Þjóðviljinn - 06.04.1968, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 06.04.1968, Qupperneq 4
4 SÍÖA — ÞJÓtA/lliJENN — taosamJa@nr & aprfl 1368. Dtgelandi: Sameiningarflokkui alþýðu — Sósialistaflokkurinn. Ritstjórar: tvar H. Jónsson, (áb.). Magnús Kjartansson. Sigurður Guðmundsson. Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson. Auglýsingastj.: Sigurður T. Sigurðsson. Framkvstj.: Eiður Bergmann Ritstjórn. afgreiðsla. auglýsingar prentsmiðja: Skólavörðustíg 19. Sími 17500 (5 línur). — Askriftarverð kr. 120.00 á mánuði. — Lausasöluverð krónur 7,00. Astæðan eftir ár hafa Bandaríkin magnað innrásar- styrjöld sína í .Víetnam. Bandaríski innrásar- herinn er nú kominn yfir hálfa miljón; hann hef- ur umráð yfir mikilvirkustu drápstækjum okkar tíma — og hefur hagnýtt þau út í æsar. Á síðustu þremur árum hefur 675.000 tonnum af sprengjum verið kastað yfir Norður-Víe'tnam, þar á meðal vopnum eins og nálasprengjum sem hafa þann einn tilgang að tortíma fólki; sprengjumagnið er orðið meira en Þjóðverjar urðu fyrir í allri heimsstyrj- öldinni síðari. Samt eru þessar árásir á Norður- Vietnam smáræði eitt í samanburði við það sem fólkið í Suður-Víetnam hefur orðið að þola.‘ Þar hafa athafnir flugflotans verið mun umfangsmeiri, en eitt helzta vopnið verið bensínhlaup, einhver grimmdarlegasta tortímingar- og pyndingaraðferð sem upp hefur verið fundin. Árásirnar í Suður- Víetnam hafa ekki sízt haft þann tilgang að flæma sveitafólkið af landi sínu svo mörguim húndruð- um þúsunda skiptir, takmarka landbúnaðarfram- leiðslu sem mest og gera þannig hungrið að banda- manni. Russelldómstóllinn komst að þeiiri niður- stöðu að þessar baráttuaðferðir bæri að meta sam- kvæmt þeim ákvæðum alþjóðalaga sem fjalla um þjóðamorð. i Johnson Bandaríkjaforseti ber öllum öðrum ein- staklingum fremur ábyrgð á þessari ógnarlegu tortímingarstyrjöld; hann hefur undirritað allar ákvarðanir um stigmögnun stríðsins; hann hefur reynt að réttlæta stríðsglæpi Bandaríkjanna í ó- talmörgum ræðum síðustu árin. Það þarf því meira en einn ræðubút til að menn tníi því að þessi Bandaríkjaforseti hafi allt í einu upptendrazt af fögrum hvötum. Og hérlendir menn láta sízt af öllu sannfærast af staðhæfingum Morgunblaðsins um það efni, því það blað hefur á undanförnum ár- um varið og réttlætt ofbeldisstyrjöld Bandaríkj- anna í Víetnam af algerari undirgefni en dæmi eru um í nokkru öðru evrópsku dagblaði. Ef vonir manna uim frið í Víetnam rætast er ástæðan ekki nein siðferðileg endurfæðing Johnsons forseta og málsvara hans, heldur einvörðungu óbilandi styrk- ur þeirrar fátæku bændaþjóðar sem ekki kann að láta bugast. Hörmulegur athurður J^engi hafa Bandaríkjamenn gert sér ljóst sam- hengið milli styrjaldarinnar í Víetnam og rétt- indabaráttunnar heimafyrir; ekki er unnt að end- urreisa viðuxrstyggileg fátækrahverfi og tryggja jafnrétti marina fyrir það fé sem varið er til morðverka í Víetnam. Meðal þeirra sem lögðu sí- vaxandi áherzlu á þetta samhengi var nóbelsverð- launahafinn dr. Martin Luther King, hinn heims- frægi leiðtogi í friðsamlegri réttindabaráttu svert- ingja. Hann er nú fallinn fyrir morðingjahendi, og geta hvatirnar hvort sem er verið kynþáttaofstæki eða heift vegna atburðanna í Víetnam. Sá hörmu- legi atburður er enn ein sönnun þess hvað and stæður hins bandaríska þjóðfélags eru algerar. — m. Þannig endar ferð, þegar Bakkus hefur tekið við stjórninni. Ölvaðir ökumenn lítilsvirða !if og heilsu samborgaranna Árið 1967 færði lögraglam í Reykjavík 607 ökumemn til blóðramnsókri ar, langfiesta þeirra vegna grums um ölvum við akstur. Aukmimig frá árimu 1966 var um 6,3%, em það ár var 571 maður fserður til blóð- ramnsóknar vegna slíkra tilfeila. í hvorki meira né minmia em 10(2 umferðaróhöppum á götum Reykjavikurborgar á s.l. ári voru viðkomand.j ökumemn grunaðir um ölvun við akstur, og í lanigflestum tilfellum var ölvu.n ökumannanna beim orsök árekstranma, og slysamna sem af þeim hlutust. Hafði slíkum tilfellum þá fjölgað um rúm 30% frá árimu áður, erþau voru 78 talsins. Varla fer á milli mála, að ölv- un við akstur er eitt allra al- varlegasta brotið gegn umferð- arlögunum. Ökumenn, sem gera sig seka um slík brot, stefna vitamdd vits lífi og heilsu sinni og amnarra vegfarenda i stór- kostlega haettu, eins og dæmin sýna. Mörg mjög alvarleg um- ferðarslys hafa átt að orsök simmi ölvun ökumanms, og ölvum við akstur hefur jafnvel orsak- að bamaslys. í umferðarlögunum er skýrt tekið fram, að sé vínandamagn í blóði ökumanns 0,50%o — l,20%o, eða sé ökumaðurinn undir áhrifum áfengis, þrátt fyrir að vínandamagnið sé minna, þá geti sá ökumaður ekki stjórnað ökutækj örugg- lega, Sá sem þannig er ástatt um, má ekki aka eða reyna að aka vélknúnu ökutæki. Ef vím andamagn í blóði ökumanns nemur 120%n eða meira, telst hann óhæfur til að stjórna vél- knúnu ökutæki. Við athugun á skýrslum lög- reglummar í Reykjavík kemur fram. að. nokkuð algemgt er, að ökumenm séu ölvaðir við akstur síðdegis á föstudögum á leið úr vinmu. Að öðru leyti er algemgast. að ökumenn séu stöðvaðir undir áhrifum áfemg- is við jakstur að næturlagi og Framhald á 7. síðu. Kirkjuráð á móti niðurskurði fjárframlaga til kirkjumála Aðalfumdur Kirkjuráðs var haldimm fyrir skömmu og þar gerðar ýmsar ályktamir, m.a. þessar: Eftirfaramdi ályktum frá Páli Kolka, lækmd, var samþykkt samhljóða: „Kimkjuráð Þjóðkirkju ís- lands leyfix sér að bendia á þá sögulegu og sálfræðilegu stað- reynd, að kirkjan hefur á öllum öldum verið málsvari sjúkra manma, boðskapur henm.ar at- hvarf þeirra og styrkur, og að sjaldam hefur verið meiri þörf á honium en nú á timum, þegar psyohosomatiskir sjúk- dómar eru orðnir þjóðarböl. Sjúkraþjómustu þar til hæfra presta þarf ]>ví írekar að auka en minnka. og mum það beim- línis geta sparað sjúkrakostmað á öðrum sviðum. Kirkjuráðið harmar því þá ráðstöfun að leggja niður starf sendiráðsprestsims í Kaup- manmahöfn, em hamm hefur að dómi þeirra, or til þekkja, þar á meðal yfirlæknis taugaskurð- lækmimgadeildar Rikisspítalans í Kaupmanmahöfn, verið til svo ómetanlegrar hjálpar íslenzkum sjúklingum þar og aðstandend- um þeirra, að niðurfellimg starfs hams kemur mjög harkalega niður á þeim, auk þess sem það getur skoðazt sem vam- þakklæti í garð þeirra ágætu dönsku lækna, sem hér eiga hlut að máli, en þeir hafa ósk- að mjög eindregið eftir áfram- haldamdi samstarfi við prestinn. Nú er komim á hreyfing um að bjarga þessu móli í bili með frjálsum framlögum einstak- linga. Kirkjuráð leyfir sér að skora á hæstvirta ríkisstjórn að styðja þessa viðleitmi og gera ráðstafanir til að stairf sendi- ráðsprests í Kaupmammahöfn verði tekið upp á fjárlögum næsta árs og síðam lögfest". Þessi ályktun var einmig sam- þykkt samhljóða: „í framhaldi af ályktum þess- airi leyíir Kirkjuráð sér að á- telja þær aðgerðir þimgs og ríkisstjómar, er miða að þvi að ráðstaía eignum kirkjunnar og leggja niður kirkjuleg störf án þess að hafa um það sam- ráð við biskup og Kirkjuráð, þá aðila, er lögum samkvæmt er falið að veita málum henm- a-r forstöðu ásamt kirkjumála- ráðherra". Þá samþykkti Kirkjuráð eft- irfaramdi ályktun samhljóða: „Kirkjuráð telur það mjög varhugavert, ef horfið verður frá því að leggja prestum í þéttbýli til embæftisbústaði. Getur ekki i|já því farið, að slík ráðstöfun rýri til stórra muma starfsaðstöðu presta i fjölmemnustu prestaköllum og' bitni þammig harkalega og ó- maklega á hlutaðeigamdi söfn- uðum. Verði himsvegar fram komið frumvarp um þetta efni að lög- um, vill Kirkjuráð eindregið óska þess, að safnaðarstjómum í þeim söfnuðum, þar sem prestssetur eru nú, verði gef- imm kostur á því að eignast þessi hús með viðráðamlegum skilmálum“. TEKNBKUR WKNARI Vita- og hafnarmálaskrifstofan vill ráða til sín tekniskan teiknara frá 15. maí. Skrifleg umsókn þar sem greint er frá aldri, menntun og starfsreynslu sendist Vita- og hafnar- málaskrifstofunni, Seljavegi 32, fyrir 15. apríl. Frá Raznoexport, U.S.S.R. °,9 ,? T' MarsTradingCompanyhf A og B gæðaf lokkar Laugaveg 103 sími 1 73 73 LÖGTAK Eftir kröfu tollstjórans í Reykjajvfk og að undan- gengnum úrskurði verða lögtök látin fram fara án frekari fyrirvara, á kostnað gjaldenda en ábyrgð ríkissjóðs að átta dögum liðnum frá birtingu þess- arar auglýsingar, fyrir eftirtöldum gjöldum: Áföllnum og ógreiddum skemmtanaskatti og miða- gjaldi, gjöldum af innlendum tollvörutegundum, matvælaeftirlitsgjaldi og gjaldi til styrktarsjóðs fatlaðra, skipulagsgjaldi af nýbyggingum, almenn- um og sérstökum útflutningsgjöldum, aflatrygg- ingasjóðsgjöldum, lesta- og vitagjaldi af skipum og skipaskoðunargjaldi, bifreiðaskatti, skoðunargjaldi af bifreiðum, gjaldi vegna breytinga í hægri hand- ar akstur og tryggingariðg'jaldi ökumanna bifreiða fyrir árið 1968, svo og tryggingaiðgjöldum af skips- höfnum 1. og 2. ársfjórðungs 1968 ásamt skráning- argjöldum. BORGARFÓGETAEMBÆTTIE í REYKJAVÍK 5. apríl 1968. Skolphreinsun Losum stíflur úr niðurfallsrörum í Reykjavík og nágrenni. — Niðursetning á brunnum. — Vanir menn. — Sótthreinsum að verki loknu. SÍMI: 23146. I F0SSKRAFT ÓSKUM EFTIR AÐ RÁÐA: 1. Vana jámamenn. 2. Vana borara í göng Aðeins þaulvanir menn koma til greina. — Upplýs- ingar á Suðurlandsbraut 32. Ráðningastjórinn. Berklavörn Reykjavík heldur FÉLAGSVÍST í Danssal Heiðars Ársælssonar, Brautar- holti 4, laugardaginn 6. apríl kl. 8,30. Góð verðlaun — Mætið vel og stundvíslega. Auglýsingasími Þjóðviljans er 17500 0 i

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.