Þjóðviljinn - 27.02.1968, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 27.02.1968, Blaðsíða 5
íviðjudagur 27. febrúar 1968 — Í»JÓÐVILJINN — SfÐA IJ Cr nýja eldishúsinu. Á kerbotninum er iðandi líf, sifelld hreyfing . , , Starfsemi Laxeldisstöðvarinnar í Kollafirði •ySa □ Fulltrúar á Búnaðar- þingi, stjórn Búnaðarfé- lags Islands, búnaðar- málastjóri og fleiri gest- Ir skoðuðu sl. fimmtudag Laxefldissföð ríkisins í Kollafirði í boði stöðvar- innar. Að heimsókninni í stöðina lokinni var gest- um boðið í kaffi að Hlé- garði, þar sem Þór Guð- jónsson veiðimálastjóri gaf upplýsingar um bygg- ingu, stöðvarinnar, rekst- ur hennar. og framtíðar- verkefni og fer yfirlit hans hér á eftir í stór- um dráttum. Fiskirækt ný grein íslenzks land" búnaðar? — Fulltrúar Búnaðarþings skoða stöðina af miklum áhuga Árið 1961 keypti ríkisstjómin jörðina Kollafjörð á Kjalarnesi til þess að láta reisa á henrni tilraunastöð fyrir klaki og eldi laxfiska og hófust framkvæmd- ir þá um haustið. Hafa þær staðið síðam með hléuim. f eld- isstöðinni eru nú 107 2 til 4 fenmetra flát fyrir eldi smá- seiða, .43 eldistjamir af' mis- munandi stærðum og 3 stórar geymslutjarnir innan við sjáv- arkambinn í Kollafirði. Alls er flatarmál tjarnanna sem næst 7000 fermetrar. Auk þess er klakútbúnaður í klakhúsi fyrir nálægt 3 miljónir hrogna. Kostnaður við kaup á jörð- Nokkirir fulltníanna skoða klakhúsið. — (Myndfrr: vh). ínni Kollafirði og annarri að- stöðu hefur verið um 3,5 milj. króna og við framkvæmdir til síðustu áramóta 13,4 miljónir eða samtals 16,9 miljónir. Lax- eldisstöðin hefur að verulegu leyti verið byggð fyrir lánsfé, og hefur þvi afborgana- og vaxtabagginn verið þungur. — Alls hafa verið greiddar 4.8 miljónir kr. í vexti og um Í0 miljónir í afborganir, rekstur og viðháld stöðvar frá upphafi. Tilgangurinn með tílrauna- eldisstöðinni er m.a. að gera tilraunir með klak og eldi lax- fiska, reyma nýjar kskræktar- aðgerðir, kenna umhirðu á ali- fisfei vinina að fiskkynbótum, hafa á boðstólum hrogn og ali- fisk tíl þess að sleppa i veiði- ,vötn eða láta .qðrum eldisstöðv- um í té og framleiða neyzlu- fisk. Að þessum verkefnum og fleirum hefur verið unnið fram til þessa, og hefur nú þegar verið aflað í stöðimni mikils- verðrar reynslu um fiskeldi og fiskrækt. Mikilvæg verkefni fyrir fiskeldi hér á landi eru i deiglunni eins og rannsóknir á gildi innlendra fóðurtegunda í samanburðd við erlent fóður, og silungaeldi, en það þarf að reyna við ólikar aðstæður í því skyni að komast að raun um hagkvæmustu leiðir við það. Á fjórum undanföfmum ár- um hafa verið látin frá Lax- eldisstöðinni í Kollafirðd 295 þúsund sumaralin laxaseiði og<*> 65 þúsund gönguseiði. Á síðast- iiðnu ári fengu 8 aðilar surnar- alin laxasedði frá stöðinni, þar af þrjár eldisstöðvar og göngu- seiðum frá stöðinini hefur ver- ið sleppt í 26 ár víðsvegar um landið. Á sama tíma hefur ver- ið sleppt innan eldisstöðvarinn- ar 37 þúsund gönguseiðum og hafa 1375 laxar gengið upp í stöðina úr sjó til þessa. Stærsti lsxinn, sem gengið hefúr í stöðina 94 cm. að lemgd og sennilega um 15 til 16 pund að þyngd nýgeng- inn. Aulc þess hefur bledkja verið alin í stöðidni og hafa bleikjuseiði verið seld út um land til þess að sleppa i vötn, og ennfremur lítílsháttar af sjóbirtingi, en fyrir honum lítill áhugi. Um áramótin síðustu voru í Laxeldisstöðinni um 200 þúsund laxaseiði tæplega eins árs göm- ul og nær 100 þúsund tæplega tveggja og þriggja ára, flest tveggja og þi-iggjá ára sedðin munu ná göngustærð í vor. Auk þess eru í stöðinni 2400 stórar bleikjur tveggja til fjög- urra ára auk um hundrað- sjó- birtinga. Síðastliðið haust var aflað 1170 þús. laxahrogna úr laxi, sem gekk upp í eldiisstöð- ina s.l. sumar, en laxagangan í stöðina var þá 610 laxar. Hálf miljón hrogna var seld sjö að- ilum, en mismunurinn eða 670 þúsund hrogn voru lögð inn í klakhús stöðvarimnar. Auk þess fengust 180 þúsund bleikjuhrogn úr stofnfiski í( stöðinni og 6.500 s j ób irtingshrogn. Laxeldisstöðin í Kollafirði hefur haft tilætluð áhrif á upp- byggingu fiskeldismála og fisk- ræktar í landinu og mun gera það í vaxandi mæld í framtíð- inni. Hafa margir sótt þangað fróðleik og margskonar fyrir- greiðslu. Auk þess hefur kynn- ing á þessum málum farið fram á vegum Veiðimálastof nunarinn- ar í tvo áratugi með viðtölum og erindaflutningi og t.d. nú í áratug með erindum ogkennslu í Búnaðarskólanum á Hvann- eyri. Þróun í eldismálum und- amfarirt ár hefur sýnt, að rétt stefina var tekin, þegar rikis- stjómin ákvað að láta reisa eigin tilraunaeldisstöð til efl- ingar fis'keldis- og fiskræktar í landinu, enda er nauðsynlegt að leita hæfra leiða í fiskéldi á kerfisbundinn hátt, þegar það er tekið upp í nýju landi. Það er ánægjulegt, hve áhugi fer vaxandi á fiskeldi og fisk- rækt í landimu, en þar sem fisk- eldi er margþætt mál, sem þarfnast kunnáttu og reynslu þeirra, sem að þvi vinna, er nauðsynlegt að þeir, sem ráð- gera að hefja fiskeldi, geri sér sem bezta greim fyrir hvað til þarf óg vanda síðam mjög til alls undirbúnings við að koma upp eldisstöðvum. Um framlag ríkisins til fiskeldis og fisk- ræktar eru hugmyndir margra heldur óljósar, sagði veiðimala- stjóri að lokum, og fagnaði í því sambandi ályktun sem ■ Búnaðarþing gerði s.l. ár um að Veiðimálastofnuninni' yrði veitt stóraukið starfsfé til að sinna margháttuðum verkefn- um á sviði rannsókna og leið- beiningaþjónustu; að framlag skv. gildandi lögum til sityrkt- ar klak- og eldisstöðvum yrðu veitt á hverjum tiima eftirþörf- um og að stoflnlánadeild land- búnaðarins verði éfld svo að hún yrði hæf umaðgegna hlut? verki símu um lánveitíngar til fiskiræktarfrarnkvæmda og fiskeldisstöðva. Að lokinni raeðu veiðimiála- stjóra tók formaður Búnaðar- félagsins Þocsteinn Sigurðsson, bóndi á Vatnsleysu til máls, þakkaði boð Laxeldisstöðvar- innar fyrir hönd gesta Qg kvaðst álíta miiMa framtíð fólgna í fiskræktimni. „Silungs^ tjörn á hverjum bæ“ væri það sem koma skyldi, og ættu að vera möguleikar á að fá fisk í hverja á, læk og tjöm. Hims vegar þyrfti að fá nýja lax- veiðilöggjöf, sagði Þorsteinn, þanmig að þeir sem byggju langt uppi í landi við góðar laxár þyrftu elcki að horfa upp á að allur laxinm væri hirtur niðri við ósa af nokkrum mönnuni'. Félag j ámiðnaðarmanna AÐALFUNDUR Félags jáxniðnaðarmaíma verður haldinn fimmtu- daginn 29. febrúar 1968 kl. 8,30 e.h. í Félagsheimili Kópavogs. DAGSKRÁ: 1. Venjuleg aðalfundarstörf 2. Kjaramálin 3. Önnur mál. Msetið vel og stundvíslega. Ath.: Reikningar félagsins liggja frammi í skrif- stofu þess að Skólavörðustíg 16, þtiðjudaginn 27. febr. og miðvikudaginn 28. febr. kl.' 4 til 7 báða Öagana. Stjóm Félags jám* Snaðarmanna. I i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.