú ert ekki á verði getur þetta orðið að báli eymdar. Braskaralýður allskonar veður uppi í atvinnulífi okkar og að honum virðíst hlúð eins og að viðkvæmum gróðri af valdhöf- um okkar. Valdhafar og brask- aralýður þessa lands tala fjálg- lega um skipulag og hagræð- ingu, en hver er árangurinn? Enginn. Sérfræðingar sóttir til annarra landa og skýrslum þeirra hrúgað upp en aldrei birtar. Meðan allt þetta fer fram milda braskarar jarðveg- inn eins og ánamaðkar í moldu til frekari spillingar í atvinnu- lífi okkar. Ég er byggingariðnaðarmaður og um þann iðnað hefur verið mikið rætt og ritað en lftið til gagns. Hinum almenna iðnaðar- manni hefur verið úthúðað í blöðum (Mbl. og Vísi) og út- varpi. Talið er að hann sé vald- ur að þeim háa byggingarkostn- aði sem hér er. Ráðizt hefur verið á einstaka iðngreinar með slíku offorsi og rökleysum að slíks eru fá dæmi. T.d. eins og skrif eins blaðamanns Vísis um málara og Reynimelshúsin frægu. Allt reyndist það rök- leysa ein, en þó fékkst hann ekki- til að leiðrétta umsagnir sínar í sínu blaði eins og allir menn myndu hafa gert sem vilja héldur hafa það sem sann- ara reynist. Hvemig stendur á því að leiðin frá hinum al- menna iðnaðarmanni að meist- ara hans og húsabraskaranum er ekki könnuð. Hvað veldur? Eru þeir sem um þessi mál hafa skrifað eitthvað í andleg- um tengslum við á,ðurgreinda? Sumir iðnaðarmenn vinna í á- kvæðisvinnu en aðrir á tíma- kaupi. Ákvæðisvinna hefur ver- ið gagnrýnd. Hefur það verið gert með rökum sem frambæri- leg eru? Nei, öll skrif og um- ræður hafa auðkennzt áf van- þekkingu. Hefur þetta komið fram þegar einhver hefur lagt á sig að svara þessum postul- um vanþekkingar og illmælgi. Verðskrá málara (sem ég er kunnugur) er byggð upp á sama hátt og verðskrá Dana og Norðmanna. Verðskráin hefur kostað félögi-n bæði milkið fjár- magn og mikla vinnu. Ef ríkis- stjórnin hefði unnið jafn vel að skipulagningu atvinnulífsins á Islandi hefði hún eitthvað til að stæra sig af. Hér ó vinnusvæði málara í Reykjavík, Kópavogi og Sel- tjamarnesi eru fullgerðar 1100- 1200 íbúðir á ári. Flestar þess- ar. íbúðir fá lán af almennu fé en 20 prósent af þessum fbúða- fjölda eru málaðar af málurum. Stór hluti þessara fbúða er byggður af húsabröskurum sem selja gegnum fasteignasala sem fær 25-30 þúsund fyrir sinn snúð sem er álíka og kostar að mála 100 fermetra fbúð. Þetta borgar fólkið en gleður sig við að geta málað sjálft. Því ber ekki að neita að margir iðnað- armenn hafa fallið í andleg faðmlög við húsabraskarana og orðið leppar fjárplógsmanna i byggingariðnaði. Þetta ástand hefur skapazt vegna þessa marg- umtalaða „frelsis“ í athöfnum sem núverandi valdhafar hafa hlúð svo vel að í sinni stjóm- artíð. Ef hið opinbera hefði haft betra eftirlit með því fjármagni sem það vedtir til húsnæðis- lána, væru fleiri fbúðir byggðir fyrir sömu fjárupphæð. Sú skoðun. er rfkjandi hjá frændþjóðum okkar að það fé sem veitt er til húsbygginga sikuli einnig vera til að við- halda vinnu hjá þeim sem byggingarvinnu stunda en ekki vedtt í „hobby“-starf fyrir væntanlega eigendur. 1 Norr- köbing í Svfþjóð voru byggð- \ ar 1500 íbúðir sl. ár sem nutu lána bæjar og ríkis. Þær voru afhentar fúllbúnar. Verktakar \toru þrír og sáu þeir um alla þætti framkvæmdanna. Þessar íbáðir voru seldar á kostnaðar- vecði og án milliliða. Norrköb- ing er minni borg en Reykja- vik en samt eru byggðar á henirsar vegum 1500 íbúðir. Þeir sem fara með þessi mál hér á landí ættu að hafa það í huga að á félagssvæði Málarafél. R,- vfkur eru rúmir 100 málara- sveinar sem eiga fullan rétt á að þeim séu sköpuð sömu skil- yröi til yinnu af hálfu hins op- inbera sem öðrum þegnum þessa velferðarþjóðfélágs. Bkki ætti kaup mélarasveins- ins að draga úr. Kaup málara er 66 kr. pr. tíma, 3300 kr. fyr- ir 50 stunda viku. Gera má ráð fyrir 20 prósent hækkun sem fæst vegna ákvæðisvinnu. Þetta er allt. Við höfum engu að leyna. Verðskráin fæst á skrif- stofu okkar og geta allir fengið hana keypta. Nú er svo komið að stór hluti málara er atvinnu- laus eða með stopula vinnu og segja gamlir málarar að nú sé hin gamla „normal“ tíð kom- in aftur, sá tími sem þekktist svo vel á árumum fyrir stríð; Ef til vill er langþráðu talc- marki sumna manna náð um takimarkað atvinnuleysi. Nú er svo komið eftir öll þessi vel- gengnisár undanfaríð að við veltum á barmi glötunair i fjármálum. Alröng stjómar- stefna og úrræðaleysi hefur kyrkt rnargar iðngreinar hér á landi. Jámiðnaður landsins 'er í kalda koli. Smóiðnaður er all- ur að leggjast niður vegna ó- hófs í innflutnimgi erlends iðn- vamings. 1 byggingariðnaði rík- ir handahófskenmd ringulreið, fjárskortur og skipulagsleysi. Þegar íhuguð er þessi sorg- lega staðreymd kemur í huga mamms sagan góða um nýju föt- in keisarans. Hafa fjármála- og hagfræðivefarar fhalds og krata blekkt okfcur? Hafa húsabrask- arar, heildsalar og fleiri fengið fötim í voðinni? Að emdingiu vil ég hvetja alla þá sem atvinnulausir eru að skrá sig sem fyrst. Verum vel á verði um hag okkar og barma. Treystum samtök okkar með fé- lagshyggju í þeirri baráttu sem hlýtur að. bíða okkar á næstu mánuðum. A.C. Sveitarstjómir Kópavogs, Hafnarfjarðar og Garðahrepps: Syrjað verðí í vor á lagningu Hafnarfiarðarvegarins □ Á fundi sem bæjar- stjórn Kópavogs boðaði til með sveitarstjómum Garða- hrepps og Bessastaðahrepps og bæjarstjóm Hafnarfjarð- ar 17. þ.m. til að ræða sam- eiginleg hagsmunamál sveit- arfélaganna var eftirfarandi tillaga frá Ólafi G. Einars- syni sveitarstjóra í Garða- hreppi samþykkt einróma: „Fundur sveitarstjómar- fulltrúa í Kópavogi, Hafnar- firði og Garðahreppi haldinn 17. febrúar 1968 í Kópavogi beinir þeirri eindregnu á- skorun til ríkisstjómarinnar, að nú þegar á þessu vori verði hafizt handa um end- urlagningu Hafnarfjarðar- vegar“. □ Tillögunni fylgir eftir- farandi greinargerð: Undamfarin ár hefur æ bet- ur komið í Ijós, hve þeir aðilar, sem um Hafnarfjarðarveg þurfa aö fara, eru afskiptir þeirri sjálf- sögðu þjónustu, sem ætla mætti að þeir ættu rétt á frá þeim vegi, sem þjónustutækis. Vist er, að umferð um vegiinn á sumuim köflum er komin langt fram yfir þau takmörk, sem talin eru há- mark á vegi í slikum gæðaflokki. Má þar einkum nefna hinar miklu hindranir í Kópavogi á ýhisum tímum dags, en ástandið á þeim kafla vegarins sem lágg- ur um Garðahrepp fer einnig hríðversnandi vegna aukinnar umferðar til þeirra hluta höfuð- borgairsvæðisins, sena eru að byggjast upp í Garðahreppi og Hafnarfirði. Ekki er við öðru að búast en ástandið versmi stónum í þeám hluta vegarins næstu 3-4 árin, þ.e. á þeim tfma, sem ætl- að ' er að endurlagnimg vegarins um Kópavog taki. Með sömu uTnferðarauikningu og verið hefur undanfarin ár má ætla, að umferð um Fossvogsbrú yrði allt að 30 þús. bílar á dag og yfir Kópavogslæk allt að 15 þús. bifreiðar á sólarhring, sem er laingt yfir þvi marki, er veg- urinn getur borið. Benda má á, að nú þegar hefur orðið að setja verulegar takmarkanir á hluta vegarins gegnum Garðahrepp. Við Engidal er ástandið vegna um- ferðarinnar sýnu skárra þar eð umferðin dreifist þar verulega. Þar er vegurinn hins vegar verst- ur. Með vísum til ofanritaðs ber nauðsyn til að gera eftirfarandi. 1. Hefja framkvæmdir og Ijúka sem ailra fyrst endanlegri vegargerð yfir Kópavógsháls. 2 Jafnframt hefja • framkvæmdir við lagningu vestarf #khrautar tvöfalds vegar gegnum Garða- hrepp að Bngidal. Sú' braut þarf helzt að vera tilbúin þeg- ar árið 1969, svo að unmt verði að hefja fraimkvæmdir við eystri akbrautina og ljúka henni árið 1970. Samgöngumálaráðherra hefur lýst því yfir, að hann. ætlist tál, að Hafniarfjarðarvegur verði kominm í endanlegt horf um það leyti. Skilningur virðist þvi vera fyrir hendi á æðstu stöðum um þessa framkvæmd, Fjárhagsatriði HaSgt er að leiða að þvi rök, að umferðin um veginn greiðd nú í ríkissjóð um 120 þúsund krón- ur á idag, eða. sem næst 44 milj- ónir árlega. Er þá aðedns átt við hlut rfkissjóðs af bifreiðqm og rekstrarvörum þeirra, að frá- dregnum 30 prósént tolli á þær og eldsneyti þeirra, en það læt- ur nærri að vera meðaltóllur á innfluttar vörur hér á lamjdi. Niðurstaða Framangreind atriði sýna, að brýna nauðsyn ber til að hefja þegar í stað fraimkvæmdir við Framhald á 9. síðu. i i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.