Þjóðviljinn - 10.04.1968, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 10.04.1968, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVEtJrNN — MiövíbwíaiSui1 m apmfll I9S8. Otgeíandi: Ritstjórar: Fréttaritstjóri: Saxnemlngarílokknx aiþýðu — Sósíalistaflokkurirm. Ivar H. Jónsson. (áb.). Magnús Kjartansson. Sigurður Guðmundsson. Sigurður V. Friðþjófsson. Auglýsingastj.: Sigurður T. Sigurðsson. Framkvstj.: Eiður Bergmann. Ritstjórn, afgreiðsla. auglýsingar prentsmiðja: Skólavörðustig 19. Sími 17500 (5 línur). — Áskriftarverð kr. 120.00 á mánuði — Lausasöluverð krónur 7,00. Borgarastyrjöld pregnirnar um borgarastyrjöldina í Bandarikjun- um halda áfram að vera aðalfréttaefni blaða um heim allan, þó skiljanlegt sé að blöð sem þrjú hxmdruð daga á ári lýsa Bandaríkjunum sem fyrir- myndaríki hins vestræna heims, bandarísku þjóð- félagi sem fyrirmyndarþjóðfélagi vestrænna hug- sjóna um mannhelgi og imanngöfgi, reyni heldur að draga úr fréttaflutningnum, og kjósi að lýsa bandarísku borgarastyrjöldinni sem „óeirðum”. Víðkunn borgarablöð í Evrópu hika ekki við að taka miklu dýpra í árinni, minnast jafnvel á upp- lausn þjóðfélagsins. Enda hafa átökin 1 bandarísk- um borgum undanfarna daga, eftir að blökku- mannaleiðtoginn Martin Luther King var myrtur, sannarlega ekki líkzt neinum „óeirðum“, og banda- rísk blöð hafa lýst því skilmerkilega hvemig ríkis- vald Bandaríkjanna hefur vígbúizt og gert mjög víðtækar ráðstafanir til hemaðaraðgerða nú í sum- ar, í vitund þess að borgarastríðið sem háð hefur verið undanfarin sumur muni ekki einungis halda áfram heldur eflast með ári hverju. Það má kalla bendingu um átökin í sumar að hinir svörtu íbúar höfuðborgarinnar, Washington, sem lítið hafa á sér bært þó þeir séu í meirihluta í borginni, skuli nú taka að sýna hörku líka, stórátök skuli verða skamman spöl frá Hvíta húsinu. jyjorgunblaðið segir í gær í heldur vesældarlegri forystugrein um atburðina í Bandaríkjunum að vandamálið sé „svo djúpstætt og rótgróið, að það þarf þrotlaust starf margra kynslóða til að leysa það“. Þama túlkar Morgunblaðið afstöðu hinnar hrokafullu bandarísku auðstéttar og valdakerfis hennar. Enginn neitar því að vandamálið, sem kúg- un og réttleysi bandarískra blökkumanna hefur vakið upp, sé djúpstætt og rótgróið. En það er heil öld frá því þrælahald var afnumið í Bandaríkjun- um, og svörtum mönnum finnst sóknin til 'fullra þegnréttinda í reynd hafa gengið grátlega seint. í ræðum og ritum leiðtoga svartra imanna í Banda- ríkjunum, jafnt Martins Luthers Kings og Stokely Carmichaels er það sem rauður þráður að tími sé kominn til gerbreytingar á kjörum og réttindum svartra Bandaríkjaþegna, ekki breytinga sem taki enn margar kynslóðir, heldur gerbreytingu á skömmum tíma á afstöðu hins hvíta hluta banda- rísku þjóðarinnar. Krafa bandarísku blökkumann- anna er skilyrðislaus viðurkenning hins hvíta þjóð- arhluta og stjómarvalda landsins á rétti hins svarta manns sem fullgilds bandarísks þegns, sem alstaðar sé hlutgengur til jafns við hvíta lands- menn, eigi sömu færi á menntun og vinnu, eigi heimtingu á sömu kjörum, ekki einungis í orði heldur líka í framkvæmd. Hugmynd hinnar banda- rísku auðstéttar og Morgunblaðsins, að lausn þeirra mála geti dregizt enn í margar kynslóðir, magnar nú borgarastyrjöld í Bandaríkjunum. Og það stríð mun halda áfram að magnast, þar til hinn svarti Bandaríkjamaður hefur tryggt sér allan þann rétt og þau kjör sem hann krefst. — s. HALLDÓR PÉTURSSON: eizlan á Grund Þegar ég las Margunblaðið 2. þ.m. datt mér allt I einu í hug veizlan á Grund. Og vegna þess að Morgunblaðinu sást jrf- ir að hringja til mín viðvíkj- andi ástandinu í „Guðs eigin landi“, datt mér í hug að vitna í einstök atriði þessarar sögu til skýringar á viðihorfum mín- um. íslendinigar hafa átt roarga friðarhöfðingja, höfðingja sem tóku menn „undir sverð“. Vegna skorts á tækni varð að nota þessa mjög svo seinvirku aðferð. Einn af þessum friðar- höfðingjum hét Jón og var kall- aður skráveifa. Hann var að sjálfsögðu í krafti auðaefa sinna lögmaður að nafnbót. Norðlendingar höfðu rekið hann af höndum sér og nú var hann kominn til Suður- lands, sem við gætum til gam- ans nefnt Suður-Vietnam. Jón hafði þá nýverið tekið einn mesta höfðingja Norðlend- inga „undir sverð“ og nú var hann á leið norður aftur, sem við gætum þá kallað Norður- Vietnam Og ekki þarf að taka það fram, að slíkt átti að ger- ast með hinni gömlu formúlu: taka ráðamenn þar undir sverð. ---------------------------------c$> Jim Clark fórst í kappakstri HOCKENHEIM 8/4 — Hinn kunni brezki ökukappi, Jim Clárk, fórst í gær í kappakstri í Hockeniheim, bíll hans fór út af brautinni og margar veltur, en rakst að lokum á tré. Clark sem tvívegis hefur orðið heimsmeist- ari í kappakstri mun hafa lát- izt samstundis. S-Afríkustjórn frestar gullsölu HÖFÐABORG 8/4 — Fjármála- j ráðherra Suður-Afriku tilkynnti ! í dag að Suður-Afrika myndi fyrst um sinn ekki selja gull úr landi, hvorki til seðlabanka eða á hinum frjálsa markaði. Það virðist greinilegt að stjóm Suð- ur-Afriku gerir sér vonir um að gullið verði hækkað í verði áður en langt líður. T rudeau í stað Lesters Pearson OTTAWA 8/4 — Þing Frjáls- lynda flokksins í Kanada kaus á laugardaginn Pierre Elliott Trudeau formann í stað Lesters Pearson og mun hann eínndg taka við embætti forsætisráð- herra af Pearson eftir hálfan mánuð eða svo. Trudeau hefur verið dómsmálaráðherra. Hann er eins og nafn hans bendir til af frönskum ættum, var sósíal- isti í æsku og var af þeim á- stæðum eitt sinn synjað um vegabréfsáritun til Bandaríkj- Ný stjórnarskrá í A-Þýzkalandi BERLÍN 8/4 — Þjóðaratkvæða- greiðsla fór fram í Austur- Þýzkalandi á laugardaginn um nýja stjómarskrá og var hún samþykkt með 94.54 prósent at- kvæða. Stjómarskráin gengur þegar í gildi. f henni er skipting Þýzkalands í tvö ríki staðfest, en fyrir henni var ekki gert ráð í stjómarskránni frá 1949. Nú stóð Jón vel að vígi þar sem hann var á ferð með hirð- stjóra landsins. Jón var hár maður vexti, en mjór og lot- inn og bar illa hin góðu her- klæði. Hann var illa limaður og linmennskulegur þegar á reyndi. Andlitið var með djúpum skorum milli augnanna og pok- ar undir augunum. Augun voru líti'l og lágu innarlega, augna- ráðið myrkt og tortryggilegt og fuMt fláttskapar. Gj-amt var^ honum að líta útundan sér, sem hann ætti jafnan von á bak- slettu. Svipurinn bar allur vott um eitthvert rándýrseðli, hóf- lausa sjálfselsku, logandi fýsn- ir og miskunnarlausa grimmd. Honum var það vel kunnugt að þeir voru fáir, ef nokkrir sem höfðu mætur á honum. Hann var fyrir löngu hættur að vonast eftiir því að nokkur mannvera elskaði hann. Nú lét hann sér nægja það að menn hræddust hann og hlýddu hon- um. Hann fann kuldann og hatr- ið leggja um sig úr hvers manns augum, það sakaði þó ekki ef þrælsóttinn yfirgnæfði. Meðan hann gat notað þá fyrir böðla á aðra og meðan bann hélt hlífiskildi yfir rán- um þeiira og ólifnaði, meðan þeir gátu auðgazt og svallað í skjóli hans, á meðan voru þeir honum trúir. Síðan gat hann sparkað þeim ef svo við horfði og ráðið sér aðra. Það var valdið eitt sem hann þyrsti eftir,. valdið sem sval- að gæti ástríðum hans. Á með- an gat hann traðkað á öllum sínum óvinum, launað sinum fáu og trúu og hulið glaepi sínia með gulli og gersemum. n Þegar drykkjuveizlunni lauk á Grund skyldi gengið til sæng- ur. reyndi hver og einn að krækja sér í sem giirnilegastar beðkonur. Jón hafði í huga að tryggja sér þá fegurstu, Dísu litlu, 17 ára, kvennablóm- ann í Norður-Vietnam. Dísa litla var yfir sig hrædd, því rándýrsaugu skráveifunn- ar hvildu stöðugt á henni. Og þegar hver með' ,.sína“ fór að tínast inn í lokrekkjumar bafði Jón náð í Dísu litlu og færði hana með kattarlegri blíðu að lokrekkju sinni. Hún þorði ekki að streitast á móti, enda örlaði hvergi á hjálp. Hægt og miskunniarlaust, hvíslandi blíðuorðum ýtti hann Dísu á undan sér að lokrekkju- dyrunum. Hér væri ekkert að óttast, þetta væri friðarsveit. Nú verður að nefna til söigu mann, Orm Snorrason að nafni. Ormur var stórættaður og ágætur maður, þó hann hefði slæðst í þessa för. Hann bar að í þessu og hér voru eng- in orð við höfð, heldur þreif hann með heljarafli um hend- ur Jóns, reif Disu af honum og fleygði honum sem vettlingi upp í lokrekkjuna. Síðan færði hann Dísu til sinnar lokrekkju og sagði: Hér er þér óhætt og sakleysi þínu skal í engu mis- boðið. Þar með skrapp Norður- Vietnam úr hendi Jóns. 1« Þegar bardaganum lauk og Norðlendingar höfðu sigrað, kyrrðist í skálanum, sunnan- menn voru sviptir vopnum og báðu sér griða. Þá kom fyrir kynlegt atvik. Maður einn hrópaði utan úr afhýsi, að menn skyldu koma sem snarast. Menn þyrptust að og benti þá maðurinn á manns- fætur með gullnum sjxxrum, sem stóðu út úr rennu þeinri sem nefnd var kamaraugað. Innan í rennunni sá á fald á rauðum skarlaitskyrtli. Þessi sýn vakti mikinn hlátur. Nokkr- ir ýttu við þessum mannlega neðri hluta með spjótum og fundu að þar var jám fyrir, en fætumir tóku kippi við hvem sting og ámátlegt gaul heyrðist úr ytri enda rennunn- ar: Maðurinn hafði ekki var- azt það að rennan var mjórri að utan en innan. Var maður- inn síðan dreginn út og reynd-- ist vera Jón sknáveifa. Jón bað sér griða á himn ámátlegasta hátt og bauðst til að gerast guði þekkur'og gefa öll auðæfi sin sér til lausnar. Harun feUdi einnig tár og sli'kt hefur fleiri höfðingja friðar- sveita hent. En slíkt hrökk ekfci til, sú tíð var ekki þá runnin, að blæja göfuigmennsku væri breidd yfir grimmdina. Að endingu festi ég augun á Ormi Snorrasyni með Dísu sirna. □ EftirmáU: Ég vildi hvetja sem flesta íslendinga tU að kaupa ritsafh Jóns Trausta, sem fæsfc fyrir sáralítið verð, skáldsins sem aldrei hefur verið metið að verðleikum meðal vor. H. P. AUGL YS/NG UM GREIÐSLU ARÐS. Samkvæmt ákvörðun aðalfundar Verzlunarbanka íslands h.f. þann 6. apríl 1968 skal greiða hluthöf- um 7% arð af hlutafé fyrir árið 1967. Greiðsla verður innt af hendi gegn afhendingu arðmiða fyrir árið 1967. Greiðslustaðir eru: Aðalbankinn, Bankastræti 5, Reykjavík. Útibúið, Laugavegi 172, Reykjavík. Afgreiðslan, Umferðarmiðstöðinni, Reykjav. Útibúið, Hafnargötu 31, Keflavík. Reykjavík, 8. apríl 1968. VERZLUNARBANKIÍSLANDS H.F. Staða yfírlögregluþjóns í lögregluliði Hafnarfjarðar og Gullbringu- og Kjósarsýslu er laus til umsóknar. Laun samkvæmt 20. flokM launasamnings opdn- berra starfsmanna. Umsóknir um starfið sendist undirrítuðum fyrir 6. maí 1968. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði, sýslumaður- inn í Gullbringu- og Kjósarsýslu. 8. apríl 1968. EINAR INGIMUNDARSON. RAZN0IMP0RT, M0SKVA VEGLEYSUR RUSSNESKI HJOLBAROINN ENDIST Hafa enzt 70.000 km akstur samkvæmt voftorðl atvínnubflstióra Fæst hfá flestum Hfólbarðasölum ð landínu Hvergi laegra verð I SÍMI 1-7373 TRADING CO. HF. )

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.