Þjóðviljinn - 29.03.1968, Qupperneq 5
Föstudagur 29. marz 1968 — Í>JÓÐVILJINN — SlÐA J
m
Hlébarðinn
gullpálmann í Cannes 1964.
•Alhir texti myndarmnar er
sunginn. Catherine Deneuve
fer með aðalhlutverkið.
Elébajréinn. Luohino Visconti 1963. Claudia Cardinale og Burt Lancaster á einum stórkostlegasta
dansleik, sem sézt hefur á kvikmynd.
Betra myndaval
Talsverður fjörkippur virð-
ist kominn í kvikmyndahúsin
hér sem sýna nú mörg hver
ágaetar myndir og eiga von á
ýmsu asnð forvitnilegu. Það
er óskandi að þetta sé merki
um að íslenzkir kvikmynda-
húsaeigendur séu famir að fylgj -
ast betur með. Ég vona að
fólk bregði vel við og saeki
þess'ar myndir, aðeins þannig
er unnt að tryggja betra mynda-
val en tiðkazt hefur.
Repulsion
Kópavogsbíó hefur nú synt
Repulsion eða Chok eftir Rom-
an Polanski i rúmar þrjár vik-
ur. Polanski sem er talinn einn
af merkustu ungu kvikmynda-
höfundurn í dag er af pólsfcum
asttum. Hann stundaði nám
við kvikmyndaháskólann í Lodz
og þar gerði hann sína fyrstu
mynd, Tveir menn og klæða-
skápur (stutt). Helztu myndir
hans eru Hnífur í vatninu (Pól-
land 1962), Repulsion (Bret-
Iand 1965) og Cul de Sac (1966)
sem fékk gullbjöminn í Berlín
það ár. Chok er óvenjuleg
mynd og tæknilega afar vel
gerð. Leikur Catherine Deneuve
í hlutverki s.iúku stúlkunnar
er snillidarlegur, ýmsum finnst
sem slíkur hryllingur sem fram
kemur í myndinni eigi alls
ekki rétt á sér, og þykir mér
Polanski ofgera hann með því
að sýna tvö morð í m.yndinni
auk hinnar sífellu sýningar á
dauðri kanínu á mismunandi
rotnunarstigum. Hann ver ekki
neinu af tíma sinum í rann-
sókn eða lýsingu á þvi hvem-
ig sjúkdómur stúlkunnar þró-
aðist og þess vegna verður
saga hennar ekki eins áhuga-
verð; hann lýsir aðeins hrylli-
legum afleiðingum sjúkdóms-
ins. Polanski hefur sagt: „Ef
þú hittir fólk á förnum vegi
þá veiztu ekki ástseðumar fyrir
því hvernig það hegðar sér,
þú sérð það aðeins eins og
það kemur fyrir. Mannleg hegð-
un er flóknari en svo að hægt
er að útskýra hana með fáum
einföldum orðum“.
Ástir í Stokkhólmi
Austurbæjarbíó sýnir bráð-
skemmtilega ítalska gaman-
niynd Ástir í Stokkhólmi. Hún
fjallar um ítalskan kaupsýslu-
mann sem kemur til Stokk-
hólms í viðiskiptaerindum. Á
leiðinni les hann með ákefð
ferðapésa með eftirfarand'
klausu um sænsku stúlkurnar:
„í>ær spyrja þig ekkiumaldur,
'eða hvort þú eigir konu og börn.
Þær eru ekki með neinaóbarfa
tilfinningavellu. Stúlkan te'kur
í hönd þína og leiðir þig inn
í herbergið sitt, tendrar Ijós
á tveim kertum og horfir þög-
ul í augu þér. I>á finnurðu að
þú hefur aldrei fyri-þekktham-
ingjuná“. En margt, fóf” öðru-
vísi en ætlað' var hjá þessum
lávaxna þybbna Ítaía og verð-
ur hann þeirri stundu fegnast-
ur er hann leggur af stáð suð-
ur á bóginn. Menn ættu ekki
að láta þessa. mynd fram. hjá
sér fara og ekki hræðast hið
islenzka heiti hennar. Næsta
mynd Austurbæjarbiós verður
Regnhlífar Cherbourgar er hlaut
Nýja bíó endursýnir nú Hlé-
barðann eftir ítalska leikstjór-
ann Luchino Visconti. Þetta er
róman-tísk og á köflum gam-
ansöm lýsing á ítalskri fjöl-
skyldu svo og á Italíu á tím-
um Garíbaldis. Myndin er ein-
staklega falleg og stílhrein og
vil ég eindregið hvetja fólk til
þess að sjá hana. Það hefur
áður verið vikið að þvi hér
á síðunni, að kvikmyndahúsin
ættu að gera meira af því að
endursýna beztu myndir sínar
og fækka þannig eitthvað þeim
ruslkvikmyndum sem því mið-
• ur eru; alltof algengar.
Þá hefur Stjörnubíó hafið
sýningar á nýrri sænskri kvik-
mynd Ég er forvitin, eftir Vil-
got Sjöman. Þessi mynd hefur
vakið feikna deilur vegna
hispursleysis í ástarlýsingum og
pólitiskum skoðunum. Hennar
verður getið nánar síðar hér
í blaðinu.
Cul- de Sac (Blindgata). Roman Polanski (1966). Myndin fjallar
um miðaldra mann sem býr með ungri stúlku í fomiim kastala
á lítilli eyju. Þangað flýja tveir glæpamenn. Myndin greinir svo
frá samskiptum þessa fólks í kastalanum. Donald Pleasance og
Francoise Dorleac leika skötuhjúin. Myndin hl-aut gullbjöminn
í Berlím 1966.
Repulsion (Chock). Catherine Deneuve í hlutverki sinu.
/ stuttu máli
Máfurinn
í sumar byrjar Sidney Lum-
et (höfundur m.a. The Hill og
The Pawnbroker) töku kvik-
myndar eftir hinu þekkta leik-
riti Tjekoffs Máfurinn. Aðal-
hlutverkin verða leikin af Sim-
'one Signoret, James Mason,
David Wamer og Harry Andr-
ews. Myndin verður tekin við
stöðuvatn eitt nálægt Stokk-
hólmi en í því umhverfi hyggst
Lumet ná líkingu með rússneska
skóginum sem er bakgrunnur
í leikriti Tjekoffs.
Godard og
Bítlarnir
Samningar standa nu yfir á
milli franska leikstjórans Je-
ans Luc Godard og brezku Bítl-
anna um töku kvikmyndar. God
ard semur söguna, sem fjallar
um vanfæra stúlku er kemur
til London í leit að elskhuga
sínum en finnur þar allt ann-
að en hún leitar að. Bitlarnir
munu sjá um fjárbagshliðina
en ekki er ákveðið hvort þeir
komi sjálfir fram í myndinni.
Edgar Allan Poe
Leikstjóramir Louis Malle,
Roger Vadim og Federico Fell-
ini vinna nú hver að sínum
hluta kvikmyndar, sem gerð er
eftir þrem sögum Edgar Alan
Poe. Meðal leikara eru Brigitte
Bardot, Alan Delon, Jane Fonda
og Terence Stamp.
Ævi Che Guevara
Ákveðið er að gera kvikmynd
um sevi kúbaneka byltingafor-
ingjans Che Guevara. Tveir ít-
alskir leikstjórar þeir Franc-
esco Rosi og Valentino Orsini
bafa dvalið á Kúbu í þessu
skyni. En það eru fleiri sem
hafa áhU'ga fyrir verkefnihu,
m.a. hinn þekkti brezki leik-
stjóri Tony Richardson og sér
við hlið hefur hann rithöfund-
inn Aian Sillitoe. Ekki er enn
séð fyrir um hver þeirra hlýtur
kvikmyndaréttinn.
Japönsk mynd / Laugarásbíói
Onibaba.
LaugarásMð á á mörg-
Japanir framleiða nú árlega
400-500 langar kvikmyndir, og
er það heimsmet. Langstærsti
hluti þeirra munu harla ómerk-
ar skemmtimyndir, en í annan
stað hafa þeir sent frá sér
stórbrotin og kynngimögnuð
listaverk sem oft eru byggð
á fomum sögnum úr hinni
löngu og blóðugu sogu lands-
ins. Laugarásbió sýnir nú eitt
þessara verka, Onibaba. Mynd-
in gerist á miklum hórmung-
artimum til forna. Hún fjallar
um tvær konur sem draga fram
lífið á að drepa hermenn og
selja af þeim klæði og vopn.
Þær búa afskekkt á fenjasvæði,
hátt sefið umlykur bústað
þeirra. Hermemnirnir villast í
endalausum sefbreiðum og þar
vinna konurnar á þeim. Hér
skal''efnið ekki rakið nánar til
að spilla eigi fyrir mönnum
spennu myndarinnar. Þetta er
sniTldarmynd um hroðalegt
efwi.
Jaþönsku leikstjóramir Ozu,
Mizoguchi, Kurosawa, Kobay-
ashi og Ichikawa hafaáundan-
fömum árum gert kvikmyndir
sem vakið hafa hedmsathygli
og hlotið ótal verðlauna. Þeir
hafa með myndum sinum skap-
að mjög sérkerjni'Iegan stíl, sem
sannanlega er' rfkjandi í þess-
ari mynd Kaneto Shindo. Með
frábærri myndatoku i svart-
hvítu cinemascope ná þeir sér-
stæðum áhrifum í lýsingum
sínum á hroðalegustu atburð-
um. I Onibaba er það sefið
spm skapar hið magnaða and-
rúmsloft, þetta háa sef sem
bylgjast undan bla&num, stund-
um heyrist ekkert hljóð nema
skrjáfið í stránum. Þótt unun
sé á að horfa hversu fallega
sefið er kvikmyndað verður
óvissan um hvað í þvi leynist
þeirri aðdáun yfinsterkari; það
fyllir mann óhugnan. Og á
einum stað í sefbreiðunni er
uppþornaður brunnur, þar í
várpa knnumar likunum, þar
hafa hræfúglamir viðdvöl,
þangað niður fer önnur konan
eftir vopnum og klæðum her-
manns er hún ginndr í þessa
gröf.
Japanskar kvikmyndir hafa
verið sjaldséðar hérlendis. Þó
hafa verið sýsdar hér þærsem
hæst hafa borið á síðari árum
eins og Rashomon (1950) og
Tojimbo (Lífvörðnrinn, 1961)
gerðar af Akira Kurosawa,
Nobi (1959) efitir Kon Ichikawp,
Harakiri (1962) gerð af Masaki
Kobayashi og Olympíuleikarnir
í Tokyo. Við bíðum enn eftir
myndum eins og Konan í sand-
inum (1964) sem fékk sérstök
heiðursverðlaun í Cannes 1964
og var valin bezta japanska
kvikmyndin það ár, og Kwaidan
sem hlaut sömu verðlaun í
Cannes 1965 en hún er gerð
af höfundi Harakiri.
um góðum kvikmyndum m.a.
hefur bíóið tryggt sér sýning-
arrétt á nokkrum nýjum tékkri-
eskum myndum og eru nú all-
ar horfur á að bióið muni
skjóta hinum reykvísku bíó-
unum langt aftur fyrir sigmeð
vönduðu myndavali. Þ.S.