Þjóðviljinn - 27.02.1968, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 27. febrúar 1968 — ÞJÓÐVILJINN — SlÐA ^
SVIPMYNDIR ÚR
tfr súínasalmim fræga í mesta musterisbákni ailra tíma, Karnak,
Fjórða grein
Frá Kaíró suður til borgar-
innar Lúxor vi<5 Níl er lið-
lega klukkustundar flug, um
670 km leið. Þar stóð fyrrum
sá sögufraegi baer Þeba, um
langt skeið höfuðborg Egypta-
lands og heimsborg í eiginleg-
um skilningi, metropolis. Veg-
ur Þebuborgar tók fyrst veru-
lega að vaxa, þegar Amenem-
het konungur fyrsti af 12. kon-
ungsætt sameinaði báða hluta
Egyptalands, efri og neðri, um
2000 f. K. og gerði staðinn
að höfuðborg ríkisins í stað
borgarinnar Memfis norðar í
landinu. Blómaskeið Þebu sem
höfuðborgar og konungsseturs
var þó hvað mest á valdatímum
hinna umsvifamiklu faraóa af
18., 19. og 20. konungsætt. Þá
urðu til þær fornsögulegu minj-
ar í og við staðinn, sem mestum
frægðarljóma hafa varpað á
hann, svo stórkostlegar að
ferðamaðurinn stendur sem
þrumu'lostinn í nálægð þeirra.
Þessar minjar eru beggja vegna
Nílar; í borginni Lúxor og rétt
utan við hana á austurbakkan-
um eru musterin miklu, hofin
sem reist voru guðunum til
dýrðar og vegsemdar og notk-
unar; vestan við ána, í fjöllun-
um nokkuð fjær, eru grafhýsi
konungborinna manna og fyrir-
fólks. Hjá Forn-Egyptum var
austrið tákn lífsins, þar rís sól-
in, en vestrið tákn dauðans,
þar er sólarlag. Byggðin var
því mest austan Nílar, en leg-
staðimir vestan hennar.
Isíðustu grein var meðal ann-
ars getið um hin frægu hof
við Ábu Sirnbel í Núbíu og.lýst
í íáum orðum innri gerð þeirra,
en musteri Egypta til forna
voru lengst af með sama sniðií
í meginatriðum um allt Egypta-
land. Fyrir aðalinngangi voru
sfinxar, oft margar myndir í
tvöföldum röðum. Þá tók við
forgarður, umluktur háum múr-
um eða veggjum, síðan súlna-
göng eða salur, stundum fleiri
en einn, og loks hið eiginlega
hof, helgidómurinn mesti, þar
sem goðið stóð á stalli, að
jafnaði lítil mynd sem flytja
mátti til, bera um hofið við
hátíðleg tækiíæri.
Egyptar töldu að guðimir
byggju í þessum musterum á
svipaðan hátt og konungborið
fólk eða höfðingjamir í höll-
um sínum. Faraó var æðsti-
prestur allra hofa, en prestam-
ir þjónuðu í umboði hans.
Prestastéttin var fjölmenn og
voldug. og í reynd var öll
menningarstarfsemi í, hennar
höndum. Hróður egypzku prest-
anna í fomöld fór líka viða,
þeir urðu einkum frægir fyrir
stærðfræðiþekkingu sína, lækn-
islist og ritstörf.
Viðhafnarblær mun hafa ver-
ið á daglegri guðsdýrkun í
hofunum, misjafnlega mikill þó
eftir dögum og árstíma. Á
hverjum morgni var guðinn
klæddur með mikilli viðhöfn,
síðan gefinn matur og drykkur,
reykelsi brennt, vígðu vatni
stökkt á goðamyndina og hún
smurð með ilmsmyrslum. Ekki
fékk almenningur inngöngu í
musterin nema á stórhátíðum
og faraó einn eða aðalumboðs-
maður hans, æðstiprestur hvers
hofs, mátti ganga inn í það
allra helgasta.
Lúxor eru það tvö musteri,
sem mest eru og frægust,
Austan
oq vestan
annað, Lúxorhofið svoneínda, í
bænum miðjum, hitt, Kamak,
í næsta nágrenni. Það fyrr-
nefnda var helgað sólguðinum
Amon eða Ámon Ra, sem var
æðstur allra guða á velmekt-
ardögum borgarinnar, og konu
hans gyðjunnar Mut, „móður
sólar“, og syni þeirra Khon.
Var hofið upphaflega um' 200
metra langt og meira en 50 m.
breitt. Við sögu þessa musteris
koma m.a. tveir af frægustu
faraóum fornaldar, Tutankha-
mon sem fullgerði stærstu áalar.
kynni hofsins, og Rameses mikli
sem jók við musterisgarðinn
svo að helgidómur þessi náði
allt að 270 metra lengd. Og
að sjálfsögðu er þarha að finna
sitthvað sem minnir' sérstak-
lega á Rameses II, svo' sem
tvær 15 metra háar steinstytt-
ur af konungi við aðalinngang,
en styttumar þarna munu upp-
haflega hafa verið sex að tölu;
minni myndir af faraó eru
víðar.
Eitt með öðru' sem merkilegt
er við hofið í Lúxor er það, að
þar hafa ekki aðeins verið
dýrkaðir ' sólguðir fornaldar
og himingyðjur, heldur leit-
uðu kristnir menn í Lúxor
á sínum tíma *) afdreps innan
músterisveggjanna Vneð helgi-
hald sitt, og síðar reistu mú-
hameðstrúarmenn mosku. isl-
amskt bænahús, ofan á einu
homi aðalsalarins. Þegar þessi
moska var reisí huldi sandur
mikinn hluta hofbyggingarimi-
ar og mun aðalsalurinn þá hafa
verið nær allur á kafi í sandi.
Er hofrústimar voru grafnar
úr sandinum var moskan,
kennd við Abu el Haggag, látin
standa óhögguð áfram, þar sem
hún var komin uppi á musteris-
veggjunum og súlunum. Og enn
í dag er bænahús þetta notað;
við ferðafélagarnir gátum oft
heyrt kallað þaðan til bæna-
gjörðar og hollusbu við Allah
þá daga sem við dvöldumst í
Lúxor. Nú eru að vísu komnir
hátalárar í tumspírumar, mín-
arettumar, og segulhandsspól-
ur og tæki minna trúaða á
bænastundimar fimm sinnum
á dag í stað kallara áður.
Þannig eru tækninýjungar not-
hæfar í guðsdýrkuninni ekki
síður en á öðrum sviðum, jafn-
vel í sið islams.
Lúxorhof er engin smásmíði,
eins og kannski má ráða aí
framansögðu, en kemst þó ekki
í .hálfkvisti við musterið mikla,
Karnak, sem er í um það bil
3 km fjarlægð. Ég treysti mér
ekki til að lýsa að neinu ráði
þessu mesta musterisbákni allra
tíma og trúarbragða, hofinu
sem óhemju auður safnaðist til
þegar vegur Þebuborgar var
mestur. Hér er í rauninni um
að ræða margar hofbyggingar,
því að egypzku fomkonungam-
ir kepptust hver fram af öðr-
um við að stækka og auka
við j>etta höfuðmusteri sólguðs-
ins Amons Ra; "}>ar koma m.a.
við sögu Tutmosis konungur
fyrsti (uppi um 1525 f. K.) og
þriðji, Hatshepsut drottning,
Amenophis þriðji, Ramesesam-
ir fyrsti, annar og þriðji. Seti
fyrsti og annar o.fl.
Sfinxa-brautin framundan
aðálinngangi, forveggir, hof- •
garðar og salir, vatnið hélga
undir berum himni og hið allra
helgasta innan veggja, — allt
þetta er ótrúlegt ævintýr að
líta, en þó varð ég fyrst öld-
uegis forviða, þegar leiðsögu-
maðurinn leiddi okkur inn í
súlnasalinn mikla í miðju must-
erisbákninu, þar sem allt er svo
stórt í sniðum, jafnvel á mæli-
kvarða okkar tíma kjarnorku og
geimferða, og jafnframt svo
listilega saman sett og mynd-
skreytt. í þessum saí, ef sal mó
kalla nú þar sem ekkert er þak-
ið, eru 134 gildar sandsteinssúl.
ur er áður báru uppi loftið um
25 metra frá gólfi. Sannkallað-
ur súlnaskógur. Óljósa hug-
mynd um allt skrautið og lita-
dýrðina, sem þarna hefur mátt
líta, má fá með því að skoða
hluta af einstöikum súlum þar
sem hinir upprunalegu litir
myndskreytinganna eru hvað
bezt varðveittir.
Skammt frá fyrrgreindum
súlnasal er tiltölulega lítil vist-
arvera, þar sem áður fyrr stóðu
á stalli tvær myndir af Ósíris
og tvær ferstrendar og topp-
mjóar súlur, óbeliskar, sem
Hatshepsut drottning lét reisa
til minningar um krýningu sína.
Þessar steinstrýtur voru höggn-
ar til úr rauðbleiku graníti frá
Assúan, fleytt á bátum norður
og miður Níl til Þebu og reistar
í musterinu Karnak. Liðu ekki
nema sjö mánuðir frá því stein-
smíðin hófst í grjótnáminu í
Assúan þar til súlurnar voru
Gullslegin kista Tutankhamons
konungs.
komnar á sinn stað í hofinu —
og þætti vafalaust vel gert á
vorum dögum. Þessar súlur
voru á sínum tíma alþaktar húð
úr gull- og silfunblöndu svo að
glampaði á þær í sólskininu og
þær sáust langt að, enda háar
mjög; önnur þeirra, um eða yfir
30 metra há, stendur enn uppi
á sínum gamla stað — þó án
hinnar dýru málmhúðar, brot
hinnar súlunnar liggja á jörðu
niðri
(Innan sviga má bæta því við,
að granítnáman við Assúan er
einn þeirra stað á þeim slóðum
sem ferðamenn skoða að öllum
Framhald á 9. síðu.
*) Kristni breiddist óðfluga út
í Egyptalandi á árunum um og
eftir 70 e. Kr. og var allöflug
kristin trúhreyfing í landinu
(Kristnir Egyptar höfðu urn
langt skeið yfir sér sinn eigin
patríarka) næstu aldirnar, allt
þar til múhameðstrúm náði yf-
irhöndinni um 640.
Dcir el Bahari í fjalllcndinu handan Lúxor: Mustcri Hatshcpsutar.
i
t
i
k