Þjóðviljinn - 30.03.1968, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 30.03.1968, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞUÖÐVnaJINN — IjatisaatiiaiBur 30. imacz 1065. Útgeíandi: Sameinmgarfiokkur alþýðu — Sósialistaflokkurinn. Ritstjórar: Ivar H. Jónsson. (áb.), Magnús Kjartansson. Sigurður Guðmundsson. Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson. Auglýsingastj.: Sigurður T. Sigurðsson. Framkvstj.: Eiður Bergmann Ritstjórn. aígreiðsla. auglýsingar prentsmiðja: Skólavörðustíg 19. Sími 17500 (5 línur). — Askriftarverð kr. 120.00 á mánuði. — Lausasöluverð krónur 7,00. Nítján ár j dag eru liðin rétt nítján ár frá miklum örlaga- degi í íslenzkri nútímasögu. 30. marz 1949 á- kvað meirihluti alþingismanna að hafna hlutleysis- stefnu í utanríkismálum og taka upp aðild að hem- aðarbandalagi, og svo sem til þess að leggja áherzlu á að ísland væri orðið herveldi voru Reykvíkingar þennan dag látnir komast í kynni við kylfur og táragas og 'síðar pólitísk réttarhöld. Þó var það ekki herstyrkur íslendinga sem sótzt var eftir þennan dag, heldur aðstaða sem hagnýtt var með hemám- inu tveimur árum síðar. jgú fáránlega hugmynd að vopnlaus og frið- söm smáþjóð eins og íslendingar gerðust aðilar að hernaðarbandalagi hefur löngum verið rökstudd með því að land okkar væri einn hlekkurinn í keðju Atlanzhafsbandalagsins, og enginn hlekkur mætti bresta ef keðjan ætti ekki að slitna. En einnig þeir sem trúðu þessari samlíkingu og báru hag hinna bandarísku hemaðarsamtaka fyrir brjósti vita nú að keðjan er ekki lengur til. Öflugasta ríki Atlanz- hafsbandalagsins á meginlandi Evrópu, Frakkland, sleit keðjuna fyrir nokkru, og sundraði þannig gersamlega öllum hemaðaráætlunum bandalags- ins á meginlandinu. Herfræðingum ber saiman um að fyrri áætlanir Nató um svokallaðar varair Vest-. urevrópu séu marklaus pappírsgögn eftir að Frakk- ar slitu hemaðarsamvinnu við bandalagið. En svo fróðlega hefur við brugðið að enginn heldur því fram að öryggi í Evrópu hafi orðið valtara við þessá ráðabreytni; það er öllu heldur samhljóða mat manna að það hafi styrkzt til muna, enda hafa meginlandsríkin orðið fyrir verulegum áhrifum af fordæmi Frakka og flest tekið upp utanríkis- stefnu sem fjarlægzt hefur sjónarmið Atlanzhafs- bandalagsins. Meira að segja Bandaríkin og Bret- ar hafa staðfest þetta mat í verki með því að draga í ár verulega úr herstyrk sínum í Þýzka- landi. Hemaðarleg upplausn Atlanzhafsbandalags- ins hefur styrkt friðsaimlega sambúð í Evrópu til muna. jjet'ta er staðreynd sem öllum íslendingum ber að hafa í huga á raunsæjan hátt, ekki sízt þeim sem stóðu. að innlimun landsins í hemaðarsamtök fyrir 19 ámm. Hverjum þeim íslendingi sem hugs- ar ráð sitt af raunsæi og skynsamlegu viti má vera ljóst að þessi örsmáa friðarþjóð á ekkert erindi í hemaðarbandalag, enga samleið með þeirri hern- aðarófreskju sem nú notar mátt sinn til þess að reyna að kúga fátæka smáþjóð austur í Asíu í ein- hverri siðlausustu ofbeldisstyrjöld mannkynssög- unnar. Þátttaka íslands í hernaðarbandalagi hefur alltaf verið fjarstæða, og reynslan sýnir að hún yerður ekki lengur studd röksemdum um svokall- að valdajafnvægi í Evrópu; það jafnvægi varð stöð- ugra um leið og keðjan slitnaði. Því ber íslending- um að minnast þess sérstaklega í dag að eftir ár geta þeir sent formlega úrsögn sína Úr Atlanzhafs- bandalaginu. — m. „Dísirnar sjö" — balletsýning Atriði úr ballettinum „Dísirnar sjö“ í sýningu óperunnar í Azerbaidjan, sem er eitt af lýðveldum Sovétrikjanna eins og kunnugt er. Höfundur þessa ballets (tónlistarinnar) er kunnasta tónskáld þar um slóðir, Kara Karaéf, sem nýlega varð fimmtugur að aldri. Karaéf var á sínum tíma nemandi Dmitri Sjostakovitsj og eftir bann liggur mJkill fjöldi ýmiskonar tónverka. Stéttarsamband bænda: Framundan eru vaxandi fjár- hagserfíðleikar fyrir bændur Þjóðviljanum hefur borizt eftirfarandi fréttatilkynning frá Stéttarsamhandi baenda: — Á aukafumdi í Stéttarsaim- baindi bænda, sem haldinn var í Bændahöllinni dagana 7. og 8. febrúar sídasitliðiran, var rætt hið alvarlega ástand sem skap- azt hefur í landfoúnaðinum vegna hins óhagstæða verðiags- úrsikurðar á síðastliðiniu hausti, verðfalls og söluerfiðleika á.er- lendum mörkiuðum, áhrifa erf- iðs tíðarfars og hækkandi verð- lags í rekstrarvöruim vegna ný- afstaðdnnar gengisféhingar. Hjá fulltrúuim kom frammik- iM uggur tim fjárhagsleiga af- komiu lamdfoúnaðiarins og bænda- stéttarinnar af mefndum ástæð- um. Eftirfarandi ályikitun var sam- þykkt: „Vegna þess ástands í land- búnaðinum, sem skapazt hefur vegna nýafstaðinnar d/ómsnið- urstöðu yfimefndar í verðiags- má1um og aukiinnar dýrtíðar af völdum gengisfelliniga, ékveður aukafundur Stéttarsamband.s bænda í febrúar 1968 að kjósa 5 menn tii þess, ásamt stjórn Stéttarsamþandsins, að ganiga á fund ríkisstjórnar Islands og bera fram m.a. eftirfarandi: 1. — Að bændum verði tryggt grundvalllarverð á framleið-s!lu yfirstandandi verðlagsárs og á þær birgðir fraimfleiðsluvara,, sem tiíl voru við upphaf þess. 2. — Að rékstrarlán til land- búnaðarins verði stóraukin. 3. — Að lausaskuldum bænda verði breytt í föst lán með hóf- legum vöxtum. 4. —i Að gefiinn verði frestur á afborgun stofinlána í Búnað- arbanka Isilands. 5. — Að tilbúinn áburður verði greiddur niður á komandi vori, svo hann hækki ekki í verði frá því sem var á fyrra ári. 6. — Að fielld verði brott gen.gistrygging á stofnlánum vinnslustöðva og ræktunarsam- banda. 7. — Að tollar af landbúnað- arvélum og varaihlutum til þeirra verði lækkaðir eða felld- ir ndður með öíRu. 8. — Að ríkisstjórnin verð- bæti ull og gærur af fram- leiðslu verðlagsársins 1966-1967. aukafúndar Stéttarsamibanidsins, skal tekið fram að Riíkissijóður hefur ékki fé aflögu til þess að verða við þessum óskum Stétt- arsambandsims. Af þvi er varðar tillöguna í 2. töluilið er þess að geta, að samkvæmt útredkniingum Hag- stofunnar er mjög óihagstætt fyrir Ríkissjóð að greiða niður áburðarverð. Hinsvegar er í at- hugun hvort unnt sé að auka rekstrarlán til bænda til að auðvelda þeim kaup ó áburði á næsta vop. Ingólfur Jónsson“ Eins og sjá má a£ bréfinu er synijað þýðimtgarmestu atriðun- leiðsluninar og niðurgreiðslu á þeirrd haakkun sem verður á áburði í vor. Stjóm Stéttarsamfoand6 bsenda hefur á fundi 25. þ.m. rætt úm þá niðurstöðu af viðraeðunum við ráðíherrana, sem kiemur fram í bréfi landbúnaðarráð- herra, og þykir henni sýnt að framiunidan eru vaxandi fjár- hagserfiðleikar fyrir bændur, einikum í samfoandi við óhág- stætt verð á útfluitningsvörum sem getur leitt til . beinnar verðskerðingar á uppgjöri af- urðanna á þessu ári og svo í öðru lagi þær milklu hækkanir á rekstrarvörum landbúnaðar- ins s.s. tilbúnum áburðd o.fl. 9> __ Að sett verðj nú ^,gar um s.s. um verðtryggingu fram- ótjóm Stéttarsamfoamds bænda. regluigerð samikvæmt ákvæðum^---------------------------------------------———--------------------------— 45. gr. framileiðsiluróðsiaganna, sem kveði nánar á um fram- kvæmd II. kafla laganna.“ Nefnd sú sem um ræðir í tillögunni fór ósarnt stjóm Stéttarsambandsins á fumd for- sætisráðberra Bjama Bene- diktssonar og Ingódfs Jónsson- ar landbúnaðarráðherra til að kynna þeim efni tillagnanna og ástaind í landbúnaðinum yfir- leitt. Stjóm Stéttarsaimbandsins hefur oft rætt foessd mál við landbúnaðarráðherra og skrifað forsætisráðherra og óskað sivars við málaleitan. aukafundarins. Svarbréf barst frá landbún- aðarráðherra dagsett 23. þessa mánaðar og fer það hér á eft- ir. „Sem svar við bréfi dags. 20. þ.m. skal þetta tékið fram: Um þau atriði er greiniir í 1., 5. og 8. töiluilið í tillögum Frá Raznoexport, U.S.S.R. ío,í,a5^Z; SSÍ'i'Wfi!

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.