Þjóðviljinn - 24.03.1968, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 24.03.1968, Blaðsíða 9
STjmnudagur 24. fc. islvz 1988 — ÞJÓÐVIUINN — SlÐA 0 g’afst nokkurt tœkifæri til vam- ar. Eiinkum var þetta áberamdi á fiiugveUinum vid Hurghada á strönd Rauðahafsins. Framhald af 7. síðu. elsríkis og sendu fljótlega her- sveitir inn á yfirráðasvæði þess, en þær urðu að lúta í lægira baldi fyrir barðskeyttum vamarher .'ísraelsmanna. Olli þessi ósigur því m.a. að ekkert varð úr stofnun ríkis araba í Palestínu og jafnframt tóku nú arabískir flóttamenn að streyma tug- og bundruðum þúsunda saman til grannlandá ísraels. Þetta flóttamannavandamál hef- ur síðan verið einn meginþrösk- uldurinn í vegi samninga um friðsamlega lausn deilumála fsraels og arabalandanna. Þarflaust er að minna á þá miklu óbilgimi sem sýnd hef- ur verið í þessu máli á báða bóga, en vekja má athygli á þvi að ísraelsmenn hafa not- faert sér út í æsar þá ríku samúð sem trylltar gyðingaof- sókhir og fjöldamorð þýzku názistanna vöktu með þjóðum Heims, j afnframt því sem of- stækisfull þjóðrembingsstefna héfttr löngum og á ýmsan hátt rharkað afstöðu og aðgerðir leiðtoga arabaríkjanna. Þessi stefn<a arabaleiðtoganna hefur svo sannarl. spillt málstað þeirra á margan máta, beint athygli manna frá einföldum og óbrekj- andi rökum að ögrunum þeim og ofbeldisaðgerðum sem eru ávöxtur þjóðrembingsins. Af þessum sökum hefur svo ísra- elsmönnum tekizt furðanlega að réttlæta hemaðarárásir sínar og leifturstríð gegn ná- grönnum sínum, t.a.m. haust- ið 1956 og á sl. sumri. Það fór ekki framhjá okkur ferðafélögunum, þegar við vör- urn í Egyptalandi í janúarmán- uði sl., að júnístríðið í fyrra hefur valdið stórfelldri röskun á öllum sviðum þar í landi og gífurlegu tjóni. í fyrri grein- um hefur verið vikið að þeim afleiðingum sem herför ísraels- manna hefur haft á þann at- vinnuveg, vaxandi og æ þýð- ingarmeiri fyrir egypzka þjóð- arbúið, sem bundinn er móttöku erlendra ferðamanna, og jafn- • framt voru nefnd nokkur dæmi um ytri merki sex daga stríðs- ins á götum úti í Kaíró og annarsstaðar. Það hefur held- ur ekki farið leynt í fréttum að hemaðarlegt tjón Egypta var óskaplegt, flugherinn var gjörsamlegia þu-rrkgfíur út og landherinn gerður óvígur að heita mátti; auk þess töpuðust stór landsvæði sem bæði veikja framtíðar vígstöðu Egypta og svipta þá ráðum yfir bagnýtum og mikilvægum auðlindum. Við landamir sáum — rúmum sjö mánuðum eftir ledfturherför fsraelsmanna — víða á flúg- völlum flök egypzkra herflug- véla sem gyðingamdr eyðilögðu á jörðu niðri áður en Egyptum -------------------------------® Plaslmo ÞAKREKNUR OG NIÐURFALLSPÍPUR RYÐGAR EKKI ÞOLIR SELTU OG SÓT, ÞARF ALDREI AÐ NIÁLA MarsTrading Coinpany Irf IAUGAVEG 103 — SlMI 17373 Alúðar þakkir flytjum við öllum þeim, fjær og nœr, sett auðsýndu okkur samúð og vinarhug við fráfall og jarð- axför. JÓNS G. BRIEM sem andaðist 2. marz s.I. Guðrún Gunnlaugsdóttir Briem Zophania og Gunnlaugrur J. Briem Málfríðnr og Steindór J. Briem Soffía og Signrður J. Briem og barnabörn. Kveðjuathöfn um fc HALLDÓR GUÐMUNDSSON frá Súðavik, sem andaðist að Hrafnistu hinn 17. þ.m., fer fram A-á Fossvogskirkju mánudaginn 25. marz kl. 1.30. Börnin. Þökkum innilegia auðsýnda samúð við ancflát og jarðarför BÉNEDIKTS ÞÓRÐARSONAR bónda, Kálfafelli Ingunn Þórðardóttir, böm, tengdabörn og barnabörn. Eins og áður hefur verið get- ið voru hindr egypzku leið- sögumenn okkar, fulltrúar gest- gjafanna, hinir prýðilegustu ferðafélagar og meiri heiðurs- menn en svo að þeir færu að troða einhliða sjónarmiðum sín- um eða sinna stjómiarvalda upp á okkur umfram það sem alltaf er gert óbeinlínis í svona boðs- ferðum með því að sýna gest- um eitt frem-ur en annað. Við urðum til dæmis jafnan að vekja að fyrra bragði máls á sambúðarvandanum við ísra- elsmenn og viðhorfum í aust- urlöndum nær eftir júnístríð- ið. Þegar málinu hafði hinsveg- ar verið hreyft í samræðum stóð að jafnaði ekki á undan- hragðalausum svörum. Þeir viðurkenndu af fullri hrein- skilni að ástæðuroar fyrir því að Egyptar almennt fitjuðu ó- gjaroa upp á tali um ósigurinn mikla í fyrra væri sú, að þeir skömmuðust sín irmst inni; allir hafi verið kokhraustir fyr- irfram en stóru brðin haldlítil þegar á alvöruna reyndi. Hins- vegaú myndi þetta tap reynast þeim dýr en þörf lexía, þeir yrðu jafnhliða endurhervæð- inigu að leggja aukna áherzlu á að koma sjónarmiðum araha sem víðast á framfæri, kynna þau rök sem ekki verður með réttu í móti mælt. Þeim rök- •semdum hefur oft verið lýst hér í blaðinu og skal ekki frekar farið út í' þá sálma að sinni, aðeins lögð áherzla á tvennt, sem vafalaust er hvað þyngst á meturium. Hiíð fyrra er flóttamannavandamálið, sem áður var drepið á, hiið algera tómlæti og aðgerðaleysi um málefni miljóna Palesstínuaraba sem búið hafa við ótrúlega frumstæðan kost og kjör um langt árabil, allt að tvo ára- tugi. Hið síðara er sú hætta sem allstaðar er fyrir hendi og fylgir í kjölfar þeirrar ískyggi- Iegu þróunar er veldUr þvi að bilið milli fátækra og ríkra þjóða breikkar slfellt.. f þessu tilfelli er annarsvegax ísraels- ríki, þangað sem streymt hef- ur mikið' auðmagn erlendis frá og menntaðir og starfsþjálfað- ir innflytjendur; hinsvegar fá- tæk ríki araba, þar sem fram- farir hafa til þessa verið til- tölulega hægfara og misjafnar á hinum ýmsu þjóðfélagssvið- um. í Egyptalandi hefur til dæmis náðst mjög verulegur árangur í skóla- og heilbrigðis- málum, en þróunin orðið hæg- ari enn sem komið er í at- vinnumálunum og að því er snertir húsnæðismál, neyzlu og matvælaframleiðslu svo dæmi séu nefnd. Vonir Egypta um verulegar breytingar í þessum efnum til hins betra eru fyrst og fremst bundnar við hinar miklu framkvæmdir við Assú- an. \ Engum getum yil ég leiða að möguleikum á samningum ísraels og arabaríkja í náinni framtíð. Ljóst er þó að sitthvað verður að breytast frá því sem nú er áður en aðílar setjast að samningaborði og trúlegt að arabar taki ekki slíkar samn- ingaviðræður í mál fyrr en ísraelsmenn hafa látið af hendi aftur landsvæði ‘þau, a.m.k. langmestan hluta þeiirra, sem þeir þertóku í júnístríðinu í fyrra. Egyptar segja gjaroa: — Þegar ísraelsmenn tala um „frið“ eiga þeir við „frið“ eftir þeirra höfði og enigra aunarra. Slík friðargjörð kemur ekki til mála, þegar af þeirri ástæðu að hún stefnir að hemaðarlegri , undirokun þjóðar. af kynsijofni araba. Undirokun sem þessi er ósamrýmanleg fri ði á sairea hátt og sú andstaða er af henni leiðir. Aukin andstaða, araba ætti raunar að ,ger-a Israels- mönnum skiljanlegt að þeir mtind -ekki framax na friði að eigin geðbótta. Fyrár 5. júní í fyrra töluðu ísraelsmenn um frið. Þeir töluðu. um frið áð- ur en Súez-árásim' hófst ísra- elsmenn hafa ekki linnt sínu friðarhjali síðan þedr flæmdu miljóriir araiha út í eyðimörk- ina í fyrstu árás þeirra sem gerði þeim kleift að hremma væna sneið af Palestínu araba. Öllu þessu frfðartali hafa fylgt hem aðaraðgerðir. Og Egyptar bæta við: — Auk þess hafa arabar engin þau friðsamlegu ráð á takteinum er fært geti þeim aftur rétt þleirra. og hafa þeir þó fullan hug og vilja á því að kanna allar • hugsanlegar pólitískar leiðir til að víkja óvininum með friðsamlegum hætti burt af þeim landsvæðum er hann hefur hernumið og endurheimta fullan rétt araba í Palestínu. Þannig eru málin lögð fyrir af flestum Jlgyptum; þeir kunna. að vera misjafnlega orð- hvatir eins og gengur en meg- insjón:armiðið er hið sama hver sem í hlut á. f.H.J. (Þetta var lokagreinin i þess- um flokki svipmynda úr Eg- yptalandsferð. Fyrri greinar birtust í Þjóðyiljanum 14., 17., 22. og 27. febrúar og 2. og 23. marz). ■■ . \ S/ENGUR EndumýjUm gömlu sæng- umar eigunn dún- og fið- urheld ver og gæsadúns- sængur og fcodda aí vms- um stærðum Dún- og fiðurhreinsun Vatnsstig 3. Sinu 18740 (örfá skref frá Laugavegi) ?É ist# Émf OSKATÆKI Fjölskyldunna’r Sambyggt útvarp-sjónvarp II 11 - n Áhuga- ljósmyndarar M * Munið ljósmynd-asam- keppni Umferðamefnd- ar og lögreglunnar í Reykjavík um „bezfai svipmyndina“ úr um- ferðinni. — Góð verð- laun. ★ Skilfrestur til 15. apríl næstkomancli. II II II xl. m I ii ii iil: !:Í Síminn er 17500 Þjóðviljinn :iíí; FRÆÐSLU-OG I UPPLÝSINGASKRIFSTOFA ' UMFERÐARNEFNDAR gg REYKJAViKUR, . . .... M I i ll'i: p il II 1 II HITTO JAPÖNSKU NITT0 HJÓLBARDARNIR f flestum stsarðum iyrirliggjandi f Tollvörugeymslu. FUÓT AFGREIÐSLA. DRANGAFELL H.F, Skipholti 35 - Sfmi 30 360 GRAND FESTIVAL 23” eða 25" KRIStALTÆR MYND OG HUÓMUR • Með innbyggðri skúffu fyrir plötuspilara • Plötugeymsla • Ákaflega vandað verk, — byggt með langa notkun fyrlr augum. • Stórt útvarpstæki með 5 bylgjum, þar á meðal FM og bátabylgju. • Allfr stillár fyrir útvarp og sjónvarp f læstri veltihurð • ATHUGIÐ, með einu handtaki má kippa verkinu innan úr tækinu og senda á viðkomandi verkstæði — ekkert hnjask með kassann, lengri og betri ending. ÁRS ÁBYRGÐ Fást víSa um land. Aðalumboð: EINAR FARESTVEIT & CO Vesturgotu 2. □ SMTJRT BRAUÐ O SNITTUR □ BRA UÐTERTUR VAUXHALL BEDFORD UMBOÐIÐ ÁRMÚLA 3 SÍMI 38900 BRAUÐHUSIÐ SNACK BÁR Laugavegi 126 Sími 24631. V5 s&'Vtn+ua'&t />ezt ÍRHAKi Auglýsingasími Þjóðviljans er 17 500 Kaupið Minningarkort V Slysavarnafélags íslands HÖGNI JÓNSSON Lögfræði- og fasteignastofa Bergstaðastrætl 4. • Simi 13036. Heima 17739. Laugavegi 38. Skólavörðustíg 13. Nýjar sendingar af hinum heimsfrægu T R I U M P H brjóstahöldum, m.a. mjög falleg sett handa fermingarstúlkum. Póstsendum um allt land. Sængurfatnaður HVÍTUB OG MISLITUR ÆÐARDÚNSSÆNGUR GÆSADÚNSSÆNGUR DRALONSÆNGUR — * - SÆNGURVER LÖK KODDAVER Mði* Skólavörðustíg 21. 1 t

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.